Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Qupperneq 41
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003
Helqarblað X»V
45
Með keim af ádeilu
MyBdlistarmaðurinn Bjami Ragnar
hefur opnað sýningu í Gallery Klassís
á Skólavörðustíg 8. Þar eru nýlegar
myndir sem hann var með á sýningu í
Seattle í Bandaríkjunum er lauk í síð-
asta mánuði og hafa hlotið mikla at-
hygli. Myndir Bjama em í súrrealísk-
um stíl og bera sumar þeirra keim af
ádeilu. Gallery Klassís er opið kl.
12-18 virka daga og kl. 12-14 á laugar-
dögum og meðan þessi sýning varir
einnig á sunnudögum frá 15-18. Öli
verkin á sýningunni eru til sölu.
íslenska
sveitakonan
Sunnudaginn 30. mars, kl. 14.00,
opnar Gunnella - Guðrún Elín
Ólafsdóttir, málverkasýningu í
Baksalnum í Galleríi Fold, Rauðar-
árstíg 14-16. Sýninguna nefnir hún
Út um græna grundu. Um verkin
segir hún: „íslenska sveitakonan
heldur áfram að birtast á striganum
hjá mér, en nú er hún ekki lengur
ein í rólegheitum úti í móa, eins og
ég málaði hana oftast áður. Henni
hefur leiðst þófið því nú hefur hún
kallað til vinkonur sínar og ná-
grannakonur úr sveitinni." Sýning-
in stendur til 16. apríl.
Samansaumaðar
með sýningu
Laugardaginn 29. mars mun
Bútaklúbburinn Samansaumaðar
opna sýningu á verkum sínum í
Listasafni Borgarness. Af tilefni
opnunarinnar verður Björgunar-
sveitinni Brák afhent verk eftir fé-
laga til eignar en klúbburinn er
vanur að hittast í húsnæði sveit-
arinnar. Bútaklúbburinn Saman-
saumaðar var stofnaður fyrir tæp-
um þremur árum en markmið
hans er að virkja áhuga á búta-
saumslist í héraði. Sýningin, sem
stendur til 9. apríl, er opin frá
13-18 alla virka daga og til klukk-
an 20 á þriðjudags- og fimmtu-
dagskvöldum.
Náttúrusýningar í
Listasafninu
ÖNæstkomandi
laugardag verða
opnaðar þrjár sýn-
ingar í Listasafni
Islands. Ein þeirra
er yfirlitssýning á
verkum Georgs Guðna sem sækir
innblástur sinn í náttúruna. Ætlun-
in er að sýna þróun listamannsins
frá þvi snemma á níunda áratugn-
um fram til dagsins í dag. Önnur
sýningin nefnist Mosi og hraun og
er videoinnsetning eftir Steinunni
Vasulka. Þetta er í fyrsta skiptið
sem verkið er sýnt hérlendis en
Listasafh íslands keypti það árið
2001. Þriðja sýningin er á verkum
eftir Ásgrim Jónsson. Verkin á sýn-
ingunni er öll landslagsverk, máluð
með oliu, og eiga þau að sýna fjöl-
breytileikann í verkum hans. Sýn-
ingarnar standa allar til 11. maí.
Herragallabuxur
aBftftcaftl stærð:30-38
Herraskyrtur
Army jakkar
Satínbuxur 8-14 ára
Netabolir
uxur
Gallabuxur
Hermannahúfur
Hettubolir S/M-M/L
1790
2990
2990
1490
1490
NY SENDING
ÓTRÚLEG VERÐ
Nýjar vörur vikulega - lægstu verð f bænum
Fálkahúsinu, Suðurlandsbraut 8
sími: 554 0655 • opið: 10-18 virka daga, 11-17 laugard. 11-16 sunnud.
*Verð eru birt með fyrirvara um prentvillur.
Þú nærð alltaf
550 5000
mánudaga til fimmtudaga kl. 9-20
föstudaga kl. 9-18
sunnudaga kl. 16 - 20
sambandi
við okkur!
DV
550 5000