Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 28
28 / / g / () a rb /a ö JO'V" LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Vísindj ástarinnar Við höldum sennilega flest að ástin sé aðal- lega huglægt afl. Vísindin hafa afsannað það þvíástin er ekkert annað en boðefni, hormónar og adrenalín. Við höfum, þegar öllu er á botninn huolft, engan sjálfstæðan vilja íþessum efnum. Við höldum sennilega flest dauðahaldi í þá gömlu rómantísku hugmynd að ástin sé huglægt afl eða kraftur sem lúti sínum eigin lögmálum og við séum í rauninni fórnarlömb eða leiksoppar örlaganna. Þegar sá eini rétti eða rétta birtist erum við eins og stjórnlaust rekald í tímans straumi og getum ekki annað en fylgt hjarta okkar inn á þá myrku stíga sem ástin leiðir okkur á. Þetta er reyndar ekki rétt nema að litlu leyti. Allt sem sagt er um fullkomið viljaleysi okkar þegar ástin er annars vegar er rétt en það stafar ekki af huglægum ástæðum eða örlögum eða neinu slíku. Allt á þetta sér upptök i boðefnum, hormónum og lyktarefnum sem líkaminn framleiðir og notar til þess að hafa áhrif á afstöðu okkar og líðan. Þess vegna er það rétt að við erum leiksoppar sneyddir sjálfstæðum vilja en viö erum fangar eigin líkama í þessum skilningi. Það sem gerist Það sem gerist þegar við verðum ástfangin gerist í þremur stigum og það eru mismunandi hormón sem koma við sögu á stigunum þremur. Það sem gerist í heila manneskju sem er að ganga í gegnum eitt af þessum stigum getur verið mjög svipað geð- veiki. Þegar við verðum ástfangin af einhverjum er það líklega vegna þess að við erum hrifin af genum hans eða hennar. Lykt er afar mikilvæg og nýjustu rannsóknir sýna að viö erum líklegust til þess að hrífast af fólki sem lyktar eins og foreldrar okkar. Fyrsta stig Fyrsta stig ástarinnar er losti og þar koma eink- um tvö hormón við sögu, nefnilega testósterón og östrógen. Flæði þessara hormóna gerir það aö verk- um að við erum „til i tuskið“, eins og sagt er, eða hreinlega gröð. Hér er testósterónið eiginlega mik- ilvægara því það varðar bæði kynin. Það er mjög ofmælt að þetta sé fyrst og fremst karlhormón því rannsóknir sýna að það er ekki síður mikilvægt fyrir kynhvöt kvenna. Þetta eru hormónin sem gera það að verkum að við erum til í að sofa hjá fólki sem okkur líst vel á. Annað stig Annað stig þess sem er í raun alvarlegt ástarsam- band er aðlöðun og þetta er sá tími í hverju sam- bandi þegar aðilar eru helteknir hvor af öðrum og missa matarlyst og svefn og geta eytt heilum dög- um i dagdrauma um þann sem þeir eru ástfangnir af. Á aðlöðunarstiginu eru það boðefni sem leika aðalhlutverkið og sérstaklega er það dópamín sem lætur okkur líða vel en það er reyndar sama boð- efnið og eiturefnin nikótín og kókaín losa um í heilanum. Adrenalín kemur talsvert við sögu á þessu stigi en það kallar fram svita og aukinn hjartslátt og spennu. Serótónín er annað merkilegt boðefni sem vekur sterka vellíðan og er mikilvægasta boðefni ástarinnar en stórir skammtar af því geta kallað fram hugarástand sem er líkast geðveiki. Enn ein áhrif sem serótónín hefur er að lágt hlut- fall þess í heilanum eykur stórlega áhuga manna á kynlifi. Karlmenn sem hafa lágt hlutfall serótóníns í heilanum lifa tíðara kynlífi en samanburðarhóp- ar. Sagt er að fólk sem upplifir liræðslutilfinningu geti tekið hana í misgripum fvrir ást. Þess vegna ætti stefnu- mót sem endar á teygjustökki að geta verið sérlega vel heppnað. Þriðja stig Þetta stig tekur við af aðlööunarstigi ef ástarsam- bandið á einhverja framtíð fyrir sér. Þau tengsl sem myndast á þessu stigi eru þau sem halda fólki saman gegnum barneignir, húsbyggingar og fram- hjáhald. Á þessu stigi eru þaö einkum tvö boðefni sem leika aðalhlutverkið. Annað þeirra heitir oxytocin. Bæði kynin gefa það frá sér við fullnægingu og það er talið stuðla að nánari tengslum þegar kynni fólks verða svo náin. Það losnar einnig úr læðingi við fæðingarhríðir og brjóstagjöf og styrkir þannig tengslin milli móður og barns. Vegna þess að efnið framkallast við samfarir er talið líklegt að því meira og öflugra kynlífi sem fólk lifir á þessu stigi, því sterkari verða tengslin milli þeirra. Vasopressin er hitt efnið sem nýrun framleiða og skiptir miklu máli. Það leiddi rannsókn á sléttu- hundum í ljós en það eru smádýr af íkornaætt sem

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.