Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Síða 55
LAUG ARDAGU R 29. MARS 2003
Helgarblað I>V
59
Við Hverfisgötuna var starfrækt noklturs konar vændishús á stríðsárunum.
í ákveðnu gistihúsi þar leigðu hermenn herbergi til þess að gainna sér við ungar stúlkur. Þeir greiddu stúlkun-
um fyrir í snyrtivörum, fötum eða peninguin.
„Fjárhagslegt sjálfstæði“
Eins og fram hefur komið er orðalagið „fjárhagslegt
sjálfstæði" lykilorð í þessum efnum. Það er eflaust
misjafnt hvað menn telja „augljósar vændisauglýsing-
ar“ en þegar leitað er á einkamal.is í flokknum
skyndikynni og leitarorðið „fjárhagslegt sjálfstæði"
látið ráða för koma upp auglýsingar frá 41 karlmanni
og 14 konum. Konurnar eru í leit að fjárhagslega sjálf-
stæðum körlum og karlarnir leita að konum sem leita
að fjárhagslega sjálfstæðum körlum.
Lítum á dæmi:
Frá 30 ára karlmanni:
„Ég vil kynnast konum sem leita eftir fjárhagslega
sjálfstæðum karlmönnum. Ég er giftur maður og fjár-
hagslega sjálfstæður og traustur. Þið sem hafið áhuga,
endilega hafið samband."
Frá 40 ára karlmanni:
„Ég er giftur og bý úti á landi. Er mjög oft í Rvík,
vegna viðskiptaerinda. Ég hef áhuga á að hitta falleg-
ar konur með tilbreytingu í huga. Er fjárhagslega
sjálfstæður. Endilega hafið samband og kannið hvem-
ig landið liggur."
Frá 23 ára konu:
„Hæ er komin aftur með notendanafnið victoria 22
með mynd. Hafðu samband. Er eingöngu að leita að
fjárhagslega sterkum karlmönnum."
Frá 25 ára konu:
„Fjárhagslega vel stæðir karlmenn í ævintýraleit.
Sendið póst á frjalsvidskipti@visir.is“
Frá 41 árs konu sem kallar sig: Selja litla:
stúlkur sem voru í bransanum sem svo var kaliaður.
Það voru líka flnar frúr. Þær voru aðaflega á Hótel
Borg ef þær buðu ekki hreinlega hermönnunum heim
til sín meðan mennirnir þeirra voru í vinnu.“
Súlumar rísa
Á árunum 1995 til 2000 voru opnaðir samtals sjö
skemmtistaðir í Reykjavík og nágrenni þar sem boðið
var upp á nektardans eða svokallaðan súludans. Þar
skemmtu bæði erlendar og innlendar dansmeyjar
gestum. Fljótlega varð Ijóst að bæði skipulegt og
óskipulegt vændi var fylgifiskur þessara staða. Rúna
Jónsdóttir, starfsmaður Stígamóta, sem átti sinn þátt
í að vekja athygli á tengslum þessara staða við vændi,
sagöi frá því í viðtali við DV nýlega að á þeim tima
hefðu henni borist persónulegar hótanir frá fólki sem
átti hagsmuna að gæta af starfsemi súlustaða og það
væri í eina skiptið á ferli hennar sem hún hefði orðið
hrædd.
Vændi leynist \íða
í skýrslu, sem ber yfirskriftina Vændi á íslandi eft-
ir Bryndísi Björk Ásgeirsdóttur, Hólmfríði Lydíu Egg-
ertsdóttur og Ingu Dóru Sigfúsdóttur og var gerö fyr-
ir dómsmálaráðuneytið 2001, er þetta staðfest og sagt
að á að minnsta kosti þremur súlustaðanna sé skipu-
legt vændi en á hinum sé það fremur tilviljanakennt
og tengt einkadansi en þá voru dansmeyjarnar einar
með viðskiptavini í lokuðu rými. Sagt er í skýrslunni
aö náin kynni af dansmeyjum kosti 30 þúsund krónur
og af þeirri upphæð fái stúlkan 10 þúsund. í skýrsl-
unni kemur einnig fram að enginn munur er á ís-
lenskum nektardansstöðum og erlendum sams konar
stöðum þar sem stundað er vændi og eigendur ís-
lenskra staða sækja fyrirmyndir að rekstri sínum og
starfsfólk til slíkra staða. í skýrslunni segir:
„Þá staðfestu allir viðmælendur að óskipulagt
vændi færi fram á mörgum þessara staða þar sem ein-
stakir dansarar seldu viðskiptavinum kynmök ýmist í
einkadansklefum eða annars staðar."
