Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 12
12
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003
Helgarblað_________________________________________________________________________________________________3PV
Júgóslavía horfin af landakortinu:
Erlendar fréttir vikunnar
Ætla má að Tító hafi
snúið sér við í gröfinni
Klappað fyrir nýju sambandsríki Serba og Svartfellinga.
Þeir Dragisa Pesic, fráfarandi forsætisráöherra Júgóslavtu, og Zoran Djindjic, forsætisráöherra Serbíu, sem hér eru
fremst á myndinni, fagna stofnun sambandsríkisins Serbíu og Svartfjallalands í síöustu viku. Stofnaö var til þessa
nýja ríkjasambands fyrir þrýsting Sameinuöu þjóöanna og Evrópusambandsins.
Það má ætla aö Tltó heitinn Júgó-
slavíuforseti hafi snúið sér einn heil-
hringinn í viðbót í gröf sinni á þriðju-
daginn í síðustu viku þegar júgóslav-
neska sambandsþingið, sem skipað er
fulltrúum Serba og Svartfellinga,
ákvað í atkvæðagreiðslu að leggja
sjálft sig og nafnið Júgóslavía niður
og afmá það alveg af landakortinu eft-
ir nærri 74 ára tilveru.
Áður höföu Króatía, Slóvenía og
Makedónía sagt skilið við sambands-
rikið Júgóslavíu og lýst yfir sjálfstæði
árið 1991 og síðan Bosnía-Hersegóvína
ári seinna. Eftir það blossaði upp
grimmilegt þjóðernisstríð í Bosníu
með skelfilegum afleiöingum sem enn
sér ekki fyrir endann á.
Solana er arkitektinn
í samþykkt sambandsþingsins, sem
Javier Solana, utanríkismálastjóri
Evrópusambandsins, er arkitekinn
að, er gert ráð fyrir að þjóðirnar tvær,
Serbar og Svartfellingar, sem einar
voru eftir í júgóslvaneska ríkjasam-
bandinu, geti hvor fyrir sig lýst yfir
sjálfstæði eftir þrjú ár, að undan-
gengnum þjóðaratkvæðagreiðslum en
fram að því heiti ríkið Serbía og
Svartfjallaland og fari hvor þjóðin um
sig með stjórn eigin mála, nema á
sviði utanríkis- og varnarmála, sem
verði undir sameiginlegum hatti.
Höfuð ríkisins verður valdalaus
forseti og ráðherraráð sem hvort-
tveggja er kjörið af 126 sæta tíma-
bundnu sambandsþingi, þar sem
Serbar, sem telja um milljónir, fá 91
sæti en Svartfellingar, sem eru um 650
þúsund, fá 35 sæti. Þjóðimar hafa
mánuö til þess að kjósa fulltrúa á
sambandsþingið en jafnframt því
munu eigin þing þjóðanna starfa
áfram og fara með völdin heima fyrir.
Slétt og fellt á yfirborði
Þó allt sé orðið slétt og fellt á yfir-
borði Balkanskaga í dag kraumar enn
hatur og óeining undir niðri sem á
rætur að rekja langt aftur í aldir.
„Þetta er ný byrjun en þó ekkert til
þess aö kætast yfir,“ sagði Zoran Djin-
djic, forsætisráðherra Serbíu, eftir at-
kvæðagreiðsluna í sambandsþinginu
og bætti við aö það væri engan veginn
samhugm- milli Serba og Svartfellinga
um þetta nýja sambandsríki. „Við
vorum þó sammála um að gefa því
tækifæri," sagði Djindjic.
í Belgrad, sjálfri höfuðborg nýja
ríkisins, var lítinn söknuð að sjá eða
heyra á fólki vegna brotthvarfs Júgó-
slavíu af landakortinu en söknuður-
inn var mun meiri þegar gamalt ríkja-
samband Títós liðaðist í sundur fyrir
rúmum áratug.
