Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 36
36
H&lgarb/ad DV
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003
Spyrjum að
leikslokum
Kristján Pálsson, fyrrum þingmaður Sjálfstæðisflokksins, er ásamt
félögum stnum að stofna T-listann, Framboð óháðra á Suðurlandi.
Hann segir frá ástæðu þessa og gerir upp samskipti sín við Sjálf-
stæðisflokkinn.
,.Áróður minna fvrrum félaga er því miður mjög
lymskufullur og á inargan liátt mjög ógeðfelldur eins
og hann hefur birst síðustu daga og til þess gerður
að liræða fólk. Ég ætla ekki að tíunda nákvæmlega
hvað verið er að gera en aðferðirnar minna oft frekar
á vinnubrögð í einræðisríki en í lýðræðisríki eins og
fslandi."
Kom það þér mjög á óvart að uppstillingar-
nefnd Sjálfstœóisflokksins í Suðurkjördœmi
skyldi ekki setja þig á framboðslista flokksins?
„Auðvitað kom það mér mjög á óvart og ekki
síður stuðningsmönnum mínum að ég, sem sitj-
andi þingmaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn í átta
ár, væri ekki á listanum. Þá tvo mánuði sem
uppstillingarnefndin sat við sitt leynimakk var
ekkert við mig rætt. Þegar ég fékk grun um að
eitthvað óhreint væri í pokahorninu sex dögum
fyrir kjördæmisþing hafði ég samband við for-
mann uppstillingarnefndar og krafðist fundar
með honum. Þá fyrst upplýstist hvaða niður-
stöðu nefndin hafði komist að.“
Er þá nokkur önnur skýring á fjarveru þinni á
listanum en persónuleg óvild í þinn garð?
„Það kemur mér mjög á óvart að einhver skuli
bera slíka óvild í garð einhvers manns. Ekkert
það var uppi sem benti til þessarar niðurstöðu. í
síðasta prófkjöri hafði ég yfirburði yfir efsta
mann þeirra nú, Árna Ragnar Árnason. Það er
nokkuð ljóst að hann og hans menn hafa unnið
að þessari niðurstöðu lengi. Með undirróðri í
minn garð innan nefndarinnar og ódrengskap,
sem ég hef ekki kynnst fyrr eða síðar, tókst þessi
flétta. Ég veit ekki til þess að ég hafi nokkurn
tíma gert eitthvað á hlut þessa fólks nema þá að
vinna það í prófkjöri."
Ólýðræðisleg vinnubrögð
Var erfitt að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum
eða vafðist það ekkert fyrir þér?
„Það tók mig ekki langan tíma að komast að
niðurstöðu eftir að miðstjórnin hafði hafnað DD-
framboði. Það var þó ekki sársaukalaust að
skilja við flokkinn eftir átta ára þingsetu. Eftir
að framkvæmdastjóri flokksins lýsti því yfir í
Morgunblaðinu að kjörnefndirnar hefðu unnið
frábært starf og val á lista tekist sérlega vel var
þó engin önnur leið til en sérframboð. Enginn lif-
andi maður sem á stuðningsfólk eins og ég gat
unað við aðra niðurstöðu en sérframboð eftir
það sem á undan var gengið. Það er eina leiðin
til að sýna fólki í hvert óefni lýðræðishugsjónin
er komin innan Sjálfstæðisflokksins. Virðingin
gagnvart fólki er ekki mikil hjá flokki sem lætur
jafn ólýðræðisleg vinnubrögð viðgangast og mið-
stjórnin gerði. Flokkur eins og Sjálfstæðisflokk-
urinn verður að kunna að sýna fólkinu sínu
virðingu og umhyggju, annars er hann ekki eft-
irsóknarverður félagsskapur.“
Þetta hlýtur aö vera óþœgileg staóa innan
flokksins. Hafði forysta flokksins ekki samband
við þig til að telja þér hughvarf?
„Jú, ég átti löng samtöl við Davíð Oddsson og
fleiri. Ég fann að þeir vildu greiða götu mina eft-
ir að uppstilllingarnefndin hafði lokið störfum.
Ég gat hins vegar ekki séð sjálfan mig fara í ann-
að umhverfi með þetta mál óleyst. Eftir að ég
hafði rætt við mitt stuðningsfók og fengið mikla
hvatningu til að fara fram með sérframboð lét ég
slag standa.“
Sérframboð í oddaaðstöðu?
Áttu von á að eiga eftir að ganga aftur til liðs
við Sjálfstœðisflokkinn?
„Ekki eins og staðan er I dag.“
Myndirðu ganga í einhvern annan flokk?
„Ég get engu svarað um það heldur .
Er ekki hœpiö að sérframboð dugi nema einu
sinni?
„Oftast eru nú sérframboð sett fram til að
duga einu sinni. Það kemur auðvitað fljótt í ljós
hvort nauðsynlegt verður að halda T-listanum
gangandi. Það eru dæmi um að sérframboð hafi
lent í oddaaðstöðu á Alþingi og náð með því
miklum völdum eins og gerðist á sínum tíma
þegar Stefán Valgeirsson náði inn með sérfram-
boði. Pólitísku línurnar í dag eru þannig að tvær
fylkingar eru hnífjafnar og auðvitað gæti þessi