í Mannlífi birtist árið 1997 grein eftir Þóru Kristínu
Ásgeirsdóttur þar sem íslensk stúlka lýsti veru sinni
í vændishúsi í Reykjavík, nánar tiltekið viö Túngöt-
una. Vorið 2000 voru sýndir á Stöð 2 þættir sem báru
yfirskriftina „Sex í Reykjavík" og voru gerðir af Sig-
ursteini Mássyni og Ragnheiði Eiríksdóttur. Þar kom
fram að hægt væri að kaupa kynmök gegnum auglýs-
ingar blaða og svokallaðar erótískar símalínur.
Af þessu er auðvelt að draga þá ályktun aö engin
sérstök ástæða sé tfl þess að efast um tilvist vændis á
íslandi þótt við sjáum það ekki á hverjum degi á leið
í vinnuna.
Engar dyr, bara tjöld
Á síðasta ári var lögreglusamþykkt Reykjavíkur
breytt með þeim hætti að nú er ólöglegt að selja einka-
dans. í málaferlum klúbbeigenda gegn borginni hefur
þessi ákvörðun verið staðfest. Það má í rauninni líta
svo á að með þessum breytingum sé staðfestur sá
orðrómur að það sé í einkadansinum sem vændi fari
raunverulega fram.
Nektardansstaðir starfa enn með breyttum for-
merkjum og á Goldfinger í Kópavogi er enn boðið upp
á einkadans þrátt fyrir bann bæjaryfirvalda. Á Gold-
finger hengja menn sig í það orðalag að ekki megi
dansa fyrir viðskiptavini „fyrir lokuðum dyrum“ og
þess vegna fer einkadans þar fram bak við tjald.
í vændisskýrslunni er vitnað tfl sérfræðings lög-
reglunnar sem segir líklegt að eigendur nektarstaö-
anna „kaupi“ dansarana með ákveðnum formerkjum
Við Túngötuna var starfrækt vændishús undir stjórn íslenskrar konu árum sanian og birtust reglulega myndir
af útidyrahurðinni þar í blöðum um tíma en aldrei var lögð fram kæra.
en umboðsskrifstofur þær erlendis sem útvega stúlk-
urnar flokka þær eftir því hvort þær eru til í vændi
eða ekki en slíkar stúlkur eru auðkenndar með „XXX“
merkingu í „vörulistum" skrifstofanna.
Það kom fram í fréttum árið 2002 að nektardansar-
ar sem kæmu til íslands þyrftu að afhenda vinnuveit-
endum vegabréf sín við komuna til landsins. Þetta
kemur einnig fram í kvikmyndinni Lilya 4 Ever eftir
sænska leikstjórann Lukas Moodysson sem nýlega var
sýnd á íslandi og er einhver átakanlegasta lýsing á
vændi og mansali sem sést hefur. Það virðist því sitt-
hvað vera líkt með starfsháttum klúbbeigenda á ís-
landi og melludólgsins sem „keypti“ ungu stúlkuna í
myndinni.
Netið tekur við
Það er ekki hægt að fjalla um vændi á íslandi í dag
án þess aö minnast á Netið. Það kemur fram í vænd-
isskýrslunni að árum saman hefur tíðkast að auglýsa
í dagblöðum á íslandi eftir kynnum við aðila af gagn-
stæðu kyni og hefur orðalagið „fjárhagslegt sjálf-
stæöi“ sérstaka merkingu í þeim efnum. Ung stúlka
sem stundaði vændi lýsir fyrir skýrsluhöfundum
reynslu sinni af slíkum blaðaauglýsingum sem hún
notaði til að komast í samband við karlmenn og
undraðist hve margir svöruðu en hún auglýsti eftir að
kynnast „fjárhagslega sjálfstæðum" karlmönnum.
