Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 Fréttir J3V Fyrrverandi skóiastjóri Rafiönaöarskólans dæmdur í Héraösdómi Reykjavíkur: Bidurgreiði 31 r8 milljónir Fyrrverandi skólastjóri Rafiön- aðarskólans var í gær dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða Eftirmenntun rafeinda- virkja 31,8 milljónir króna sem hann hafði tekið af reikningi án þess að hafa til þess heimild og nýtt í eigin þágu. Einnig var hann dæmdur til að greiða 1,2 milljónir málskostnað. Eftirmenntun rafeindavirkja byggði kröfu sína fyrir dómi á því að þessir íjármunir hefðu verið í eigu þess og átt að renna í skóla- kerfi rafiðnaöarins. Skólastjórinn hafði verið ráðinn sem fram- kvæmdastjóri Eftirmenntunar raf- eindavirkja árið 1987 en um var að ræða nefnd á vegum aðila rafiðn- aðarins. Hlutverk hennar var að sjá um fjárreiður eftirmenntunar- sjóðs og fjármögnun og fram- kvæmd eftirmenntunar rafeinda- virkja í skólakerfinu. í byrjun árs 1994 tók Rafiðnaðarskólinn við hlutverki hennar að því er varð- aði endurmenntunina og var þá framkvæmdastjórinn gerður að skólastjóra. Af hálfu nefndarinnar var því haldið fram að við stofnun Rafiðnaðarskólans hefðu störf hans breyst í starf skólastjóra enda þá engin störf verið eftir til að vinna hjá nefndinni. í raun hefði verið um að ræða stöðu- breytingu og um leið stöðuhækk- un hjá sama vinnuveitanda og því engin þörf á að segja honum upp framkvæmdastjórastarfinu. Nefndin hefði hins vegar verið áfram til en þá sem fagnefnd. Nefndin hélt því fram að skóla- stjórinn hetði leynt hana því frá árinu 1994 aö hann hefði kallað eftir aukafjárframlagi inn á reikn- ing nefndarinnar sem nam 31,8 milljónum króna. Þessi framlög hefðu verið lögð inn á reikninginn í nafni og á kennitölu nefndarinn- ar og hefði skólastjórinn einn haft prókúru fyrir honum. Fulltrúar í nefndinni könnuðust ekki við að hafa samþykkt útgjöld til skóla- stjórans nema tvær utanlandsferð- ir. Forsvarsmenn nefndarinnar töldu að skólastjórinn hefði ekki verið á fóstum launum hjá sér heldur hefði hann verið skóla- stjóri Rafiðnaðarskólans og fengiö laun fyrir það starf. Svo virtist sem hann hefði tekið sér „laun“ fyrir störf sem framkvæmdastjóri nefndarinnar þrátt fyrir að Raf- iðnaðarskólinn hefði yfirtekið hlutverk hennar og hann verið á fullum launum þar sem skóla- stjóri. Skólastjórinn bar svo fyrir dómi að hann heföi hvorki gerst sekur um fjárdrátt né fjársvik með hátt- semi sinni. Fjármunirnir sem teknir voru af umræddum reikn- ingi hefðu að mestu leyti verið notaðir til greiöslu á launum til hans sem hann átti rétt á hjá nefndinni. Hann hefði aldrei gefið i skyn, þegar hann óskaði eftir greiðslum inn á reikninginn, að ætlunin væri önnur en sú aö þeim yröi varið í þarfir nefndarinnar sem hefði síðan verið gert. Stað- greiðsla hefði hins vegar ekki ver- ið greidd af laununum enda hefði sá háttur ekki verið hafður á varð- andi samsvarandi greiðslur hjá Eftirmenntun rafiðna. í niðurstöðum dómsins segir að ekki sé ágreiningur um að skóla- stjórinn hafi ráðiö yfir umrædd- um reikningi sem var i eigu nefndarinnar og að hann hafi ósk- að eftir greiðslum inn á hann. Talið var ósannað að honum hefði borið samtímis laun sem fram- kvæmdarstjóri nefndarinnar og skólastjóra Rafiðnaðarskólans en hins vegar taldi dómurinn sannað að skólastjórinn hefði tekið sér fé af