Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Qupperneq 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Qupperneq 6
6 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Fréttir Guðmundur Gunnarsson. Rafiðnaðarsambandið telur fréttir DV ámælisverðar - blaöiö stendur viö fréttirnar Rafiðnaðarsamband íslands sendi frá sér yfirlýsingu í gær vegna skrifa í DV um málefni sambandsins. Þar segir orðrétt: „Vegna þeirra greina sem birst hafa í DV undanfarna daga undir yfirskriftinni „Á könnu RSÍ“, þá viljum við taka fram eftirfarandi. Margt í þessum greinum er rangt auk þess að rangfærslum er beitt. Á nokkrum stöðum er gerð tilraun til þess að tengja saman óskyld atriði og aðila. Það er ámælisvert að setja fram svo alvarlegar, jafnvel refsi- verðar, ásakanir um aðila, starfs- menn þeirra og einstaklinga án þess leitað sé eftir upplýsingum eða staðfestingum á því sem birt hefur verið í greinaflokknum og færð fullnægjandi rök fyrir ásök- unum. Tilgangur greinanna er óskilj- anlegur, nema verið sé að reyna að hafa áhrif á réttarhöld sem staðið hafa yfir þessa viku vegna meints tugmilljóna fjárdráttar fyrrverandi skólastjóra Rafiðnað- arskólans, væntanlegra sakamála vegna fjármálamisferlis. Við ítrekum boð okkar um að velkomið er að fá upplýsingar hjá RSÍ um rekstur sambandsins. Reykjavík, 28. marz 2003. Fh. Rafiðnaðarsambands ís- lands Guðmundur Gunnarsson for- maður Helgi Jónsson varaformaður Rúnar Bachmann gjaldkeri Haraldur Jónsson, form FÍR og framkv.stjóm RSÍ Einar Jón Ólafsson fjármála- stjóri.“ Athugasemd ritstj. Blaðamaður DV hringdi í Guð- mund Gunnarsson í síma 893- 1400 á níunda tímanum í gær- morgun í ljósi þess að hann hef- ur ítrekað sent frá sér skrifleg boð um upplýsingagjöf. Kynnti blaðamaður sig með nafni og sagðist vera á vegum DV. Svar Guðmundar var skýrt: - „Bless- aður.“ - Síðan var sambandið rofið. Fjöldi heimildarmanna hefur staðfest það sem fram hefur kom- ið í DV um málefni Rafiðnaðar- sambands íslands þótt flestir hafi kosið að koma ekki fram undir nafni að svo stöddu. Þar er bæði um að ræða fyrrverandi starfs- menn og miðstjórnarmenn RSÍ, auk varaformanns, eins og fram hefur komið. Þá hefur blaðið stuðst við fjölda gagna sem sýna framvindu mála innan sam- bandsins. Auk þess hafa í það minnsta þrír fyrrverandi starfs- menn vitnað eiðsvamir fyrir dómi um launagreiðslur RSÍ sem hafa ekki verið gefnar upp til skatts, jafnvel árum saman. DV stendur því við allt það sem fram hefur komið ummálefni RSÍ og vísar meintum refngfærslum á bug, sem og ásökunum um að ætlun blaðsins nfieð skrifunum sé að hafa áhrif á (jlómsmál. -HKr. Engir raunverulegir peningar á bak viö vinnudeilusjóð RSÍ: Aðeins skuldabnéf í stór- skuldugum menntasjóði í DV 26. mars hefði verið rétt. „Ég staðfesti það við þig,“ sagði Helgi. - Var ástœðan fyrir því aö bréfin voru seld ekki fiárhagsvandrœði Sambandsins? Getur þú staðfest þaö? „Já.“ - Er rétt að eign vinnudeilusjóós- ins í dag sé skuldabréf vió mennta- sjóð? „Já, það átti að útbúa skuldabréf við menntasjóðinn. Menntasjóður- inn átti að taka þetta yfir. Svo átti að útbúa skuldabréf sem borgaði þetta til baka.“ - Var menntasjóðurinn búinn til utan um skuldadœmi skólakerfis RSÍ? „Já.