Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 16
16
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003
Helgarblað__________________________________________________________________________________________________PV
Francis Scott Fitzgerald. Skáldsaga hans The Great Gatsby er talin eín af gim-
steinum bandarískra bókmennta.
Skrif
skugga drykkju
Francis Scott Fitzgerald, einn
þekktasti skáldsagnahöfundur
Bandaríkjanna, var drykkjumaður
en skrifaði þó aldrei drukkinn. í
skrifum sínum var hann fullkomnun-
arsinni. Hann lá yfir verkum sínum
og endurskrifaði þau hvað eftir ann-
að.
Francis Scott Fitzgerald fæddist árið 1896 í
St. Paul í Minnesota, stuttu eftir að systur hans
tvær létust úr lungnabólgu. Föðurfjölskyldan
samanstóð af yfirstéttarfólki frá Suðurríkjun-
um sem bjó ekki að miklum auði en móðir Fitz-
geralds var dóttir vellauðugs írsks viðskiptajöf-
urs. Eftir að föðurnum var sagt upp starfi sem
sölumaður lifði ijölskyldan góðu lífi á arfi móð-
urinnar. „Annar helmingur fjölskyldunnar var
af írskum ættum, átti mikinn auð og leit niður
á hinn hluta fjölskyldunnar sem hafði orð á sér
fyrir að vera fámáll og skyldurækinn," sagði
Fitzgerald sem sagði að væringar innan fjöl-
skyldunnar hefðu í
æsku skapað með
sér minnimáttar-
kennd.
Kornungur met-
söluhöfundur
Fitzgerald byrj-
aði snemma að fást
við skriftir. Fyrsta
saga hans sem
komst á prent var
leynilögreglusaga
sem birt var í
skólablaði þegar
hann var þrettán
ára gamall. Hann
trúði því að hann
væri fæddur til
frægðar og veg-
semdar. Hann var
lítill námsmaður,
sennilega vegna
þess að skriftir áttu
hug hans allan -
það er að segja þeg-
ar áfengið var ekki
við hönd. Sautján
ára var Fitzgerald
byrjaður að
drekka, oft svo illa
að hann dó áfengis-
dauða.
Árið 1917 var
Fitzgerald kvaddur
í herinn. Hann var
sannfærður um að
sín biðu þau örlög
að láta lífið í bar-
daga. Frístundum
eyddi hann í ritun
skáldsögu sem
hann nefndi The
Romantic Egoist og
fjallaöi um líf hans
og vina hans í
Princeton-háskóla.
Um svipað leyti
kynntist hann
Zeldu Zyre, yngstu dóttur dómara í Alabama.
Hún var átján ára, falleg, fordekruð og villt.
Þau urðu ástfangin og opinberuðu trúlofun
sína. Fitzgerald vann að endurritun The Rom-
antic Egoist sem kom út í maímánuði 1920 und-
ir nafninu This Side of Paradise. Viku síðar
giftust Fitzgerald og Zelda. Þá var önnur prent-
un skáldsögunnar komin í búðir, gagnrýnend-
ur voru fullir hrifningar og almenningur
sömuleiðis. Francis Scott Fitzgerald var orðinn
metsöluhöfundur, einungis tuttugu og þriggja
ára gamall.
Glys og glaumur
Fitzgerald og Zelda voru gefin fyrir glys og
glaum. Hann var áfengissjúklingur sem gat
orðið ofsafenginn og meinlegur þegar hann var
undir áhrifum. Zelda drakk minna en þó rösk-
lega og þar sem tilíinningalíf hennar var
óstöðugt átti hún til að ganga fram af fólki með
sérviskulegri og ögrandi hegðun. Hjónin lifðu
langt um efni fram og Fitzgerald fór að treysta
á fyrirframgreiðslur frá útgáfustjóra sínum og
það sem hann átti eftir ólifað var hann vafinn
skuldum.
Árið 1921 fæddist hjónunum eina barn
þeirra, dóttir sem hlaut nafnið Frances, kölluð
Scottie. Árið eftir sendi Fitzgerald frá sér nýja
skáldsögu The Beautiful and Damned sem
sagði sögu ungra glæsilegra hjóna sem verða
háð áfengi sem eyðileggur líf þeirra. Enginn
sem til þekkti var í vafa um að sagan væri að
hluta til sjálfsævisöguleg. Gagnrýnendur tóku
nýju bókinni ekki jafn vel og þeirri fyrstu.
Hann skrifaði vini sínum: „Síðustu fjóra mán-
uði hef ég vitanlega unnið en árin tvö þar á
undan skrifaði ég að meðaltali um eitt hundrað
orð á dag ... nú eyði ég tímanum til einskis,
stunda hvorki rannsóknir né hugleiði verkefni.
Ég er aðallega að drekka og gera allt vitlaust."
Árið 1924 fluttu Fitzgerald og Zelda til Evr-
ópu og bjuggu næstu tvö árin á rívíerunni.
