Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 31
30 Helqarblað JO"V LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 LAUGARD AGU R 29. MARS 2003 Helgarblaö 1>V - verðlistinn Rúnar Kristinsson Flest liö í Evrópu myndu styrkjast af því að hafa leikmann eins og Rún- ar í sínum herbúðum. Hann er algjör lykilmaöur í Lokeren, einu af topplið- unum í belgísku úrvalsdeildinni, og hefur kappinn öðlast mikla virðingu í öllum þeim löndum sem hann hefur spilað í. En þótt að Rúnar sé ennþá í fantaformi, þá er hann kom- inn yfir sitt besta skeið. Aldurinn dregur verð- gildi Rúnars mikið niður en nokkrum árum yngri væri Rúnar margfalt dýr- ari. Verðmlði: 10-15 milliónir Guðni Bergsson Guðni er fyrirliði og lykilmaður í sæmilegu ensku úrvalsdeildarliði. Það eru ekki margir íslenskir lands- liðsmenn sem myndu ná því orðspori og gæðastimpli sem Guöni hefur unn- ið sér inn með góðri frammistöðu, nema þá kannski Hermann Hreiðars- son. En Guðni er að spila sitt allra síðasta tímabil í boltanum (aldrei skal þó segja aldrei...) og ætlar að snúa sér að lögfræðistörf- rnn í sumar. Nema ein- hver lög- fræðiskrif- stofan á íslandi bjóði i kappann þá er Guöni verðlaus. Verðmiði: Verðlaus Þórður Guðjónsson Las Palmas keypti Þórð dýrum dómum fyrir tveimur árum og notaði hann síðan ekki neitt. Þórður fór að láni til Derby í einhverjar vikur í lok síðasta keppnistímabils og var orðrómur um að félagið ætlaði að kaupa Þórð á um 150 milljónir. Ekk- ert varð úr þeim viðskiptum og var -..—----það Bochum í Þýskalandi sem hreppti að lokum Þórð á útsöluverði. En þrátt fyrir að spiia reglu- lega í þýsku úrvalsdeÚd- arliði er það mat DV- Sports að Þórður hafi fallið í verði. Verðmiöi: 30-50 milltónir Lárus Orri Sigurðsson Lárus Orri stendur sig öllu jöfnu vel þegar hann leikur fyrir lið sitt WBA. Hann verður þó tæpast talinn í úrvalsdeildarklassa en Lárus Orri er vamarmaður vel yfir meðallagi í ensku 1. deildinni. Eins og með marga aðra menn í landsliðinu er Lárus Orri rétt viö þrítugsaldurinn og þá eru menn byijaðir að lækka í verði. En þar með er alls ekki sagt að menn séu út- brunnir. Ef viljinn er fyr- ir hendi get- ur Lárus Örri verið 1 fullu fjöri í nokkur ár til viðbótar. Verömiði: 30-50 milliónir Arni Gautur Arason Ámi Gautur er af flestum talinn besti markvörðurinn í Noregi og hefur sú deild oftar en ekki reynst mikill stökk- pallur fyrir leikmenn inn í ensku úrvals- deildina. Frammistaða Áma Gauts með Rosenborg í Meistaradeild Evrópu hefur vakið athygli stórliða og hefúr hann m.a. verið orðaður við Arsenal og fleiri lið. Werder Bremen bauð 45 miUjónir í hann í fyrra en því boði var umsvifalaust hafnað. Einn af, ef jafnvel ekki sá allra besti mark- vörður sem landið hefur alið af sér er meira virði. Verðmiði: 70-90 milliónir Birkir Kristinsson Frá því aö Birkir Kristinsson sneri heim frá hinum harða heimi atvinnu- mennskunnar hefur hann verið besti leikmaður ÍBV í SímadeUdinni ár eftir ár. Ýmsir hafa beðið lengi eftir að Birk- ir slægi slöku við en þeir sömu verða sífeUt fyrir vonbrigðum því þessi frá- bæri markvörður hefur engu gleymt þótt hann sé vissulega kom- inn vel yfir meðalaldurs- skeið knatt- spymumanna. En þó að Birk- ir haldi áfram að gleðja augu Eyjamanna þá er hann þvi miður vegna ald- ursins ekki krónu viröi. Verðmiði: Verðlaus Pétur Marteinsson Þrátt