Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 34
3
Helcjctrbloö E>"Vr
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003
Sálarstríð að skoskum sið
Skoska landsliðið hóf undirbúninginn
fyrir landsleikinn gegn íslendingum mun
fyrr en það íslenska. Gert var hlé á
skosku úrvalsdeildinni yfir síöustu helgi
eingöngu í þeim tilgangi að skoska lands-
liðið verði eins klárt í slaginn gegn ís-
landi og mögulegt er. íslenska liðið kom
hins vegar ekki saman fyrr en á
miðvikudag.
Bæði Berti Vogts, þjálfari Skota, og
leikmenn hans eru borubrattir fyrir leik-
inn og telja sigur vísan. Atli Eðvaldsson
hefur ítrekað haldið því fram að íslenska
liðið sé litla liðið, jafnfvel þó aö Skotar
séu aftar á styrkleikalista Alþjóða knatt-
spyrnusambandsins. Leikmenn skoska
liðsins hafa brugðist við þeim ummælum
Atla með því að saka hann um beita
sömu brögðum og hann hélt að skoskir
fjölmiðlar hefðu gert sér, það er að hafa
stimplað íslendinga sem mun líklegri sig-
urvegara áður en fyrri leikur þjóðanna
fór fram.
Vongóður
Berti Vogts segist skulda stuðnings-
manna hópi skoska landsliðsins, „The
Tartan Army,“ sigur og góða frammi-
stöðu gegn íslendingum eftir vonbrigðin
frá því fyrir nokkrum vikum, en þá var
Skotland tekið í bakaríið í vináttuleik af
einum af erkifjendum sínum, írlandi. Og
hinn þýski Vogts lætur ekki þar viö sitja;
hann hefur hótað því að setja þá leik-
menn sem ekki standi sig gegn íslending-
um miskunnarlaust á varamannabekkinn
fyrir komandi leiki. Vogts ætlast til að lið
hans fari með sigur af hólmi og að ekkert
annað komi til greina.
„Ég tel mig aldrei hafa haft úr sterkari
hópi að velja og ég er jög vongóður um að
við náum okkur í þessi þrjú dýrmætu
stig,“ segir Vogts sem hefur legið undir
mikilli gagnrýni nánast allan þann tima
sem hann hefur verið við stjórnar-
taumana hjá skoska liðinu. Raunar segja
margir að hann megi þakka sigrinum
gegn íslendingum það að hann hafi hald-
ið starfinu. Eftir hörmulega frammistöðu
gegn írum ekki alls fyrir löngu fór aftur
að hitna undir Vogts og er jafnvel talið að
önnur léleg frammistaða gegn Islandi
verði kornið sem þarf til að fylla mælinn
hjá skoska knattspyrnusambandinu.
Vogts segist þó ekki finna fyrir neinni
pressu.
„Ég krefst þess af leikmönnum mínum
að þeir spili af miklu meiri ástríðu en
gegn írum. Eftir þann leik fannst mér að
mér þætti vænna um skoska landsliðið
en leikmönnum þess. En ég hef rætt við
leikmennina. Ég sagði þeim að þeir
þyrftu að leggja hart að sér á laugardag-
inn, bæði fyrir mig og ekki síður fyrir
skoska knattspyrnu. Ég get fullvissað alla
um að leikmenn munu spila af mikilli
innlifun fyrir þjóð sína á laugardag,"
sagði Vogts á blaðamannafundi í vik-
unni.
Skotland að komast á kortið
Vogts segir að sigur skoska liðsins
Celtic á Liverpool í Evrópukeppni
félagsliða fyrir rúmri viku gefi öllum
skoskum knattspyrnumönnum aukið
sjálfstraust og ætlar Vogts að nýta sér
það. „Með því að slá út Liverpool, goð-
sögn í evrópskri knattspyrnu, hefur Celt-
ic sent skýr skilaboð inn í knattspyrnu-
heiminn," segir Vogts. „Ég er hér til þess
að byggja upp nýtt lið Skota, sannkallað
framtíðarlið, og þessi árangur Celtic er
ekki til að eyðileggja það. Ég er mjög,
mjög vongóður um að það rætist úr
skoska landsliðinu," segir Vogts, hinn
kokhraustasti. -vig
Skoska landsliöið liefur verið við æfingar í bænuin Dumbarton í rúma viku.
