Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Page 10
10 Utgáfufélag: Útgáfufélagiö DV ehf. Framkvsmdastjórl: Örn Valdimarsson Aöalritstjóri: Óll Björn Kárason Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson AðstoóarHtstjórí: Jónas Haraldsson Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: Skaftahlíö 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5749 Ritsqórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setning og umbrot: Útgáfufélagiö DV ehf. Plótugerö og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og i gagnabönkum án endurgialds. DV greiöir ekki viömælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Leikfélag Akureyrar Einn dáðasti leikari þjóðarinn- ar, Þráinn Karlsson, sté fram á stóra svið Þjóðleikhússins á fimmtudagskvöld og talaði um mikilvægi leiklistar. Tilefni ræðu hans var alþjóða leikhúsdagurinn en þá er til siðs að þjóðkunnir leikarar fari með tölu i upphafi leiksýningar og láti hugann reika um líf og listir. Megin- þráðurinn i ræðu Þráins var hagnaður af leiklistarstarf- semi. Hann spurði einfaldlega hvað væri á þessu að græða. Og lét sýningargestum eftir að svara spurningunni. Listir auðga andann. Það er jafnt stutta og langa svarið við spumingu Þráins. Listir eru til sakir þess að menn geta ekki án þeirra verið. Þær dýpka skilning fólks, skemmta þvi og fræða og setja lífið i svolitið samhengi. Hagnaður af liststarfsemi er þeim ósköpum háður að vera mældur í meira en peningum. Hagfræði liststarfseminnar er þó ekki flóknari en svo að þar sem mest er um listir hverju sinni vilja flestir búa. Listir em með öðrum orðum bæjarmynd- andi. Leikfélag Akureyrar fagnar 30 ára afmæli í ár sem at- vinnuleikhús. Það þótti æði mikil djörfung á miðjum sjö- unda áratugnum að hefja Samkomuhúsið undir brekku- brún til þeirrar virðingar að vera á meðal þriggja fremstu leiklistarhúsa landsins. Árangurinn er hins vegar glæsileg- ur og LA hefur fyrir margt löngu náð að festa sig i sessi sem frjótt og fagmannlegt leikhús. Viðurkenningu hefur enda ekki skort, nú síðast Menningarverðlaun DV fyrir leikstjóm. Blikur eru á lofti i leikhúslífi Akureyringa og allra þeirra tugþúsunda sem unna blómlegu leikhúslífi í höfuð- stað Norðurlands. Á sjálfu afmælisárinu hefur stjórn félags- ins neyðst til þess að segja upp öllu starfsfólki sínu, fimmt- án manns, þar eð bæjaryfirvöld hafa látið undir höfuð leggj- ast að skrifa undir nýjan samning við félagið. Fyrir vikið hefur viðskiptabanki félagsins sett því stólinn fyrir dyrnar og nú er svo komið að alls er óvíst hvort atvinnustarfsemi verður í húsinu í haust. Þetta er afleit staða fyrir Akureyri. Leikfélagið er rómað- ur hluti af ímynd bæjarins. Það er lykilstef i menningarlífi á staðnum og laðar að sér ferðamenn víða af landinu. Með réttu má segja að litla sviðið i suðurgafli Samkomuhússins lyfti bæjarlífinu á þann stall sem þroskuð samfélög vilja vera. Og leikfélagið er merkur kafli í allri sögu bæjarins, stofnað fyrir nálega niutíu árum og hefur verið miðdepill í mörgum merkustu skeiðum i lífi bæjarbúa á þessum langa mannsaldri. Líf Leikfélags Akureyrar veltur á liðlega sex milljónum króna. Það er sú upphæð sem reksturinn kostaði umfram áætlun á síðasta leikári. Á fyrri hluta yfirstandandi leikárs þurfti um tíma meiri fjármuni til rekstursins en efni voru til - og þar eð engum samningi við bæjaryfirvöld var til að dreifa í viðræðum við viðskiptabankann var ekki tekið mikið mark á þeim rökum að tekjur leikhússins skili sér að stærstum hluta á seinni hluta leikársins. Því fóru menn bónleiðir til búðar. Kostnaður við rekstur eina atvinnuleikhúss landsmanna utan borgarsvæðisins er innan við 100 milljónir króna á ári. Ríkið leggur til um 40 prósent fjárins og bærinn annað eins, en vel á annan tug milljóna króna er sjálfsaflafé. Fag- mannlegt atvinnuleikhús verður aldrei rekið án stuðnings rikis og bæjar og rekstur þess er því liður í þjónustu. Stjórnendur Akureyrarbæjar verða að spyrja sig hvort þeir vilja hopa eða sækja fram