Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 69

Dagblaðið Vísir - DV - 29.03.2003, Blaðsíða 69
LAUGARDAGUR 29. MARS 2003 Helgarblað DV 73 Ragnar Björnsson fyrrv. matsveinn í Hafnarfirði verður 85 ára á morgun Ragnar Björnsson, fyrrv. matsveinn, Breiðvangi 28, Hafnarfirði, verður áttatíu og fimm ára á morgun. Starfsferill Ragnar fæddist í Veturhúsum á Jökuldalsheiði og ólst upp á Vopnafirði. Hann stundaði nám við Héraðs- skólann að Laugum í Suður-Þingeyjarsýslu og lauk þaðan prófum. Ragnar fór ungur til sjós, stundaði sjómennsku um langt árabil og var þá lengst af matsveinn á bátum og skipum, einkum á kaupskipum. Um tíma starfaði Ragnar sem matsveinn fyrir Dval- arheimili aldraðra sjómanna í Hafnarfirði en var síð- ast umsjónarmaður í Víðistaðakirkju í Hafnarfirði. Fjölskylda Ragnar kvæntist 2.9. 1943 Aðalbjörgu Ingólfsdóttur, f. 2.9. 1921, d. 20.3. 1980, húsmóður. Hún var dóttir Ing- ólfs Þorkelssonar verkamanns og Guörúnar Bene- diktsdóttur húsmóður. Börn Ragnars og Aðalbjargar eru: Gunnar Ingi, f. 28.6. 1944, verkfræðingur, búsettur í Reykjavík, kvæntur Valdisi Bjarnadóttur arkitekt og eiga þau þrjú börn; Ragnheiður, f. 27.10. 1947, leikskólakennari, búsett í Hafnarflrði, gift Agli Þórð- arsyni verkfræðingi og á hún þrjú börn; Anna Bima, f. 13.5.1949, hjúkrunarfræðingur, búsett í Hafnarfirði, gift Snorra Sigurjónssyni verkfræðingi og á hún tvær dætur; Ásgrímur, f. 17.10. 1950, læknir, búsettur í Ósló, kvæntur Unni Larson lækni og á hann eina dóttur; Einar, f. 3.3. 1959, tæknifræðingur, búsettur í Garðabæ, kvæntur Hafdísi Erlu Baldvinsdóttur kenn- ara og eiga þau þrjú börn; Ingibjörg, f. 20.1. 1962, hjúkrunarfræðingur, gift Lúther Sigurðssyni lækni og eiga þau tvö börn. Jóhann Skarphéðinsson starfsmaður við endurskoðendaskrifstofu í Reykjavík Jóhann Skarphéðinsson, starfsmaður á endurskoð- endaskrifstofu, Vesturbergi 30, Reykjavík, er fimmtug- ur í dag. Starfsferill Jóhann fæddist á Siglufirði og ólst þar upp. Hann stundaði nám við Samvinnuskólann á Bifröst og út- skrifaðist þaðan 1974. Jóhann stundaði ýmis verkamannastörf með skóla- námi. Hann starfaði hjá hagdeild SÍS við kaupfélaga- eftirlit 1974-79, hafði umsjón með rekstri bókhalds- skrifstofu á Vopnafirði 1979-83, var skrifstofustjóri hjá Hagvangi hf. 1983-86 en hefur síðan starfað við endur- skoðun á tveimur skrifstofum, nú hjá Endurskoðun Gunnars Hjaltalín ehf. Fjölskylda Jóhann kvæntist 23.11.1985 Hönnu Jónu Björnsdótt- ur, f. 24.8. 1959, bankastarfsmanni. Hún er dóttir Björns Sæmundssonar og Ingigerðar Jóhannsdóttur. Jóhann og Hanna skildu 2000. Dóttir Jóhanns og Öllu Hauksdóttur er Esther Anna, f. 1970. Börn Jóhanns og Hönnu eru Inga Björk, f. 1981; Brynjar Örn, f. 1983; Sandra Björk, f. 1993. Systkini Jóhanns eru Ebba Skarphéöinsdóttir, f. 1949; Guðmundur Skarphéðinsson, f. 1951; Guðný Skarphéðinsdótt- ir, f. 1952; Valur Skarp- héðinsson, f. 1956, d. 2000; Gunnar Skarphéðinsson, f. 1964; Brynhildur Skarphéðinsdóttir, f. 1965. Foreldrar Jóhanns; Skarphéðinn Guðmundsson, f. 1930, d. 2003, skrifstofustjóri í Hafnarfirði, og Esther A Gunnar Sveinn Júlíusson vélsmiður á Akranesi Gunnar Sveinn Júlíusson vélsmiður, Kirkjubraut 6a, Akranesi, verður sjötíu og fimm ára á morgun. StarfsferiU Gunnar Sveinn fæddist á Akranesi og ólst þar upp. Hann lauk meira-vélstjóraprófi frá Fiskifélagi íslands árið 1955. Gunnar Sveinn var til sjós í tíu ár og starfaði hjá Skipasmiðastöð Þorgeirs og Ellerts í tuttugu ár. Eftir það vann hann ýmis störf. Fjölskylda Gunnar Sveinn kvæntist 14.4. 1952 Önnu Daníels- dóttur, f. 1.8.1931, d. 3.6. 1999, húsmóður. Hún var dótt- ir Daníels Vigfússonar og Sigrúnar Sigurðardóttur. Dóttir Gunnars er Svandís Gunnarsdóttir, f. 1.11. 1947, en maður hennar er Jón Einar Árnason og á hún þrjú börn. Börn Gunnars Sveins og Önnu eru Sigrún Gunnars- dóttir, f. 6.8. 1951, ritari en sambýlismaður hennar er Gísli Jónsson og á hún tvö böm; Ragnheiður Gunnars- dóttir, f. 31.10. 