Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 50

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Side 50
54 LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Helgarblctö 3DV / heimsókn hjá Hermanni Þor- gilssyni á Hrtsum, sem á sérstætt safn frétta og veðurfregna á segulböndum og traktorfrá 1946, sem er eins og ntjr, og sér fgrir óorðna hluti. Her- mann bgr einn á Hrísum í Fróðárhreppi, eft- ir lát bróður síns sem hélt með honum heimili en hafði aldrei tíma til þess að gifta sig. NMR)B4 Hermann stend- ur við hiliuna og kassana sem geyma m.a. seg- ulbandsspólur, dagbækur og fleira um liðna tíð til lands frá Í953. og veðurfregnum Safnar fréttum Systkinin Hermann og Una við Land Roverinn góða, módel 1973 Þaö var einn fagran dag fyrir skömmu sem ég fór í heimsókn til Hermanns á Hrísum í Fróðárhreppi en hann er í Snæfellsbæ, skammt frá Ólafsvík. Ég hafði heyrt að hann og Þorgils bróðir hans, en hann lést árið 2000 82 ára gamall, ættu mikið safh af upptökum á frétt- rnn og veðurfregnum frá liðnum áratugum. Þetta eru í raun miklar heimildir um liðna tíma, mikinn fróðleik þar að fmna. Þeir bræður hófu þessa söfnum árið 1953 og henni lauk ekki fyrr en nokkru áður en Þorgils lést. Ég var búinn að hringja i Hermann áður og spyrja hann hvort ég mætti koma í heimsókn og fá að spjalla við hann og var það auðsótt. Hann tók líka fram að hann hefði nú svo sem ekki frá mörgu að segja. Hermann, sem er 77 ára, býr einn á Hrís- um en Una systir hans, sem býr í Ólafsvík, kemur oft til hans og aðstoðar en hún er fædd árið 1920. Una kom til Ólafsvíkur frá Hafnarfirði og starfaði þar við saumaskap á stríðsárunum hjá Sveinbimi Jónssyni klæðskera en þá var lítið flutt inn af fatnaöi þannig að nóg var að gera í þessari grein iðnaðar. Una var aðeins búin að ákveða að vera í eitt ár í fiskvinnslu er hún réð sig til starfa í Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur en árin urðu 30 og hún vann ætíð allan daginn. Una var gift Guðmundi Sigmarssyni sem starfaði m.a. í um 10 ár sem gangavörð- ur í Grunnskólanum í Ólafsvík en hann lést árið 1993. Anna er yngst af þeim systkinum á Hrísum, fædd 1928, og hún býr í Reykjavík. Nordmende-segulbandið Þegar ég kom inn bauö Hermann mér fyrst inn í eitt herbergi í húsinu þar sem komu í ljós margar hillur af segulbandsspólum, dagbækur, möppur og kassar sem í var margs konar efni sem þeir bræöur höfðu tekið upp úr útvarpinu. „Fyrst skrifaði Þorgils bróðir eftir útvarpinu helstu fréttir sem þar komu fram og einnig bætti hann því við sem var að frétta héðan úr sveitinni. Þegar tæknin hélt innreið sína keypti hann sér gott Nordmende-segulbands- tæki og tók mikið eöii upp á þaö,“ segir Hermann. „Einnig tók hann mikið af slidesmyndum sem enn eru til.“ Þeir bræður voru ailtaf ákveðnir í að vera með búskap á Hrísum og lögðu mikið á sig til að kaupa bæinn. „Til að geta keypt hann fórum við bræður margar ver- tiðir suður til Hafnarfjaröar til að beita en þetta var mjög algengt að menn gerðu á þeim tíma. Við vorum ekkert á sjó en þetta voru árin 1947 til 1952. Eins og samgöngur voru í þá daga gengu menn yfir Fróð- árheiði og að Böðvarsholti í Staðarsveit því þangað kom rútan frá Helga Pé en heiðin var nær afltaf ófær í janú- ar,“ sagði Hermaim. „Við sváfum alltaf í bröggum á vertíðinni og þar var oft mikið fjör. Ég man ailtaf eftir mönnum frá Ólafsflrði en þeir voru svo fjörugir og sungu mikið. Við bræður fór- um aldrei á ball en þess þurftum við ekki. Það var svo gaman í bröggunum. Menn notuðu engin bölvuö eiturlyf þá eins og núna er algengt. Sumir skvettu í sig smávegis brennivíni en það var ekkert til að tala um. Maður lifir alveg í endurminningum frá þessum skemmtilega tíma,“ segir Hermann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.