Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 6
6
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003
DV
Fréttir
Hægri grænir
á Borginni
Á morgun, sunnudag, heldur
Hálendishópurinn 18. upplýsinga-
og umræðufundinn um virkjana-
mál og verður hann að þessu
sinni á Hótel Borg klukkan 16.00.
Efni fundarins að þessu sinni
er „Hægri grænir", en í því felst í
stuttu máli sú spuming hvort við
getum orðið rík á svipaðan hátt
og hinir auðlindasnauðu Danir
og átt áfram fallandi fossa og
rennandi fljót. Hægri grænir eru
ekki stjómmálaflokkur heldur er
miklu fremur verið að spyrja
hvort verndun, menntun og blóm-
legt og skapandi atvinnulíf geti
farið saman, hvort raunverulega
þurfi að stilla upp verndun og
velferð sem andstæðum og leita
svara við spurningunni „á hverju
eigum við að lifa?“. Hingað til
hafa vinstri grænir einkum sinnt
umhverfismálum á Alþingi en
getur hægri stjórnmálastefna
einnig tekið umhverfismál upp á
sína arma? Og með hvaða hætti
og hvaða sérstöku áherslum í at-
vinnuþróun og umhverfísmálum?
Hálendishópurinn hefur fengið
fimm menn til að ræða þessi mál
frá þessu sjónarhomi.
Frummælendur á fundinum
verða Guðmundur Magnússon
prófessor, Sigurður Jóhannesson
hagfræðingur og Ólafur F. Magn-
ússon, læknir og borgarfulltrúi. í
pallborði sitja auk þeirra Jónas
Haralz, fyrrverandi bankastjóri,
og Ásgeir Jónsson hagfræðingur.
Fundarstjóri er Rósa Erlingsdótt-
ir stjómmálafræðingur.
Samtök verslunarinnar:
Pétur Björns-
son kjörinn
formaður
Pétur Björnsson var á fostudag
kjörinn formaður Samtaka versl-
unarinnar á aðalfundi samtak-
anna. Pétur tekur við af Hauki
Þór Haukssyni sem lét af fjögurra
ára formennsku. Yfirskrift fund-
arins var „Viðskiptatækifæri í
kjölfar einkavæðingar“. Jafet S.
Ólafsson, framkvæmdastjóri
Verðbréfastofunnar, og Hannes
Hólmsteinn Gissurarson prófess-
or fluttu erindi á fundinum
ásamt Hauki Þór Haukssyni, frá-
farandi formanni samtakanna.
Jafet sagði m.a. að Landssíminn
ætti að verða næstur í röð þeirra
fyrirtækja sem ætti að einkavæða
og spennandi væri að skoða orku-
geirann.
Hinn nýi formaður stofnaði
árið 1992 ásamt fleiri ísfell sem
stundar innflutning og sölu á
veiðarfærum. ísfell var sameinað
Netasölunni í september 2001 og
heitir síðan Ísfell-Netasalan. Fyr-
irtækið var sameinað Icedan
Holding um siðustu áramót og
kemur sameinað fyrirtæki til
með að bera nafnið ísfell.
Þá er Pétur stjórnarformaður
og aðaleigandi að ísfélagi Þor-
lákshafnar sem á og rekur ísverk-
smiðju, frystigeymslu og skipaaf-
greiðslu í Þorlákshöfn. -GG
(vott
jJjUli mála!
DV-MYND: BRINK
Glæsilegur floti
Kínversku bátarnir t Hafnarfjarðarhöfn íjúlí 2001, nýkomnir til iandsins. Þetta eru Eyvindur KE-37, Ólafur GK-33, Ársæll Sigurðsson HF-80, Garðar BA-62,
Vestri BA-63, Rúna RE-150, Ýmir BA-32, Sæljón RE-19 og Sigurbjörg BA-155. Önnur skip, smíðuö í Kína, eru Guðni Ólafsson VE-606, Fossá ÞH-362, Björn
RE-79, Happasæll KE-94, Guðrún Gísladóttir KE-15 (sokkin), Helga RE-49 og Stígandi VE-77 (sökk í skipasmíðastööinni).
Erfið sala Kínaskipa vegna andróðurs:
Ekki fiskað bein úr
sjó eftir heimkomu
llfllSIISÍ
v i •
..... ** \ . ■*" :S7_______F
■ w .. m ii
Eyvindur KE-37 í Reykjavíkurhöfn
Hefur ekki fiskað bein úr sjó. Er á söluskrá.
Á ýmsu hefur gengið í útgerð
þeirra 24 skipa sem smíðuð hafa
verið fyrir íslendinga í Kína.
M.a. voru þetta 95 tonna fiski-
skip, 9 talsins, sem mörg voru
smíðuð eftir teikningum Skipa-
sýnar. Eitt þeirra, Eyvindur KE-
37, hefur aldrei fiskað bein úr sjó
þar sem útgerðin var hætt
rekstri áður en skipið kom til
landsins,
Samningsverð minni skipanna
var 640 þúsund dollarar en þegar
skrifað var undir samning var
gengi dollarans um 73 krónur en
fór upp í tæpar 110 krónur á
samningstímabilinu. Verðið fór
því úr um 46 milljónum króna
upp í 71 milljón en með ýmsum
aukakostnaði upp í um 100 millj-
ónir króna.