fyrir að standa sig ávaUt vel með Stoke City þegar hann spUar, virð- ist Pétur aldrei ná að faUa í kramið hjá knattspymustjórum liðsins. Er það mik- U synd, því aUir þeir sem þekkja til pUts vita að þarna er á ferð mjög frambæri- legur varnarmaður. Hann var valinn besti leikmaður Svíþjóðar fyrir nokkrum árum og spUaði einnig við góð- an orðstír hjá Stabæk í Nor- egi áður en hann fór tU Stoke. En nú, þrítugur að aldri og oftar en ekki utan leikmannahóps Stoke er Pétur falur á mjög ódým verði. Verðmiði: 0-10 milliónir Ivar Ingimarsson Mörg sterk lið voru á höttunum eftir hinum samningslausa ivari fyrir þetta keppnistímabil, enda var þessi sterki vamar- og miðjumaður búinn að standa sig frábærlega með Brentford á síðasta tímabili. Á endanum ákvað ivar að taka tilboði frá hinu fimasterka 1. deildarUði Wolves. FljóUega tók að haUa undan fæti og var kappinn lánaður tU botn- liðs Brighton þar sem hann hefur öðlast sjáUstraust á ný. ívar er á besta aldri og getur auðveld- lega náð enn lengra. Með vaxandi reynslu mun verð hans hækka enn frekar. Verðmiði: 50-70 milliónir Biarni Þorsteinsson Það efast enginn um að Bjarni er afburða vamarmaður og getur hann bæði spUað í miðri vöminni sem og í hægri bakverðinum. En það sem hrjáir hann mikið eru mjög takmark- aðir sóknarhæfileikar. Molde í Nor- egi keypti Bjama af KR fyrir fáeinum árum og í dag er aUur gangur á því hvort haim er í liðinu. DV- Sport efast stórlega um að Bjarni hafi nægUega burði tU að plumma sig i miklu sterk- ari deUd en sú norska er. Verömiöi: 5-10 milliónir Indriði Sigurðsson Indriði er gríðarlega fjöUiæfur leik- maður og hefur hann náð að festa sig vel í sessi hjá liði sínu í Noregi, Lil- leström. Hann hefur verið burðarásinn í 21 árs landsliði íslands síðustu ár og mun án nokkurs vafa vera lykilmaður í A-landsliðinu á komandi árum. Þrátt fyrir að vera aðeins 22 ára hefur Indriði öðlast mikla reynslu sem at- vinnumaður siðustu tvö ár- in. DV-Sport mur að lnd- ■^sijfejiafi alla * ’ íttf til að ná )g telur degt að ÉÍfí^tröm leyfi honum að fara nema um dágóða summu sé að ræða. Verðmiði: 20-25 milliónir Gvlfi Einarsson Gylfi er sóknar-miðjurmaður að upp- lagi og finnur hann sig ávailt best í þeirri stöðu. En hjá Lilleström stendur Gylfi í mikilli samkeppni um þá stöðu og hefur hann reyndar á köflum verið settur í stöðu hægri bakvarðar með mis- jöfnum árangri. Gylfi er ekki í sama gæðaflokki og féiagi hans hjá Lilieström, Indriði Sigurðs- son, og á Gylfi ekki fast sæti í liði sínu. DV- Sport telur að Gylfi muni ekki stunda at- vinnu- mennsku utan Norðurland- _ anna og má gera ráð fyrir að Gylfi sé falur á sanngjömu verði. Verðmiði: 5-10 milliónir Marel Baldvinsson Marel er sennilega sá leikmaður íslenska landsliösins sem er auðveld- ast að verðsetja. Hann var seldur frá Stabæk til Lokeren fyrr á árinu og borgaði belgíska félagið 22 milljónir fyrir þjónustu hans. Marel hefur ver- ið í byrjunarliði Lokeren upp á síðkastið og staðið sig með stakri prýði í nýrri stöðu, en mat DV-Sports er á þann veg að verðgildi ís- lenska vík- ingsins hafi nokkum veg- inn staðið í stað síðan þá; hvorkihækk- að né lækkað. Verðmiði: 20-25 milljónir íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu verðlagt af blaðamönnum DV-Sports: Heiðar Helguson virði ? Eiður Smári Guðjohnsen jafn- ast á við alla hina landsliðsmenn