Árið eftir kom út þriðja skáldsaga Fitzgeralds,
The Great Gatsby. Hún er meistaraverk hans
og meðal þeirra sem sendu höfundinum hrifn-
ingarfull bréf við útkomuna voru T.S. Eliot,
Edith Wharton og Gertrude Stein. Þrátt fyrir
mjög góða dóma seldist bókin í helmingi
minna upplagi en fyrri skáldsögur Fitzgeralds.
Klofinn maður
Fitzgerald hóf vinnu við fjórðu skáldsögu
sína en eins og áður fór dýrmætur tími í svall
og sukk og þar var Zelda enginn eftirbátur
manns síns. Um þetta leyti fékk hún taugaáfall
og var send á heilsuhæli í Sviss þar sem hún
var greind sem geðklofi. Til að fjármagna
sjúkravist hennar hóf Fitzgerald á ný að skrifa
smásögur og kvikmyndahandrit. Seinna sagði
hann við dóttur sína: „Ég var klofinn maður.
Hún (Zelda) vildi að ég ynni of mikið fyrir
hana en ekki nægilega mikið fyrir mína eigin
drauma. Hún áttaði sig of seint á því að vinna
jafngildir virðingu, hinni einu sönnu virð-
ingu.“
Hjónaband þeirra varð aldrei samt eftir að
Zelda var útskrifuð. Scott vann að bók sinni
Nóttin blíð sem fjallar um geðlækni og sjúkling
sem hann kvænist. Scott sagði sjálfur að hann
hefði byrjað að skrifa bókina sem sögu vellauð-
ugra vina sinna, Geralds og Söru Murphy en
um miðbik bókar heföu persónurnar breyst í
Zeldu og hann sjálfan.
Ótímabær dauði
Scott var drykkjumaður en hann skrifaði
aldrei drukkinn. í skrifum sínum var hann
fullkomnunarsinni. Hann lá ytir verkum sín-
um og endurskrifaði þau hvað eftir annað. í
fórum hans voru til dæmis sautján gerðir að
Nóttin blíð. Bókin kom út árið 1934 og jafnvel
vinir rithöfundarins voru gagnrýnir á bókina
sem nú er talin eitt athyglisverðasta verk hans.
Zelda var komin á geðveikrahæli þar sem
hún lést árið 1948 í eldi sem þar braust út.
Scott var skuldum vafinn og illa haldinn vegna
áfengisneyslu og flutti árið 1937 til Hollywood
þar sem hann gerðist handritahöfundur. Þar
kynntist hann blaðakonunni Sheilu Graham og
hún var félagi hans þar til yfir lauk. Henni
tókst að fá hann til að minnka drykkjunna en
lifnaðarhættirnir höfðu rænt hann heilsu.
Hinn 21. desember árið 1940 fékk hann hjarta-
áfall í íbúð þeirra Sheilu. Hann var tjörtíu og
fjögurra ára þegar hann lést. Hann skildi eftir
sig ófullgerða skáldsögu, The Last Tycoon. Þeg-
ar hann lést trúði hann því að honum hefði
mistekist í lífinu. Skáldsögur hans bera vitni
um að þar skjátlaðist honum rækilega.
Bókalísti Máls & Mennin
Allar bœkur
1. Ferðalok. Jón Karl Helqason
2. ísland í aldanna rás - pakki, llluqi Jókulsson
3. Ensk-íslensk skólaorðabók
Algjör bókaormur
Björn Ingi Hrafnsson segir frá uppáhaldsbókunum sínum
Umsjón:
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Úrval af klassík
Stories and Poems for Extremely
Intelligent Children of All Ages
Bókin sem ber þetta mikilúð-
lega nafn geymir sögur og ljóð
sem hinn frægi gagnrýnandi
Harold Bloom hefur valið. Þótt
bókin sé fyrst
og fremst ætl-
uð breskum
börnum þá er
hún hin
skemmtileg-
asta aflestrar
fyrir alla þá
sem geta lesið
ensku. Bloom
hefur skömm á
nútíma barna-
bókmenntum (segir að Harry Pott-
er sé rusl) og hefur valið í þessa
bók fiölbreytileg verk eftir viður-
kennda snillinga frá 19. öld og
fyrr. Mikil og góð skemmtun.
"L'J'
Íjké&tfl
ft
Harolcl Bloorri
Biðjið og yður mun gefast,
leitið og þér munuð finna,
knýið á og fyrir yður mun
upp lokið verða.