Sindri Bjömsson, útgerðar-
maður Ýmis BA á Bíldudal, seg-
ir að fyrsta árið sem báturinn
hafi verið gerður út hafi hann
ekki verið nema einn dag frá
veiðum. „Þessir bátar eru mjög
skemmtilegir í sjó og fara vel
með áhöfn. Við erum á netaveið-
um á veturna, innfjarðarrækju á
Amarfirði á haustin og síðan
dragnót á sumrin. Þetta gengur,
enda eru menn að teygja sig
lengra og lengra í kvótaleigu.
Gunnar Bergmann, eigandi
Eyvindar KE, segir að gagnrýni
vegna mikilla breytinga vegna
heimkomu eigi ekki bara við um
kínversku bátana - þannig hafl
t.d. þurft að breyta miklu vegna
smíði skipa í Noregi. í kínversku
bátunum hafi þurft að hreinsa
glussakerfið eða henda því út og
tengingar voru víða vitlausar.
Gunnar bendir á að í saman-
burði við Óseyrarbáta gangi þeir
kínversku mun hraðar og fleira
valdi því að þeir bátar séu síst
betri að hans mati.
Hættu útgerö
„Smíðasamningurinn vegna
Eyvindar var gerður ári áður en
við seldum eldri bát og hættum
útgerð vegna gegndarlauss nið-
urskurðar á kvóta - sáum engar
forsendur fyrir útgerð bátsins.
Sala á bátnum er að bresta á því
menn eru að átta sig á því að
þetta eru betri bátar en haldið
hefur verið fram, m.a. af for-
svarsmönnum íslensks iðnaðar.
Ætli við fáum ekki um 80% af
því verði sem við greiddum í
upphafi. Á sjöunda áratugnum
komu hingað japanskir togarar
sem voru jagaðir niður í rót. Fá
skip hafa staðið sig betur en
þessir togarar og ég tel að svipuð
verði umsögnin um kínversku
bátana í framtíðinni,“ segir
Gunnar Bergmann.
Ekki allir mjög sáttir
í Ægi, tímariti um sjávarút-
vegsmál, segir Guðmundur Rún-
ar Hallgrímsson, eigandi og út-
gerðarmaður Happasæls KE-94,
að frágangur um borð sé hrein-
lega fyrir neðan allar hellur og
að ýmislegt standist engan veg-
inn hérlenda staðla sem ákveðn-
ir aðilar eigi þó að ábyrgjast.
Hann nefnir sem dæmi að raf-
virkjar hafl verið dögum og vik-
um saman að endurnýja ýmis-
legt í rafkerfinu sem ekki hafl
staðist kröfur. T.d. þurfti að end-
umýja alla slökkvara og tengla
og auk þess ýmsar lagnir að
krönum og fleira.
Þrátt fyrir innflutning báta er
meðalaldur íslenska fiskiskipa-
flotans mjög hár og margir bátar
eru í raun verðlausir og ekki
seljanlegir á alþjóðamarkaði.
Meðalaldur báta af stærðinni 51
til 500 brl. er um 30 ár. Sl. 20 ár
hefur um helmingur nýrra skipa
verið smíðaður hérlendis en
markaðshlutdeild er töluvert
minni miðað við rúmtak.
-GG
Verslunarráð íslands setur markmið til 2010:
Þriðjungur heilbrigðisþjónustu
verði einkarekinn
Verslunarráð íslands segir að
stefna beri að því að hlutur einka-
rekinnar heilbrigðisþjónustu
verði þriðjungur fyrir árið 2005.
Þetta kemur fram í nýrri stefnu-
mótun ráðsins fyrir atvinnulífið.
„í dag eru auðvitað ákveðnir
þættir heilbrigðisþjónustu í hönd-
um einkaaðila en sá hluti er hverf-
andi; meginhluti þjónustunnar er
veittur af opinberum aðilum,“ seg-
ir Birgir Ármannsson,
starfandi framkvæmda-
stjóri Verslunarráðs - ráð-
ið telji afskaplega mikil-
vægt að auka svigrúm
einkaaðila til að koma að
rekstri og veita þjónustu á
þessu sviði, jafnvel þótt
áfram verði samstaða um
að ríkið standi straum af . Birgir
miklum hluta kostnaðarins Armannsson.
svo að tryggt sé að allir
geti notið góðrar þjónustu,
án tillits til efnahags.
„Við teljum hins vegar
að þetta aukna svigrúm
einkaaðila myndi leiða til
aukinnar fjölbreytni og
fleiri valkosta í heilbrigðis-
þjónustu," segir Birgir.
„Við teljum líka að með því
náist fram ákveðnir kostir
samkeppni milli þeirra aðila sem
veita þjónustu sem ekki er fyrir
hendi í dag. Og að við slíkar að-
stæður, þar sem samkeppni og
fjölbreytni eru orðin að veruleika,
nýtist betur þeir fjármunir sem
varið er til málaflokksins. Þarna
er um að ræða einn stærsta út-
gjaldalið ríkisins á hverju ári og
við teljum mikilvægt að það fé
nýtist sem allra best.“ -ÓTG