Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 16
16
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003
Helgarblað
r>'v
Bókalisti Máls & Menningar
Mig langar
- eftir Jónas Guölaugsson
Þegar morgunsins IJósgeislar ijóma.
Arin og bækurnar
Jón Óskar myndlistarmaður segir frá uppáhaldsbókunum sínum.
hann hennar í símskeyti. í millitíðinni hafði
hann farið til lögfræðings síns og látið semja
kaupmála þar sem kom fram að skyldi Roth
sækja um skilnað frá Claire ætti hún engar
kröfur til hans um skiptingu á eignum og íjár-
munum.
Brestir og skilnaður
Árið 1992 lauk Roth við Operation Shylock
sem hann áleit vera bestu bók sína. Útgefend-
ur hans voru einnig á því að bókin væri meist-
araverk. Bókin fékk góða dóma en þegar John
Updike vék að henni illu orði á prenti dró úr
sölu á henni. Roth var lagður inn á geðdeiid
vegna þunglyndis. Sem skýringu á bágu and-
legu ástandi sagði Roth geðlækni að um væri
að kenna viðtökum við skáldsögunni og slátr-
un Johns Updikes á henni. En smám saman
kom í.ljós að Roth var mjög í nöp við konu sína
og fann henni allt til foráttu. „Ég vil aldrei búa
aftur undir sama þaki og þú,“ sagði hann við
Claire. Stuttu seinna hringdi hann í hana og
sagðist vilja halda sambúðinni áfram. í heim-
sókn hennar á spítalann kvöldið áður en hann
átti að útskrifast sakaði hann hana um að eitra
fyrir sig og sagði að með heimsókn sinni hefði
hún komið í veg fyrir að hann gæti náð heilsu.
Ekki löngu siðar sótti hann um skilnað á þeim
forsendum að hún hefði komið fram við hann
af grimmd og ómanneskjulegri harðneskju.
Meöan verið var að ganga frá skilnaðinum
hringdi Roth í Claire og sagði að honum hefði
aldrei hætt að þykja vænt um hana og að hann
myndi ætíð verða henni stoð og stytta. Munur-
inn á milli orða hans og gjörða var slíkur að
Claire fór að velta því fyrir sér hver Philip
Roth væri eiginlega. Einn daginn sendi hann
henni bréf þar sem hann krafðist þess að hún
endurgreiddi honum allan þann kostnað sem
hann hefði lagt út hennar vegna. Listinn var
langur og þar krafðist hann meðal annars
greiðslu fyrir þær fimm eða sex hundruð
klukkustundir sem hann hefði lesið yfir kvik-
myndahandrit með henni.
Nokkru eftir skilnaðinn komst Claire að því
að Roth haföi yfirgefið hana vegna annarrar
konu sem hafði verið vinkona þeirra hjóna
árum saman. Sú sótti um skilnað frá manni
sínum eftir tuttugu og fimm ára hjónaband til
að fara í sambúð með Roth. Sambúðin var ekki
friðsöm og stóð ekki lengi enda sýndi Roth þar
öll sömu einkennin og hann hafði gert í sam-
bandi sínu með Claire.
Svar höfundarins
Árið 1998 sendi Roth frá sér skáldsöguna I
Married a Communist þar sem ein aðalpersón-
an var Eve Frame, misheppnuð og yfirborðsleg
leikkona, og taugabiluð og sjálfhverf dóttir
hennar Sylphid. Gagnrýnendur voru ekki í
vafa um það hvaðan Roth hefði fyrirmyndirn-
ar og nokkrir töldu það beinlínis galla á bók-
inni að hún væri í og með ætluð sem svar við
frásögn fyrrum eiginkonu hans.
Þetta sama ár sagði Claire í viðtali: „Ég hefði
ekki viljað vera án mínútu af árunum með
PhOip - þau voru hamingjuríkasti tími lífs
míns. Svo ég get ekki sagt að sambandið hafi
verið mistök. Það endaði á skelfilegri hátt en
ég heföi getað ímyndað mér en ég hefði ekki
viljað vera án þess. Og það var að stórum hluta
honum að þakka að ég hef hugrekki til að gera
sumt af því sem ég geri. Hann breytti lífi mínu.
Að hann skuli næstum hafa eyðilagt það er
kannski önnur hliðin á því sem gerðist."
skiptum þeirra því
sterk ást hennar
myndi breyta Roth.
Annað átti eftir að
koma á daginn.
Phillp Roth. Kannski besti núlifandi rithöfundur Bandaríkjanna. Hinn frægi
gagnrýnandi Harold Bloom seglst hafa lagt hart að Nóbelsnefndinni að veita
honum nóbelsverðlaunin en gerir ekkert sérstaklega ráð fyrir að farið veröi aö
bón hans, enda þykir Roth æði djarfur höfundur.
