Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 39
FIMMTUDACUR IV. APRÍL 2003 H&lqctrblacf H>‘Vr 43 aflanna myndu vextirnir hækka og gjöld heimil- anna um leið, sem ég hef metið á um 100 þúsund krónur á hvert heimili. Á sömu forsendum segjum við einnig að náms- lánasjóðirnir verði ekki einkavæddir. Það kemur ekki til greina af okkar hálfu. Við höfum staðið gegn þeim að einkavæða heilbrigðisþjónustuna, en reynt að halda henni sem félagslegu afli þannig að þar eigi allir jafnan rétt. Við teljum einnig mjög mikilvægt nú, þegar við erum aö berjast gegn flkni- efnum og vá gegn ungu fólki, að menn leggi ekki niður Áfengisverslun ríkisins og taki þar með ákvörðun sem gengur í gagnstæða átt við það sem alþjóða heilbrigðisráðið segir. Við höfum einnig sagt að Ríkisútvarpið beri að stokka það upp sem sjálfseignarstofnun sem þjóðin á, en ekki að há-effa það til að selja það. í þessum efnum hefur verið ágreiningur milli þessara flokka, sem menn hafa lagt til hliðar í sam- starfinu, meðan þeir hafa verið að takast á við hin stóru verkefni, að efla atvinnulífið og bæta lífskjör- in. Sú hefur verið niðurstaða beggja flokkanna, að vera ekki að takast á um það opinberlega sem þeir ná aldrei fram í gegnum hvor annan og því eru þau mál auövitað lögð til hliðar. - Geturðu hugsað þér stjórnarsamstarf með Sam- fylkingu eftir kosningar? „Ég, sem stjórnmálamaður, hafna ekki samstarfi við neinn flokk.Við framsóknarmenn höfum unniö í gegnum tíðina með öllum flokkum. En við sjáum ekki enn þá, þrátt fyrir mikla fylgismælingu Sam- fylkingar, hvert þeir eru að fara eða hvaða stefnu þeir boða. Þeir eru varla farnir að sýna á spilin. En við göngum óbundnir til kosninganna eins og aðrir flokkar. Það eru auðvitað úrslit kosninganna sem ráða því hvar við náum mestum árangri. Ég útiloka ekkert samstarf við þá fremur en aðra.“ - En hvað með þriggja flokka stjórn? Sérðu Fram- sóknarflokkinn fyrir þér í slíku ríkisstjórnarsam- starfi? „Mér þykja þriggja flokka stjórnir óheppilegar. Mér sýnist að skoðanakannanir beri með sér að hér geti orðið mikil og löng stjórnarkreppa ef svo færi að hér yrðu tvær stórar fylkingar sem tækjust á og allir hinir flokkarnir, þar á meðal við, yrðum smá- flokkar. Við eigum kjörfylgi á bilinu 18-25 prósent og til þess að hafa styrk og stöðu þurfum við auð- vitað að vera á því bili. Miðað við stefnuskrá flokkanna hef ég enga trú á því að Vinstri grænir myndu til dæmis sætta sig við samstarf viö Framsóknarflokkinn, miðað við þær framkvæmdir sem þegar eru ákveðnar í land- inu. Þeir hafa barist gegn þeim, þannig að ég sé ekki alveg að þeir séu á leiðinni í ríkisstjórn. Þetta er týpískur stjórnarandstöðuflokkur sem lifir á þeim vettvangi og ég held að það sé erfitt að mynda við hann samstarf. Aftur á móti held ég aö það gæti verið auðveldara með Samfylkingu ef þeirra sögu, bæði Alþýðuflokks og Alþýðubandalags, gætir enn innan raða hennar. Sá flokkur er þá líklegri til að vilja komast til áhrifa. Vond meðferð á formanni - Nú er uppi sú staða hjá forystu Samfylkingar- innar að Össur Skarphéðinsson er sitjandi formað- ur en Ingibjörg Sólrún Gísladóttir opinber talsmað- ur flokksins þótt skoðanakannanir hafi sýnt hana utan þings. Finnst þér þetta trúverðugt? „Þetta er náttúrlega mjög vond meðferð á for- manni flokks, að setja hann í felur og taka upp það sem aldrei hefur gerst áður í stjórnmálasögunni, annan einstakling og kalla hann forsætisráðherra- efni. Mér sýnist að Samfylkingin hafi nú vikið Öss- uri Skarphéðinssyni til hliðar án þess að landsfund- ur kæmi þar að. En það er auðvitað þeirra mál. Þeir verða aö eiga við þann heimilisvanda sjálfir, en þetta er auðvitað mjög merkileg meðferð og merki- leg staða sem er uppi þarna. Mér finnst þetta ekki trúverðugt og undra mig á því hvernig þetta geng- ur svona fram eins og skoðanakannanir virðast sýna.“ - Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknar- flokksins, virðist standa höllum fæti í Reykjavíkur- kjördæmi nyrðra. Voru það mistök hjá honum að flytja sig þangað af Austurlandi? „Nei, ég tel að það hafi ekki verið nein mistök. Ég myndi segja að það hafi verið hárrétt ákvörðun. Halldór hefur í meira en 30 ár búið í Reykjavík, aliö þar upp sín börn, þannig aö mér fannst þetta hár- rétt ákvörðun hjá honum. Ég trúi því ekki fremur en aðrir landsmenn að Reykvíkingar taki Halldóri Ásgrímssyni með þeim hætti, að þeir felli hann út af þingi. Hann hefur verið einn öflugasti stjórn- málamaður seinni áratuga, sterkur leiðtogi síns flokks í ríkisstjórn og sterkur ráðherra í þeim mála- flokkum sem hann hefur farið með. Það væri auð- vitað reiðarslag ef slíkum manni væri hafnað sem þingmanni í Reykjavík. En Halldór þarf nú viö vissar aðstæður að brýna raust sína enn frekar. Sú staða hefur verið uppi í fjölmiðlum að baráttan virðist hafa staðið milli Davíðs Oddssonar og Ingibjargar Sólrúnar. Ég held að næstu vikur muni sýna að Halldór er ekki síöur sterkur leiðtogi heldur en þau tvö.“ - Hvaða skýringu átt þú á því að Framsóknar- flokkurinn hefur átt svo erfitt uppdráttar í Reykja- víkurkjördæmunum ef marka má undangengnar skoðanakannanir? „Ég kann ekki skýringar á þvi. Það hefur oft ver- ið svo að flokkurinn hefur verið að mælast mjög lágt í Reykjavik, jafnvel þar til viku fyrir kosning- ar, en risiö svo. Sagan er sú að við mælumst lágt í Reykjavík, en fáum oftast miklu meira fylgi í kosn- ingum heldur en þær mælingar hafa sýnt. Svo er það enginn Vafi, og kannski heldur ekki metið, að mörgum Reykvíkingum þykir vænt um R- listann og finnst hann hafa staðið sig vel. Þar höf- um við verið í samstarfi með vinstriflokkunum og verið mikið burðarafl í R-listanum. Það kann að vera ein ástæðan að það sé hættulegt að vera í slíku samstarfi, ég tala nú ekki um þegar borgarstjórinn er orðinn leiötogi á landsvísu." Þjónn Samfylkingar - Hvaða áhrif telurðu að það hafi, nánar tiltekið? „Ég vona að menn átti sig á því að Framsóknar- flokkurinn er sterka aflið í R-listanum. Þegar Ingi- björg Sólrún hefur yfirgefið hann og farið á lands- vísu þá er hún farin að þjóna Samfylkingunni. Framsóknarmenn hljóta að styðja við bakið á sín- um flokki og átta sig á þeirri stöðu, í Reykjavík sem annars staðar." - Hvað með þig sjálfan, Guöni, hafa þínar póli- tísku skoðanir breyst i gegnum tíðina, til hægri eða vinstri? „Já, vitaskuld hafa þær breyst. Það hefur margt breyst í henni veröld í mínu lífi. Þaö sem vinstrimenn trúðu á, austantjaldsríkin, þau hrundu. Ef það er hægrimennska að skilja að at- vinnulífið er undirstaða lífskjaranna og framþróun- ar þjóðfélagsins kann að vera að ég sé hægrimaður. . Ég tel að atvinnulífið sé mikið afl og ég vil að minn flokkur sé eldurinn i arninum til að knýja atvinnu- lífið til sóknar og mikilla úrræöa. En ég tel samt sem áður að ég sé hinn skilnings- ríki stjórnmálamaður á stöðu þeirra sem höllum fæti standa. Ég vil samhjálp. Ég vil koma í veg fyr- ir fátækt og tel að minn flokkur standi mjög heill í því. Við höfum skilgreint flokkinn á miðju stjórn- málanna og það snýr auðvitaö að velferðinni og fleiru. Þar er ég að sjálfsögðu staddur. Heilbrigt hjarta slær bæði með vinstra og hægra hólfi, þau opnast á víxl. Þannig er blóðstreymið um þjóðfélag- ið eðlilegast, þannig líður þjóðarlíkamanum best. Þó að ég hafi breyst og reynslan komið með árun- um þá trúi ég því að ég sé samur og jafn í mínum skoðunum. Ég geri mér grein fyri því að vinstri menn, þeir sem trúðu á kommúnismann og allt það, þeir höfðu rangt fyrir sér. Ég gerði það aldrei." - Hvernig sérðu framtíð Framsóknarflokksins fyrir þér? „Ég sé Framsóknarflokkinn sem mjög sterkt afl hér, eins og slíkir flokkar eru víða, sem hafa svip- aða stöðu. Við sjáum í Danmörku og víðar að skyld- ir flokkar ná miklum árangri. Við eigum mjög