Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 43

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 43
LAUGARDAGUR 20. MARS 2003 þeirra fyrstu árin en hann var sá að George drakk óhóflega. Þau fluttu til Midland og settust þar að og fljótlega varð George þekktur fyrir þriggja daga veisl- ur sem hann stóð fyrir í golf- klúbbnum og ekki var slegið í drykkjunni. Stundum átti George það til að fara yfir strik- ið á almannafæri og veittist eitt sinn að ritstjóra Wall Street Jo- umal á frægum veitingastað í Washington. Stundum entust drykkjutúr- arnir í heila viku og eftir eina slíka viku þegar Bush virti fyrir sér andlit sitt í speglinum féll hann á hné og bað til Guös um hjálp til þess að losna við áfeng- ið úr lífi sínu. Það var ekki síst fyrir áhrif frá predikaranum Billy Graham sem Bush frelsað- ist en Graham var fjölskylduvin- ur og hafði einmitt dvalið á heimili Bush fáum dögum áður og beðist fyrir með honum. Þegar Bush fór að sjá ljósiö eftir bænastundirnar með Billy Graham tók hann þátt í gríðar- lega öflugu biblíunámskeiði George Bush er trúaðasti forseti sem lengi hefur setið á valdastóli í Bandaríkjunum. Hann frelsaðist uin fertugt eftir áralanga baráttu við Bakkus. ásamt Don Evans sem hann þekkti frá æskuárum. Bush og Evans sátu námskeið sem heitir Community Bible Study eða Biblían í samfélaginu og stóð í tvö ár. í þeim kennslustundum hreifst Bush einkum af sögunni um Pál postula og trúskipti hans. Þ.ótt Bush ætti að baki langa skólagöngu í Andover, Yale og Harvard var þar ef til vill þarna sem menntun hans tók á sig skýran fókus. Aldrei á AA-fund Ekki er efi á því að biblíulest- ur og endurfæðing átti hvað rik- astan þátt í því að Bush tókst að hætta að drekka. Hann hefur sjálfur sagt að hann skilgreini sjálfan sig ekki sem alkóhólista og hann hefur aldrei farið á AA- fund á ævi sinni en líklega hefur tveggja ára námskeiðið komið í stað þeirra og daglegar bæna- stundir og biblíulestur eru vissulega ígildi AA-funda. í embætti sínu og í kjarna Repúblikanaflokksins er Bush umkringdur ráðgjöfum sem hafa líka afstöðu í trúmálum og hann. Þar má nefna Don Evans, þann sem leiddi Bush á vit Bibl- íunnar, ásamt Billy Graham og er nú ráðherra í stjórn hans en einnig helsta ráðgjafa Bush sem heitir Karl Rove. Einnig má nefna Doug Wead sem er sér- fræðingur Bush í kristilegum málefnum. Michael Gerson er einnig meðal ráðgjafa Bush og ræðuritari og nýtur mjög vax- andi trausts hjá honum en Ger- son er afar trúaður. Eiginkona starfsmannastjórans er prédik- ari og Condoleeza Rice, öryggis- ráðgjafi forsetans, er dóttir pré- dikara úr Suðurríkjunum og heittrúuð. Biblíubeltið Bakgrunnur þessara manna allra er í þeim hluta Bandaríkj- anna sem oft hefur verið kallað- ur Biblíubeltið og er helsta vígi kristilegra íhaldsmanna og þess hluta bandarísku þjóðarinnar sem leggst af miklum þunga gegn hlutum eins og fóstureyð- ingum, berst fyrir byssueign og er andvígt blöndun kynþátta. Óhætt er því að segja að þessi hópur sé styrkustu stuðnings- menn Bush og þeir sem vilja taka hvað dýpst í árinni segja að hann sé trúaðasti forseti Banda- ríkjanna síðan á nítjándu öld. Ráðgjafar Bush segja að trú hans móti hann og.gefi honum styrk en móti ekki stefnu hans. Það séu hins vegar dramatískir atburðir sem gerst hafa í forseta- tíð hans eins og atburðimir ell- efta september og stríðsrekstur í kjölfarið sem geri að verkum að hann líti út eins og prédikari í forsetastól. „Trúin gefur honum meira en sjálfstraust. Hún gefur honum löngunina til þess að þjóna öðr- um og mjög skýra sýn á hvað er gott og hvað er vont,“ segir Evans nýlega í samtali við Newsweek. Þannig virðist Bush eiga