Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 42
Ae> Helqarblcið H>V FIMMTUDAGUR IV. APRÍL 2003 Loksins, loksins Giancarlo Fisichella er án nokk- urs vafa einn af bestu ökumönn- um Formúlu 1. í þeim 110 keppn- um sem hann hefur tekið þátt í F1 hefur hann margsinnis verið nærri því að vinna keppni. Þrátt fyrir það hefur hann aldrei fengið tækifæri til að aka einu af topplið- unum. Uppliafið Eins og nánast allir þeir öku- menn sem aka í Formúlu 1 í dag hóf Fisichella feril sinn í körtu- kappakstri, GóKart, og var sigur- sæll frá upphafi. Árið 1984, einung- is ellefu ára gamall, var hann far- inn að taka þátt í heimsmeistara- keppni körtu-ökumanna og náði meðal annars ráspól í þeirri keppni. Einnig varð hann annar í evrópsku meistarakeppninni 1989 í flokki Jnr 100. Síðasta ár hans sem keppnismaður í körtuakstri var hann kominn í flokk fúilorð- inna og varð annar í evrópsku meistarakeppninni. Þó Fisichella hafi I upphafi ferils skort sárlega Qármagn komst hann áfram á framúrskarandi aksturshæfileik- um og jafnaðargeði. Stærri bflar, meiri hraði Það gat ekki farið öðruvísi en að Fisichella yrði boðið tækifæri í stærri flokkum og árið 1992 var hann farinn að aka í Formúlu 3 á Ítalíu og stóð hann sig vel og varð annar í meistarakeppninni á öðru ári. Þó var 1994 árið sem kom Fisichella á kortiö. Hann varð ítalskur Formúlu 3 meistari og sig- ursæll í öðrum stökum viðburð- um. Með því vakti hann mikla eft- irtekt og alvöru keppnislið fóru að líta hann hýru auga. Flavio Bri- atore sem þá stýrði Michael Schumacher og Benetton til meist- aratitils, gerðist umboðsmaður hans og framtíðin virtist björt. Árið eftir starfaði Giancarlo sem prufuökumaður fyrir Minardi ásamt því að aka fyrir Alfa Romeo í DTM fólksbílakappakstri. Alvaran tekur við Það var svo loks árið 1996 sem Giancarlo Fisichella fékk tæki- færi til að spreyta sig á meðal þeirra bestu í Formúlu 1. Hann ók fyrir Minardi í nokkrum keppnum og sem fyrr þótti hann gera góða hluti þrátt fyrir afl- vana og gamlan bíl. Flavio Bri- atore, umboðsmaður hans, hafði Fisichella alltaf í huga sem verð- andi Benetton-ökumann en vildi að hann öðlaðist reynslu fyrst. Hann prufukeyrði Jordan og fékk í kjölfar ökumannssæti hjá lið- inu fyrir árið 1997. Liðsfélagi hans, Ralf Schumacher, þótti hraður en Fisichella gerði oft mun betur og var einungis 0,002 sek. frá því að ná ráspóli í Kanada. Ónýtur hjólbarði kom í veg fyrir sigur í sömu keppni. Annað sætið á Spa sýndi að Fisichella var ökumaður á heimsmælikvarða og Briatore sá að hann var kominn með næga reynslu fyrir Benetton og losaði hann undan samningi hjá Jordan og færði hann yfir í lið sitt. Benetton í basli Því miður hafði gengi Benetton farið hrakandi eftir að allir lykilmenn liðsins höfðu fylgt Michael Schumacher yfir til Ferrari. Gengi Benetton varð verra með hverju árinu en árið 1998 óku þeir Fisichella og Alex- ander Wurz saman fyrir liðið og sýndu á köflum að þar fóru hæfi- leikaríkir ökumenn. Þó hafði Gi- ancarlo mikla yfirburði á félaga sinn sem var látinn fara eftir slakan árangur árið 2000 og Jen- son Button kom til liðs við Fisi árið eftir. Mikil velgengni Bret- ans unga árið áður með Williams San Marmo = CHAMPIONSHIP Circuit Enzo e Dino Ferrari: Imola Keppnislengd< 62 hringir / 305.609 hm Þegar „útlensku" keppnunum hlnum megin á hnettlnum er lokið snýr Formúla 1 til Evrópu með öllum þelm kostum sem því fylglr. Ferðatíml verður styttrl og keppnisllðln geta notað flutnlngabíla sína sem hafa allan búnað og varahlutl tll taks. Ukt og Interlagos-brautin í Brasilíu er Imola ekin rangsælis og reynir því talsvert S þol ökumanna. Eitt sinn var Imola háhraða- braut en eftir gagngerar breyb'ngar hefur hraðinn minnkað með tilkomu hlykkbeygia I Tamburello og Variante Alta, séu dæmi tekin. Framúrakstur hefur alltaf verið vandamál á Imola og því er rásstaöan mjög mikilvæg. Mjó brautin gefur Iftið svigrúm og beygjukantar eru rnikib notaðir af ökumönnum sem verða að stilla bila sína í samræmi við það. Imola er ' heimavöllur Ferrari og Tífósar, áhangendur liösins, eru f stórum meirihluta áhorfenda. 