Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Qupperneq 40
AA Helqarblað IDV LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Myrkrahöfðinginn Richard Perle hefur verið framarleqa í fylkinqu repúblikana síðustu áratuqi. í valdatíð Ronalds Reaqans qeqndi hann embætti aðstoðarvarnarmálaráðherra oq fékk þá viðurnefnið „Prince of Darkness“ eða Mqrkrahöfðinqinn veqna andstöðu sinnar við afvopnunarviðræður Banda- ríkjamanna oq Sovétmanna. Perle er nú í sviðsljósinu veqna framqönqu sinnar íbar- áttunni fqrir innrás íIrak. Richard Perle er einn af haukunum sem tengjast utanríkisstefnu George W. Bush, forseta Bandaríkj- anna. Hann hefur verið pólitískur ráðgjafi varnar- málaráðuneytisins, ráðgjafi Likud-bandalagsins í ísr- ael, alþjóðlegur fjárfestir, vinsæll gestur í spjallþátt- um og svo mætti lengi telja. Hann er fæddur í New York og útskrifaðist frá háskólanum í Suður-Kali- forníu árið 1964. Eftir útskrift vann hann á skrifstof- um öldungadeildarþingmanna, lengst af hjá Henry Jackson, eða allt til ársins 1980. Jackson þessi var einn alharðasti andkommúnistinn og harðasti stuðn- ingsmaður ísraels á Bandaríkjaþingi. Þegar störfum Perle fyrir hann lauk réðst hann til starfa hjá einka- fyrirtæki sem sérhæfði sig í ráðgjöf fyrir herinn. Hann var síðan skipaður aðstoðarvarnarmálaráð- herra í stjórn Ronalds Reagans árið 1980. Hann sneri síðan aftur í stjórnmálin þegar hann gerðist ráðgjafi ‘ George W. Bush í utanríkismálum í kosningabarátt- unni árið 2000. Eftir það tók hann sæti sem formaður ráðs sem er ráðgefandi fyrir varnarmálaráðuneytið þar sem Donald Rumsfeld fer með stjórn. í gær sagði hann síðan af sér formennsku vegna ásakana um hagsmunaárekstra vegna gjaldþrota fjarskiptafyrir- tækis sem hét Global Crossing. I ráðinu, sem er ekki fullgildur hluti af stjórnsýsl- unni í Bandaríkjunum, situr fólk með reynslu af hernaði og pólitík og er ekki greitt fyrir setu í þvi. Það gerir það til dæmis að verkum að Richard Perle getur tjáð sig að vild um utanrikismál án þess að það þurfi að lýsa stefnu stjómar Bush. í grein á Salon.com frá því í september á síðasta ári er haft eftir PW Singer, fræðimanni á sviði utanrík- isstefnu, að markmið Perle virðist vera að standa fyr- ir öfgum. Þannig nái hann að sveigja umræðuna lengra til hægri og um leið færa það sem kalla mætti skurðpunkt vinstri- og hægri pólitíkur til hægri. „Hann ýtir á hnappa og kemur fram með djarfa spá- dóma sem ganga ekki eftir. Og það er fínt fyrst hann er utan stjórnarinnar. Áhyggjuefnið er hins vegar að fólk hlustar í rauninni á hann,“ segir Singer. „írak er eitt þeirra“ í nýjasta hefti The Nation fjallar Eric Alterman um Richard Perle. Hann segir hann vera einstakt póli- tískt dýr í Washington. Hann hafi á ótrúlegan hátt náð að pakka persónulegum, hugmyndafræðilegum og markaðslegum entrepenship inn í einn fallegan pakka sem liti vel út þar til innihaldið sé athugað. Hann segir Perle og Paul Wolfowitz aðstoðarvarnar- málaráðherra vera aðalhöfunda utanríkisstefnu Bus- h-stjórnarinnar. Perle hefur náð að treysta völd sín með því að planta lærisveinum sínum víða um stjórn- kerfiö en þó sérstaklega í Pentagon. Perle komst í sviðsljósið fyrir fáum vikum þegar hann skrifaði grein sem birtist bæði í The Spectator og í Guardian. í greininni lýsti hann því yfir að Sam- einuðu þjóðirnar væru orðnar gagnslausar og ekki væri hægt að treysta á þær í baráttunni gegn hryðju- verkum. Hann benti á hættuna sem stafaði af þeim ríkjum sem byggju yfir gjöreyðingarvopnum. „írak er eitt þeirra en þau eru fleiri,“ sagði hann, „Stöðugur vanmáttur öryggisráðsins þegar kemur að því að fylgja eftir eigin ályktunum er augljós: það er einfald- lega ekki hlutverki sínu vaxið.