Uppljóstranir
eiginkonu
Raunveruleik-
inn og skáld-
skapurinn
í byrjun sambúð-
ar þeirra gerði
Roth Claire ljóst að
hann vildi ekki að
dóttir hennar og St-
eigers, Anna, byggi
hjá þeim. Að lokum
komust þau að
samkomulagi um
að búa sex mánuði
í Bandaríkjunum
og sex mánuði í
London og þar
mátti dóttirin búa
með þeim. Sambúð-
in í London varð
erfið og einn dag-
inn afhenti Roth
Claire bréf. Þar
sagðist hann vilja
halda áfram sam-
bandinu við hana
en ekki undir nein-
um kringumstæð-
um myndi hann
búa með henni ef
dóttir hennar byggi
hjá þeim. Ef Anna
flytti ekki út myndi
hann fara til New
York. Niðurstaðan
varð sú að hin
átján ára Anna
flutti.
Philip Roth var
taugabilaður mað-
ur sem þjáðist af
svefnleysi
Philip Roth er viöurkenndur sem einn fremsti rithöfundur
Bandaríkjanna. Það vakti þvi gríöarlega athygli þegar fyrr-
um eiginkona hans dró upp ófagra mynd af honum í
sjálfsævisögu sinni fyrir nokkrum árum.
Sjálfsævisaga leikkonunnar Claire Bloom
kom út árið 1996 og fékk afar góða dóma. Mestu
fréttirnar í þeirri bók þóttu vera lýsingar
Claire á sambandi sínu við Philip Roth sem
var þriðji eiginmaður hennar. Hún hafði áður
verið gift leikaranum Rod Steiger og framleið-
andanum Hillary Elkins. Claire og Roth hófu
ástarsamband árið 1976. Hún hreifst af greind
hans en segist jafnframt hafa tekið eftir því að
hann var fullur af tortryggni í garð kvenna og
afar samskiptafælinn en hún taldi að þessir
eiginleikar myndu ekki vera ríkjandi í sam-
martröðum. Hann
fékk alvarlegt
taugaáfall en þegar
hann hafði jafnað
sig hóf hann að
skrifa nýja bók,
Deception. Einn
daginn kom hann
með handritið til
Claire. í bókinni
var nákvæm lýsing
á vinnustofu Roths
i London og síðan komu langar lýsingar á ást-
arleikjum sögupersónunnar, sem hét Philip, og
ungra stúlkna. Claire kaus að líta á þær lýsing-
ar sem skáldskap en hún var samt ekki viss.
En svo kom hún að kafla um miðaldra eigin-
konuna sem er sífellt skælandi vegna framhjá-
halds eiginmannsins. Hún var leikkona og hét
Claire. Þá var Claire Bloom nóg boðið. Henni
fannst lýsingin á eiginkonunni meinleg og
móðgandi og notkun á nafni hennar ósvífin.
Hún krafðist þess að Roth breytti nafni eigin-
konunnar. Eftir nokkrar deilur féllst hann á
það. Hann tileinkaði henni síöan bókina.
Eftir fimmtán ára samband bað Claire Roth
um að giftast sér. Hann sagðist taka ósk henn-
ar til athugunar. Þremur vikum seinna bað
þegar leiftrar á árroðans bál,
heyri ég raddir í eyrum mér óma.
koma innst mér frá hjarta og sál:
- Hér er kalt, hér er erfitt að anda,
hér er allt það, sem hrœrlst, með böndl
Ó, mig langar til fjarlœgra landa.
ó mlg langar að árroðans ströndi
Ég vil bállð, sem hitar og brennur.
en ég bölva þér, nákaldi ís.
Ég vil aflþunga elfu, sem rennur,
ekkl óhreina pollinn, sem frýs.
Ég vil ástþlómið rauða, sem angar.
ekki arfa eða þurrkaðan vönd.
Ó, svo langt héðan burtu mig langar.
ó. mig langar að árroðans ströndl
„Fyrsta og svakalegasta bókin
var Bláskjár - áður en ég lærði
að lesa. Sigurbjörg amma lét mig
sitja við saumaborðið og á með-
an vélin gekk sagði hún mér æv-
intýri, þjóðsögur og eina hryll-
ingssögu - Bláskjá. í hverri viku
heimtaði ég að fá að heyra um
dökkhærðu illmennin meðan ég,
holdgervingur Bláskjás, skoðaði
myndimar skelfingu lostinn.
