Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 32
32 Helgarblacf DV LAUGARDAGU R 15. FEBRÚAR 2003 Hápunktur lífs hins heittrúaða Þriöjudaginn 11. febrúar rann upp sá dagur sem hátt í tvær milljónir múslíma um ailan heim hafa verið að bíða eftir. Það er hápunktur pílagrímsferðar þeirra til Mekka þegar þessar tvær miiljónir sameinast í dalnum Arafat og biðjast fyrir, ailir sem einn. Daginn eftir hófst helsta hátíð múslima um heim allan en það er fórnarhátíðin, Eidu al- adha, en þá kaupir hver fjölskylda lamb til slátrunar. Fyrsti dagur Hajj, en það kallast pílagrímsferðin á arab- ísku, er 10. febrúar og lýkur 14. febrúar að okkar tímatali. Undanfarna mánuði, ef ekki allt lífið, hafa pílagrímsfarar verið að undirbúa sig fyrir þennan atburð og hér segir frá brottför Fatímu og Lahoucine til Mekka frá litla fiski- mannaþorpinu í Marrokkó í janúar sem leið. Texti og myndir: Jóhanna Á.H. Jóhannsdóttir Fatíma og Lahoucine fara til Meklta „Þið fjölskyldan eruð velkomin í heimsókn til mín í dag til þess að kveðja okkur hjónin því við förum í flugið til Mekka seinnipartinn." Eitthvað á þessa leið hljómaði símtalið frá Fatímu þenn- an morgun síðari hluta janúarmánaðar. Ásamt manni og bami var ég búin að vera í heimsókn hjá tengdafólkinu í Marokkó í rúmar þrjár vikur þegar boðið kom. Ég var svo sem tilbúin að fara til Aourir, þaðan sem fjölskylda mannsins míns er upprunnin, enda komið þar áður og hitt marga úr þeim frændgarði sem er þvílíkt fiölmennur að allir þorpsbúar meira og minna tilheyra sömu fiölskyldu. Eldíi Kanarí Mannfjöldinn gengur í kríngum Kabbak, hið heilaga skrín í Mekka. Fatima og Lahouchine eru þarna einhvers staðar í þessum fjölda og vonandi komast þau heil á húfi til síns heima. Það var ekki fyrr en þangað var komið að ég skildi hversu merkileg þessi utanför þeirra hjóna var. Aiiur við- búnaður var harla ólíkur því sem jafnaldrar þeirra hér heima standa í þegar þeir „skreppa“ í tíunda sinn tO Kanarí og það þykir ekki einu sinni nýnæmi. Ferðin kost- ar um fimm hundruð þúsund fyrir hjónin og er þá inni- falið flug, gisting og þær ferðir sem fara þarf þegar komið er á hinn helga stað. Þetta er hátt verð í landi þar sem laun og verðlag er mOdu lægra en hérlendis. Fatíma og Lahoucine eignuðust fimmtán böm, þar af era þrettán enn á M og lögðu þau öO eitthvað í púkkið svo foreldramir gætu klofið það að greiða fyrir ferðina. Þau hjón eru rétt liðlega fimmtug að aldri, gOtust ung og hófu að eiga sín böm. Synimir era sjómenn eins og flestir frændur þeirra í Aourir og gera það bara ágætt, sérstaklega þeir sem bú- settir era á Spáni og stunda sjó þaðan. Þær dætur sem era giftar komast vel af. Þaö er útOokað að bíða eftir hagstæðu tOboði um síð- ustu sætin því enginn stekkur bara si svona tO Mekka eins og Kanarí. Ferðin krefst mikils undirbúnings því gæta þarf að andlegum og veraldlegmn málum. Það er skýrt tekið fram í Kóraninum að enginn má setja sig í skuldir tO að fara tO Mekka. Það ber líka að gera upp aðr- ar ógreiddar skuldir áður en farið er í ferðina. Síðan þarf að búa svo um hnútana að heimOisfóOcið hafi nóg að bíta og brenna á meðan á ferðinni stendur. Andlega þarf líka aö undirbúa sig; ástunda gott lífemi, hafa fastað á Ramadan, beðið bænimar og lagt sig fram um að vera góð mann- eskja fyrir guði og mönnum. Smákökufjöll Um tvöleytið mátti sjá prúð- búið fóUí streyma að húsi Fatímu og Lahoucine og ailir greinOega í miklu hátíðar- skapi. Það ríkti gleði í hópnum fyrir hönd þeirra hjóna sem vora að sjá langþráðan draum rætast. Inni í stássstofúnni var aUt til reiðu; fiailháir hraukar af smákökum, brauð og hnetur og svo auðvitað nóg af tei sem Marrokkómenn drekka nær sleitulaust. Yfir þessum veisluhöldum trónaði móðir Fatímu sem býr hjá þeim enda á hún húsið með bömum sínum. Hún er afar þrekin kona eða við skulum segja mjög feit. Hún er glaðleg, talar mikið og segir enda- lausar sögur sem aUir hlæja að. Sjálf hefúr hún farið tO Mekka og er ákaflega