Undirbúningur liðsins er mun lengri en sá sein íslenska liðið fær. Reuters
Tvöfalt hlutverk Tommy Burns
- er bæði aðstoðarþjálfari og tungumálakennari fyrir Berti Vogts
Tommy Burns, aðstoðarmaður Þjóðverjans Berti
Vogts hjá skoska landsliðinu, hefur í mörgu að snúast
þessa dagana. Hann þarf að hjálpa Vogts við æfingar
liðsins en hann hefur einnig tekið að sér það verkefni
að kenna Vogts skosku. Þjóðverjinn hefur átt í tölu-
verðum erfiðleikum með að gera sig skiljanlegan við
leikmenn sína og því ætlar Burns að breyta.
„Hann (Berti Vogts) þarf að geta gert sig skiljanleg-
an á skosku þegar mikið liggur við á vellinum og eitt-
hvaö þarf að gerast strax. Hann notar ekki alltaf réttu
orðin og ég hef tekið aö mér að kenna honum nokkra
góða skoska frasa sem klikka aldrei. Ég hef einfaldað
málfar hans sem er það eina sem dugir því flestir leik-
manna okkar eru frekar einfaldir," sagði Bums í gær.
Hann gerir sér fyllilega grein fyrir mikilvægi leiks-
Það er létt yfir þeini Berti V'ogts, þjálfara Skotlands, og leikmönnunum Jumes McFadden og
Maurice Ross. Ætli þeir séu að rifja upp fyrri landsleik íslendinga og Skota ú síðusta ári?
ins gegn íslandi í dag.
„Við munum ekki eiga okkur neinn griðastað ef við
töpum þessum leik í dag. Við fáum ekkert fyrir sigur-
inn á íslandi síðast og þessi leikur verður prófsteinn á
liðið. Það lið sem nær að meðhöndla pressuna betur í
leik sem þessum fer með sigur af hólmi. Það er í leik
sem þessum sem við komumst að því hvort leikmenn
hafa virkilega þaö sem til þarf þegar þess er þörf. Lið-
ið okkar er ungt og það tekur tíma
fyrir það að komast af stað en þessir
leikmenn sem eru að spila núna
verða að hafa hungrið til að ná langt
og koma Skotlandi á meðal bestu
knattspyrnuþjóða í Evrópu á nýjan
leik. Leikurinn gegn íslandi er einn
af þeim leikjum sem skera úr um hvar liðið er statt og
ég get séð margt svipað með undirbúningi þessa leiks
og leiksins síðasta haust. Þá höfðum við gert jafntefli
gegn Færeyingum en nú töpuðum við gegn Irum. Það
eru vangaveltur í gangi um það hvort liðið sé nógu
gott og það er leikmannanna að sanna að svo sé. Okk-
ar starf er að byggja þá upp fyrir leikinn og vonandi
tekst það jafnvel og á íslandi,“ sagði Burns. -ósk
Kenny Miller, sóknarmaður skoska liðsins:
Vonast til
að byrja
- hefur skoraði 15 mörk í síðustu 15 leikjum
Framherjinn Kenny Miller, sem
er 23 ára gamall, gerir sér góðar
vonir um að vera í byrjunarliðinu
gegn íslendingum í dag. Miller
hefur aðeins spilað einn landsleik
en hann hefur verið í miklu stuði
með enska 1. deildarliðinu Wolves,
skorað fimmtán mörk í síðustu
fimmtán leikjum liösins og vonast
til að það verði til þess að hann
hljóti náð fyrir augum Berti Vogts.
„Ég vona að ég byrji á laugar-
daginn eða í það minnsta komi
eitthvað við sögu í leiknum og að
þessi leikur verði upphafið að al-
mennilegum landsliðsferli hjá
mér,“ sagði Miller sem gekk til
liðs við Wolves fyrir yfirstandandi
tímabil eftir tvö erfið ár hjá Glas-
gow Rangers þar sem hann fékk fá
tækifæri.
„Það hafa allir gott af því aö
mæta mótlæti á ferlinum en ég sá
að ég myndi aldrei komast neitt
sem knattspyrnumaður ef ég yrði
áfram hjá Rangers. Ég fór því til
Wolves og sé ekki eftir því. Ég
vona bara að ég spili og skori á
morgun (í dag) og sanni þaö fyrir
öllum að þetta var rétt ákvörðun
hjá mér,“ sagði Miller.
Flestir þeir skosku blaðamenn
sem hafa tjáð sig um liösuppstiU-
ingu skoska liösins fyrir leikinn i
dag telja að Vogts veröi aö láta
Kenny Miller spila því aö marka-
skorarar, af skosku bergi brotnir,
eins og hann séu sjaldséðir hvítir
hrafnar í skosku knattspyrnunni.
-ósk