Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 29
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003
Helgarhlaö 3Z>‘Vr
lifa áköfu kynllfi í upphafi langtímasambands og
talsvert umfram það sem nauðsynlegt er til við-
halds tegundinni. Vísindamenn gáfu sléttuhundum
efni sem hindrar framleiðslu vasopressins. Þeir
misstu alls ekki áhugann á kynlífi en samböndin
liðuðust í sundur og þeir hættu að verja maka sinn
fyrir öðrum vonbiðlum.
Listin að daðra
Augun eru ekki síður mikilvæg því ein sterkustu skilaboð sem hægt er að senda er
að augun stækka þegar við sjáum eitthvað fallegt.
Við höldum oft að þegar við erum að hitta nýtt
fólk með makaleit í huga þá skipti óskaplega miklu
máli hvað við segjum og hvort við erum ekki alveg
logandi skemmtileg. Rannsóknir sýna að það tekur
okkur 90 sekúndur til fjórar mínútur að ákveða
hvort við löðumst að einhverjum í þessum skiln-
ingi. Það gerist 55% með líkamstjáningu, 38% í
gegnum raddblæ og tónhæð en aðeins 7% með því
hvað við segjum. Bandarískur sálfræðingur, Arth-
ur Arun, hefur rannsakað þessi samskipti nær
ókunnugs fólks. Hann gerði tilraun þar sem hann
fékk nokkra sjálfboðaliða sem þekktust ekkert til
þess að sitja hvort andspænis öðru og segja hvort
öðru sitthvað úr lífi sínu í rúma klukkustund. Síð-
an áttu þau að horfast djúpt í augu samfellt í fjór-
ar mínútur. Margir þátttak-
enda töldu sig verða ást-
fangna af mótaðilum sínum
og tvö paranna sem þátt tóku
í tilrauninni enduðu með því
að giftast þótt þau þekktust
ekkert fyrir.
Á miðöldum settu ítalskar
konur eiturefnið belladonna í
augu sín til að ljósopið þend-
ist út en það gerist einnig þeg-
ar við höfum kynferðislegan
áhuga á einhverjum.
Þegar fólk laðast hvort að
öðru hefur það tilhneigingu
til að spegla hreyfingar hvort
annars, sitja í sömu stelling-
um og þess háttar. Með þessu
er viðfang daðursins að gefa til kynna að það sé til
í tuskið og því hollt að hafa augun opin.
í ljósi þess sem sagt er hér að framan ættu daðr-
arar einnig að leggja áherslu á að stara djúpt í
augu viðfangsins og það er áreiðanlega gott að tala
um eitthvað en það má kannski alveg vera veðrið.
Nefið er mikilvægt í
samskiptum kynj-
anna vegna boðefna
sem við nemum með
því og heita
ferómónar.
Erfítt að ná í hana?
Að láta ganga á eftir sér er allgömul og vel þekkt
aðferð í samskiptum kynjanna og þótt ýmsar rann-
sóknir sýni að það beri ekki sérlega góðan árangur
þá eru einnig til kannanir sem sýna hið gagnstæða.
Það hefur nefnilega sýnt sig að þegar menn ná auð-
veldlega i eitthvað sem alla aðra langar í en fá ekki,
finnst þeim það nokkuð merkilegri eign en ella og
hafa á því mikið dálæti.
Þannig virðast menn halda meiri tryggð við
konur sem létu hafa fyrir því að ná í sig en
létu svo tilleiðast við þann „eina rétta“.
Fyrir fáum árum var gerð rannsókn í
Bretlandi þar sem ungar konur á skemmti-
stöðum voru Ijósmyndaðar og síðan beðn-
ar að fylla út spurningalista um hluti eins
og tíðahring sinn. I ljós kom að þær stúlk-
ur sem voru á egglostímabili, og þar af
leiðandi tilbúnar til mökunar, klæddu sig
öðruvísi en hinar. Þær voru í flegnari bol-
um, styttri pilsum og notuðu meiri snyrti-
vörur. Þær voru með öðrum orðum meira „á
veiðum“ en hinar. Þegar konunum var sagt frá
þessu samhengi sögðu þær allar að þær væru ekki
á höttunum eftir framtíðarmaka með barneignir í
huga. Var einhver að tala um sjálfstæðan vilja?
Hættuleg stefnumót
Samkvæmt ýmsum rannsóknum getur það kom-
ið fyrir, ef fólk upplifir sterkan ótta á stefnumóti,
að það taki þá tilfinningu í misgripum fyrir ástina.
Þetta er nokkuð merkilegt og má draga af þessu
laðast að þeim sem líkjast mæðrum þeirra og flest-
ar konur að karlmönnum sem líkjast feðrum
þeirra. Það eru einnig til aðrar kannanir sem gefa
til kynna að flestir séu hrifnastir af sjálfum sér í
þeim skilningi að þeir vilji að makinn líkist sér.