reikningnum án þess að hafa til þess heimild og nýtt það í eigin þágu. Var hann því dæmdur til að endurgreiða fjárhæðina auk máls- kostnaðar. -EKÁ Afgreiöslutími yfir páskana: Verslanir lokaðar á föstudaginn langa og á páskadag Flestar verslanir í Kringlunni verða opnar á skírdag frá klukkan 13 til 18 og annan í páskum frá klukkan 13 til 17. Lokað verður á fóstudaginn langa og á páskadag en á laugardag verður venjulegur afgreiöslutími. Verslanir ÁTVR á höfuðborgarsvæðinu verða lokað ar yfir páskana en venjulegur af- greiðslutími verður á laugardag. Þá verða verslanir Bónuss opnar á skírdag og laugardag en lokað verður á föstudaginn langa, páska- dag og annan í páskum. Sundlaugar á höfuðborgarsvæð- inu verða flestar opnar alla hátíð- isdagana. -EKÁ um paskana DV kemur næst út þriðjudag- inn 22. apríl. Smáauglýsingadeild blaðsins er lokuð í dag, skírdag, fóstudaginn langa, laugardag og páskadag en opin 2. páskadag frá kl. 16-20. Smáauglýsingadeild verður síðan opin með eðlilegum hætti á þriðjudag eða frá kl. 9-20. Smá- auglýsingar má panta og skoða á vefsíðunni www.dv.is. Þjónustuver DV er opiö frá kl. 6-12 í dag, skírdag. Annars er þjónustuverið lokað yfir páska- helgina. Ritstjórn DV er opin 2. páska- dag frá kl. 16-22. Við viljum minna á fréttaskotið í síma 550 5555. Fréttaskot DV má einnig senda frá vefsíðunni www.dv.is. -hlh DV MYND E.ÓL Guödómlega gaman Krakkar hafa streymt í Grafarvogskirkju í dymbilvikunni en prestar hennar hafa boöiö fyrsta ári grunnskólans aö dvelja þar í páskafríinu viö leik og störf. Þessari þjónustu hefur veriö vel tekiö og hefur mikill fjöldi krakka mætt á hverjum degi til aö taka þátt í uppbyggiandi iöju undir öruggri leiösögn kirkjunnar manna. DV tekur við spurningum á netfanginu kosningar@dv.is: Lesendur DV spyrji stjórnmálaleiðtogana DV ræðir í næstu viku ítarlega við forystumenn allra stjórnmála- flokka sem bjóða fram í öllum kjördæmum. Viðtölin verða birt í blaðinu í þarnæstu viku. Lesendum DV er gefinn kostur á að koma á framfæri spurning- um til einhvers tiltekins stjórn- málaleiðtoga með því að senda þær á netfangið kosningar@dv.is. Leitast verður við að koma sem flestum þeirra að meðfram spurn- ingum blaðamanna. Lesendur eru hvattir til að nýta sér þetta tæki- færi en er jafnframt bent á að Stuttar fréttir Vodafone Sameinað félag Íslandssíma og Tals mun framvegis heita Og Vodafone í öllum viðskiþtum hér á landi. Formlegt nafn félagsins verður Og fjarskipti hf. Greint var frá samningi sem félagið hefur gert við alþjóðlega farsímafyrir- tækið Vodafone á blaðamanna- fundi í gærmorgun. Vodafone var með 22% mark- aðshlutdeild á síðasta ári og 130.000 viðskipfávini. Atvinnuleysiö 6.100 vinnufærir karlar og konur, að meðalatali, voru at- vinnulaus á fyrsta ársfjóröungi ársins samkvæmt nýrri vinnu- markaðskönnun Hagstofunnar. huga að því að hafa spurningam- ar snarpar og hnitmiðaðar. Athygli er vakin á því að gert er ráð fyrir að spurningu sé beint til tiltekins stjórnmálamanns. Viðbúið er að fáir lesendur kæmust að með hugðarefni sín ef hver og einn beindi spurningu sinni til allra forystumannanna fimm. ■HHMMHHjHfigl '&JmkiML- H I! TJr ■ Atvinnuleysið mælist 3,9% og eru fleiri karlar án vinnu en konur eða 4,5% karla á móta 3,2 hjá kon- um. Fálóö Sementsverksmiðjan og norska fyrirtækið Norcem hafa fengið út- hlutað