Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 15.02.2003, Blaðsíða 25
LAUGARDAGUR 15. FEBRÚAR 2003 HeÍQarblað JOV 25 DV-mynd Hari Allt fer í eina skál í byrjun. Fyrst mjölið, bæði hveiti og heilhveiti, svo kemur lyftiduft- ið og saltið. Guðjón brýtur eggin á skál- brúninni og bætir þeim út í deigið, ásamt mjólk og vatni. Hrærir svo vel um stund. Deigið koinið á borð og búið að hnoða allt mjölið upp í. Hægt er að móta úr því smá- brauð, þrjú formbrauó eða stærri brauð bökuð á plötu. Tékkneskur Budweiser og Erdinger hveitibjór - er val Amlaugs Helgasonar hjá RJG Fyrst brauð er til umfjöllunar hér í opnunni þótti við hæfi að fjalla um bjór í þessum dálkum enda bjór stundum kallaður brauð í vökvaformi eða blautt brauð. Bjór er einn vinsælasti drykkur í heimi en daglega renna miiljónir bjórlítra ofan í jarðarbúa. En bjór er ekki „bara“ bjór. Bjór er framleiddur á mismunandi vegu og tegundirnar eru óteljandi. Bjór hefur mismikla bragðfyllingu og beiskju og við bætist náttúrlega að smekkur manna er misjafn. Engu að síður eru nokkrar bjórtegundir sem þykja standa upp úr og bjóráhugamenn úr öllum heimshornum lofa og prisa. Arnlaugur Helgason hjá Rolf Johansen og Co segir bjórtegundirnar hér tii hliðar ágætt dæmi þar um en báðir eru þeir frá einum þekktustu bjórsvæðum Evrópu, Tékklandi og Suður- Þýskalandi, nánar tiltekið Bæjaralandi. Budweiser Budwar þekkja margir enda margverðlaunaður bjór. Budweiser Budwar er ljós lagerbjór og einn þekktasti bjór Tékka. Við framleiðsluna er einungis notað besta fáanlega hráefni sem meðhöndlað er samkvæmt aldagamalli forskrift. Budweiser Budwar er fallega gullinn. Bragðið er í meðallagi fyllt og nokkur beiskja er einkennandi. Veisla fyrir bragðlaukana. Hveitibjórar eru gjarnan kenndir við Þýskaland en þar er margra alda hefð við að brugga hveitibjór eða hvítbjór. Bruggunin er að frábrugðin bruggun á venjulegum lagerbjór þar sem notað er hveiti við bruggunina. Erdinger er bruggaður í Erding, smábæ í grennd við Múnchen. í september ár hvert er haldin bjórhátíð í Erding og er þá líf í tuskunum. Sjá má þúsundir gesta í bæverskum sparifötum (stuttum rúskinssmekkbuxum og bróderaðri hvítri skyrtu) dansa uppi á borðum með bjórkönnur á lofti. Erdinger er mest seldi hveitibjór í heimi og fæst í ýmsum útgáfum. Sá sem sést hér til hliðar er mildur á bragðið, léttur og ferskur með lítilli beiskju. Hefeweisen er skýjaður bjór með botnfalli, dökkur með krydduðum keim. Kristal Klar hefur verið síaður og Erdinger Champ er ætlað að höfða til yngri neytenda. Þá er ótalinn dökkur Erdinger sem er hreinasta afbragð að mati þess sem hér skrifar. Sú hefð fylgir hveitibjórum að þá þarf að drekka úr sérstökum glösum og þykir nánast helgispjöll að nota venjuleg bjórglös. Hveitibjórglös eru mjó neðst en breikka síðan mikið í fallegum boga. Erdinger er oft kallaður morgunverðarbjór og þykir passa mjög vel með brauði og pylsum. Umsjón Haukur Lárus Ilauksson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.