Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 12
12 Helgarblað FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003 DV Ástarhreiðri Saddams Kkt við gtaumgosaíbúð Yfirgefið ástarhrelður Til hliöanna voru speglar á veggjum frá gólfli til lofts og erótiskt ævintýramál- verk ofan viö höföagaflinn. Málverkiö var af Ijóshæröri berbrjósta konu og að baki henni vargræn skaöræöisskepna. Bandarlskir hermenn, sem leitaö hafa Saddams Husseins og helstu fylgismanna hans eftir frelsun Bagdads, fundu um helgina það sem þeir kalla „ástarhreiöur Saddams" í einu hverfa borgarinnar. Umrædd íbúð, sem er á tveimur hæðum, er í byggingu Baath-flokks- ins í einu hverfa miðborgarinnar sem sérstaklega hefur verið byggt upp fyrir iraskan Saddam-aðal en í byggingunni bjuggu aðallega for- ingjar úr hernum og helstu forystu- menn Baath-flokksins. í fyrstu var talið að þama væri um felustað hins tortryggna Sadd- ams aö ræða en að sögn hermann- annna minnti þetta leyniathvarf Saddams helst á glaumgosaíbúð. í henni vora leikmyndir gaman- mynda frá sjöunda áratugnum með tilheyrandi speglum og skrauti uppi um alla veggi og loft og að sögn eins þeirra eins og klippt út úr skopstæl- ingum Austins Powers. Spencer Willardson, liðsforingi hersveitarinnar sem uppgötvaði hreiðrið, sagði að þetta hefði verið ótrúleg sjón. „Strákarnir hlupu á mUli herbergja með alls konar upp- hrópanir á vörum, enda höfðu þeir aldrei séð annað eins nema þá í Hollywood-myndum Á veggjunum voru myndir og málverk af nöktum konum inn á milli speglanna og á borðunum eggjandi lampar, í lögun eins og konulíkamar. Ein myndin var af berbrjósta ljóshærðri konu og önnur af dökkhærðri hetju með yf- irskegg sem barðist við krókódíl." sagði WUlardson. Ekki af verri endanum Að sögn fréttamanns, sem skoð- aði íbúðina, voru myndir af Saddam uppi um aUa veggi og á annarri hverri var hann með þekktri hjá- konu sinni þar sem þau horfðust í augu og brostu hvort tU annars. Húsgögnin voru ekki af verri end- anum og hægindastólar og sófar með gulUögðum örmum, auk svo- kallaðra „beanback-stóla“ sem settu mjög svip sinn á íbúðina. í setustofunni var bar niðri í miðri laug og mátti þar fmna dýr- indis vín, aUt frá tuttugu ára göml- um ítölskum og frönskum rauðvín- um tU bestu og dýrustu viskíteg- unda, að ógleymdu eðalkoniakinu. I eldhúsinu voru fuUir glerskápar af sérhönnuðum borðbúnaði með íraska skjaldarmerkinu en tU spari fádæma glæsUegt guUlagt kínverskt matarsteU með skjaldarmerki kú- veisku krúnunnar sem líklega er ránsfengur úr Persaflóastríðinu eft- ir innrásina í Kúveit. Á efri hæðinni var sjónvarpsher- bergi með risaskjá og gólfið þakið bláum, bleikum og gulum púðum. í baðherbergi inn af var nuddpottur og tilheyrandi tæki og tól. Ijóshærð og berbrjósta Sjálft ástarhreiðrið, eða svefnher- bergið, var í stóru rými á neðri hæðinni og var risastórt rúmið feUt inn í sambyggðan blómaskála með plastblómum í einu homi herbergis- ins. TU hliöanna voru speglar á veggjum frá gólfi tU lofts og erótískt ævintýramálverk ofan við höfða- gaUinn. Málverkið var af ljóshærðri ber- brjósta konu og að baki henni var græn skaðræðisskepna. Konan bendir fingri að einhvers konar goð- sagnahetju, sem eflaust hefur átt að tákna sjálfan Saddam, og út úr fingri konunnar sprettur risasnák- ur sem vefur sér um líkama hetj- unnar. Önnur mynd i herberginu var af bústinni konu, sem hlekkjuð er við hrjóstrugan eyðimerkurdrang og í baksýn er grimmur dreki sem gerir sig líklegan tU þess að ráðast á kon- una með beittum klónum. Myndin þykir táknræn fyrir þekkta kynlífsóra Saddams og án efa er drekinn