Þegar ég haföi lært að lesa
tóku við; Alfinnur álfakóngur,
Dísa ljósálfur, Tarzan apabróðir
og Prins Valíant. Þetta eru frá-
bærar bækur sem ég glugga í
enn þann dag í dag og Alfinnur
er alltaf á náttborðinu.
Ellefu ára varð ég heltekinn af Morgan Kane,
Bill Ballantine og Gula skugganum. Svo mikil
var hrifningin að tuttugu árum síðar stofnaði
ég fyrirtæki til heiðurs þessum góðu mönnum
og kallaði „Hefnd gula skuggans", sem reyndist
svo sannarlega vera hefnd því ég gleymdi fyrir-
tækinu onískúffu og hlaut ávítur fyrir hjá
skattstjóra.
Unglingsárin fóru í MacLean,
íslendmgasögur, Laxness, Þór-
berg, Dickens og Guðberg. Ég á
náttúrlega ekki að segja frá því,
en mér þótti MacLean sterkastur.
Um og eftir tvítugt komu þungu
mennirnir: Steinbeck, Tolstoj,
Dostojevskí, Majakovskí og
Hamsun sem leiddu yfir í enska
sveitarómantík Herriots og þaðan
á malbikið hjá Kerouac.
Fertugsaldurinn fór í hasar og
sci-fi; Philip K. Dick, Sjöwall-Wa-
hlöö, Stephen King, Lucius
Shepard og okkar besta rithöfund
- Ólaf Gunnarsson.
Nú undir það síðasta ligg ég
einna helst yfir allrahanda trúar- og paranoju-
bókmenntum sem Ómar Stefánsson listmálari
vísar mér á; Gods of the new millenium, The
holy blood and the holy grail, Messianic
Legacy, Lone wolf og Preacher, svo eitthvað sé
nefht.
Og hvað er svo minnisstæðast? Líklega Life
during wartime eftir Lucius Shepard - kannski
bara af því að tímamir eru eins og þeir eru.“
Hinn mikli
Dickens
Charles Dickens, The Last of the
Great Men eftir G.K. Chesterton.
„Ég hef lesiö
þessa bók ótal
sinnum og tel mig
þess vegna hæfan
til að lýsa henni
sem læsilegri - svo
vægt sé til orða
tekið,“ sagði gagn-
rýnandinn Alex-
ander Woolcott
um bók rithöfundarins Chestertons.
Ótal bækur hafa verið skrifaðar um
skáldsögur Charles Dickens en þessi
er án vafa í sérflokki. Ákaflega fal-
lega skrifuð og fúll af skarplegum og
snjöllum greiningum. Ein af bestu
bókum sem rithöfúndur hefur skrif-
að um annan rithöfund.
Það er stórfurðulegt að ég
skuli hafa unnið. Ég fór
gegn fiiði, velmegun og
ríkjandi valdhöfum.
George W. Bush i júnímánuði 2001 í
samtali viö sænska forsætisráðherrann
Göran Persson þegar hann hélt aö búiö
væri aö slökkva á kvikmyndavélum.
Bókalisti Eymunds
Aóm \t
ALLAR BÆKUR
1. Töfrar 1-2-3. Thomas W. Phelan
2. Feng Shui. Zaihonq Shen
3. Leiðin til lífshamingju.
Dalai Lama
4. Bókin um bjórinn. Roqer Protz
5. Þú getur grennst og breytt
um lífsstíl. Asmundur Stefánsson
oq Guðmundur Björnsson
6. Umkomulausi drengurinn.
David J. Pelzer
7. Mýrin. Arnaldur Indriðason
8. Ensk-íslensk/íslensk-ensk
orðabók
9. Dauðarósir.
Arnaldur Indriðason
10. islensk samheitaorðabók
SKÁLDVERK
1. Mýrin. Arnaldur Indriðason
2. Dauðarósir.
Arnaldur Indriðason
3. Hin feiga skepna. Philip Roth
4. Hvar sem ég verð.
Inqibjörq Haraldsdóttir
5. Grafarþögn.
Arnaldur Indriðason
6. Napóleonsskjölin.
Arnaldur Indriðason
7. Alkemistinn. Paulo Coelho
8. Hringadróttinssaga.
J.R.R. Tolkien
9. Þórbergur Þórðarson
- stórbók. Þórberqur Þórðarson
10. Bridget Jones á barmi
taugaáfalls. Helen Fieldinq
BARNABÆKUR
1. Herra Sterkur.
Roqer Harqreaves
2. Herra Fyndinn.
Roqer Harqreaves
3. Ljóti andarunginn
4. Stóra orðabókin
5. Herra Latur. Roqer Harqreaves
Metsölulisti Eymundssonar 19.-25. mars