Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Page 12
12 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Helgarblað DV Keppt um hylli arabískra sjónvarpsáhorfenda CNN hefur ekki lengur einkarétt á að sýna okkur nýjustu myndirnar frá vígvellinum í írak, eins og bandariska fréttastöðin hafði óum- deilanlega í Persaflóastríðinu fyrir tólf árum. Samkeppnin um frétta- þyrsta áhorfendur í Mið-Austur- löndum og víðar hefur aldrei verið harðari en einmitt nú og nýliðamir eru á góðri leið með að ryðja þeim gömlu úr vegi. Arabískar sjónvarpsstöðvar varpa nú í fyrsta sinn myndum af stríðsátökunum í írak beint heim í stofu um allan arabaheiminn. Og áhrifin af því kunna að verða víð- tæk þegar fram líða stundir. Gervihnattardiskur á þaki Allt frá lokum Flóabardaga hins fyrri hafa arabískar rikisstjómir og fyrirtæki lagt miklar fúlgur íjár í tæknibúnað sem gerir þeim kleift að senda út myndir af fréttnæmum atburðum um leið og þeir gerast til hvers einasta manns sem á gervi- hnattardisk á húsi sínu. Þrjár arab- ískar sjónvarpsstöðvar, sem senda um gervihnött, berjast nú um hylli arabískra áhorfenda, al-Jazeera í Katar, ríkissjónvarpið í Abu Dhabi og stöðin al-Arabiyya sem fjármögn- uð er af Sádi-aröbum en sendir út frá Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Sjónvarpsstöðin al-Jazeera er þekktust allra arabískra sjónvarps- stöðva og sýnist sitt hverjum oft á tíðum um óháðan fréttaflutning hennar. Orðspor stöðvarinnar hefur hins vegar orðið tO þess að koma heimalandinu Katar á landakortið, landi sem áður var lítt þekkt utan þessa heimshluta. Allt frá því hryðjuverkaárásimar voru gerðar á Bandaríkin þann 11. september 2001 og Bandaríkjamenn hófu hernaðinn í Afganistan í kjöl- farið hefur al-Jazeera þótt ómissandi öllum þeim sem vilja fylgjast með gangi mála í Mið-Aust- urlöndum. Rétt eins og CNN var á tímum Persaflóastríðs Bush Banda- ríkjaforseta hins eldri. Og stöðin er ekki hvað sist fræg fyrir að birta yf- irlýsingar frá Osama bin Laden, for- ingja hryðjuverkasamtakanna al- Qaeda sem kennt er um árásimar á New York og Washington. Ekkert dregið undan Einkunnarorð al-Jazeera, sem þykir vera óháðasta stöðin í Mið- Austurlöndum, eru eitthvað á þá leið að sýna áhorfendum sínum „alla myndina". Ef marka má við- brögð síðustu daga, meðal annars ráðamanna á Vesturlöndum, virðist það hafa tekist. Stöðin hefur sýnt áhrifamiklar myndir af afleiðingum stríðsátakanna, svo sem af fóllnum og særðum, nú siðast myndir af REUTERSMYND Fylgst með sjónvarpinu Fréttaþyrstir íbúar Miö-Austurlanda geta nú valiö milli nokkurra arabískra sjónvarpsstööva til aö fylglast meö gangi mála í stríöinu í írak. Á þessari mynd má sjá viöþrögö manna í Jórdaníu viö ræöu Saddams Husseins íraksr- forseta sem send var út í íraska sjónvarpinu. tveimur breskum hermönnum sem týndu lífi í átökunum. Uppátækið vakti litla hrifningu Tonys Blairs, forsætisráðherra Bretlands. Fréttaþulirnir á al-Jazeera eru hófstilltir í orðavali þegar þeir segja frá átökunum í írak. Þeir kalla Guðlaugur Bergmundsson blaöamaður Fréttaljös bandarísku og bresku hersveitimar „innrásarher" en ekki „árásarsveit- ir“ eins og íraska sjónvarpið og aðr- ar arabískar stöðvar gera. Apocalypse Now Það sem greinir al-Jazeera frá vestrænum sjónvarpsstöðvum er meðal annars hvernig fréttamenn stöðvarinnar klippa saman mynd- skeið úr ýmsum áttum, svo sem