Við háskólann í St. Andrews í Skotlandi var gerð
áhugaverð tilraun á þessu sviði. Sálfræðingurinn
David Perrett sýndi hópi stúdenta nokkur andlit og
bað þau að velja úr hópnum það andlit sem þeim
litist best á sem maka. Perrett var í öllum tilvikum
með andlit viðkomandi stúdents sem búið var að
breyta með tölvutækni svo það leit út eins og aðili
af gagnstæðu kyni. Þetta var það andlit sem lang-
flestir töldu vera mest aðlaðandi.
Að þefa uppi þann rétta
Sérstakur hópur boðefna er lyktarlaus efni sem
kallast ferómónar. Vísindamenn hafa lengi vitað að
fjöldi spendýra hefur
sérstakan kirtil í
nefinu sem
skynjar skila-
boðin í þess-
um
ferómón-
um. Karl-
dýrin
lykta af
þvagi kven-
dýra sem
inniheldur
sérstaka
ferómóna sem
gefa til kynna
hvort það sé tilbúið
til mökunar. Þessi boð-
efni eru einnig í svita
allra dýra.
Árið 1985 staðfestu vís-
indamenn við Colorado-há-
skóla tilvist þessa kirtils í nefi
manna og hafa síðan skemmt sér
við að gera tilraunir sem staðfesta
hvernig þessi lævísu boðefni vinna.
Ein slík tilraun var gerð 1995 þar sem
konur voru beðnar að þefa af óhrein-
um bómullarbolum karlmanna og skil-
greina hvaða lykt þeim þætti aðlað-
andi. í ljós kom að þeim þóttu alltaf
mest girnilegir bolir þeirra karl-
manna sem höfðu ólíkast ónæmis-
kerfi miðað við þeirra eigið.
Þarna er þróunarkenningin aö
verki að tryggja fjölbreytt ónæm-
iskerfi ófæddra barna.
Önnur rannsókn, gerð við há-
skólann í Chicago og einnig
byggð á óhreinum bómullarbol-
um af karlmönnum og því hvað
konum fannst um lyktina af
þeim, leiddi í ljós að flestum
þeirra féll vel í geð lykt sem
minnti þær á feður sína. Það
er ekki víst að þróunarkenn-
ingin komi þar nokkuð við
sögu en þetta staðfestir
hvernig ferómónarnir
stjórna lífi okkar meira
en við gerum okkur í
fljótu bragði grein fyrir.
PÁÁ
þann lærdóm að stefnumót þar sem parið lendir í
svolitlum háska sé líklegra til að ganga betur og
færa þau nær hvort öðru en ella. Teygjustökk eða
skemmtigarður þar sem hægt er að komast í rússí-
bana ætti þess vegna að vera fullkominn staður.
Hvað laðar þig að?
Það er stundum sagt að ekki sé öll fegurð i and-
liti fólgin og ástin sé blind þegar útlit fólks er ann-
ars vegar. Þetta er áreiðanlega rétt en samt sýnir
fjöldi rannsókna að útlitið skiptir okkur öll tals-
verðu máli þegar við leitum að fólki sem við löð-
umst að. Karlmenn frekar en konur laðast að and-
liti sem er jafnt eða symmetrískt. Konur gera það
síður. Karlmenn laðast að konum sem hafa hlutfall-
ið 0,7 milli mittis og mjaðma. Þetta getur hver kona
reiknað út með því að deila mittismáli í mjaðma-
mál. Rannsóknir sýndu að nánast allir sigurvegar-
ar í fegurðarsamkeppni hafa þetta hlutfall mittis
og mjaðma. Sennilega lesa karlmenn
ómeðvitað einhver skilaboð um
hreysti og frjósemi úr þessu.
Allir kannast við hug-
takið hjónasvipur og
rannsóknir sýna að
langflestir hríf-
ast að ein-
l- I U
í því hvernig við
löðumst að gagnstæðu kyni.
Fyrsta stigið er losti
hverjum sem líkist
þeim sjálfum. Einnig
hefur rannsókn leitt í
ljós að hjón hafa til-
hneigingu til að hafa
sama rúmmál lungna, jafn-
langar löngutangir, jafnsíða
eyrnasnepla, jafnstór eyru,
jafnsveran háls og úlnliði og
svipað hröð efnaskipti.
Þannig má ljóst vera að
hjónasvipur er langtum
meira en útlitið eitt'.
Eins og mamma
Glænýjar rann-
sóknir sýna
Þriðja stigið í gagnkvæmri aðlöðun kynjanna felst oft í því að mynda
langvarandi tengsl sem geta endað í þessum búningi.
svo að flestir
karlmenn