Islands í knattspymu, ef tekið er mið af verömæti. Þetta eru nið- urstöður úttektar DV-Sports í til- efni að landsleik Skota og íslend- inga í dag. íslenskt landslið hef- ur líklega aldrei verið verðmæt- ara en um þessar mundir og liggur mesti munurinn í einum leikmanni, Eiði Smára Guðjohn- sen. En ef aðrir leikmenn eru teknir með í dæmið er verðmæti íslenska landsliðsins í knatt- spymu á bilinu 1900 milljónir til rúmlega 2200 milljónir. Þetta em niðurstöður blaða- manna DV-Sports eftir að hafa metið hvem og einn leikmann liðsins, feril hans, orðspor, aldur og getu. í úttektinni er tekið mið af ástandi enska leikmanna- markaöarins, en þar er enn allt i uppnámi eftir að verðmiði flestra leikmanna fór langt yfir það sem eðlilegt má kalla skömmu eftir aldamótin síðustu. Þrír flokkar Ef úttektin er grandskoðuð má sjá að íslenska liðinu er í raun hægt að skipta í þrjá verðflokka. í þriðja og aftasta flokknum fer kjarninn af íslenska liðinu; atvinnumenn í Noregi, Belgíu og í neðri deildum Bretlandseyja. Allir eru þeir metnir á undir 50 milljónir króna, að undanskild- um Árna Gauti Arasyni, mark- verði Rosenborg í Noregi, sem gæti slagað hátt í 100 milljóna króna markið fari svo að eitt- hvert lið beri víurnar í hann. Aðrir leikmenn eru margfalt verðminni og að mati DV-Sports eru tveir leikmenn íslenska liðs- ins verðlausir. í miðflokknum er að finna þrjá leikmenn sem allir spila i Englandi, þá Heiðar Helguson hjá Watford, Jóhannes Karl Guð- jónsson hjá Aston Villa og Her- mann Hreiðarsson, sem seldur var til Charlton á miðvikudag á verði sem DV-Sport kemst næst því að kalla hlægilegt miðað við getu. Jóhannes Karl varð dýrasti leikmaður í sögu íslenskrar knattspymu þegar Real Betis keypti hann á 570 milljónir árið 2001. Eins og lesa má i nærmynd af Jóhannesi Karli má færa rök fyrir þvi að þar hafl verið farið einum of frjálslega með peninga- budduna. Þá er það mat DV- Sports að Heiðar Helguson hafi ekki fallið mikið í verði þrátt fyrir að mikil kreppa hafi verið á enska leikmannamarkaðinum frá því að Watford keypti hann af Lilleström. Einn og yfirgefinn í fyrsta og verðmætasta flokknum trónir síðan Eiður Smári Guðjohnsen. Augljóslega ber hann höfuð og herðar yfir samheija sína og af heildarverðmæti íslenska liðsins er Eiður helmingurinn. Hann er ímynd landsliðsins á alþjóða- vísu og er hann svo sannarlega imynd hins „íslenska víkings“. Ef Eiður heldur áfram að bæta sig sem knattspymumaður mun verð hans vafalaust hækka enn meira. Talnaleikur Eflaust telja margir þessar fjárhæðir vera fjarri sannleikan- um. Allir geta leikið sér að leggja saman tölur eða upphæðir og hafa margir landsmenn um leið ábyggilega lúmskt gaman af því. Einhverjir segja íslenska landsliðið meira virði, aðrir minna. En þar sem hver og einn hefur sína skoðmi ber að taka þessum fjárhæðum sem birtast hér með fyrirvara. -vig Eiður Smári Guðjohnsen Um það verður ekki efast; Eiður Smári er í algjörum sérflokki í is- lenska landsliðinu. Hann er á besta aldri og spilar í liði sem er með þeim alla fremstu í heiminum í dag, Chelsea. Á æfingum kljáist hann við eintóma landsliðsmenn og keppinautar hans um sæti í fremstu víglínu Chelsea eru ekki ómerkari kappar en þeir Gianfranco Zola, sem nú þegar er orðin goðsögn í ítalskri knattspymusögu, og Jimmy Floyd Hasselbaink, einn mesti markaskorari