Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 4
4 Notaðir bílar hjá Suzuki bílum hf. Fréttir FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 DV Suzuki Baleno GLX, 4d., bsk. Skr. 8/99, ek. 39 þús. Verð kr. 1150 þús. Suzuki Swift GLX, 5d., bsk. Skr. 11/96, ek. 67 þús. Verð kr. 560 þús. Suzuki Jimny JLX, bsk. Skr. 6/02, ek. 15 þús. Verð kr. 1480 þús. Suzuki Sidekick JX, 5d., bsk. Skr. 9/96, ek. 88 þús. Verð kr. 780 þús. Alfa Romeo 156, 5 d., bsk. Skr. 9/98, ek. 60 þús. Verð kr. 1.180 þús. Suzuki Grand Vitara 2,0, bsk. Skr. 6/01, ek. 67 þús. Verð kr. 1790 þús. Subaru Forester 2,0, ssk. Skr. 3/98, ek. 89 þús. Verð kr. 1250 þús. Hyundai Accent 1,5, bsk. Skr. 9/98, ek. 67 þús. Verð kr. 570 þús. Peugeot 406, 3 d., ssk. Skr. 11/98, ek. 72 þús. Verð kr. 1.480 þús. Sjáðu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI —✓///•----------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100 Umfjöllun DV um fólk sem veikst hefur hastarlega af lyfjaofnæmi: Stofnun samtaka í bígerð „Þaö var rosalega notalegt aö hitta þetta fólk og geta talað við einhvem sem skilnr mann alveg nákvæmlega," sagði Margrét Gísladóttir, innanhússarkitekt og ljósmyndari, sem DV ræddi við nýlega um hastarleg veikindi hennar af ofhæmi vegna notkunar flogaveikilyfs. Það hafði hún not- að samkvæmt læknisráði gegn sí- þreytu, vefjagigt og svefnleysi. Viðtalið í DV leiddi til þess að hún hitti fólk sem hefur orðið fyrir svipaðri reynslu og hún og stofn- un samtaka er í bígerð. Um 90 prósent af húð Margrétar brvrnnu þegar hún veiktist alvar- lega þar sem hún var stödd úti í Bandaríkjunum haustið 2002. Hún lá milli heims og helju á sjúkra- húsi í sex vikur. Eftir veikindin er hún 75 prósent öryrki og berst við margvíslegar afleiðingar ofnæmis- ins. Þegar DV ræddi við Margréti á dögunum lýsti hún áhuga á að heyra í fólki sem þekkti vel til DV-MYND HARI Nauösyn á samtökum Margrét telur nauösynlegt aö stofna samtök til stuönings og fræöslu þeim sem lent hafa í því aö frá illvígt lyfjaofnæmi sem lýsir sér m.a. þannig aö húö og slímhúö brenna. þessa illvíga ofnæmissjúkdóms eða hefði orðið fyrir barðinu á honum. Veffang hennar, cats@islandia.is, birtist með viðtalinu. Viðbrögðin létu ekki á sér standa. Nú hefur hún fengið tölvupóst frá allmörgum sem hafa þannig gefið sig fram. Fólkið kom síðan saman til fundar þar sem það ræddi meðai annars nauðsyn þess að finna fleiri upplýsingar um sjúkdóminn heldur en þær sem nú liggja fyrir og jafnframt að þýða þær yfir á íslensku. „Við höfum hug á að stofna samtök," sagði Margrét við DV í gær. „Fram kom eindreginn vilji til þess á fundinum sem við héldum. Markmið þeirra yrði að vera til stuðnings þeim sem hafa orðið fyrir barðinu á sjúkdómnum, útvega upplýsingar og miðla þeim. Ég verð vör við að þetta er mikið í umræðunni eftir umfjöllun DV um málið og þaö þykir mér mjög þarft.“ -JSS Hæstiréttur: Afsláttur af kaupverði vegna galla Hæstiréttur hefúr failist á kröíú kaupenda um afslátt af kaupverði timburhúss vegna gaila. Hins vegar féllst hann ekki á riftun á kaupunum og endurgreiðslu kaupverðs. Áður en kaupendumir fluttu inn í húsið höfðu þeir spurst fyrir um hvort húsið væri sigið og fengið þau svör að svc væri ekki. Þeir urðu hins vegar fljótt varir við að gólf voru ekki rétt og gluggar og dyr héldu ekki vindi. Var það síðan staðfest með matsgerö dómkvaddra manna. Talið var aö miöað við aidur og ástand hússins sem kaupendunum var eða mátti vera kunnugt um væri húsið ekki haldið verulegum galla. Þá var ekki talið sýnt