ímynd hans en kon- an ímynd hinnar ljóshærðu fyrrverandi hjákonu hans, Paris- oula Lampsos, sem Saddam kaUaði sjálfur Shaqraa, eða Ljósku, en undanfama mánuði hefur hún verið í felum eftir ævintýralegan flótta undan Saddam frá írak um Jórdaníu. Tvennar nærbuxur í klæðaskápum svefnherbergisins var lítið að sjá annað en tómar skúffur og hiUur fyrir utan tvenn pör af boxer-nærbuxum, tvo stuttermaboli og baðslopp, öUu pakkað rækUega inn í plast. f næsta húsi, sem Saddam átti einnig, fundust gífurlegar vopna- birgðir bak við glugga með sterkum járnrimlum. Að sögn WUlardsons liðsforingja voru þar þúsundir vopna og þar á meðal um 6000 Barretta-skamm- byssur, 650 Sig Sauer-skammbyssur, 250 Colt-marghleypur, 160 belgískar 7,65 mm skammbyssur, tólf kassar af litlum Sterling-vélbyssum og fjórir kassar af skriðdrekavamarflaugum, enn þá í upprunalegum óuppteknum kössum. Þá voru þar tugir þúsunda skothleðslna af ýmsum gerðum, auk stafla af sprengjuvörpum, gömlum handbyssum og þungum hríðskota- rifflum. Kallaði hana Ijósku Áðumefndri hjákonu, sem Saddam kallaði Ljósku, kynntist hann fyrir meira en þrjátíu árum þegar hún var rétt um tvítugt og hann 31 árs. Þetta mun hafa verið árið 1968 þegar hinn ungi og fjallmyndarlegi Saddam Hussein var að klifra upp metorðastigann í Baath-flokknum. Shaqraa, sem hafði lengst af búið í Beirút í Líbanon þar sem hún ólst upp, er dóttir grísks vellauðugs olíuverkfræðings sem á svipuðum tíma hóf störf við olíuiðnaðinn í írak. í einni heimsókninni til fóður síns kynntist hún Saddam og féll fyrir honum. Þar með var hún föst í vefnum og hófst ástarævintýið í íbúð bróður Saddams í Bagdad. Þegar Saddam tók síðan við for- ystunni í Baath-flokknum af frænda sínum, Ahmad Hasan al-Bakr, eftir vel heppnað valdarán flokksins í Bagdad, hélt Shaqraa að ævintýrið væri úti og flutti þá aftur heim til Beirút. Það var svo ekki fyrr en hún flutti aftur til Bagdad, eftir að hafa gifst íröskum kaupsýslumanni, að hún uppgötvaði að Saddam hafði alls ekki í hyggju að slíta sambandi þeirra. Eiginmaðurinn í fangelsi í heimildamynd, sem sýnd var á bandarísku ABC-sjónvarpsstöðinni í september sl. á sama tíma og Banda- ríkjamenn voru að vinna hern- aðaráformun sínum í írak hylli alþjóðasamfélagsins, lýsti Shaqraa því hvernig Saddam, sem þá þegar var orðinn einræðisherra í írak, lét varpa eiginmanni hennar í fangelsi. Síðan þvingaði hann hana til þess að yfirgefa Rétttrúnaðarkirkjuna sem bannar hjónaskilnaði. „Hann lét mig viðurkenna ís- lamska trú til þess að ég gæti orðið frilla hans. Þegar það var afstaðið lét hann flytja mig beint í forsetahöllina til þess að hafa kynmök við mig. í fyrstu ætlaði ég aðeins að heilsa hon- um með handabandi en hann greip mig í fangið og faðmaði mig þétt- ingsfast að sér. Hann vildi strax hafa við mig mök og þegar hann hafði lokið sér af löðrungaði hann mig nokkrum sinnum og öskraði: „Ég er aldrei veiklundaður nema þegar ég er með þér.“ Hrifin af Saddam í fyrstu Shaqraa viðurkennir að þrátt fyrir ofbeldishneigðina hafi hún í fyrstu verið hrifin af Saddam. „Hann var ungur og aðlaðandi og alltaf vel klæddur. Hann spurði mig oft ráða, þó aldrei um stjómmál eða viðskiptiheldur frekar um það hvernig hann ætti að klæðast og annað slíkt. Þá gerði ég mér ekki grein fyrir grimmdinni og að hann væri í raun sá glæpamaður sem hann er,“ sagði Shaqraa. Shaqraa, sem var frilla Saddams í meira en þrjátíu ár og er núna á fimmtugsaldri, segir einnig frá að- draganda þess að hún ákvað á flýja og er sú saga hryllingssögu líkust. „Þar kemur að þætti Udays, eldri sonar Saddams, sem misnotaði dóttur