Hollendinga hin síð- ustu ár. Eiður Smári er sonur Arnórs Guðjohnsens, eins ástsælasta knatt- spymumanns íslendinga fyrr og síð- ar, og sáust strax á unga aldri með- fæddir knattspyrnuhæfileikar sem aðeins örfáir útvaldir búa yfir. Að- eins 15 ára gamall var Eiður orðinn fastamaður í úrvalsdeildarliði Vals á íslandi og ári síðar gerði hann sinn fyrsta atvinnumannasamning viö PSV I Hollandi. Þar hitti hann fyrir einn besta knattspyrnumann heims, hinn brasiliska Ronaldo, og þótti Eiður engu slðri fótboltamað- ur, ef ekki betri. Þegar allir vegir virtust vera honum fær- ir dundi áfallið yfir; Eiður fót- brotnaði í landsleik með ung- lingalandsliði íslands og var um tíma óttast um feril hans. En eftir óhóflega vinnu og mikla endurhæfingu fór Eiður á kreik á ný og var það KR sem gaf honum tækifærið til að sanna sig. Ekki löngu seinna var hann keyptur af enska 1. deildarliðinu Bolton og sló hann þar í gegn á sínu öðru ári. ís- lenski víkingurinn var kominn aft- ur og vakti það heimsathygli þegar Eiöur gekk til liös við Chelsea. Það voru þó blendnar væntingar sem gerðar voru til Eiðs og voru margir á því að hann gæti ekki plummað sig hjá einu sterkasta liði heims. En á sínu öðm ári hjá Chelsea sló hann í gegn og myndaði hann hættuleg- asta sóknardúett ensku knattspyrn- unnar ásamt Hasselbaink. í kjölfarið spratt hver orðrómur- inn á fætur öðrum upp í breskum fjölmiðlum um að Eiður væri undir smjásjánni hjá þeim allra stærstu; félögum á borð við Arsenal, Manchester United, Barcelona og fleiri ámóta. Óánægja Eiðs með laun sín hjá Chelsea hafa löngum verið í brennideppli og af þeim sök- um hafi hann viljað fara frá félag- inu. Þrátt fyrir allt þetta fár hefur Eiður ávallt haldið tiyggð sinni við Chelsea með þvi að lýsa yfir vilja sínum til að skrifa undir nýjan samning við félagið. Eiður Smári stenst samanburð við allra fremstu sóknarmenn sem völ er á í heiminum í dag. Það er ekki furða að Chelsea vilji halda honum; hann styrkir alla leik- mannahópa. Ef enskur væri, þá yrði 130-150 milliónir Verðmiði: 1 milliarður Eiður sennilega byrjunarmaður landsliðsins við hliðina á Michael Owen. Hann er betri en Emile Heskey, Francis Jeffers og fleiri enskir landsliðsmenn, en í þessari upptalningu eru menn sem seldir hafa verið á síðustu árum fyrir meira en milljarð íslenskra króna. Eiður er sannkallaður gullmoli og lyftir íslenskri knattspymu á hærra plan á alþjóðavísu. -vig Verömiði: Heiðar Helguson sló í gegn hjá Lil- leström eftir að hafa verið keyptur þang- að frá Þrótti fyrir nokkrum árum. Enska úrvalsdeildarliðið Watford keypti síðan Heiðar af norska liðinu fyrir um 200 milljónir þegar uppsveiflan á verði enska leikmannamarkaðsins var í hámarki. Er það eindregið mat DV-Sports að það verð hafi verið of hátt. En eftir að hafa átt erfítt uppdráttar í fyrra, m.a. vegna meiðsla, hefur Heiðar verið frábær í vetur. Hann er markahæstur hjá Watford í ár með 12 mörk og er uppáhald stuðningsmanna liðsins. Einn oq yfirqefinn ffqrsta oq verðmætasta flokknum trónir sfðan Eiður Smári Guðjohnsen. Auqljósleqa ber hann höfuð oq herðar yfir samherja sína oq af heildarverðmæti fslenska liðsins er Eiður helminqurinn. Hann er fmynd landsliðsins á alþjóðavfsu oq er hann svo sannarleqa fmynd hins „ fslenska víkinqsu. Brvniar Gunnarsson Baráttuhundurinn Brynjar Gunnars- son hefur