Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 38
38
Helgarblaci H>'V FIMMTUDAGUR IV. APRÍL 2003
„Mér sýnist að skoðanakannanir beri með sér að hér geti orðið niikil og löng stjórnarkreppa ef svo fœri að hér yrðu tvœr stórar fylkingar sein tækjust á og allir hinir
flokkarnir, þar á meðal við, yrðum sináflokkar." segir Guðni Ágústsson m.a. DV-myndir GVA
Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra ræðir um pólitíkina og kosningabaráttuna:
Brimbrjótur í átta ár
Það i/ar ekki hlaupið að þvíað ná tali af
Guðna Agústssyni landbúnaðarráðherra, nú
þegar kosningabaráttan er t algleymingi.
Hann er á ferð og flugi um kjördæmi sitt
þessa dagana og hver mínúta bókuð. Loks
tókst þó að finna stund þar sem hægt var
að spyrja hann út ípólitíkina, kosningabar-
áttuna, stöðu stjórnmálaflokkanna og af-
stöðuna til Evrópusambandsins, svo eitt-
hvað sé nefnt. Fyrst lá beinast við að ræða
um fylgi Framsóknarflokksins samkvæmt
undangengnum skoðanakönnunum.
- Hvers vegna hefur Framsóknarflokkurinn
komið svo illa út úr skoðanakönnunum eins og
raun ber vitni?
„Ég heyri, þar sem ég fer, að fólk er undrandi á
því að Framsóknarflokkurinn skuli koma svona út
úr könnunum. Margir telja að miðað við verkin
eigi Framsóknarflokkurinn það alls ekki skilið. Við
höfum verið ákveðinn brimbrjótur í átta ár í því að
efla þjóðartekjur og atvinnulíf íslendinga. Við höf-
um farið með atvinnumálaráðuneytin og höfum
auðvitað náð mjög miklum árangri í að bæta lífs-
kjörin, atvinnuleysi hefur horfið að mestu, land-
flótti er úr sögunni og um 3000 íslendingar hafa
flutt heim á þessum tíma og sest hér að. Við höfum
þurft á miklu vinnuafli erlendis frá að halda til
þess að ráða viö allt það sem við erum að gera.
Þetta hafa auðvitað verið erfið verkefni og mikil
mótstaða við þau á stundum. Það var mikil mót-
staða við að stækka Straumsvík, gríðarleg mótstaða
við að byggja Norðurál í Hvalfirði, svo eitthvað sé
nefnt. Fólk flykktist saman til að mótmæla, menn
héldu að allt færi í eyði í kringum höfuðborgina.
En það er nú öðru nær. Þetta hefur aukiö þjóðar-
tekjur og gert vatnsaflið, hina hreinu orku, að
sterkri auölind og skapað framtíðarþjóðartekjur
fyrir íslendinga. Þessu öllu höfum við orðið að
fylgja eftir.
Merkileg staða
Mér heyrist nú samt sem áður núna í þessari
kosningabaráttu, að ekki sé verið að væna okkur
um að hafa brugðist í þessum verkum varðandi at-
vinnulífiö. Allir vilja nú „Lilju kveöið hafa“. Við
höfum einnig náð miklum árangri í verkum okkar
sem náttúruverndarflokkur. Jón Kristjánsson, þá
settur umhverfisráðherra, komst að þeirri niöur-
stöðu að hægt væri að stækka Norðurál með Norð-
lingaölduveitu án þess að láta fermetra af Þjórsár-
verum undir vatn, af friölandinu sjálfu. Kára-
hnjúkavirkjun og Reyðarál verða þýðingarmikil
verkefni í auknum hagvexti næstu árin.
Þetta sýnir hvernig við vinnum, enda er enginn
að ræða um umhverfismál í kosningabaráttunni
núna, heldur eru allir flokkar að boða skattalækk-
anir út á þær framkvæmdir sem brimbrjóturinn,
Framsóknarflokkurinn, hefur rutt leið á undan-
förnum árum. Þetta er því merkileg staða ef flokk-
urinn færi svona út úr kosningum."
- Hvað með stöðu heilbrigðismála, sem hefur ver-
iö umdeild? Telurðu að flokkurinn sé að gjalda fyr-
ir hana?
„Heilbrigðismálin eru afar mikilvægur mála-
flokkur. Ingibjörg Pálmadóttir varð í upphafi í sínu
starfi sem heilbrigðisráðherra fyrir ýmsum ásök-
unum, sem hún náði sér út úr. Mér finnst að Jón
Kristjánsson, núverandi heilbrigðisráðherra, leysi
öll mál af trúverðugleika. Við höfum náð samning-
um við eldri borgara um bætt lífskjör. Nú síðast
náðum við samningum um að bæta kjör öryrkj-
anna, þeirra yngstu í þeirra hópi, verulega. Við höf-
um notað afl og auknar tekjin- úr atvinnulífinu til
þess að reyna að bæta kjör þeirra sem verst eru
settir.“
- Sjálfstæðisflokkurinn virðist halda nokkuð
stöðugu fylgi í skoðanakönnunum, meðan Fram-
sóknarflokkur tapar. Telurðu að Sjálfstæðisflokkur-
inn sé þarna að hagnast á verkum samstarfsflokks-
ins eftir átta ára ríkisstjórnarsamstarf?
„Ég veit í sjálfu sér ekki hvort Sjálfstæðisflokk-
urinn er að hagnast á þeim. Staðan með Sjálfstæð-
isflokkinn virðist mér sú að menn séu ekkert sér-
staklega að velta því fyrir sér hvað hann gerir eða
gerir ekki. Hann á sitt fylgi í um 35 prósentum og
þar fyrir ofan. Það virðist eins konar lögmál að
menn sætti sig við allt sem hann gerir. Hann býr
ekki viö mikla gagnrýni innan frá og kannski litla
utan frá. Það hefur frekar verið tilhneiging til að
ráðast á samstarfsflokka Sjálfstæðisfloksins, reyna
að sækja að þeim og takast á við þá.“
Hrópandi mismunur
- Hvernig meturðu samstarfið við Sjálfstæðis-
flokkinn eftir átta ár. Hefur ríkt fullt traust manna
á millum?
„Ég held að það sé öllum mönnum ljóst að þetta
samstarf í átta ár hefur verið farsælt fyrir þjóðina
og árangur verkefna mjög góður. Það hefur ríkt
traust á milli flokka og menn hafa lagt ágreinings-
mál til hliðar og tekið á saman. Við í innsta hring
skynjum að það er auðvitað heilmikill stefnumun-
ur á þessum flokkum og oft tekist á um hvert eigi
að fara. Við sjáum það ef til vill best núna þegar
stefnuskrár þessara tveggja flokka sjást og hvað
þeir hafa ályktaö á flokksþingum. Þar sést hinn
hrópandi mismunur.
Framsóknarflokkurinn segir til dæmis að við
höfum getað bætt kjör unga fólksins í gegnum
íbúðalánasjóð. Hann verður ekki einkavæddur.
Hann verður ekki seldur. Við höfum getað lengt
lánin í 25-40 ár. Við höfum getað haldið vöxtunum
niðri. Við trúum því að við getum enn bætt kjör
unga fólksins í gegnum sjóðinn með því að hækka
lánin upp í 90 prósent hjá öllum. Þess vegna á ekki
að einkavæða hann. Yröi hann seldur til peninga-