Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 14
14 LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 Fréttir DV Samþykkt ríkisstjórnarinnar um mikla aukningu vegaframkvæmda: Formaður skipulagsnefndar höfuð- borgarinnar ósáttur við hennar hlut DV-MYND: SBS Bratt og flott veröur aö baki Erfiður vegakafli um Almannaskarð veröur að baki á næsta ári með gerö jarðganga undir skarðiö. Vegurinn er í dag sá brattasti á hringveginum en útsýnið það besta. Þegar ríkisstjómin ákvað í vik- unni að veita um 6 milljarða króna til eflingar atvinnulífínu sagði Halldór Ásgrímsson utan- ríkisráðherra m.a. að slakinn í efnahagsmálum væri heldur meiri en gert hefði verið ráð fyrir og at- vinnuleysið svo mikið að það væri nauðsynlegt að grípa til aðgerða því ríkisstjómin hefði alltaf lagt megináherslu á fulla atvinnu í landinu. Það væri einsdæmi i ís- landssögunni að svona mikill slaki hafi verið í efnahagslifinu en lítill ótti um verðbólgu á næst- unni. Það væri einsdæmi að fara út í 6 milljarða útgjöld án þess að hækka skatta. Þrettán vegaframkvæmdum sem þegar hafa verið ákveðnar verður flýtt og er hlutur Norður- lands, Vesturlands og Vestfjarða þar sýnu stærstur. Verður ekki kominn með bílpróf Halldór Halldórsson, bæjar- stjóri ísafjarðarbæjar, segir Vest- flrðinga vera alveg himinlifandi yfir framtaki ríkisstjómarinnar en að sama skapi hafi það komið þægilega á óvart hvað þetta sé há fjárhæð í heildina. Halldór sagði nýlega að sex ára sonur hans yrði kominn með bílpróf áður en bund- ið slitlag yrði komið á veginn um Ísaíjarðardjúp til Reykjavikur. En hefur það breyst? „Þetta hefði ekki verið hægt áður og er staðfesting á því að rík- issjóður er mun öflugri en hann var áður. Það fer auðvitað eftir því hvernig þingmennimar skipta þessu fjármagni. En ef ég réði því einn mundi ég gera veg um Am- kötludal frá Hólmavík á Ströndum til Króksfjarðamess í Reykhóla- sveit. Sá vegur mundi stytta leið- ina frá ísafirði til Reykjavíkur um 44 km, eða álíka stytting og varð er Hvalfjarðargöngin komu. Verði þetta gert verður strákurinn ekki kominn með bílpróf þegar hægt verður að aka á bundnu slitlagi milli ísafjarðar og Reykjavíkur. Hugmyndin um Amkötludalsveg á fylgi meðal vestfirskra sveitar- stjórnarmanna því hún var sett inn sem leið í samgönguáætlun okkar á fjórðungsþingi 1997 og þar segir að hún hafi yfirburði yfir aðra valkosti á þessari leið. En þingmenn þurfa líka að sinna Pat- reksfjarðarsvæðinu og hvað sé skynsamlegast að gera innan næstu 18 mánaða,“ segir bæjar- stjóri ísafjarðarbæjar. - Það fer hálfur milljarður tii gangagerðar undir Almanna- skarð. Hefðirðu viljað sjá jarð- gangagerð á Vestfjörðum? „ Já, auðvitað hefði ég viijað sjá það. Ég er mikill áhugamaður um jarðgöng milli Dýrafjarðar og Am- arfjarðar, undir Hrafnseyrarheiði, til að tengja Patreksfjarðar- og ísa- fjarðarsvæðið, en þau eru á lang- tímaáætlun. Ég er líka fylgjandi jarðgöngum frá ísafjaröarflugvelli til Súðavíkur." Vonandi ekki settir hjá Eiríkur Björn Björgvinsson, bæjarstjóri Austur-Héraðs, segir að ýmis mál á sviði vegagerðar og menntamála séu þannig að Aust- firðingar vonist til að hægt verði að koma þeim í framkvæmd á þessu tímabili, en hann vonast til að vegna væntanlegra stórfram- kvæmda á Austfjörðum verði fjórðungurinn ekki settur hjá til ársins 2005, bæði vegna undirbún- ingsframkvæmda vegna stóriðj- unnar