Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Side 25
FIMMTUDAOUR 17. APRÍL 2003
H e !c) cj rt> ict c) TDTST
25
r
DV-myndir Hari
Einar kemur kartöflutening-
unuin, sem fylltir hafa verið
með kartöflumauki bættu
með sinjöri og beikoni, fyrir
á diskinum. Skreytt með
grænu.
Portobellosveppirnir eru
lagðir yfir hryggvöðvana áður
en þeini er stungið í ofn til
steikingar við lágan hita. Hér
sker Einar vöðvann í sneiðar
eftir steikingu.
Sósa úr lambasoði, portvíni,
lauk og timjan passar vel
með lambasteikinni og gefur
rauðan og gljáandi lit á
diskinn.
$S BLA*
l-
Spænskt og ástralskt sem
smellpassa með lambakjöti
- er val Guðrúnar Gunnarsdóttur hjá Eðalvínum
Stundum heyrum við að aöeins sé hægt að
drekka ákveðin vín með ákveðnum mat. í raun-
veruleikanum er það samt þannig að hver hefur
sinn smekk og sínar skoðanir um hvað sé gott
með hverju. Einfaldur hlutur eins og krydd get-
ur gerbreytt mat og þar af leiðandi hvaða vín
passar með hvaða mat. Skynsamleg notkun á
salti í mat, sérstaklega í sósur og annan Savory-
mat, getur verið mjög gagnleg til að tóna niður
beiskleika í vínum. Einnig þarf að hafa í huga að
því saltari sem matur er því bragðminna verður
vínið sem drukkið er með. Sæta i mat eykur hins
vegar sýruupplifun, beiskju og samherpingu í
víni. Hún gerir vínið þurrara, minnkar ávöxtinn
í því, bælir niður sætleikann og gerir það bragð-
sterkara. í meðfylgjandi uppskriftum er mikið af
sætum mat. Með það í huga valdi Guðrún Gunn-
arsdóttir hjá Eðalvínum vín frá „gamla“ og
„nýja“ heiminum.
Beronia Reserva er framleitt í Rioja á Spáni
sem oft er nefnt Bordeaux Spánar. Bodegas Ber-
onia var stofnað 1973 af vínáhugamönnum sem
vildu framleiða hágæðavín sem ekki færi á
markað fyrr en það væri tilbúið til neyslu. Fyrir-
tækið Gonzalez Byass keypti víngerðarhúsiö árið
1982. Það er á Rioja Alta-svæðinu þar sem allar
vínekrur Beronia. Beronia Reserva er látið
þroskast í 18 mánuði í eikartunnum. Nokkuð
mikil fylling einkennir vínið, örlítið krydd og
vanilla í eftirbragði. Algengt er að finna sterkan
sveppailm. Þetta er mjög mjúkt og gott vin sem
hentar einstaklega vel með lambakjöti, nauta-
kjöti eða villibráð. Vínið mun vera einstaklega
gott með beikonkartöflunum. Gott er að umhella
víninu ef það er orðið eldra en 7-8 ára gamalt.
Kjörhitastig til neyslu er 18 gráður. Beronia Res-
erva fæst í kjarnabúðum ÁTVR og kostar 1290
krónur.
Á hverju ári velja stærstu samtök áfengis-
framleiðenda bestu framleiðendur og vörur
fyrir hvern flokk áfengis sem er framleidd-
ur í heiminum að bjór undanskildum.
Þessi keppni eru undir merkjum IWSC -
International Wine and Spirit Com-petition.
Þetta er sennilega mesta viðurkenning sem fyr-
irtæki eða vara í vínheiminum getur fengið.
Ástralski framleiðandinn Wolf Blass var valinn
besti vinframleiðandi í heimi árið 2002 og atti
þar kappi við framleiðendur frá Frakklandi,
Ítalíu, Þýskalandi, Bandaríkjunum, Nýja-Sjá-
landi og Suður-Afríku. Frá Wolf Blass kemur
Yellow Label Cabernet Sauvignon en það er
framleitt í Suður-Ástralíu. Þetta er meðalþungt
vin með keim af dökkum berjum og nokkuð
áberandi mintukeim. Fá vín passa eins vel
með íslenska lambakjötinu. Kjörhitastig til
neyslu er 16-18 gráður. Wolf Blass Yellow
Label Cabernet Sauvignon fæst í kjarnabúöum
ÁTVR og kostar 1370 krónur.
Umsjón
Haukur Lárus
Hauksson