Jesús Kristur
Bókalisti Eymund
Allar bækur
1. l’siand í aldanna rás - pakki. Illugi
Jökulsson
2. Ensk-islensk skólaorðabók
3. Ensk-íslensk/íslensk-ensk orðabók
4. Islenskir málshættir/íslensk orð-
tök - pakki. Sölvi Sveinsson
5. Hver tók ostinn minn? Spencer
Johnson oq Kenneth H. Blanchard
6. Leiðin til lífshamingju. Dalai
Lama
7. Ferðalok. Jón Karl Helqason
8. íslensk samheitaorðabók
9. Dönsk-íslensk skólaorðabók
10. Mýrin. Arnaldur Indriðason
Skáldverk
1. Myrin. Arnaldur Indriðason
2. Spámaðurinn. Kahlil Gibran
3. Hobbitinn. J.R.R. Tolkien
4. Don Kíkóti. Miquel de Cervantes
5. Hrinqadróttinssaqa. J.R.R, Tolkien
6. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason
4. Ensk-íslensk/islensk-ensk orðabók
5. Ensk-íslensk skólaorðabók fyrir tölvur
6. Ensk-íslensk orðabók fyrir tölvur
7. Islensk orðtök oq málshættir - pakki. Sölvi Sveinsson
8. Lost in lceland. Siqurqeir Siqurjónsson____________
9. (slensk-ensk orðabók
10. Við hinir einkennisklæddu. Braqi Ólafsson
Skáldverk
1. Við hinir einkennisklæddu. Braqi Ólafsson
2. Napóleonsskjölin. Arnaldur Indriðason
3. Myrin. Arnaldur Indriðason
4. Dauðarósir. Arnaldur Indriðason
5. Sjálfstætt fólk - pakki. Halldór Laxness
6. Don Kíkóti. Miquel de Cervantes
7. Ævintyri qóða dátans Sveijk. Jaroslav Hasek
8. Morðið í alþinqishúsinu. Stella Blómkvist
9. Barn náttúrunnar. Halldór Laxness
10. Grafarþöqn. Arnaldur Indriðason
Metsölulisti Bókabúða Máls og menningar
9.-14. april 2003
Ég kom fluglæs í fyrsta skólatím-
ann og æ síðan hafa bækur verið óað-
skiljanlegur hluti af mínu lífi.
Kannski má segja að hafi verið nörda-
legt að sitja heilu dagana yfir bókum,
en það gerði ég nú samt. Enid Blyton
var auðvitað þaullesin; sem og spæj-
arabókmenntir hvers konar, en ekki
síður frumlegar vísindaskáldsögur á
borð við Tom Swift, eftir Victor App-
leton sem ég hef æ síðan haldiö upp á.
Ég man líka eftir sérkennilegum bók-
um um Alfred Hitchcock og Njósnaþrenning-
una sem ég gleypti í mig sem krakki á þeim
árum þegar ég vildi gerast leynilögreglumaður
og lét mig dreyma um rykfrakka, stækkunar-
gler og skjalaskáp í stað þess að vera úti og
leika mér með hinum krökkunum.
Eitt sumar í sveitinni urðu vatnaskil með
Greifanum af Monte Christo. Sakleysi æskunn-
ar hvarf fyrir meiri spennu og drama auk þess
sem áhugi á sagnfræðilegum fróðleik vaknaði
fyrir alvöru. Æ síðan hef ég lagt mig fram um
hvers kyns sagnfræði, bæði innlenda og er-
lenda, og veit fátt skemmtilegra en lesa góðan
texta í þeim fræðum, ekki síst ef það tengist
sögu 20. aldarinnar. Hin síðari ár hef-
ur bókmenntasmekkurinn verið að
þróast ofurlítið; Laxness er tekinn í
óreglulegum skorpum, en af nýrri höf-
undum er Ólafur Gunnarsson í sér-
stöku uppáhaldi. Sömuleiðis er ég
mjög hrifinn af Guðmundi Andra
Thorssyni, auk þess sem Arnaldur Ind-
riðason er orðinn ómissandi í krimma-
deildinni sem reyndar er í sókn á
mínu heimili.
Af erlendum höfundum vildi ég
nefna jafn ólíka höfunda og Ian McEwan og
Nick Hornby í flokki skáldsagnahöfunda, en
þess á milli nýt ég þess að lesa margt af því
besta sem skrifað er um stjórnmál og blaða-
mennsku á innlendum og erlendum vettvangi.
Til dæmis hef ég nýlokið við að lesa magnaða
sjálfsævisögu Katharine Graham, eiganda
Washington Post, sem allt eins mætti kalla
„Amerísk stjórnmál og hverjir eru hvað í
kokkteilboðunum í Washington fyrir byrjend-
ur“. í slíkar bækur sæki ég mér hugmyndir og
andagift; enda blundar blaðamennskan alltaf í
mér, enda þótt nú um stundir hafi stjórnmála-
maðurinn vinninginn."
7. Ljóðasafn Tómasar Guðmunds-
sonar
8. Steinn Steinarr - Ljóðasafn
9. Lokavitni. Patricia Cornwell
10. Hvar sem ég verð. Ingibjörg
Haraldsdóttir
Barnabækur
1. Geitungurinn 1. Árni Árnason og
Halldór Baldursson
2. Herra Fyndinn. Roqer Harqreaves
3. Lilo og Stitch verða vinir. Walt
Disney
4. Herra Kjaftaskur. Roger Hargrea-
ves
5. Herra Sterkur. Roqer Harqreaves
Metsölulisti Eymundssonar
9.-15. apríl