fram á að selj- endumir hefðu leynt göllunum meö sviksamlegum hætti eða húsið ekki byggt í samræmi við lög eða bygging- arsamþykktir. Hins vegar var talið að kaupendurnir hefðu mátt ganga út frá því við kaupin að gluggar og dyr væm vindþétt og gólfm rétt og yröi að ætla að slíkir gallar kynnu að hafa áhrif á verðmæti þess til lækk- unar markaðsverðs. -EKÁ DV-MYND GVA Gengiö yfir lækinn Hafnfiröingarnir Birgitta og Kristjana létu lækinn ekki aftra sér og bjuggu til litla brú tilaö getaö haldiö ferö sinni áfram. Stelpurnar voru hinar kátustu og sögöust bæöi hlakka til páskanna og sumarsins. „Þaö er svo gott aö boröa páskaegg og gaman aö leika sér úti á sumrin. “ Hæstiréttur þyngdi dóm yfir forsvarsmanni Costgo-pöntunarlistans: Blekkti fólk til að greiða fyr- ir vörur sem hann átti ekki Hæstiréttur dæmdi f gær for- svarsmann Costgo-fyrirtækisins í níu mánaða fangelsi fyrir fjár- svik og fleira. Hann haföi meðal annars stofnað til reikningsvið- skipta viö verslunina BYKO f sviksamlegum tilgangi og blekkt starfsmenn hennar til frekari reikningsviðskipta með því að greiða skuld fyrir úttektir með tékka sem hann gaf heimildar- laust út og var áritaður með bleki sem hvarf þremur dögum síðar. Hann hafði einnig auglýst í Fréttablaðinu, undir nafninu Costgo, Pöntunarlistinn - Amer- ísk dreifing, símasölu á til- greindum vörutegundum, þar sem fólki var gefinn kostur á að panta símleiðis vörur á heild- söluverði. Blekkti hann fólkið sem hringdi til að greiða 5 þúsund krónur fyrir vörulista og aðgang að frekari viðskiptum þrátt fyrir að hafa ekki haft á boðstólum þær vörur sem auglýstar voru eða staðiö í neinum viðskiptasam- böndum um öflun þeirra. Tókst honum þannig að blekkja 85 manns til að greiða rúmlega 450 þúsund krónur vegna væntan- legra viðskipta. Vörur fyrir 10 manns Maðurinn bar fyrir dóminum að hann hefði búist við viðbrögð- um frá um 60 manns og að hann hefði haft vörur fyrir um 10 manns. Hann staðfesti að hann hefði lofað þeim sem hringdu fyrst að vörur yrðu afhentar strax. Hann kvaðst hafa ætlað að taka niður allar pantanirnar og síðan láta senda sér vörurnar frá Amer- íku og tæki það fimm daga í flug- fragt. Hann kvaðst ekki hafa lofað vörum strax og kvað 5 þúsund króna gjaldið vera endurgjald fyr- ir aðgang að heildsöluverði þeim sem hann bauð. Dæmdur áður Maðurinn hafði áður verið dæmdur í sex mánaða fangelsi í héraðsdómi en Hæstiréttur þyngdi refsinguna í níu mánuði. Sagði í niðurstöðu dómsins aö líta yrði til sakarferils mannsins, en hann hafði tvívegis hlotið fangels- isdóm fyrir skjalafals og fjárdrátt. Einnig yrði að gæta þess að hann blekkti fjölda manns með háttsemi sinni og hefði ekki bætt að fullu fyrir brot sín. Ósýnilegt blek í apríl 2001 hafði hann í svik- samlegum tilgangi stofnað til reikningsviðskipta við verslun BYKO hfi, kt. 460169-3219, Skemmuvegi 2, Kópavogi, með út- tektarheimild alit að kr. 500.000 á mánuði, sem greiðast átti í síðasta lagi 20. næsta mánaðar. Hann hafði jafnframt þann 15. júní blekkt starfsmenn verslunarinnar til frekari reikningsviðskipta með því að greiða skuld fyrir úttektir frá 25. maí til þess dags með tékka, að fjárhæð kr. 488.844, sem hann gaf heimildarlaust út í eigin nafni á tékkaeyðublað í eigu hús- félagsins Klukkurima 27-47, Reykjavík, og áritað með bleki sem hvarf 3 dögum eftir áritun. Þannig náði ákæröi að taka út á tímabilinu frá 25. maí til 18. júni vörur að andvirði alls kr. 685.484 sem hann gat ekki greitt. -EKÁ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.