Áframhaldandi óeining
Dæmin um áframhaldandi óein-
ingu á Balkanskaga koma fram með
ýmsum hætti og sem fyrr eru það
þjóðemið og trúin sem ráða ferðinni.
Alvarlegast er ástandið þó í
Kosovo, sem enn er hluti af Serbíu en
undir stjórn Sameinuöu þjóðanna, en
þar hefur þjóðarbrot Kosovo-Albana
þegar farið fram á sjálfstæði þar sem
þeir vilja nota tækifærið til þess að
losna undan oki Serba.
Annað en skemmtftegra dæmi er
um mann sem eftir atkvæðagreiðsl-
una lýsti landareign sína sjálfstætt
ríki sem hann kallar auðvitað Júgó-
slavíu. Maðurinn heitir Blasko Gabric
og umrædd landareign hans er í Subo-
tica-héraði í norðurhluta .Serbíu.
Hann hefur látið þau boð út ganga að
hver sá sem vilji áfram vera Júgóslavi
geti sótt um ríkisborgararétt hjá sér.
Lykilatburðir í sögu Júgóslavíu:
1918
Eftir að hafa barist með vinnings-
liðinu í fyrri heimsstyrjöldinni
ákveða Serbar og Svartfellingar að
innlima nokkur slavnesk landsvæði
sem áður tilheyrðu austurríka-ung-
verska keisaradæminu og stofna kon-
ungdæmi Serba, Króata og Slava sem
náði yfir nær allan vesturhluta Balk-
anskaga.
1929
Tekið upp nafnið Júgóslavía, sem
þýðir „Ríki Suður-Slava“.
1941
Þýskir nasistar leggja undir sig
Júgóslavíu og lýsa Serbíu hertekið
svæði á meðan Króatar og Bosníu-
menn stofna skammlíft leppríki nas-
ista. Restin er innlimuð í nokkur
bandaríki Þjóðverja, þar á meðal Ung-
verjaland og Ítalíu og tugir þúsunda
ibúanna drepnir.
1945
Júgóslavía endurreist sem lýðveldi
undir forystu Josips Broz Titos og fé-
laga hans úr skæruliðasveitum
kommúnista sem börðust gegn nasist-
um og unnu þar með stuðning banda-
manna. Konungdæmið lagt niður og
Júgóslavía gerð að ríkjasambandi
Serbíu, Króatíu, Bosníu, Slóveníu,
Svartfjallalands og Kosovo.
1948
Tító, forseti Júgóslavíu til lífstíðar,
ákveður að slíta nánum tengslum
Júgóslava við Sovétríkin og tekur upp
óháða utanríkisstefnu sem teygir
anga sína bæði til austurs og vesturs.
1974
Tító gefur sambandsríkjunum sex
og tveimur héruðum innan Serbíu,
aukið svigrúm til þess að vinna að
Filip Vujanovic
Filip Vujanovic, fyrrum forsætis-
ráöherra Svartfellinga og forseta-
frambjóöandi á kjörstaö.
stjórnarskrárlegum endurbótum í
þeim tilgangi að veita þeim aukna
sjálfstjórn. Annað áðurnefndra héraða
er Kosovo þar sem albanska þjóðar-
brotið er i meirihluta.
1980
Titó látinn og átta manna forsætis-
ráð tekur við stjórnartaumunum
þangað til samstaða þess fjarar smám
saman út. Gamlar þjóðernisdeilur
lifna við og eftir fall Berlínarmúrsins
virðist ekkert annað en endalok ríkja-
sambandsins blasa við.
1990
Stjóm -kommúnista samþykkir að
leggja niður völd og opna fyrir fjöl-
flokkakerfi sem verður til þess að
flokkur þjóðemissinna nær völdum
eftir sigur í kosningum.
1991
Slóvenar, Króatar og Makedóníu-
menn segja sig úr sambandsríkinu og
lýsa yfir sjálfstæði en júgóslavneski
herinn, studdur Serbum, gerir van-
máttuga og árangurslausa tilraun til
þess að stöðva Slóvena.