Þótt enn megi sjá mýmargar auglýsingar í blöðum
sem minna á þetta hefur Netið líklega leyst blööin al-
gerlega af hólmi á þessu sviöi. Þar ber hæst vefinn
einkamal.is sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Um þess-
ar mundir státar vefurinn af því aö þar séu 40 þúsund
skráðir notendur og að heimsóknir á netsvæðið skipti
hundruðum þúsunda.
í tímaritinu Tölvuheimur í janúar 2003 er fjallað
um þaö sem blaðið kaflar skuggahliðar Netsins. Þar er
bent á einkamal.is sem vettvang vændisauglýsinga og
einnig ýmsar heimasíður þar sem ýmis kynlífsþjón-
usta er auglýst mjög opinskátt. í viðtali við Tölvu-
heim segir Arnar Ægisson, framkvæmdastjóri
einkamal.is, að augljósar vændisauglýsingar séu fjar-
lægðar af vefnum því stjórnendur hans kæri sig ekki
um að slík starfsemi þrífist þar.
„Fjárhagslega vel stæðir karlmenn sem leita eftir
skyndikynnum, hafið samband."
í sumum tilvikum er gefiö upp símanúmer og DV
náöi sambandi viö eina slíka stúlku sem var fús til að
hitta viðskiptavin í klukkutíma með náin kynni í
huga og kostaði klukkutíminn 30 þúsund krónur.
Þetta var ung stúlka sem aflýsti bókuðu stefnumóti á
síðustu stundu því: „... pabbi og mamma eru aö koma
í bæinn.“
Það er áreiðanlega vel meint þegar framkvæmda-
stjórinn segist vilja losna við augljósar vændisauglýs-
ingar af Netinu en af þessu dæmi má ráöa að það er
greinilega ekki hægt. í skýrslunni um vændi, sem
áður er minnst á, verður viðmælendum höfunda tíð-
rætt um það hve erfitt sé að sanna að um saknæmt at-
hæfi sé að ræða enda eru fréttir af lögregluaögerðum
í málum af þessu tagi nær óþekktar.
Vændi er sjálfssköðun
í skýrslunni kemur glöggt fram að stór hluti vænd-
is er svokallað nauðarvændi þar sem þeim sem selur
sig finnst hann eða hún ekki eiga annarra kosta völ
en eiturlyfjaneysla, kúgun og margháttað ofbeldi kem-
ur oft við sögu. Eitt form nauöarvændis, sem minnst
er á í skýrslunni, er dæmi um einstæðar mæöur sem
selja líkama sinn til þess að framfleyta heimilinu.
Greiðsla fyrir vændi er alls ekki alltaf peningar held-
ur getur það verið eiturlyf, vemd, húsaskjól, föt, mat-
ur eða hvaðeina.
Starfsmaður Stígamóta skilgreinir vændi sem form
sjálfsskööunar en mjög mörg fórnarlömb kynferðisof-
beldis í æsku beita sjálfssköðun eins og aö skera sig.
Mjög margar vændiskonur eiga einmitt misnotkun í
æsku eða nauðganir að baki og allar rannsóknir
benda til þess að vændi sé alltaf kvöl þeim sem það
stunda. Það er viö hæfi að láta unga konu, sem vitn-
að er til í vændisskýrslunni, eiga lokaorðin en hún
leiddist ung út í vændi:
„Hatrið á sjálfri mér var alveg óendanlegt, algjör-
lega óendanlegt. Ég var svo ógeðsleg að öllu leyti, mér
fannst svo ógeöslegt að þurfa að vera þarna inni í lík-
amanum, það var bara algjör viðbjóður."
-PÁÁ