Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 53
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003
H l c) ci rb la c) H> "V
+
Enn ein tegund kynlífsþjónustu í Reykjavík:
Vel útbúin
dýflissa
„ Vel útbúin dýflissa á góðum stað íReykjavík. Kyndiklefi, St. Johns
kross, pyntinqabekkur, flenqihestur, keðjuveqqur, bönd, leðurólar
oq hellinqur af öðru dóti. Pantaðu tíma og fáðu staðsetninqar.“
Þanniq hljóðar kynninq á nýrri teqund kynlífsþjónustu sem er að
finna á Netinu. Þetta fyrirtæki er hið fyrsta sem vitað er til að auq-
lýsi þjónustu af þessu taqi, að minnsta kosti á Netinu. Símanúmer er
gefið upp sem hæqt er að panta tíma í.
vegar að konur uppgvöti áhuga sinn síðar á ævinni og
gjaman þá í gegnum maka sem hefur áhuga á BDSM.
Annar munur er að karlar hafa mjög oft ákveðna fastmót-
aða fantasíu og bregðast meira við sjónrænu áreiti en íyr-
ir konur virðast tiifmningar sem vakna við leikinn skipta
meira máli, þó vissulega hafi þær líka fantasíur. Þá er
munur á kynjunum að því leyti til að konur virðast ekki
vilja stunda þetta með hverjum sem er. Það fer svolítið
eftir persónunni, meðan karlmenn eru meira til í hvað
sem er. Fyrir vikið eru raunverulega fleiri karlmenn sem
hafa áhuga á þessu heldur en konur sem skapar ákveðin
i vandræði. Margir ganga með þá hugmynd að konur séu
! undirgeínar en karlmenn drottnandi. Skiptingin í drottn-
andi og undirgefna er hins vegar eins hjá báðum kynjum.
Þá skapast vandræði af því að um tvöfalt fleiri eru undir-
. gefhir heldur en drottnandi en sumir eru þó beggja
i blands. Þetta ásamt meiri áhuga karla á BDSM þýðir að
það er mjög óhagstætt hlutfall milli drottnandi kvenna og
undirgefmna karlmanna. Það hallar vissulega á að þessu
leyti, þvi það eru líklega allt að tíu sinnum fleiri undir-
gefnir karlmenn en drottnandi konur.“
Ótti við liöfnun
Margir karlar lenda í því að spyija konuna sína hvort
hún vilji ekki binda þá niður, flengja þá eða fara i ein-
I hverja aðra leiki en lenda í því að konan segir þvert nei.
| Iðulega er þessi þörf fyrir hendi en ekki rædd í byrjun
sambands því fólk óttast höfnun. Sumir þora aldrei að
ræða þetta við maka en leita þess í stað út fyrir hjóna-
bandið til að fá fantasíum sínum fifllnægt.
- Nú er starfandi fyrirtæki hér á landi sem býður upp
á svona þjónustu.
„Sumir vilja meina að hún sé bráðnauðsynleg meðan
aðrir telja að þetta sé saklaust peningaplokk. Félagið hef-
ur ekki tekið afstöðu með eða á móti en almennt er við-
horfið að á meðan þetta sé gert af fúsum og fijálsum vilja
beggja og enginn skaðist þá sé það í lagi. Annað viðhorf
I væri gijótkast úr glerhúsi. Það væri miklu betra ef fólk
1 gæti verið án svona þjónustu, því það eru engar nánar til-
finningar í spilinu og ef viðkomandi viðskiptavinur á
maka þá gæti hann litið á þetta sem framhjáhald. Ég veit
ekki hvort það er endilega jákvæð reynsla sem menn
verða þama fyrir því fólk er misjafht og ekki víst að
fantasíur og áhugasvið viðskiptavinarins samræmist
áhugasviði hinnar drottnandi konu sem er að veita þessa
þjónustu. BDSM og skyndikynni fara ekki vel saman og
fólk þarf að læra hvort á annað og frnna hvað veldur full-
nægingu hjá hvorum aöila og hvar mörk beggja liggja.
