Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Side 8
8
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003
Utlönd
DV
REUTERSMYND
Til í að skrifa undlr samnlng
Farouq al-Shara, utanríkisráöherra
Sýrlands, segir þarlenda tilbúna aö
gera Miö-Austurlönd aö gjöreyðingar-
vopnalausu svæöi.
Ekki gjöreyðingarvopn
í Mið-Austurlöndum
Farouq al-Shara, utanríkisráð-
herra Sýrlands, sagði í gær að
stjóm sín væri reiðubúin að und-
irrita samning um að engin gjör-
eyðingarvopn yrðu í löndunum
fyrir botni Miðjarðarhafs.
Al-Shara neitaði því í viðtali
við ástralska útvarpsstöð að Sýr-
lendingar ættu efnavopn eða
hefðu leyft írökum að koma
bönnuðum vopnum undan til Sýr-
lands á meðan stríðið stóð yfir.
„Sýrlensk stjómvöld eru reiðu-
búin að undirrita samning undir
eftirliti SÞ um að Mið-Austurlönd
verði laus við öll gjöreyðingar-
vopn,“ sagði hann.
Bandarísk stjómvöld hafa síð-
ustu daga fullyrt að Sýrlendingar
ættu slík vopn og hafa haft í hót-
unum við þá.
ísraelar loka fyrir alla umferð
frá Gaza og Vesturbakkanum
- af ótta viö hryöjuverkaárásir á páskahátíö gyöinga
ísraelar lokuðu í gær fyrir alla
umferð frá heimastjómarsvæðum
Palestínumanna vegna ótta við
hryðjuverk á páskahátið gyðinga
sem haldin er um helgina til
minningar um brottfor þeirra frá
Egyptalandi, en hátíðin hófst um
sólsetur í gær.
Talsmaður ísraelska hersins
sagði í gær að borist hefðu viövar-
anir um hryðjuverkaárásir, bæði
frá Vesturbakkanum og Gaza-
svæðinu, og því hefði verið ákveð-
ið að loka fyrir alla umferð yfir
hátíðina en í fyrra lét palestínsk-
ur sjálfsmorðsliði til skarar skríða
í hafnarbænum Netanya með
þeim afleiðingum að 29 manns
létu lífið. Er það mannskæðasta
sjálfsmorðsárás Palestínumanna
frá upphafi yfirstandandi ófriðar
sem braust út í september árið
2000.
Á mánudaginn dæmdi ísraelsk-
ur herréttur fjóra Palestínumenn í
lífstíðarfangelsi fyrir aðild að áð-
umefndri sjálfsmorðárás í Net-
anya á páskunum í fyrra en þeir
sem létust voru aðallega eldri
borgarar sem héldu páskana há-
tíðlega á hóteli í bænum. Fjór-
menningamir voru dæmdir fyrir
það að hafa aðstoðað sjálfs-
morðsliðann við verknaðinn og
einnig fyrir hafa skipulagt aðrar
árásir.
Gyðingar minnast brottfararinnar frá Egyptalandi
Heittrúaöur gyöingur eldar hér súrdeigsbrauö viö opinn eld en þaö er siöur á
páskahátíö þeirra sem hófst um sólarlag í gær.
Þá hafa einnig verið settir upp
vegartálmar í Jerúsalem en þaðan
hafa einnig borist njósnir um yfir-
vofandi árásir.
Öll öryggisgæsla verður aukin
til muna í ísrael yfir hátíðina og
verður sérstök áhersla lögð á að
gæta fjölfarinna staða eins og
verslunarmiðstöðva, útimarkaða,
baðstranda og strætisvagna sem
oft hafa verið skotmörk hryðju-
verkamanna að undanfömu.
Leiðandi í gæðum í 20 ár
vegna yfirburða næringargildis
Sérfræðingar í Lífrænni Næringu
■ Fyrir: Fullorðna, unglinga og börn
■ Barnshafandi og konur með börn á brjósti
íþróttafólk og þá sem eru undir miklu álagi
Smásæir blágrænir ferskvatns þörungar:
Lífræn uppbygging næringarefna í jafnvægi
og samræmi við þarflr líkamans.
Er vottað 100% lífrænt- Laust við illgresiseyði, skordýraeitur, CE frítt,
ekkert gluten. Uppfyllir alþjóðlegan gæðastaðal ISO9001, ISO14001
• 12 vikna skammtur • 5 vikna skammtur
dJjLYFJA
Ap itokid
CELSUS HEILDV.
