Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 28
28 // e / c) a rb / cj cf H>V FIMMTUDAOUR 17. APRÍL 2003 Gat leikið hvað sem var af fingrum fram segir Þórarinn. „Hann gat leikið hvað sem var af fingrum fram en var jafnframt með alla formlega skólun á hreinu, til dæmis sérlega flinkur að spila beint af blaði verk sem hann hafði áður hvorki séð né heyrt. Oft einbeita gítarleikarar sér annað- hvort að rafgítar eða klassískum en Kristján var jafnvígur á bæði hljóð- færin. Og þrátt fyrir sinn klassíska bakgrunn og nótnalestur talaöi hann oft um að það sem síst mætti vanta hjá nokkrum hljóðfæraleikara væri grúvið. Hann hafði meiri áhyggjur af af grúvleysi hjá klassískum en nótna- leysi hjá rokkurum. Þegar Listahá- skólinn var stofnaður íhugaði hann að hafa samband við Hjálmar H. Ragnarsson og bjóðast til að taka að sér prófessorsstöðu í grúvi.“ Þegar blaðamaður, sem hefur enga mennt- un í tónlist, spyr Þórarin hvað „grúv“ merkir segist hann ekki geta útskýrt það en viti þó að það sé eitt- hvað sem gerist í samspili og ef það er ekki til staðar sé allt unnið fyrir gýg.“ Ljóð, hljóð og óhljóð í tengslum við tónleikana verð- ur gefinn út hljómdiskurinn Ljóð, hljóð og óhljóð þar sem Kristján leikur frumsamda tón- list undir ljóða- lestri Þórarins. „Við höfðum oft talað um að vinna saman að slíku verkefni og létum svo loks verða af því í júli 1997. Við héldum tón- leika, eða gigg eins og það heit- ir á máli tónlist- armanna, í Café Menningu á Dal- vík. Giggið lukkaðist mjög vel en var reyndar aldrei hægt að endurtaka þá því eitt af boðorðum okkar var að ekkert mætti negla niður. Þó tróðum við upp með búta úr dagskránni á ör- fáum stöðum eftir það. í ársbyrjun 2000 flutti ég til dæmis nokkur ljóö í Listasafni Reykjavíkur og Eldjárn lék undir. Þetta var í beinni útsend- ingu milli Reykjavíkur og Helsinki í tilefni menningarársins. í Helsinki var finnskur vinur Eldjárns, D.J. Bunuel, sem tók þátt í þessari dags- krá. Hann er svona hljóðblandari og leitar víða fanga, hefur til dæmis samplað bút úr ljóðalestri Þorsteins frá Hamri í eitt af lögum sínum. Þessi dagskrá var skemmtileg til- raun sem lukkaðist vel. Þegar Krist- ján var við nám í Finnlandi hafði hann aðgang að góðum upptökustúd- íóum og þar var þessi dagskrá okkar tekin upp. Ég las ljóðin í hljóðveri hér heima og sendi honumjupptök- una og síðan spilaði hann tónlist sína undir mínum lestri í stúdíói. Út- koman varð þessi diskur sem hefur síðan legið og beðið síns tíma. Núna er tími hans kominn." Tónleikarnir í íslensku óperunni hefjast klukkan 20.30 og aðgangseyr- ir er 2000 krónur. Fjöldi lands- þekktra tónlistarmanna kemur fram og má þar nefna Pál Óskar Hjálmtýs- son, Hilmar Örn Hilmarsson, Bubba Morthens, Stuðmenn, Margréti Eir, Kristjönu Arngrímsdóttur, Finn Bjarnason, Kristin Ámason og Guð- mund Pétursson. Eva María Jóns- dóttir verður kynnir. Númer bankareiknings Minn- ingarsjóðsins er 0513 18 430830, kt. 650303-3180. -KB í tengsluin við minningartónleik- ana um Kristján kemur út hljóm- diskurinn Ljóð, liljóð og óliljóð þar sem Kristján leikur frumsamda tónlist undir Ijóða- lestri Þórarins. m Stilling www.stilling.is DALSHRAUN113 • SÍMI 555 1019 EYRARVEGI 29 • SÍMI 483 1800 SKEIFUNNI 11 ■ SÍMI 520 8000 SMIBJUVEGI 68 • SlMI 544 8800 BlLDSHÖFÐA 16 • SlMI 577 1300 Þórarinn Eldjárn um Kristján son sinn: „Oft einbeita gítarleikarar sér annað- hvort að rafgítar eða klassískuni en Kristján var jafnvígur á bæði hljóðfærin. Og þrátt fyrir sinn klassíska bakgrunn og nótnaiestur talaði hann oft um að það sem síst mætti vanta hjá nokkruin hljóðfæraleikara væri grúvið. Hann hafði meiri áhyggjur af grúvleysi hjá klassískum en nótnaleysi lijá rokkurum. Þegar Listaháskólinn var stofnaður íhugaði hann að hafa samband við Hjálm- ar H. Ragnarsson og bjóðast til að taka að sér prófessorsstöðu í grúvi." Kristján Eldjárn lést á þrítugasta aldursári en þrátt fyrir ungan aldur átti hann langan tónlistarferil að baki. Faðir hans, Þórarinn Eldjárn, segir að tónlistarhæfileikar Kristjáns hafi komið snemma í ljós: „Eldjárn, eins og við kölluðum hann alltaf, var með það á alveg hreinu frá því hann var tveggja ára að hann ætlaði að verða gítarleikari. Hann byrjaði að spila á barnagítar og við fyrsta hent- ugleika hóf hann nám í Tónmennta- skólanum í Reykjavík. Aðaltónlistar- genið held ég hann hafi fyrst og fremst fengið frá ömmu sinni í móð- urætt, Önnu Sigríði Björnsdóttur. Hún er frábær píanóleikari og tón- listarkennari. Þau áttu líka alla tíð mikið og fagurt samfélag um sína músíkiðkan.“ Grúvið má ekki vanta Kristján var mjög fjölhæfur tón- listarmaður, kom við sögu í klass- ískri tónlist, jazz og rokkmúsík og samdi fjölda tónverka. „Hann flokk- aði ekki tónlist eftir tegundum held- ur því hvort hún var góö eða vond,“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.