Ikjölfarið falla um tíu þúsund
manns í átökum í Króatíu þegar
þjóðabrot Serba gera uppreisn og lýsa
yfir eigin sjálfstæðu smáríki innan
Króatíu. Króatar berja niður upp-
reisnina og her þeirra endurheimtir
umrætt landsvæði.
1992
Bosníumenn lýsa yfir sjálfstæði en
án samráðs við helstu þjóðabrotin í
landinu sem eru múslímar, Serbar og
Króatar. Grimmilegt þjóðernisstríð
braust út í kjölfarið og stóð það í þrjú
og hálft ár með þeim skelfilegu afleið-
ingum að meira en tvö hundruð þús-
und manns féllu, auk þess sem millj-
ónir urðu heimilislausar.
Milo Djukanovic og frú
Milo Djukanovic, forsætisráöherra
Svartfellinga og frú, greiöa atkvæöi
meö stofnun ríkjasambandsins.
1992
Þjóðimar tvær, Serbar og Svartfell-
ingar, sem enn sitja eftir í ríkjasam-
bandinu, ákveða að halda því áfram
undir nafhinu Júgóslavía og lýsa yfir
formlegri stofnun þess í apríl. í kjöl-
farið fylgja refsiaðgerðir alþjóðasam-
félagsins vegna stríðsæsinga Slobod-
ans Milosevics, leiðtoga Serba.
1997
Milo Djukanovic, leiðtogi Svartfell-
inga, hættir allri samvinnu við
Milosevic og hefur baráttu fyrir sjálf-
stæði Svartfjallalands.
1998
Aðskilnaðarsinnar þjóðarbrots
Kosovo-Albana hefja uppreisn gegn
serbneskum valdhöfum í Kosovo en
Milosevic bregst við með grimmdar-
legum aðgerðum sem kosta þúsundir
óbreyttra borgara lífið og leitt hafa til
stríðglæparéttarhalda fyrir Alþjóðlega
stríðsglæpadómstólnum i Haag.
1999
Herir NATO hefja lofthernað gegn
Júgóslövum í viðleitni bandalagsins
til þess að stöðva blóðsúthellingarnar
í Kosovo.
2000
Milosevic, sem vegna grimmdar
sinnar varð sífellt óvinsælli heima
fyrir, missir völdin í uppreisn, sem
studd er af Vesturveldunum. Lýðræð-
isleg stjóm tekur við en barátta Svart-
fellinga fyrir sjálfstæði heldur áfram.
Sameinuðu þjóðirnar og NATO
taka að sér stjórnina í Kosovo í júní.
2002
Milosevic er framseldur til Alþjóð-
lega stríðsglæpadómstólsins í Haag
þar sem réttað er yfir honum fyrir
meinta stríðsglæpi.
Til að koma í veg fyrir frekari
sundrungu á Balkanskaga tekur ESB
að sér að miðla málum og kemst að
samkomulagi við Serba og Svartfell-
inga um að þjóðirnar haldi áfram
laustengdu ríkjasambandi næstu þrjú
árin með takmarkaðri samstjóm en
þó aðeins á sviði utanríkis- og varnar-
mála.
2003
Eftir að hafa hlotið samþykki á
þjóðþingum Serba og Svartfellinga
samþykkti júgóslavneska sambands-
þingið samkomulagið 4. febrúar en
það gerir ráð fyrir að nafnið Júgóslav-
ía verði þegar þurrkað út af landa-
kortinu og þjóðin heiti í staðinn Ser-
bía og Svartfjallaland þar til hvor um
sig hefur lýst yfir sjálfstæði að undan-
genginni þjóðaratkvæðagreiðslu eftir
þrjú ár.
Óeining innan NATO
Mikil óeining
ríkti innan NATO
í vikunni vegna
afstöðunnar til
áformaðs stríðs-
reksturs Banda-
rfkjamanna í írak.