og þeirrar þenslu sem væntanlega verði á svæðinu. Inn- spýting frá ríkisvaldinu í atvinnu- llfið sé nauðsynleg en gæta þurfi jafnræðis og ráðast í þær fram- kvæmdir sem nýtist best til fram- tiðar. Hlutur Reykjavíkur fyrir borð borinn „Framkvæmdir á höfuðborgar- svæðinu verða auðvitað í samráði Vegagerðar og sveitarfélaga á svæðinu og þar verður horft til nokkurra verkefna. Skipulag verður fyrst að hafa verið unnið, en það er t.d. ekki fyrir hendi á gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar og virðist langt í það. En við horfum t.d. til Vesturlandsvegar," sagði Davíð Oddsson forsætisráðherra. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður skipu- lags- og bygginganefndar Reykja- víkurborgar, telur að hlutur Reykjavíkurborgar hafi verulega verið fýrir borð borinn í þessu átaki ríkisstjómarinnar þegar lit- ið sé t.d. til íbúafjöldans. „Það er hægt að fara í fjölmörg verkefni á þessu svæði sem ekki eru beint tengd vegaframkvæm- um, stórverkefni sem bent hefur verið á mjög lengi. En ég vil alls ekki fara í einhvern slag við landsbyggðina um þennan skerta hlut höfuðborgarinnar. Það hefði verið hægt að ráðstafa hluta fjár- magnsins til atvinnumála með öðrum hætti til þess að gera öllum hópum samfélagsins jafnt undir höfði. Ýmsar greinar háskóla- menntaðs fólks bera skarðan hlut frá borði, nema ef vera skyldi verkfræðingar. Bent hefur verið á tónlista- og ráðstefnuhús í Reykja- vík, sem ég hefði viljað sjá fjár- magn i, og til framhaldsskólanna í Reykjavík. Verkefnin era næg þó ekki sé hægt í bili að ráðast í byggingu mislægra gatnamóta á mótum Miklubrautar og Kringlu- mýrarbrautar," segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir. Stjómendur Vegagerðarinnar hafa fundað stíft um fram- kvæmdaáætlun vegna þessarar gríðalegu aukningar og flýtingu vegaframkvæmda sem ætlaðar era á næstu 18 mánuðum, eða fram til haustsins 2004. „Við erum að undirbúa móttöku þessa fjármagns en vegna skamms tíma eram við fjarri því að vera komnir á leiðarenda en höfum þó enn um tvær vikur til stefnu. Þó er verið að hraða verkefnum sem voru ákveðin og gera t.d. tillögur um verkefni á höfuðborgarsvæð- inu. Að lokum kristallast þetta í því að samgönguáætlun til 12 ára er til meðferðar á Alþingi og þetta mim ganga inn í hana. Við viljum taka af hlykkinn á Hellisheiði suð- austur Svinahraunið að Þrengsl- unum en gatnamótin þar hafa alltaf verið erfið. Það verður farið upp á hraunbrúnina á sama stað og dálítið þar austur eftir en það- an beint í brekkuna fyrir neðan Hveradali. Jarðgangagerð undir Almannaskarð er nýtt verkefni en við höfum þegar startað undir- búningi og erum það bjartsýnir að stefna að útboði i haust. Þetta kostar um 700 milljónir króna, en þama þurfti hvort eð var að end- urbæta veginn svo í þetta kemur viðbótarvegafé, einnig til að tengja göngin við vegakerfið," seg- ir Helgi Hallgrímsson vegamála- stjóri. LORÉAL 5HAMPOO fUilMÚÍ VA#I)AWD! HO«»*VA SMOOTH INTENSE Þurrt, stíft og strítt hár er ekki lengur vandamál. Nýtt ELVITAL Smooth Intense sjampó frá L'Oréal með Nutrileum. Nutrileum inniheldur einstaka blöndu af míkróolíum sem næra hárið og gera það fjórum sinnum mýkra. Hárið helst lengur mjúkt, slétt og viðráðanlegt með Smooth Intense. Nýtt ELVITAL Smooth Intense frá L'Oréal. Því þú átt það skilið... L'ORÉAL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.