Aumt ástand í Irak.
MamtrétSndasamtök
gagnrýna bandamenn
Mannréttindasamtökin Amnesty
Intemational sendu í gær frá sér
yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna
Bandaríkjamenn og Breta fyrir það
að leggja meiri áherslu á að vemda
olíusvæðin í írak heldur en fólkið í
landinu.
Irene Khan, aðalritari samtak-
anna, sagði í gær að mun meiri
þörf væri aö verja sjúkrahús,
vatnsból og sjálft fólkið heldur en
olíuna. „Svo virðist sem aðal-
áherslan hafi verið lögð á olíulind-
imar á meðan annað var látið
biða,“ sagði Khan og lýsti einnig
vonbrigðum með viðbrögð banda-
manna við sundrunginni í Bagdad.
l/iöurkenna aö hafa
skoflð á mótmælendur
Yfirstjóm bandaríska hersins við
Persaflóa, með aðsetur í Katar, við-
urkenndi í gær að bandarískir
hermenn hefðu skotið sjö íraska
borgara til bana og sært aðra sjö í
borginni Mosul þegar þar fóru fram
mómæli gegn ástandinu í Irak í
fyrradag.
Vincent Brooks, talsmaður her-
stjórnarinnar, sagði að mótmælend-
ur hefðu skotið að hermönnum sem
gættu stjómarbygginga í borginni
og þeir svarað skothríðinni þegar
nokkrir mótmælenda reyndu að
ógna þeim með því að klifra yfir
veggi framan við byggingamar.
Stuttar fréttir
Clinton atypðir Bush
Bill Clinton,
fyrrum Banda-
ríkjaforseti, hefur
heldur lítið álit á
utanríkisstefnu
núverandi forseta
landsins eftir
hryðjuverkaárás-
irnar 2001. Clinton
segir að það sé ekki hægt að
drepa bara, fangelsa eða hersetja
andstæðinga sína.
Elt borgaöi skilnaðinn
Lo'ik Le Floch-Prigent, fyrrum
forstjóri franska ríkisolíufélags-
ins Eif, viðurkenndi fyrir rétti í
París aö fyrirtækið hefði fjár-
magnað skilnað hans og eigin-
konunnar.
Hættið að hata í hótunum
Mohammad Khatami íransfor-
seti hvatti bandarísk stjórnvöld í
gær til að láta af hótunum sínum
í garð Sýrlendinga en sagði ólík-
legt að Bandaríkjamenn réðust á
landið.
Flóttamaður tekinn í Vín
Austurríska lögreglan hefur
handtekið mann sem grunaður er
um aðild að morðinu á serbneska
stríðsherranum Arkan fyrir
þremur árum. Maðurinn var á
flótta undan réttvísinni.
Þýskir gagnrýna Fogh
Þýskur formað-
ur utanríkismála-
nefhdar Evrópu-
þingsins segir að
Anders Fogh
Rasmussen, for-
sætisráðherra
Danmerkur, kunni
að missa traust
starfsbræðra sinna í ESB fyrir að
hafa ekki látið klippa burt úr um-
deildri heimildamynd atriði þar
sem danski utanríkisráðherrann
vitnar í trúnaðarsamtöl við þýsk-
an starfsbróður sinn.
NATO tekur við Afganistan
NATO hefur fallist á taka við
yfirstjórn alþjóðlega friðargæslu-
liðsins í Afganistan, að því er
stjómarerindreki i höfuðstöðvum
samtakanna greindi frá.
ítalar vilja fá Abbas
Dómsmálaráð-
herra Ítalíu sagði
í gær að stjórn-
völd í Róm hefði í
hyggju að fara
fram á framsal
hryðjuverka-
mannsins Abus
Abbas sem banda-
rískir sérsveitarmenn handtóku í
Bagdad á mánudag. Abhas var
fjarstaddur dæmdur fyrir rán á
skipinu Achille Lauro 1985.
Denktash hafnar viðræðum
Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-
Tyrkja, ætlar ekki að mæta til
fundar um framtíð eyjarinnar
sem Grikkir hafa boðað.
Aparnir fyila í myndina
Apar sem vísindamenn hafa
smitað með nýrri kórónaveiru
hafa orðið veikir af svipaðri pest
og lungnasjúkdómurinn dularfulli
í Asíu. Því þykir næsta ljóst að
veiran valdi sjúkdóminum.