stolt af því dóttirin og tengdasonur- inn era að leggja í þessa ferð. Með því að Uta yfir hópinn mátti sjá að ailir höfðu far- ið í sitt fínasta púss í tilefni dagsins. Konumar vora í sín- um besta „djeUabah" sem er svona kápa/kjóU/kufl og með sína finustu slæðu í stO. Þær vora líka skreyttar því helsta af guhi sem þær eiga. Ein var líka vel skreytt með „henna“ á höndum en það gæti hafa verið gert af öðra tO- efni en þessu. Konur í Marokkó skreyta nefnUega hendur og fætur með „henna“ þegar mikið stendur tO eins og tO dæmis brúðkaupveisla. Reyndar datt mér í hug hrúðkaup þegar ég sá Fatímu og Lahoucine í glænýju ferðafötunum sínum. Hann var í nýjum djellabah sem var hvítur í granninn en með ljósgrænum röndum og með hvíta húfu á höfði. Hún var klædd hvítu frá toppi tO táar. Kuflinn var kremaður en slæðan, skór og sokkar alveg snjakahvítir. Það er þó engin regla sem segir tO um hvemig fóUc á að kiæðast á leiðinni tU Mekka enda koma pílagrímsfarar frá ýms- um löndum og með mismun- andi áherslur í klæðaburði. Ailir jafiiir fSrir guði Eina reglan varðandi kiæðnað er þegar sjálf pUagrímshátíðin er. Konur geta klæðst hverju sem er og því ekki ólíklegt aö Fatíma verði í þessum fótum eða einhveiju svipuðu. Konur þurfa að hafa slæðuna en það er tekið fram að þær eiga ekki að nota blæjur tO hylja andlit sitt. Karlar fara í sérstakan búning sem er gerður úr tveimur hvítum dúkum. Annar er notaður tO að sveipa sig frá brjósti og niður og hinn leggst yfir aðra öxlina en hin öxlin á að vera ber. Með þessu móti verða allir jafnir fyrir guði. Engin leið er að greina ríkan frá snauðum eða forstjórann frá verkamann- inum. Markmiö þeirra er hið sama og ailar athafnir era þær sömu. Stéttarmunurinn kemur ekki í ljós nema þegar litið er tO gististaða viðkomandi því eins og annars staðar era þeir í öOum verðflokkum og þúsundir pílagríma gista í tjaldbúðum sem reistar era á hveiju ári. Að gera upp sakirnar í tæpa tvo tíma var fóOc að koma og fara frá húsi pfla- grímsfaranna. Það er ekki nóg með að ferðin sé hápunkt- ur í þeirra M heldur líka aflra ættingja og vina, sérstak- lega þeirra sem ekki hafa orðið þeirrar gæfu aðnjótandi að fara til Mekka. Ef einhveijar óuppgerðar sakir era á mflli manna er þetta tækifærið tO þess að fyrirgefa og vera fyr- irgefið. Þeir sem ekki hafa enn komist tO Mekka óska þess sérstaklega að pflagrímamir biðji guð um að hann eða hún komist sem fyrst í pflagrímsferðina. Það vora margir sem báðu Fatímu og Lahoucine um að muna eftir sér þeg- ar áfanganum væri náð því menn trúa því að bænirnar séu heitari þar. Það eimir líka enn eftir af gömlum tíma þegar ferðin tfl Mekka gat tekið nokkur ár og afls óvíst hvort pflagrímamir snera heim aftur. Núna er flogið frá öflum heimshomum eins og þeir þekkja sem unnið hafa við pilagrímaflugið. Flugleiðir áður og nú Atlanta hin síð- ari ár hafa flutt hundrað þúsunda pflagríma tfl og frá Mekka. Það gefúr augaleið að skipulagið þarf að vera gott þeg- ar ríflega milljón ferðamanna er á faraldsfæti á sama punktinum á sama tíma. Flestir komast áfaflalaust þessa ferð en auðvitaö fer eitthvað úrskeiðis hjá sumum. íslenskt flugfólk hefúr lent í því að gamalt fólk gefi upp öndina á heimleiðinni. Fyrir trúaða er það einn besti dauðdagi sem hugsast getur að bera beinin í Mekka eða eftfr að pflagrímsferðinni lýkur. Því að lokinni pflagrímsferð er maður hreinn af öllum syndum og ekki möguleM á að drýgja aðrar þegar ævin er öll. „Hajj“ er heiður Fatíma og Lahoucine vora komin tfl Mekka ríflega hálf- um mánuði áöur en sjálf hátíðin gekk í garö. Sá tími fer í ýmsan undirbúnmg, heimsækja helga staði í landinu því nokkrar aörar borgir, svo sem Medína, og staðir hafa trú- arlega tengingu. Heimferðin er svo nokkrum dögum síðar Um þessar mundir eru pílaqrímsferðir til Mekka íhámarki og íslensk fluqfélöq önnum kafin i/ið flutninq pílagríma. Blaðamaður DV komst inn íkjarna þessa sér- stæða siðar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.