af B-52 sprengjuvélum að taka á loft, grátandi ungbarni með reifað höfuð, eldtungum á himninum yfir Bagdad og þreyttum bandarískum her- mönnum, undir dynjandi og takt- fastri tónlist. Innblásturinn er greinilega sóttur í kvikmynd Franc- is Ford Coppola um Víetnamstríðið, Apocalypse Now. Og þetta sýna þeir al-Jazeera-menn á mÖIi fréttanna. Forráðamenn al-Jazeera hafa alla tíð barist af öllu afli gegn ritskoðun hvers konar, svo ötullega reyndar að eftir hefur verið tekið. Sú barátta uppskar þann ávöxt í vikunni að stöðin fékk viðurkenningu frá sam- tökunum Index on Cesorship sem hafa aðsetur í Bretlandi. Upp á skaftið Þótt al-Jazeera hafi verið ein ara- biskra stöðva um hituna í beinum fréttaflutningi frá átökunum í Afganistan er því ekki að heilsa nú. Tvær aðrar stöðvar eru famar að færa sig upp á skaftið og gengur bærilega. Einhverjar dramatískustu mynd- irnar frá loftárásunum á Bagdad í upphafi stríðsins fyrir rúmri viku komu frá ríkissjónvarpinu í Abu Dhabi, eins og þeir sem fylgdust með BBC World sjónvarpsstöðinni urðu vitni aö. Þar mátti lengi sjá merki Abu Dhabi-stöðvarinnar efst til vinstri á skjánum og fyrir neðan var eftirlætisorð allra fréttamanna, „exclusive", eða einir með fréttina. Abu Dhabi-stöðin nýtur krafta ísraelsks araba, háskólamannsins Merouanes Bishara, sem flytur fréttaskýringar um stríðið. Vin- sældir hans eru að verða slíkar að þær eru famar að skyggja á frægan bróður hans, Azmi Bishara, sem sit- ur á ísraelska þinginu Knesset. Merouane Bishara heldur því fram að hvorir tveggja, bandamenn og Irakar, beiti sömu aðferðunum í fréttaflutningi sínum af stríðinu. í fyrsta lagi, segir hann, er mik- ilvægt að hughreysta almenning og segja honum að herstjóramir hafi séð alla atburði fyrir. Bæði Irakar og samfylkingin hafa haldið slíku fram frá upphafi átakanna. í öðru lagi vilja hinir háu herrar vara okk- ur við hinu versta. Bandaríkjamenn segja í því sambandi að stríðið kunni að dragast á langinn og írak- ar klifa á því að raunverulegu átök- in séu ekki enn hafin. Loks halda hvorir tveggju því fram, þrátt fyrir allt sem á hefur bjátað undanfama rúma viku, að þeir muni fara með sigur af hólmi. Órakaðir á skjánum Þriðja arabíska stöðin sem hefur ruðst fram á völlinn er ekki nema nokkurra vikna gömul. Hún heitir al-Arabiyya og hefur höfuðstöðvar sínar í Dubai í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hún er aftur á móti fjármögnuð af sádi-arabískum peningamönnum. Enn ein arabísk fréttastöðin hef- ur verið að laða að sér áhorfendur upp á síðkastið, al-Manar heitir hún og er í eigu Hizbollah-hreyfingar- innar í Líbanon. Fréttaþulirnir á al- Manar stinga í stúf við snyrtilega starfsbræður þeirra á hinum stöðv- unum. Karlmennirnir em alla jafna órakaðir og ekki með hálsbindi. Konurnar eru með slæður á höfð- inu, eins og tíðkast svo víða í lönd- um múslíma. Allar leggja þessar sjónvarps- stöðvar áherslu á að segja frá miður fallegum afleiðingum stríðsátak- anna, meðal annars með því að sýna löng myndskeið af likum óbreyttra borgara jafnt sem hermanna. Teikn eru á lofti um að hefð- bundnar sjónvarpsstöðvar i Mið- Austurlöndum, þar sem ríkisstjórn- ir arabaríkjanna hafa alla þræði í hendi sér, séu að reyna að laga sig að breyttum aðstæðum til að mæta samkeppninni. Eitt er víst að arabiskir sjón- varpsáhorfendur eru þakklátir fyrir að þurfa ekki lengur að reiða sig á