“ Þetta leyfist Perle að segja þar sem hann er ekki innan stjórnsýslunnar og Bandaríkjastjórn getur af- neitað honum ef hann gengur of langt. Hún hefur hins vegar ekki gert það, allavega ekki nýlega. Hann er sagður í stöðugu sambandi við alla helstu haukana í stjórn Bush, Dick Cheney varaforseta, Rumsfeld varnarmálaráðherra, Paul Wolfowitz aðstoðarvarnar- málaráðherra og fleiri áhrifamenn. Perle er því eng- inn venjulegur leikmaður. Ötull baráttumaður Perle hefur verið dyggur stuðningsmaður ísraela Riehard Perle er einn lielsti ráðgjafi Bandaríkjastjórnar í utanríkis- og varnarmáium. Hann hefur vakið athygli fyrir baráttu sína fvrir innrás í frak og andstöðu við Sameinuðu þjóðirnar. og eins og fyrr kom fram veitt Likud-bandalaginu ráðgjöf sína. Hann hefur beitt sér eindregið gegn öll- um friðarsamningum milli ísraela og Palestínu- manna. Hann heldur því fram að hagsmunir Banda- ríkjanna og fsrael fari saman þegar kemur að barátt- unni við hryðjuverkamenn. Perle hefur verið einkar ötull í baráttu sinni fyrir stríði gegn einræðisherranum Saddam Hussein sem hann segir hýsa hryðjuverkamenn og aldrei sé að vita hvenær hann ráðist gegn Bandaríkjunum eða bandamönnum þeirra með efnavopnum. Þrátt fyrir að stjórnin hafi ekki kippt Perle til baka þykir sumum repúblikönum hann hafa farið fram úr sér í stíðstalinu. Chuck Hagel, öldungadeildarþing- maður repúblikana frá Nebraska og handhafi purp- urahjartans frá því í Víetnamstríðinu, hefur látið hafa eftir sér að Perle vildi kannski vera í fyrstu her- deildinni sem réðist inn í Bagdad. Perle hefur sjálfur, eins og reyndar fleiri haukar, ekki neina reynslu af hernaði. Hann gafst ekki upp og skoraði á Bush að hlusta ekki á menn eins og Hagen. 40 þúsund hennenn nóg? Perle er hluti af samtökum sem hafa yfirskriftina The Project for the New American Century sem stefna að því að Bandaríkin verði í leiðtogahlutverki á jörðinni á nýfæddri öld. Með honum i þessum fé- lagsskap eru meðal annars Cheney, Rumsfeld, Wol- fowitz og fleiri haukar. Þessi félagsskapur var stofn- aður áriö 1997 og árið 1998 sendi hann bréf til þáver- andi forseta Bandaríkjanna, Bills Clintons, og hvatti hann til að ráðast til atlögu gegn Saddam Hussein en það væri fyrsta skrefið að markmiði samtakanna. Richard Perle hélt því fram fyrir innrásina í írak árið 1991 að Saddam Hussein yrði hrakinn frá völd- um af þegnum sínum því þeir myndu strax gera upp- reisn gegn honum. Þarna skjátlaðist Perle en hann hefur hins vegar verið ófeiminn við aö halda því fram í baráttu sinni fyrir innrás að þetta kynni einmitt að verða raunin. Síðasta vor hélt Perle því reyndar fram við blaðamann The Nation að líklegt væri að 40 þús- und hermenn þyrfti til að leggja Saddam að velli. Salon.com bendir hins vegar á að 24 þúsund hermenn hafi þurft í Panama þegar ráðist var gegn Noriega. Það hafi tekið 14 daga þrátt fyrir að í landinu hafi verið herstöð. íbúar Panama hafi verið 2,4 milljónir en í írak búi yfir 20 milljónir, Saddam hafi 400 þús- und manna her auk þess sem engin amerisk herstöð sé í landinu. Þess má geta að á átakasvæðinu í írak eru nú hátt í 300 þúsund hermenn, þar af 225 þúsund bandarískir. 72 þúsund bandarískir hermenn eru auk þess í viðbragðsstöðu. Lygi frá upphafi Hagsmunaárekstrar Richards Perle hafa einnig hlotið umfjöllun vestanhafs. Seymor M. Hersh skrif- aði í The New Yorker fyrir skömmu um Perle og fyr- irtæki sem hann á hlut í og heitir Trireme Partners og var stofnað í nóvember 2001, skömmu eftir árás- irnar á World Trade Center. Trireme er fjáfestinga- fyrirtæki sem einbeitir sér að fjárfestingum á fyrir- tækjum á sviði tækni, vöru og þjónustu sem tengjast vörnum og öryggi. í plaggi frá fyrirtækinu kemur fram að hryðjuverk ykju mjög eftirspurn eftir slíkum varningi, bæði í Evrópu og i löndum eins og Singapúr og Sádi-Arabíu. í bréfi sem sent var sádi-arabískum fjárfesti var sagt að þrír af sérstökum ráðgjöfum Bandaríkjastjórnar í utanríkismálum væru tengdir fyrirtækinu: Henry Kissinger, Gerald Hiliman og síð- ast en ekki síst væri formaður ráðsins, Richard Perle, einn af eigendum Trireme. Perle hefur neitað því að nokkuð óeðlilegt sé við stöðu hans og hefur ráðist harkalega að Seymour Hersh vegna greinarinnar. Hefur hann meðal annars sagt að Hersh væri sá ameríski blaðamaður sem kæmist næst því að vera hryðjuverkamaður. Grein Hersh hafi verið „ónákvæm" og „lygi frá upphafi tO enda“ og að Hersh „varpi sprengjum" og standi á sama „hvort fórnarlömbin séu saklausir borgarar." -sm Heimildir: The Nation. The Guardian. The New Yorker. www.newamericancentury.org o. fl.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.