verið einn af burðarásum Stoke City frá því að Guðjón Þórðarson keypti hann á 60 milljónir ekki löngu eftir að hafa tekið við stjórn liðsins. Brynjar getur spilað í vöm jafnt sem á miðju og hafa komið upp sögusagnir um að sterkari lið hafi verið að bera ví- umar í hann. DV-Sport telur samt sem áður nokkuð ljóst að færi svo að Brynjar yrði seldur nú, væri kaup- verðið ábyggi- lega ekki meira en það em borgað var fyrir hann á sínum tima. Verðmiði: 40-60 milliónir Trvggvi Guðmundsson Tryggvi hefur fyrir löngu sannað sig sem einn helsti markaskorarinn innan Noregs. Það vefst ekki fyrir neinum að Tryggvi, sem er 29 ára gamall, verði dýr leikmaður innan Noregs, fari svo að hann verði seldur, en Tryggvi lýsti nýlega yfir óánægju sinni hjá Stabæk. Hann var í vikunni orðaður við nokkur 1. deildar lið í Englandi og einnig Lokeren í Belgíu, en DV-Sport telur samt sem áður að Tryggvi fari ekki til liðs ut- an Norður- landanna. En innan þeirra er Tryggvi einn af þeim allra bestu sem völ er á. Verðmiði: 30-50 milliónir Arnar Grétarsson Amar hefur farið sífelit vaxandi sem leikmaður eftir að hann gekk til liðs við Lokeren í Belgíu og er hann nú, ásamt hinum Islendingunum í liðinu, ómissandi fyrir félagið. Hann hefur skor- að 13 mörk á þessu tímabili, mörg hver guilfalleg, og spilamennska hans er einn af lykilþáttum velgengni Lokeren í ár. Fyrir fáeinum árum hefði Am- ar, miðað við form sitt í dag, verið mikils virði. En aldur- inn (31) er það sem hrindir stærri félögun- um frá Amari og er mjög lík- egt að Amar ljúki atvinnumannaferli sínum í Belgíu. Verðmiði: 15-20 milliónir Arnar Þór Viðarsson Amar Þór hefur blómstrað á miðj- unni hjá Lokeren í ár og í fyrra eftir að hafa spilað sem vinstri bakvörður framan af ferlinum. Helsti Akkilesar- hæll Amars Þórs er varnarleikurinn og reyna andstæðingar hans yfirleitt að nýta sér þennan veikleika hans til hins ýtrasta. Amar er 25 ára gamall, fyrirliði eins öflugasta liðs belgísku úr- valsdeildar- innar og getur ekki annað en bætt sig sem leikmaður. En þangað til varnarhæfi- leikar Amars 1 ' Þórs batna fer verðið á honum ekki hækkandi. Verðmiði: 30-50 milliónir Jéhannes K. Guðiónss. Með fullri virðingu fyrir knatt- spyrnuhæfileikum Jóhannesar Karls, þá er glottið sennilega ekki enn farið af andlitum forráðamanna IJK Waalwijk eftir að hafa fengið yfir 500 milljónir frá Real Betis fyrir kappann. Með fulla stjóm á skapi sínu er Jóhannes mjög sterkur leikmaður, og það er engin til- viljun að hann H sé fastamaður i I liði Aston Villa I þessa stund- I ina. Samt sem > áður vill Gra- í» rm flM ham Taylor, I stjóri Vilia, ekki borga l Betis meira en 200 milljónir fyrir Jóhannes. DV-Sport telur það vera nær réttri upphæð. Verðmiði: 180-220 milltónir Hermann Hreiðarsson Þrátt fyrir að hafa verið seldur til Charlton á miðvikudag fyrir upphæð sem talin er hafa numið um 100 múljón- um, er ekki nokkur spuming að Her- mann er mun verðmætari. Ef ekki hefði verið fyrir flárhagserfiðleika Ipswich þá hefði Hermann sennilegast farið fyrir tvöfalt ef ekki þrefalt hærri fjárhæð. Hermann hefur sýnt það og sannað að hann getur vel spilað á æðsta stigi enskrar knatt- spyrnu. Hann hefur verið lykilmaður í öllum þeim fé- lögum sem hann hefur spil- að með á undanfómum ámm. Verðmiði: 250-300 milliónir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.