“ - Hvaóa eignir á þessi menntasjóð- ur? Hvað stendur á bak við bréfin sem vinnudeilusjóður á í mennta- sjóói? „Það er eftirmenntunargjaldið sem kemur inn reglulega ffá at- vinnurekendum. Helmingurinn af 1% gjaldinu, sem greitt er með sam- komulagi við meistara, átti að fara í að borga þetta.“ - Þannig að þessar á annaó hundrað milljónir króna, sem for- ysta RSÍ heldur fram að vinnudeilu- sjóðurinn eigi, eru ekki fyrirliggj- andi hjá þessum sjóði í raun og veru á annan hátt en í þessu skuldabréfi? „Þær eru bara í þessu bréfi,“ sagði varaformaður RSÍ. -HKr. Helstu eignir vinnudeilusjóðs Raf- iðnaðarsambands íslands (RSÍ) voru seldar á 129 milljónir króna í fyrra eins og greint var frá í DV á mið- vikudag. Eftir stendur aðeins skuldabréf við nýlega stofnaðan menntasjóð RSÍ sem ætlað er að greiða upp skuldabréfið með eftir- menntunargjaldi sem kemur inn reglulega frá atvinnurekendum. Menntasjóðurinn er hins vegar sjóð- ur sem stofnaður var utan um skuldapakka menntakerfis RSÍ. Þetta staðfesti varaformaður RSÍ í samtali við DV í gær. Fullyrðingar forsvarsmanna á vefsíðu RSÍ um sterka stöðu vinnudeilusjóðsins virðast því vera rangar. Fjóröl hluti „Kórréttar" fréttir Foysta RSÍ sendi frá sér yfirlýs- ingu í gær um að DV hefði flutt óstaðfestar fréttir af RSÍ að undan- fömu. Þar mun vera átt við fréttir um gjaldþrot RTV-Menntastofnunar á mánudag, frétt um sölu á eign vinnudeilusjóðs á miðvikudag og skrif um greiðslur undir borð hjá RSÍ á fimmtudag. í DV í gær staðfesti fyrrverandi skrifstofustjóri Rafiðnaöarsam- bands íslands að umfiöllun DV um greiðslur undir borðið hjá RSÍ væri ótrúlega nákvæm og rétt. - „Hún er að öllu leyti kórrétt," sagði skrif- stofustjórinn fyrrverandi. Hann greindi líka frá reglubundnum greiðslum til formanna aðildarfé- laga árum saman, upp á 40 til 50 þúsund krónur á mánuði, og til fastra starfsmanna með rúmum mánaðarlaunum. Einnig „slump- um“ eða summum ef mikið álag var, sem greiddar voru „svart“, eins og hann orðaði það. Helgi Jónsson, varaformaður RSÍ, staðfesti í viðtali við blaðamann DV í vikunni að eignir vinnudeilusjóðs sem fólust í hlutabréfum í Eignar- haldsfélagi Alþýðubankans hefðu ver- ið seldar í fyrra. Á vef RSÍ 26. mars staðfestir Helgi þetta en segir svo: „Ég sagði „aldrei“ aö hlutabréfin hefðu verið seld fyrir skuldum enda ekki spurður um það. Það er með ólíkindum hvemig blaðamenn geta snúið út úr orðum manna og slitið úr samhengi svo úr verði tóm þvæla.“ Helgi staðfesti hins vegar við blaðamann DV síðast fyrir hádegi í gær að allt sem eftir honum var haft Sigurður Gröndal í forsvari fyrir unglingastarfi í gangnamannaskála: Forvarnir í Hólaskógi Guðni hjálparhella Guöni Ágústsson landbúnaðarráðherra hefur staðið við bakið á forvarnarstarfi sem fram fer í gangnamannaskáia í Hótaskógi. Hér sést Guöni ræða við unglinga sem voru í skáianum á dögunum. „Hólaskógur er gamall gangna- mannaskáli sem ég keypti fyrir nokkrum árum og breytti í gisti- hús,“ segir Sigurðúr Gröndal, eig- andi og skálavörður, en hann var gítarleikari í hljómsveitinni Rickshaw á sínum tíma. Á virkum dögum tekur hann á móti hópum í forvarnarstarfi í samstarfi við DV, lögregluna, Tó- baksvarnarráð, Bílaleiguna Hertz og Hreim, söngvara Lands og sona. Hólaskógur er þar sem afrétt Gnúpverjahrepps byrjar á milli Búrfellsvirkjunar og Sultartanga. Sigurður segir að skálinn sé full- bókaður á sumrin og flestar helg- ar yfir veturinn. „Ég er búinn að vinna að þessu í þrjú ár. Til aö byrja með gekk það hægt og mér fannst ég alls staðar koma að lokuðum dyrum. En svo hitti ég Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra sem hjálp- aði mér að koma starfinu af stað.