1951, skólaliði en maður hennar er Björgvin Eyþórsson og á hún fjögur börn; Viðar Gunn- arsson, f. 7.12. 1952, skipstjóri en kona hans er Ágústa Hafdís Sigurþórsdóttir og á hann fimm börn; Daníel Gunnarsson, f. 7.6. 1955, lyfjafræðingur en sambýlis- kona hans er Sigríður Ingvadóttir og á hann ^ögur börn; ívar Gunn- arsson, f. 21.12. 1956, skipasmiður en kona hans er Bjarney Páls- dóttir og eiga þau fjögur böm; Dröfn Gunnars- dóttir, f. 21.12. 1956, nemi í hjúkrunarfræði, en sambýlismaður hennar er Magnús Þráinsson og eiga þau tvö böm. Systkini Gunnars Sveins: Einar Björn Júlí- usson, f. 12.2. 1927, d. 22.8. 1981; Grétar Halldór Júlíus- son, f. 30.3. 1928, d. 21.7. 1993; Guðmundur Einar Júlí- usson, f. 11.11. 1929, d. 23.1. 2003; Júlíus Ragnar Júlíus- son, f. 17.12. 1932, d. 25.9. 1981; Guðrún Fríða Júlíus- dóttir, f. 19.10. 1942; Valur Jóhannes Júlíusson, f. 11.9. 1945. Foreldrar Gunnars Sveins: Júlíus Einarsson, f. 24.7. 1902, d. 21.7. 1973, skipstjóri á Bakka á Akranesi, og Ragnheiður Klemensína Björnsdóttir, f. 6.6. 1904, d. 29.10. 1996, húsmóðir. Sambýliskona Ragnars er Jóna Ásgeirsdóttir, f. 26.9. 1927. Ragnar er næstelstur niu systkina en þrír bræðra hans eru á lífi í dag. Systkini hans: ívar, f. 11.2. 1916, d. 30.12. 1990, búfræðingur og verkamaður, sem bú- settur var á Vopnafirði; Ragnheiður, f. 6.3. 1917, d. 12.3. 1917; Hörður, f. 11.2. 1920, d. 9.3. 2001, bygginga- tæknifræðingur, var búsettur i Kópavogi, var kvænt- ur Þórhöllu Kristjánsdóttur húsmóður og eignuðust þau fimm böm; Jóhann, f. 14.3. 1921, fyrrv. símstöðv- arstjóri, kvæntist Freyju Stefaníu Jónsdóttur hús- móður, búsett í Vestmannaeyjum og eiga þau fjögur börn; Magnús, f. 3.5. 1923, d. 7.1. 1990, húsasmiður í Kópavogi, var kvæntur Hildi Einarsdóttur bókaverði og eignuðust þau sex börn; Sigurður, f. 15.8. 1924, fyrrv. bifreiðarstjóri á Vopnafirði, kvæntist Þuríði Eyjólfsdóttur húsmóður og eiga þau fjögur börn; Björn, f. 18.2. 1927, bókbindari og gullsmiður í Reykjavík, kvæntist Guðrúnu Lilju Magnúsdóttur ljósmóður og eiga þau einn son; Einar, f. 8.4. 1929, d. 18.2. 1958, bifreiðarstjóri og sjómaður á Vopnafirði, fórst með vitaskipinu Hermóði. Foreldrar Ragnars voru Björn Jóhannsson, f. 9.9. 1891, d. 28.6. 1968, skólastjóri á Vopnafirði, og Anna Magnúsdóttir, f. 19.12. 1892, d. 17.10. 1967, ljósmóðir þar. Húnvetnskt bros í augum heitir bók sem nýlega kom út og hefur að geyma vísur Rögnvalds Rögn- valdssonar, sem lengi var verslunarmaður og hús- vörður á Akureyri. Bókin skiptist í 7 kafla. í 6 fyrstu köflunum eru lausavísur en kvæði í þeim síðasta. Flestar vísurnar eru ferskeytlur, oft hringhendar: Heimapalli húkir á hann vió stalla grœna sem aö alla œvi má upp á fjallið mœna. En öðrum bragarháttum bregður líka fyrir. Hér er dæmi um langhendu: Margur hefur klakaklárinn kviöast vel á moöinu, og glansaö á þeim hundi hárin sem hangir lengst á roöinu. Rögnvaldur orti stundum skemmtilegar vísur um sjálfan sig: Öreiga dáöi alrœöi, íhalds smáói flárœöi, kunni ráö viö kvalrœði, karlinn þjáöi málœði. Og eins og gerist var hann ekki alltaf sáttur við það sem hann sá í speglinum: Innri viöhorf eru tvenn sem allar línur skera. Ég er ekki eins og menn œttu helst aö vera. íui uuciuiimi. Jafnrœöi meö okkur er örlítiö þó til þess finni aö hamingjan er heldur mér hliöhollari en konu minni. Það er yfirleitt afskaplega létt yfir kveðskap Rögn- valds, stundum er hann dálitið galgopalegur: Úti berja klárar klaka komiö sólarlag. Ort var þessi afbragös staka annan jóladag. Einstaka limrur er að finna í bókinni: Hún var háleitust hvar sem hún stóð og háfœttust þegar hún óö elginn um bœinn samt endaði hún daginn á endanum lárétt og hljóð. Og á efri árum orti hann um sjálfan sig: Er vió lífiö enn í sátt, ornar funi taugum. Háriö oröiö hélugrátt - húnvetnskt bros í augum. Umsjón %
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.