auð- velt með að taka ákvarðanir sem oftast byggja á trúarlegri afstööu hans. Þannig var hann löngu sannfærður um að stríðið við íraka yrði „réttlátt" í kristileg- um skilningi eins og Lúther og fleiri kristilegir kennimenn mið- alda rökstuddu það. En Bush komst ekki að þeirri niðurstöðu með því að lesa rit þeirra. Hann einfaldlega skilgreindi Saddam sem hluta af hinu illa og þá varð eftirleikurinn auðveldur. í nafni trúarinnar Þótt áherslan á utanríkismál sé mikil um þessar mundir, eins og hún hefur alltaf verið síðan Bush komst til valda, er margt í innanríkismálum Bandaríkj- anna sem Bush og stuðnings- menn hans vilja hrinda í fram- kvæmd sem fellur að smekk heittrúaðra hvítra Bandaríkja- manna. Á þeim lista sem Bush og Karl Rove hafa dregið upp er að finna skýrari andstöðu við fóstureyðingar, leyfi til þess að trúarstofnanir taki yfir hluta af félagslegri þjónustu, bann við klónun manna og sérstakt pró- gramm sem myndi heimila kirkjum, moskum og synagógum að sækja um styrk úr opinberum sjóðum til þess að efla félagslega hjálp. Þar er gert ráð fyrir auknu fé til að brýna skírlífi fyr- ir ungu fólki og vinna því sess að trúarsöfnuðir fái að reka fangelsi þar sem kristilegum aga og hörku er beitt. Það er ekki laust við að nokk- urs taugaóstyrks gæti meðal for- ystumanna trúarsafnaða víða um heim þegar maður sem lætur heittrúarsjónarmið stýra gerð- um sínum fer í stríð. „Fólk virðir tryggð hans og einlægni gagnvart trúmálum en þegar stríð er annars vegar gild- ir öðru máli og fólk er óöruggt," segir Steve Waldman, ritstjóri og eigandi Beliefnet sem er vin- sælt vefsetur þar sem fjallað er um stjórnmál, félagsmál og trú- mál. „Fólki líkar við skýra afstöðu hans og ákveðni en finnst hann horfa fram hjá smáatriðum sem gera málflutning hans oft of- stækiskenndan og hljóma eins og Messías." Eins og við má búast eru múslímar sérstaklega á varð- bergi gagnvart forsetanum þótt hann hafi lagt sig mjög fram um að fullvissa leiðtoga þeirra um að hann virði trú þeirra og dáist að henni. Hann hefur haldið sér- staka Ramadan-kvöldverði í Hvíta húsinu en Ramadan er helsta trúarhátíð múslíma. Þeg- ar predikarinn Franklin Gra- ham lýsti íslam sem spilltri og ofbeldiskenndri trú þá tók Bush upp hanskann fyrir múslíma. Hitt er svo annað mál að banda- rískir kristniboðar hafa lýst því yfir að þeirra bíði stórt verkefni við kristniboð í írak og forset- inn, sem hefur ítrekað sagt að einn tilgangur stríðsins sé að færa fólkinu í írak frelsi undan ofurvaldi Saddams Husseins, setur líklega trúfrelsi þar ofar- lega á listann. -PÁÁ (Heimildir: Newsweek, The Right Man: The Surprise Presidency og Ge- orge W. Bush eftir David Frum, Guardian og fleiri fjölmiólar) // <2 / c) o rb la c) JOV 47 Mikið úrval aftrégluggatjöldum Jón Bakan, Gnoóavogl - slmi 520 5500 Opnunartímt Mán- flm IO - 22 / Fös IO - 2* / Lau - Sun. 13-2* www.jonbakan. com Borganún 29 • 105 Reybjavib H 551 3745 • Fax. 552 6692 SSGXD Jón Bakan, Gnoðavog/ Salou 52400, á mann m.v. 2 fullorðna og 2 böm í 2 vikur í júní, með Súpersól afsi. 71.400kr. á mann í tvíbýli í 2 vikur í ágúst með Súpersól afslátt. Sumarhús í Hollandi Kempervennen 73.650kr á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn 12 vikur Örfá aukasæti vegna forfalla Portúgal-Páskaferð 11 .-25. april 56.763«, á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn á Cantinho do Mar 78.445kr. á mann í tvíbýli á Cantinho do Mar. áíSSSHsakláttur TERRA s)iv NOVA Jso«_ - 25 ÁRA DB TRAUSTSINS VERD FflfAaávtsun _____ ES23i4SBKj^ • -20.000 kr. w ; Stangarhyl 3-110 Reykjavik S: 591 9000 - terranova.is • info@terranova.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.