2002: Ráspóll - M Schumacher: (l:21.091s) 218.998 km/klst Hr. hringur - Barrlchello: (l:24.170s) 210.987 km/klst, hringur 38 Mesti hraði (tfmatöku) - Montoya: 309.0 km/klst | lirslit 2002 | Fljotastir i timatokum | Stoöur og staðreyndir 1 Michael Schumacher 1 j 1 Michael Schumacher +0.000 j Ökum. í mark: llT 2 Rubens Barrlchello 2 | 2 Rubens Barrlchello 0.064 | Fóru alla hringl 's'l 3 Ralf Schumacher 3 % 3 Ralf Schumacher 0.382 I Fóru ekki alla hringi 7Í 4 Juan Pablo Montoya 4 1 4 Juan Pablo Montoya 0.514 1 KEK: (21 bytjuöu) 1 5a Button 9 jtajlanir 101 f David CouHhard 6 ■7- | Otafakstur / óhapp ~Ö1 Viðmiðunartímar Tfmasvaeðl | Samaniagt s 1 | 22.956s S 2 s 3 0:49.916a 1:20.772a -• (Okumenn Innan vld 1. sek. frá ráspólstimah- Upplýsingar: RENAULT E ZZZ35 SKILARÉTTUR ÞEGAR HART MÆTIR HORDU! HSINDRI fylgdi mikil fjölmiðlaumfjöllun en það fór á sama veg og áður með hógværð sinni rúllaði Fisichella yfir Button. Þrátt fyrir að bjart væri yfir framtíð Benetton, sem hafði verið keypt af Renault, varð Fisichella að fara frá liðinu og fékk eftir mikla leit starf hjá gömlum atvinnu- rekanda fyrir 2002 tímabilið. Aftur heim til Jordan Það hefur alltaf verið vanda- mál fyrir Fisichella að fá það ökumannssæti sem hann á sann- arlega skilið. Ekkert stórliðanna hefur litið hann auga og því varð hann að láta sér duga að aka fyrir afl- og fjárvana Jordan- liðið á ný og sjá feril sinn hægt og bítandi fjara út án þess að æðstu markmiðum hans yrðu náð: Að vinna keppni og aka fyr- ir Ferrari. Eftir niðurstöðu FIA, sem úrskurðaði Fisichella sigur- vegara brasilíska kappaksturs- ins, er hann loks kominn í frægðarhöll Formúlunnar og er nú skráður á spjöld Formúlu- sögunnar. Hvað sem um draum- inn að aka fyrir Ferrari má segja hefur árangur ítalans knáa í Brasilíu ekki gert honum ann- að en gott. Jean Todt hefur Gianearlo Fisichella. kannski fengið á honum auga- stað sem arftaka Michaels Schumachers. -ÓSG GIANCARLO FISICHELLA Þjóðerni: ítalskur Fæðinqardaqur: 14. janúar 1973 Fæðínqarstaður: Róm Hæð: 172 sm Þynqd: 70 kq Bústaður: Mónakó Uppáhaldsmúsík: Diskótónlist Áhuqamál: Veiðar oq skíði Heimasíða: www.qiancarlofisichella.it l 1 Úrslit í spurningakeppni DV: Sérfræðingar í hópi lesenda Sindri Reykjavík • Klettagöröum 12 • sími 575 0000 Sindri Akureyri • Draupnisgötu 2 • sími 462 2360 Sindri Hafnarfirði • Strandgötu 75 • sími 565 2965 Þann 7. mars gaf DV út sérblað um Formúlu 1-tímabilið og i mið- opnu blaðsins var spurninga- keppni með 51 spurningu um keppnistímabil síðasta árs. Svara þurfti á bílavef blaðsins, www.dv.is, og tóku tvö hundruö þátt í leiknum sem nú er lokið. Greinilegt var að spurningarnar vöfðust fyrir mörgum en áber- andi bestur var Olgeir Gestsson 1. verðlaun Myndavél, Casio exlim. Olgeir Gestsson Rósarima 5 112 Reykjavík 2. verðlaun Gjafabréf fyrir tvo á Lækjar- brekku. Geir ívarsson Brúnagerði 9 640 Húsavík 3. -4. verðlaun Gjafabréf fyrir 2 á Stiks’n’Sushi. Hafþór Sigurðsson Aðalbraut 16 675 Raufarhöfn Einar Guðbjömsson Bjargartanga 6 270 Mosfellsbæ 5.-6. verðlaun Papinos pitsuveisla fyrir 4 Hjörtur Leví Pétursson sem svaraði 35 spurningum rétt. Hann er því sigurvegari í spum- ingakeppni DV og telst fróðastur lesenda DV í Formúlu 1-fræðum. Að launum fær hann glæsilega Casio myndavél. DV þakkar öll- um þeim sem tóku þátt í getraun- inni og býður eftirfarandi verð- launahöfum að hafa samband við Ingibjörgu Gísladóttur til að vitja vinninga. Baugstjöm 26 800 Selfossi Ólafúr Andrésson 4930 IVfaribo Danmörku 7.-11. verðlaun Formúlu-derhúfa, -kanna, Ferr- ari-fáni og -bamapeysa frá For- múla.is Rannveig Guöjónsdóttir Ljósuvík 52a 112 Reykjavík Svavar Þór Lárusson Jörfagrund 42 116 Reykjavík Ragnar Öm Eiríksson Leifsgötu 8 101 Reykjavík Jóhann Siguijón Jakobsson Hlíðarbraut 17 540 Blönduósi Bragi Rúnar Hilmarsson Hringbraut 62 230 Keflavík
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.