Slíkt getur ekki verið í þessu tilfelli nema þá ef um fast-
an viðskiptavin er að ræða sem kemur oft.
- Þú talar um tilfinningar í spilinu?
„Þetta gengur allt úr á tilfinningar. Vissulega getur
sársauki verið örvandi en þetta er fyrst og fremst þessi
tilfinning að finna að einhver sé að stjóma manni, þ.e.
blygðunin að vera undir valdi einhvers eða þá í tilfelli
drottnara, að þiggja vald yfir þeim sem maður elskar. Hér
er heilinn aðalkynfærið. Þetta er miklu meira andlegs
eðlis heldur en líkamlegs. Annað sem er einkennandi fyr-
ir þessi sambönd er að þau byggjast ekki á skyndikynn-
um. Fólk þarf að þekkjast mjög vel og þekkja mörk hvort
annars. Ef fólk nær að mynda gott BDSM-samband er þaö
traustara heldur en önnur sambönd.
Samband eða fantasía
Er þessi þörf bundin við skeið ævinnar hjá fólki eða er
hún alltaf til staðar?
„Fólk hefur áhuga á þessu alla ævi. Flestir þeirra era
í sambandi. Aðrir hafa þetta aðeins fyrir fantasíu og þora
ekki að segja maka sínum frá því. Jafnvel er uppi sú
staða að báðir aðilar hafi áhuga á þessu en þori ekki að
segja hinum. Við þekkjum mörg dæmi þess að menn séu
í félaginu jafnvel án þess að makinn viti af því. Ef mak-
inn er opinn fyrir þessu þá er hann drifinn inn. Þessi
flóra er afar fjölbreytt, eins og áður sagði, þörfin mismun-
andi og raunar mjög erfitt að fmna maka í þessum
bransa, þ.e. einhvem sem hentar.
- Við ræddum um erótískt nudd áðan, svo og BDSM-
þjónustu sem er seld hér á landi. Hvemig lítur þú á þetta,
flokkast þetta undir vændi?
„Það fer í raun eftir löggjöfmni sem er í hveiju landi. í
Hollandi og Þýskalandi, þar sem vændi er löglegt, era all-
ar þessar stofur flokkaðar undir sömu löggjöf og er þar
skilgreint sem vændi. í Bretlandi og Bandaríkjunum, þar
sem vændi er bannað, er þetta alls ekki skilgreint sem
vændi því þá þurfa að vera til staðar kynmök sem er alls
ekki í þessu tHfelli. Almennt era atvinnudómínur, en svo
eru kvenkyns drottnarar nefndir sem bjóða þjónustu
gegn gjaldi, mikils virtar innan BDSM-geirans. Fólk ger-
ir sér grein fyrir því að þetta er erfitt og vandasamt starf
sem fáir valda.
Einnig er þekkt að dómínur hjálpi oft pörum með sitt
kynlíf og veiti ákveðna fræðslu sem ekki má vanmeta. Er-
lend fræg dómína sagði mér einu sinni að alvöradómína
þurfi að vera sálfræðingur, leikari og „tík“. Ég myndi alls
ekki setja BDSM-þjónustu í sama flokk og vændi þar sem
verið er að kaupa kynferðislegt samræði eða það sem ég
vil öllu heldur kalla sjálfsfróun með líkama annarrar per-
sónu. Dómínur era oftast mjög sjálfstæðar sterkar konur
sem era ekki að þessu af neyð heldur áhuga. Öðravísi
myndu þær ekki virka.“ -JSS
DV hefur að undanförnu fjallað nokkuð um þá eró-
tísku „afþreyingarþjónustu" sem verið hefur að ryðja sér
tfl rúms hér á landi undanfama mánuði og ár, gegn gjaldi.