öfl- uga baráttusveit og sterka stefnu. Við eigum mikið af ungu og efnilegu fólki í framboði nú. Það er mjög ofarlega á listum flokksins, sem þýðir mikla endur- nýjun. Það er mikið jafnræði á milli karla og kvenna. Þrjár konur og þrír karlar leiða lista hjá Framsóknarflokknum í kjördæmunum. Ég sé því stöðu flokksins sterka í framtíðinni. Hann er á milli öfganna og heldur öfgunum í þjóðfélaginu niðri. Sjálfstæðisflokkurinn kemst ekki upp með sína öfga meðan Framsóknarflokkurinn er sæmilega stór. Vinstri menn munu ekki komast upp með sína öfga meðan Framsóknarflokkurinn er stór. Framsóknar- flokkurinn á ærnu hlutverki að gegna og hann á sér hugsjónir og sterk baráttumál, sem hann hefur sinnt gagnvart fólkinu í landinu." Hafna engu - Hvað með þína eigin pólitísku framtíð? „Ég starfa af lífsgleöi í pólitíkinni og er sáttur við mína stöðu. Ég er varaformaður flokksins og hef mjög gaman af því að takast á við ráðherraembætti og þetta nýja forystuhlutverk, að vera varaformað- ur. Ég finn góðar undirtektir, bæði hjá mínum flokki, og að mér finnst, út fyrir hann. Ég er mjög sáttur þar sem ég er. En auðvitaö vona ég að mín staða verði sterk áfram og get ekki hafnað neinu í þeim efnum.“ - Kæmi til greina aö þú tækir við formennsku í flokknum? „Ég hafna engu í þeim efnum, en við eigum mjög öflugan foringja þar sem Halldór Ásgrímsson er. Það er mín skylda, og það geri ég í mikilli ein- lægni, að standa þétt við bakið á honum. Ég tel hann sterkan og heiðarlegan stjórnmálamann. Ég hugsa ekki um annað en að styðja hann, meðan hann er þar.“ - Hefur mismunandi afstaða formanns og vara- formanns Framsóknarflokksins til Evrópusam- bandsins verið flokknum til trafala? „Ég tel svo ekki vera. Það hefur aldrei verið ásetningur Framsóknarflokksins að ganga í Evr- ópusambandið og er ekki á dagskrá af okkar hálfu. í því efni er enginn ágreiningur á milli okkar Hall- dórs. Hins vegar er Halldór maöur umræðu og hef- ur talið það mjög mikilvægt að upplýst umræða færi fram á íslandi um stöðu landsins gagnvart Evr- ópusambandinu. Það gæti margt gerst á næstu árum og komið upp nýjar aðstæður með snöggum hætti. Ég nefni sem dæmi, að ef Norðmenn gengju þar inn þá væri EES-samningurinn ónýtur vett- vangur. Við höfum talið það skyldu okkar, og það hefur Halldór gert af miklum myndarskap, að fylgja þeirri stefnu sem við höfum markað, að EES-samn- ingurinn væri brúin til Evrópu sem okkur bæri að styrkja. Halldóri er að takast núna að viðhalda stöðu EES-samningsins með því að ná samningum við Evrópusambandið samhliða stækkun þess, sem ég held að skipti máli, þanning að við höldum okk- ar sterku viðskiptastöðu í Evrópu. Þarna koma inn jarðhitarannsóknir, síld, ýsuflök og fleira sem skiptir miklu máli. En við skulum gá að því að- Framsóknarflokkurinn telur að menn megi ekki ganga í Evrópusambandið án þess að upplýst um- ræða hafi farið fram. Samfylkingin hefur sett Evr- ópusambandið sem skilyrði í sinni kosningabar- áttu. Þeir ætla að sækja þar um aðild. Við erum ekki á þeirri leið, en við teljum aö hin upplýsta um- ræða sé forsenda þess að þjóðin geti tekið afstöðu. Ef illa fer í Evrópu hvað EES-samninginn varðar verða íslendingar vitaskuld að marka sér nýja stöðu. Þá þarf þjóðin að þekkja hvað innganga þýð- ir fyrir auðlindir landsins. Það er því rétt mat hjá Halldóri að þetta sé mikiö mál og ég tel að við séum ekki miklir andstæðingar í þessu. Ég vona að vísu að við verðum ekki neyddir í Evrópusambandið. Hann er utanríkisráðherra og fer með þessi mál. Ég tel aö hann hafi gert það af heiðarleika. EES-samn- ingurinn var of lítið ræddur og kynntur í þjóðfélag- inu, innganga i NATO gerðist án umræðu á einni nóttu og klauf þjóðina í 40 ár. Umsókn að Evrópusambandinu má ekki eiga sér stað án um- ræðu, þannig að fólkið í landinu viti hvað slíkt þýð- ir.“ -JSS i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.