á því sviði mannlífsins sem dreg- ur fólk i bæinn. Sigmundur Ernir 4 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 DV Orðin vega þungt Ólafur Teitur Guðnason blaöamaður Rítstjórnarbréf Ræöa Davíös Oddssonar við setn- ingu landsfundar Sjálfstæðisflokks- ins í fyrradag var söguleg. Skatta- lækkanir þær sera hann boðaði eru líklega þær urafangsmestu sem lofað hefur verið fyrir kosningar nokkru sinni. Aftur til framtíðar Davíð boðaði að tekjuskattspró- sentan yrði lækkuð um 4%. Stað- greiðsluhlutfallið færi samkvæmt því úr 38,55% niður í 34,55% og yrði því lægra en það var þegar staðgreiðslu- kerfið var tekið upp 1988. Þá var hlut- fallið 35,2% en hækkaði raunar upp í 39,8% á fyrstu þremur árunum! Frá sjónarhóli þeirra sem eru hlynntir skattalækkunum er fagnað- arefni að þjóðinni muni hugsanlega miða aftur um fimmtán ár í þessum efnum. Það mætti kalla að fara aftur til framtíðar. Nýtt íslandsverð Sagt hefur verið að það „liggi eitt- hvað í loftinu" fyrir komandi kosn- ingar. í upphafi kosningavetrar virt- ist liggja í loftinu að kosið yrði um Evrópusambandið og Samfylkingin blés til sóknar við upphaf þings með því að krefjast „Evrópuverðs á mat- væli“. Þar fór Rannveig Guðmunds- dóttir fremst í flokki og lagði fram þingsályktunartillögur um að kanna þyrfti ástæður fyrir háu matvöru- verði hér á landi. Nú má segja að Davíð Oddsson hafi boðað nýtt Islandsverð á mat- vælum. Hann hefur heitið því að lækka virðisaukaskatt á matvæli um helming, úr 14% niður í 7%. Það myndi þýða að hver 5.000 króna mat- arkarfa lækkaði niður í 4.700 krónur. Meðalheimilið eyðir að meðaltali ríflega 464 þúsund krónum í mat á ári samkvæmt neyslukönnun Hag- stofunnar frá 1995 á verðlagi síðasta árs. Helmingslækkun á matarskatti myndi færa þessu heimili ríflega 28 þúsund krónur á ári. Þessi boðaða skattalækkun hlýtur að slá að einhverju marki á kröfur um að nauðsynlegt sé að ganga í Evr- ópusambandið til að sækja þangað Evrópuverð á matvæli, en raunar sagði Össur Skarphéðinsson nýlega að Evrópumálin yrðu ekki eitt af að- alkosningamálunum. Þeir efnaminni Upp á síðkastið hefur virst liggja í loftinu að kosið verði um skattalækk- anir. Davíð Oddsson hóf þá umræðu á Viðskiptaþingi í febrúar. Halldór Ásgrímsson gaf í á flokksþingi Fram- sóknarflokksins. Skömmu síðar blandaði Samfylkingin sér í umræð- una og hóf að halda því fram að rík- isstjómin hefði hækkað skatta und- anfarin ár - og enn var Rannveig Guðmundsdóttir í broddi fylkingar, enda fullyrðingamar að mestu byggðar á svari fjármálaráöuneytis- ins við fyrirspum hennar á Alþingi. En deilan um skattalækkanir hef- ur ekki fyrst og fremst snúist um hvort heldur hvernig. Gagnrýnt hefur verið að flöt „lækkun yfir línuna“ komi þeim best sem hæstar tekjur hafa. Boðuð skattalækkun formanns Sjálfstæðisflokksins hlýtur hins veg- ar einnig að slá nokkuð á þessa gagn- rýni: matvæli vega jú þyngst í hók- haldi þeirra efnaminni og þvi kemur þessi skattalækkun einkum þeim til góða. Lækkun var lækkun Sú margendurtekna fullyrðing margra stjómarandstæðinga að rík- isstjómin hafi hækkað skatta undan- farin ár er einfaldlega röng. Bent hef- ur verið á að Össur Skarphéðinsson gagnrýndi skattalœkkun í sjónvarps- þætti fyrir nokkrum misserum. Fleiri ummæli sýna aö það sem núna er kallað skattahækkun var á sínum „Það sem skiptir kannski mestu um rœðu for- manns Sjálfstœðisflokks- ins á landsfundinum í fyrradag er að þeir eru fáir sem efast um að þau loforð sem gefin voru verði efnd ef til þess kemur. “ tíma talið vera skattalækkun: „Það er nokkur nýlunda aö ræða frumvarp frá ríkisstjóminni til hags- bóta fyrir launafólk í landinu því það hefur frekar verið þannig að stjórn- arandstaðan hefur þurft að verja lág- launafólk og bótaþega fýrir árásum ríkisstjórnarinnar á kjör þessara hópa. Því er ástæða til að fagna því að hér sé tekið til umræðu frumvarp frá ríkisstjórninni um skattalækk- un.