Tvær erótískar nuddstofur auglýsa nú starfsemi sína á
Netinu. Annars vegar er um að ræða X-nudd og hins veg-
ar Erosnudd. Báðar hafa þær á sínum snæram stúlkur
sem nudda viðskiptavinina. Nuddaramir geta verið fá-
klæddir eða naktir, allt eftir óskum viðskiptavinarins. í
viðtali blaðsins við Bjarna, sem rekur X - nudd, kom fram
að viðskiptavinimir óska yfirleitt eftir nöktu nuddi.
Verðið fyrir nuddið rokkar frá 15.000 krónum allt upp í
60.000 krónur eftir tímalengd og umfangi. Dýrasta nuddið
sem auglýst er er að finna á Erosnudd. Það tekur klukku-
stund og felst í því eftirfarandi: „2 stelpur, nuddaðar báðar
hliðar - sexý bi - show.“
Nokkur eftirspurn virðist vera eftir þjónustu af þessu
tagi því báðar auglýsa stofúmar eftir starfsfólki. Hjá X-
nuddi vinna þrjár stúlkur en fram kemur á vefsíðu stof-
unnar að „vegna gifurlegrar aðsóknar" þurfi að ráða tvær
til viðbótar. Þar með verði fimm stúlkur í fúllri vinnu hjá
stofunni. Erosnudd auglýsir eflir fólki sem eigi kost á að
auka tekjur sínar „umtalsvert“. Síðamefnda stofan býður
upp á einstaklingsnudd, paranudd og útkallsþjónustu.
Uinfjöllun - niinni aðsókn
„Langflestir þeirra karlmanna sem sækja nuddstofuna
eru íslenskir, á aldrinum 30-40 ára, venjulegir heimflisfeð-
ur, sem leggja áherslu á algjöran trúnað. Um 90 prósent
þeirra era gift eða í sambúð."
Þetta sagði eigandi X-nuddstofunnar við DV fyrir
nokkrum dögum. Þessi ummæli vöktu mikla athygli og
ekki síður þær upplýsingar eigandans að menn væra mest
að skjótast í nudd í vinnutímanum. Traffikin væri því
mest á virkum dögum kl. 12-17. Þama væra að koma
menn úr ölum þjóðfelagshópum, ungir og gamlir og allt
þar á milli. Þama kæmu þjóðþekktir menn en þeir væra
nafnlausir eins og allir aðrir. Eigandi X-nuddstofúnnar
ræddi um þessa þjónustu sem „spennulosun".
Nú kynni einhver að draga í efa að þessi lýsing á kúnna-
hópnum væri rétt. Um það skal ekki fúllyrt hér. Hitt styð-
ur orð eigandans að verulega dregur úr eftirspum á stof-
unni eftir umfjöllun fjölmiðla. Því virðast margir við-
skiptavinanna ekki alveg með samviskuna í lagi, þótt ekk-
ert hafi sannast um að þarna sé veitt þjónusta sem fari í
bága við lög. Raunar leggja báðar stofúmar áherslu á í
kynningum sinum að kynmök séu ekki í boði.
Nvjar leiðir
Þeir staðir sem hafa boðið upp á einkadans, sem nú er
bannaður, hafa samkvæmt heimildum DV leitað ýmissa
annarra leiða til þess að komast í kringum lögin. Eitt af
því sem menn hafa hugleitt er að setja upp einhvers kon-
ar útgáfú af nuddstofum þar sem þær hafa fengið að starfa
óáreittar. Hins vegar er vandséð að þeir sem áður sóttu
einkadansinn fari að búa sig í sitt besta púss að kvöldi til
tfl þess eins að demba sér í sturtu, fara í nakið nudd og síð-
an undir bununa aftur. Þetta þyrftu menn að gera ef þeir
ætluðu að fara að þeim hreinlætisstuðli sem nuddstofum-
ar tvær auglýsa að farið sé eftir. Hins vegar má telja öraggt
að eigendur dansstaðanna finni upp á einhveiju sem ætl-
að er að koma í stað einkadansins. Þar er vafalaust af nógu
að taka í erlendum hugmyndabönkum en þaðan era hug-
myndimar að þeim fyrirtækjum, sem nú era að skjóta upp
kollinum, komnar.