iðnaðarlóð á Reyðarfirði. Hörpudiskur á miöin Það var óvenjulegur farmur sem skipað var um borð í skelbát- inn Kristin Friðriksson SH 3 frá Stykkishólmi í gær. Um var að ræða sekki, fulla af hörpudiski, sem verið var aö flytja aftur út á miðin. Einn liður í því að byggja aftur upp stofninn er að fara með dauðu skeljarnar út á miðin aftur og er þeim ætlað að vera þar ásæti fyrir lirfur hörpudisksins og svo skjól þegar skelin fer að vaxa. Mbl. greindi frá. Gefur málningu Málningarverksmiðjan Harpa Sjöfn hefur ákveðið að gefa 2,5 tonn af málningu í ár til varð- veislu og fegrunar sögufrægra húsa og mannvirkja, til menning- Héraösdómur Reykjaness: Ók undir áhrifum deyfilyfja Héraðsdómur Reykjaness hefur dæmt mann til greiðslu sektar og svipt hann ökurétti fyrir að hafa ekið bifreið sinni undir áhrifum deyfandi lyfia. Maðurinn hafði játað að hafa tekið tvær til fiórar svefntöflur kvöldið áður en kvaðst ekki hafa tekið neitt inn eftir það. Maðurinn haföi ekið bílnum sínum um Kópavoginn á öfugum vegarhelmingi og fór tvisvar sinnum út af veginum. Hann neitaði að hafa verið undir áhrif- um við aksturinn og sagðist hafa verið fullfær um að stjóma bif- reiðinni. Læknirinn sem skoðaði manninn eftir handtökuna kvað hann hafa verið þreytulegan og rólegan. Tal hans hefði verið skýrt og fór hann meðal annars eðlilega með „Stebbi stóð á ströndu“. í þvagsýni mannsins fannst hins vegar töluvert magn af svefnlyfium sem benti til þess að hann hefði tekið fleiri töflur en hann kvaðst hafa gert. Var hann því dæmdur í 70 þúsund króna sekt, auk þess sem hann þurfti að greiða málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. -EKÁ 60 dagar skilorösbundnir: Hafði framið brotin til að (á hjálp Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í gær mann í 60 daga skil- orðsbundið fangelsi fyrir eigna- spjöll, þjófnaö, fiársvik, nytjastuld og umferðarlagabrot. Hafði hann meðal annars brotiö rúðu, pantað sér mat á Subway og yfirgefið staðinn án þess að greiða fyrir hann, brotist inn í verslun á Laugavegi og stolið ullarhúfu, peysu og vettlingum, tekið bíl í heimildarleysi og ekið honum frá Reykjavík til Hveragerðis og til baka aftur. Maðurinn játaði á sig brotin fyrir dómi. Hann hafði áður hlot- ið marga refsidóma fyrir umferð- arlagabrot, bruna, fikniefnabrot, umboðssvik, fiársvik og þjófnað. Geðlæknir sem skoöaði hinn ákærða taldi að hann hefði framið nokkur brotanna til að fá hjálp við vandamálum sínum. Mikil reiði hans og mótmæli gætu einnig verið skýring á hegð- un hans. Hann væri sífellt í neyslu og þyrfti að taka ýmis lyf vegna sjúkdóma. Þar sem hann hafði játað brot sín og ekki var um mikla fiár- hagslega hagsmuni að ræða þótti dóminum rétt að skilorðsbinda refsinguna. -EKÁ arfélaga, góðgerðarmála og íþrótta- og ungmennafélaga. í frétt DV í fyrradag, þar sem kvartað var undan löngum af- greiðslutíma heyrnartækja og leiðara í framhaldi fréttarinnar í gær vill Tryggingastofnun ríkis- ins taka fram að hjálpartæki fyrir heyrnarskerta hafa ekki heyrt undir hana í aldarfiórðung. Af- greiðsla þeirra og gagnrýniverð bið eftir þeim hefur alfarið heyrt undir Heyrnar- og talmeinastöð íslands. Það er fyrst nú, með nýrri reglugerð, að Trygginga- stofnun er heimilt að veita uppbót á bætur vegna kaupa á heyrnar- tækjum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.