mína oftar en einu sinni. Hann nauðgaði henni fyrst þegar hún var fimmtán ára og það gerði hann heima í höll foður síns. Innan um þessa ódæðismenn gat ég ekkert gert annað en fara með dóttur mína á spítala þar sem hún fékk aðhlynningu og ég gat heldur ekkert gert þegar Uday hélt leiknum áfram. Eftir nauðgunina fann ég fyrst til verulegs haturs í garð Saddams og fékk það stöðugt á tilfinninguna að hann væri að nauðga mér þegar ég svaf hjá honum. Ég viðurkenni þó að hið ljúfa líf, sem hann bauð upp á, mildaði mig en á endanum gat ég ekki lifað við þetta lengur. Ég var orðin hallarskækja," sagði Shaqraa með tárin í augunum. Erlendar fréttir vikunii Handalausi dnengurinn á spítala Tólf ára íraskur dreng- ur, Ali Ismail Abbas, sem hefur orðið eins konar táknmynd fyr- ir þjáningar óbreyttra borg- ara í stríðinu í írak, er nú kominnn á sjúkrahús í Kúveit þar sem læknar ætla að gera að sárum hans eftir mætti. Ali litli missti báða handleggi og brenndist illa þegar bandarískt flugskeyti eyðilagði heimili hans í Bagdad. í árásinni létust foreldrar hans, bróðir og nokkrir aðrir ætt- ingjar. Læknar á sjúkrahúsi í Bagdad höfðu lýst því yfir að Ali litli kynni að deyja kæmist hann ekki á almennilega búið sjúkrahús hið fyrsta. Fundað upp eftirleikinn Fyrsti fundur fulltrúa banda- manna og íraskra stjómarandstæð- inga um framtíðarskipan í írak var haldinn skammt frá borginni Nass- iriya á þriðjudag. Þar var sam- þykkt áætlun bandamanna í þrett- án liðum um lýðræðislega upp- byggingu í írak. Næsti fundur verður haldinn eftir páska. Ekki voru allir jafnhrifnir af tiltækinu því samtök sítamúslíma, sem eru meirihluti íbúa íraks, mættu ekki til fundarins til að mótmæla af- skiptum Bandarikjamanna. Nauð- synlegt er þó talið að fá síta með vegna þess hve fjölmennir þeir eru. Heimabopg Saddams falHn líka Segja má að sigur hafi unnist í stríðinu í írak á mánudag þegar bandarískar hersveitir náðu Tikrit, heimaborg Saddams Husseins, á sitt vald. Hermennimir mættu harðri mótspyrnu i útjaðri borgar- innar fyrst í stað. Bandarískar flugvélar höfðu haldið uppi mikl- um loftárásum á stöðvar lýðveldis- varðar Saddams til að veikja mót- stöðu þeirra. Sýrlendlngar í skotlínuraii Bandarískir ráðamenn fóru mikinn í vikunni þegar þeir keppt- ust við að hóta Bashar al-Assad Sýrlandsforseta og stjóm hans. Bandaríkjamenn saka Sýrlendinga um að vera að reyna að koma sér upp gjöreyðing- arvopnum og um að hafa gert til- raunir með efnavopn. Þá segja Kanar að leiðtogar íraka hafi feng- iö skjól í Sýrlandi á flótta sínum undan innrásarhernum. Sýrlend- ingar visa öllum slikum ásökunum á bug og undir miðja viku virðist sem heldur hafi sljákkað í Banda- ríkjamönnum. Þjóöargfipsemap glataöan Vargöldin í Bagdad og öðrum borgum fraks, þar sem vopnaðir flokkar manna hafa farið um ræn- andi og ruplandi, hélt áfram i vik- unni þótt innarásarhermenn hafi um síðir reynt að hafa hemild á gripdeildarmönnum. Þjóðminja- safnið í Bagdad er ein þeirra opin- beru stofnana sem fengið hefur að kenna á stjórnleysinu í borginni. Sérfræðingar óttast nú að þjóðar- gersemar sem þaðan voru teknar séu að eilífu glataðar. Töldu síg komast í feítt Bandaríkjamenn töldu sig heldur betur hafa komist í feitt á mánudags- kvöld þegar sér- sveitir i Bagdad handtóku palest- ínska hryðjuverka- foringjann Abu Abbas. Hann var höfuðpaur hóps sem rændi ítalska skemmtiferða- skipinu Achille Lauro á Miðjarðar- hafi árið 1985. Abbas hafði dvalið í írak undanfarin 17 ár en hafði margsinnis ferðast til Gaza, með leyfi ísraelskra stjórnvalda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.