Þrjú aðildarrfki
NATO, Frakk-
land, Þýskaland og Belgía, komu í
veg fyrir að áætlun um varnir Tyrk-
lands, komi til stríðs í írak, næðu
fram að ganga. Sendiherrar aðildar-
ríkjanna nítján funduðu stíft en allt
kom fyrir ekki. Þá reyndi George
Robertson, framkvæmdastjóri
NATO, að ná sáttum en áðumefnd
þrjú ríki höfnuðu málamiðlunartil-
lögum hans. Bandaríkjamenn vildu
koma upp Patriot-flugskeytum og
öðrum búnaði í Tyrklandi til að
Tyrkir gætu varið hendur sínar ef
til gagnárása kæmi af hálfu íraka.
Ráðamenn vestra voru lítt hrifnir af
andófi ríkjanna þriggja.
Ný ályktun undirbúin
Bandarísk stjórnvöld greindu frá
því um miðja viku að þau væru að
undirbúa nýja ályktun í Öryggis-
ráði Sameinuðu
þjóðanna um írak.
Ari Fleischer, tals-
maður Hvíta húss-
ins, sagði að reynt
yrði að ná sáttum í
málinu en ljóst er að
ellefu af fimmtán
ríkjum sem eiga
sæti í Öryggisráðinu eru fylgjandi
því að vopnaeftirlitsmenn SÞ fái
meiri tíma til að ganga úr skugga
um hvort írakar eigi gjöreyðingar-
vopn. Mohamed ElBaradei, yfirmað-
ur Alþjóða kjamorkumálastofnun-
arinnar, sagðist í vikunni eiga von
á því að Öryggisráðið gæfi vopnaeft-
irlitsmönnum meiri tíma ef stjóm-
völd í írak kæmu til móts við kröf-
ur ráðsins og sýndu vilja til að leysa
deiluna á friðsamlegan hátt.
Bin Laden enn á ferö
Hryðjuverkaforinginn Osama bin
Laden lét enn einu
sinni frá sér heyra í
vikunni þegar arab-
íska sjónvarpsstöð-
ina al-Jazeera lék
hljóðupptöku með
honum. Þar hvatti
bin Laden, sem
Bandaríkjamenn
saka um að hafa staðið fyrir árás-
unum á New York og Washington
11. september 2001, múslíma um all-
an heim til að sameinast í stuðningi
við íraka í yfirvofandi striði Banda-
ríkjamanna gegn landi þeirra.
Bandarískir leyniþjónustumenn
hafa verið að fara í saumana á upp-
tökunni til að kanna hvort þar
kunni að leynast dulin skilaboð til
liðsmanna al-Qaeda samtakanna
um aö gera hryðjuverkaárásir.
Reynt að mynda stjórn
Ariel Sharon, forsætisráðherra
ísraels, hélt áfram tilraunum sínum
til stjórnarmyndunar, í kjölfar þing-
kosninganna i síðasta mánuði. For-
maður Verkamannaflokksins til-
kynnti að flokkur sinn myndi því
aðeins taka þátt í myndun nýrrar
stjórnar að Sharon lofaði að fjar-
lægja allar landtökubyggðir gyðinga
á Gaza.
Viðbúnaður í stórborgum
Mikill viðbúnaður var i höfuðborg-
um Bretlands og Bandaríkjanna, svo
og fleiri borgum, í
vikunni vegna
upplýsinga um að
hryðjuverkaárásir
kynnu að vera yf-
irvofandi í tengsl-
um við fómarhá-
tíð múslíma. Há-
tíðinni lýkur um
helgina. Hermenn
voru sendir á He-
athrow flugvöll við Lundúni á þriðju-
dag og loftvarnaflaugum var komið
upp við bandaríska landvamaráðu-
neytið sunnan við Washington.
Ströng öryggisgæsla var einnig í New
. York og víðar af ótta við hryðjuverk.