Ákveðin dóinína
En aftur að dýflissunni og því sem auglýst er að þar fari
fram. í kynningu á starfseminni, sem birt er á vefhum, seg-
ir m.a.:
„Miss Cat er ákveðin dómína.
Upplýsingar fyrir nýja þræla - ambáttir - þjóna.
Að vera þræll, ambátt eða þjónn hjá okkur þýðir ekki að
þú fáir drátt, það er hinn mesti misskflningur, og vegna
tíðra fyrirspurna í síma viljum við benda þér á að lesa
þennan texta áður en hringt er í okkur.
Þú sem submissive þarft að sætta þig við niðurlæging-
ar, bindingar, flengingar og annað sem flokkast undir að
gera góðan þræl, ambátt eða þjón úr þér, þú hlýðir okkar
skipunum ella þér verður refsað, ef þú ert ekki að leita að
þessu þá hefur þú ekkert til okkar að gera, þetta er byggt
á hlutverkaleikjum.
Nokkuð margir mannhundar hafa hringt og spurt þeirra
hlægilegu spurninga hvort þetta endi svo ekki með kynlífi,
og eram við cat tilbúnar að fá þá hunda í heimsókn og
flengja þá allrækilega fyrir að leyfa sér að hugsa það, það
er fyrirlitning tfl okkar og við sættum okkur aldrei við
svona framkomu."
Verðskráin
Eins og áður sagði er þessi þjónusta seld. Verðið fyrir
leigu dýflissu án dómínu er 25.000 krónur á klukkustund,
25.000 krónur fyrir tvær klukkustundir og 30.000 fyrir þrjá
tíma. Verð fyrir „session" í dýflissu með Dómínu er 25.000
krónur fyrir eina klukkustund, 40.000 fyrir tvær klukku-
stundir og 40.000 krónur fyrir klukkustund með tveimur
dómínum.
Vel upp alinn þræll...
Þama gfldir einfaldlega gamla lögmálið um framboð og
eftirspurn. Ef marka má einkamálaauglýsingar á vef
BDSM á íslandi, sem stendur fyrir bindi-, drottnunar-,
sadómasókistaleikir og munalosti, þá er mikil eftirspum
eftir samböndum af þessu tagi. Við grípum niður í nokkr-
ar auglýsingar:
„Vel upp alinn þræll, þjálfaður af bestu Fendom sem
þjóðin hefúr átt. Ég hef líka leyft óreyndum en áhugasöm-
um konum að leika sér aö mér, með góðum árangri. Mitt
takmark er að fjölga dómínum á íslandi, því nóg er af þræl-
unum.“
Þessi einstaklingur auglýsir eftir íbúð.
"[Mína] Mistress vantar íbúð og ég á að finna þræl eða
ambátt sem vilja leigja henni íbúö með eða án þræls. Hún
vfll líka kynnast ambátt eða þræl sem getur unnið með
mér heimilisstörfin og tekið út refsinguna með mér."
Önnur auglýsing:
„Ég kem í heimsókn tfl þín, klæði þig í latexgallann og
býö þér að binda mig eins og þú vflt. Núna er mín staða að
vera kynlífsþræll þinn ... þegar ég er ekki í notkun
geymirðu mig í fjötrum á heppilegum stað, tilbúinn tfl
næstu notkunar hvenær sem það mun henta þér.“
Þeir sem auglýsa í dálkinum er fólk á öllum aldri,
gagnkynhneigt, samkynhneigt, gift, í sambúð eða
einhleypt. Flestir búa á höfuðborgarsvæðinu og flestir era
það sem kallað er undirgefnir, þ.e. þrælar.
Þessi grein vekur sjálfsagt fleiri spurningar heldur en
hún svarar. íviðtalinu hér tfl hliöar útskýrir formaður
BDSM-samtakanna á íslandi um hvað BDSM snýst. -JSS