“ - Þetta sagði Jóhanna Sigurðar- dóttir á Alþingi í apríl 1997, en bætti við að það væra „einkum hálauna- hóparnir sem fara vel út úr þeirri skattbreytingu sem hér er til um- ræðu." „Ég ætla að segja, virðulegi forseti: Það er fagnaðarefni að það á að lækka um 1% og niður í 38%. Það er fagnaðarefni og við eigum auðvitað að taka undir þau fáu viðleitniskref sem eru í átt til hagsældar launafólks sem koma fram í fjárlagafrumvarp- inu.“ - Þetta sagði Rannveig Guð- mundsdóttir á Alþingi í október 1998. „Auðvitað kemur þessu fólki skattalækkun vel. Ég ætla alls ekki að láta það henda að ég nefni ekki það sem gott er gert.“ - Þetta sagði Rannveig á Alþingi í desember sama ár. I bæði skiptin bætti hún við gagn- rýni á að bamabætur skyldu lækkað- ar og bamafólk stæði því „engu bet- ur“ eftir en áður. „Þau mistök sem ég er að tala um er t.d. sú staðreynd að í miðju góðæri fer ríkisstjómin þá leið að lækka skatta yfir línuna. Ég sagði þetta í kosningabaráttunni og það þarf tals- verðan kjark, herra forseti, til að standa frammi fyrir kjósendum sin- um og segja: ‘Það var rangt að lækka skattana ykkar.’ Ég gerði það og ég geri það enn þann dag í dag.“ - Þetta sagði Össur Skarphéðinsson á Al- þingi í júní 1999. „[Fjármálaráðherra] lækkaði skattlagningu allverulega [feitl. DV] og allir sérfræðingar sem hæst- virtur fjármálaráðherra getur fundið á þessu landi eru sammála því að það hafi verið heimskuleg aðgerð." - Þetta sagði Össur á Alþingi í október 1999. I gær sagði Bryndís Hlöðversdótt- ir, þingflokksformaður Samfylking- arinncu, í grein í Morgunblaðinu: „Þeir segjast hafa lækkað skattana, sem er bara þjóðsaga." Skattaþras Það er hins vegar rétt hjá Bryndísi og félögum hennar að skattbyrði hef- ur vissulega aukist en það gerist óhjákvæmilega þegar tekjur fólks snarhækka eins og þær hafa gert undanfarin ár - nema tekjuskattar séu ekki bara lækkaðir heldur snar- lækkaðir. Geir H. Haarde fjármálaráðherra hitti naglann á höfuðið í umræðu- þætti á dögunum þegar hann benti á að með sama hætti minnkar skatt- byrðin sjálfkrafa þegar tekjur fólks lækka. Segjum nú að tekjur fólk hefðu snarlækkað á undanfömum árum og skattbyrðin þar með snar- minnkað. Ætli stjómvöldum yrði þá hælt á hvert reipi fyrir að hafa lækk- að skatta?! Það er ástæða til að endurtaka að ef koma hefði átt í veg fyrir að skatt- byrði hefði aukist undanfarin ár hefði ekki bara þurft að lækka skatta heldur snarlækka þá. Það sem stjórn- arandstæðingar eru því í raun að segja er þetta: „Þið hefðuð átt að snarlækka skattana!" Það er í sjálfu sér fagnaðarefni að svo víðtæk sam- staða sé að myndast um víðtækar skattalækkanir og vonandi að hún reynist trúverðug. Orð gegn orði Dæmunum fer fjölgandi um að það sem ýmsir stjórnarandstæðingar sögðu í gær eigi ekki við í dag. Bent hefur verið á að Samfylkingin studdi loftárásir á Kosovo þrátt fyrir að Ör- yggisráð Sameinuðu þjóðanna hefði ekki samþykkt þær. Núna segir for- maður flokksins að hernaðurinn gegn Irak sé ólögmætt árásarstríð vegna þess að Öryggisráðið hafi ekki samþykkt hann. Evrópumálin áttu aö veröa eitt af meginstefnumálum Samfylkingar- innar en nú eru þau það skyndilega ekki lengur. Samfylkingin virðist líka vera um það bil að fyma sína eigin fymingar- stefnu í sjávarútvegsmálum. I desem- ber 2000 lögðu þingmenn flokksins fram á Alþingi lagafrumvarp sem gerði ráð fyrir að kvótinn yrði fymd- ur á tíu áram, það er um 10% á ári. Össur Skarphéðinsson sagði hins vegar nýverið í grein hér í DV: „Við höf- um lagt til fymingarleið- ina sem felur í sér að kvótinn verði innkallaður í smáum, árlegum áföng- um þannig að sjávarút- vegurinn geti aðlagað sig breytingunum. Við viljum sem mesta sátt um breyt- inguna og því er Samfylk- ingin reiðubúin til sam- ráðs um hve mikið skal innkallað á hverju ári.“ Skattahækkanir í dag voru skattalækkanir í gær, eins rakið var hér. Það sem skiptir kannski mestu um ræðu formanns Sjálfstæðis- flokksins á landsfundin- um í fyiradag er að þeir eru fáir sem efast um að þau loforð sem gefin voru verði efnd ef til þess kem- ur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.