vestrænar sjónvarpsstöðvar til að fylgjast með atburðum í þeirra eig- in heimshluta í beinni útsendingu. Byggt á efni frá BBC, The Guar- dian og Le Monde. Aljaxccra Ilxrlmm- Umdelldar myndbirtingar á arabískri sjónvarpsstöð Arabíska sjónvarpsstööin al-Jazeera, sem hefur aösetur í Persaflóaríkinu Katar, hefur vakiö mikia athygli og einnig fengiö bágt fyrir birtingu sína af miöur fail- egum þáttum stríðsins í írak. Meöal þess sem stööin hefur veriö gagnrýnd fyrir er aö birta myndir af föilnum breskum hermönnum eöa stríösföngum úr rööum bandamanna, eins og þessum Breta sem var handtekinn í sunnanveröu írak. jrnimnfmmttTumr Varað við löngu stríði Félagarnir Geor- ge W. Bush Banda- ríkjaforseti og Tony Blair, forsæt- isráðherra Bret- lands, viðurkenndu eftir fundahöld sín á sveitasetri Bush á fimmtudag að írak væri ekki jafn- auðveld bráð og undirbúningur stríðsins gerði ráð fyrir. Bæði Bush og Blair vöruðu þjóðir sínar við þvi að fram undan kynnu að vera langvinn og erfið átök. Bush var þó kokhraustur og sagði að sig- ur myndi vinnast og Saddam Huss- ein yrði hrakinn frá völdum, sama hversu langan tíma það tæki. írakar veita liarða mótspyrnu Bandarískum og breskum her- mönnum hefur ekki gengið jafnvel og áætlanir gerðu ráð fyrir að leggja undir sig borgir og bæi í írak, á leiðinni frá Kúveit til Bagdad. íraskar hersveitir hafa veitt þeim harða mótspyrnu, miklu harðari en búist var við. Erfiðlega gekk að ná undir sig hafnarbænum Umm Qasr þar sem skipa á upp neyðaraðstoð fyrir stríðshrjáða íraka. Þá hafa harðir bardagar geisað í borginni Nasirya þar sem er að finna mikilvæga brú yfir Efrat-fljót. SÞ fá ekki að stjórna Colin Powell, ut- anríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði á fundi banda- riskrar þingnefndar í vikunni að Sam- einuðu þjóðirnar fengju ekki að ráða um skipan mála í írak að Saddam Hussein burtrekn- um. Sagði Powell að Bandaríkja- menn væru ekki að leggja svona mikið á sig án þess að vilja fá að hafa afgerandi áhrif á það sem á eftir kemur. José Maria Aznar, for- sætisráðherra Spánar og eiim dygg- asti bandamaður Bush og félaga í stríðsrekstrinum, sagði aftur á móti að SÞ yrðu að gegna lykilhlut- verki við enduruppbygginguna. Mikill fíöldi ír- askra útlaga í Jórdaníu hefur haldið heim að und- anförnu til að vera með fjölskyldum sínum á þessum voðatímum og margir þeirra segj- ast einnig ætla að taka upp vopn til að verja fóður- landið fyrir innrásarhernum. Lang- ar biðraðir eru við ræðismanns- skrifstofu íraks í Amman, höfuð- borg Jórdaníu, þar sem útlagamir sækja um bráðabirgðavegabréf. Ekkert hefur enn orðið af þeim mikla flótta íraka úr landi vegna stríðsins sem fyrirfram hafði verið búist við. Skontup í suðuphluta ípaks Vatns- og matarskortur fór að gera vart sig í sunnanverðu írak í upphafi vikunnar, aðeins fáeinum dögum eftir upphaf striðsátakanna. Það voru aðallega íbúar Basra, næst- stærstu borgar íraks, sem fundu fyrir honum. Raf- magnslaust var í borginni eftir sprengjuárásir og þvi var ekki hægt að dæla vatni til íbúanna. Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, lýsti áhyggjum sínum af ástandinu á fundi meö fréttamönn- um og sagði afar brýnt að koma þessu í lag. Þá urðu tafir á að breskt hjálparskip gæti lagst að bryggju í Umm Qasr vegna tundur- dufla sem fundust í innsiglingunni.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.