“ Að sögn Sigurðar er Guðni al- vörumaður en samt finnst honum að það eigi að fella tvo síðustu stafina úr nafni Guöna og kalla hann Guð. Þegar Sigurður er spurður hvernig standi á því að gamall poppari snúi sér af rekstri gisti- skála og forvarnarstarfi rifiar hann upp minningu frá því hann var unglingur. „Fyrir mörgum áratugum var mér boðið ásamt nokkrum ung- lingum í Ölfusborgir til að taka þátt í forvarnarstarfi. Okkur var kennt eitt og annað um fikniefni án hræðsluáróðurs. Námsefnið var skemmtilegt og fræðandi. Ég hef hugsað mikið um ferðina og ákvað og nýta skálann á svipaðan hátt.“ Sigurður segir verkefnið hafa undið ótrúlega upp á sig, hann þurfi nú þegar að skipuleggja næsta vetur. Sigurður segir að Gylfi Þór Þor- steinsson, auglýsingastjóri á DV, standi hundrað prósent með sér í verkefninu. „Við tökum á móti áttunda til tíunda bekk grunn- skóla. Krakkamir koma með rútu að morgni og byrja á því að koma sér fyrir. Síðan segir Eiríkur Pét- ursson lögreglumaður krökkun- um allt um dóp og heiminn í kringum þaö. Eftir það er lífs- leikni og frjáls tími. Það kemur hingað maður með hasshundinn og krakkarnir fá að sjá hvemig hann vinnur. Um kvöldið heldur Hreimur úr Landi og sonum kvöldvöku og daginn eftir talar Þorgrímur Þráinsson um skað- semi tóbaks á mjög sérstæðan hátt.“ Að sögn Siguröar fá foreldrarn- ir einnig fræðslu því að þeim er boðið á fræðslufund í skólanum í tengslum við forvarnarstarfíð. -Kip Tillögur forsætisráðherra: Kanpmánaraukning DV leitaði viðbragða við tillögum Davíðs Oddssonar forsætisráðherra um 22 milljaröa ki’óna skattalækkun og lækkun tekju-, virðisauka- og erfðaskatts. „Tillögur varð- andi tekjuskatts- kerfið fela í sér mikinn kaup- máttarauka fyrir almenning. Lækkun virðis- aukaskatts á mat- vælaverði kemur þeim lægra laun- uðu einna best. Tillögumar eru í samræmi við þær breytingar sem við teljum æskilegar en það er líka liður í liðkun á álög- um í skattkerfinu að rýmka mögu- leika til skattfrestunar vegna lífeyr- isspamaðar. Við, aðilar vinnumark- aðarins, hljótum að horfa á okkar stöðu í málinu á næstu árum. Kaup- máttaraukning gegnum skattalækk- anir mun draga úr pressunni á óraunhæfar launahækkanir," segir Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins Hvorki svar né andsvar „Ég sé ekki neitt í tillögum forsætisráðherra sem mætir því sem við leggjum til. Þær fara ekki alveg saman við aðrar ályktanir á landsfundinum. Ég reikna með að um helgina birt- ist frekari upplýsingar um hyemig þessi útfærsla Davíðs verði. Á 4% lækkun tekjuskatts að vera að óbreyttum skattleysismörkum eða eiga þau að hækka? Formaður Framsóknarflokksins var með til- lögu um 3% lækkun en skattleysis- mörkin yrðu hækkuð. Þessar tillög- ur eru því hvorki svar né andsvar við okkar útspili í velferðarmálum," segir Gylfi Ambjömsson framkvæmdastjóri ASÍ. -GG Arnbjörnsson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.