Dagblaðið Vísir - DV - 17.04.2003, Blaðsíða 10
10
DV
FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 2003
Úigáfufélag: ÚtgáfufélagiB DV ehf.
Framkvæmdastjóri: Örn Valdimarsson
Aðalritstjóri: Óli Björn Kárason
Ritstjóri: Sigmundur Ernir Rúnarsson
Aóstoöarritstjóri: Jónas Haraldsson
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaBaafgreiBsla, áskrift:
Skaftahliö 24, 105 Rvík, sími: 550 5000
Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjórn: 550 5020 - ABrar deildir: 550 5749
Ritsfjórn: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar: auglysingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is
Akureyri: Kaupvangsstræti 1, sími: 462 5000, fax: 462 5001
Setning og umbrot: ÚtgáfufélagiB DV ehf.
Plötugeró og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til aB birta aBsent efni blaBsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
DV greiBir ekki viflmælendum fyrir vifltöl viB þá eBa fyrir myndbirtingar af þeim.
Lágkúran á stall
Fíflaskapur er að verða eitt af
lykilorðunum í islenskri afþrey-
ingu. Alls konar furðufuglum
og rugludöllum er hampað í fjöl-
miðlum og leiksviðum landsins
og iðulega gert jafn hátt undir
höfði og metnaðarfullu lista-
fólki. Þessir trúðar tiðarandans þykja þeim mun betri og
eftirsóknarverðari eftir því sem þeir ganga meira fram af
fólki. Og atriðin draga fleiri að og þykja villtari og svaka-
legri eftir þvi sem áhorfendur þurfa oftar að líta undan.
Best er náttúrlega að gubba af öllu saman!
Þrir útlenskir rugludallar voru með margvísleg kjána-
prik í Háskólabíói síðastliðinn fostudag. Húsfyllir var. Sá
sem fremstur fór i ruglinu skar sjálfan sig í tunguna með
glerbroti, kveikti í hausnum á sér og skaut með heftibyssu
brjóstahaldara inn í bringuna á sér. Svokallaður hápunkt-
ur sýningarinnar var þegar þessi maður heftaði punginn á
sér við lærið á sér. Greinilegt var að mennirnir sem þama
komu fram á sviði Háskólabíós voru útúrdukknir og skakk-
ir. Og því skemmtilegri!
Ekkert lát er á sýningum af þessu tagi. Fram undan er
önnur eins og þá munu tittlingar vera í eins konar aðal-
hlutverki. Tveir fullorðnir karlmenn munu í þetta sinn
engjast um sviðið í Austurbæ og bera þar kynfæri sín eins
og um strengjabrúður væri að ræða. Ef skilja má auglýs-
ingu i tengslum við þessa sýningu ætla mennirnir að teygja
og toga kynfæri sín á alla vegu svo áhorfendur geti skellt
upp úr. Auglýsingunni fylgir aðvörun um að sýningin geti
sært blygðunarkennd fólks.
Ruglið hrífur. Og vart kemur til greina að bjóða forviða
áhorfendum upp á eitthvað minna þegar tjöldin verða næst
dregin frá. Reyndar eru þess dæmi að á sýningum sem
þessum séu labbarnir farnir að ganga enn lengra en að ofan
segir. Ekki þykir lengur tiltökumál að menn æli á sviðið og
einn liður i sýningum af þessu tagi mun vera sá að kasta
þvagi fram í salinn þar sem áhorfendaskarinn liggur mátt-
laus i hlátri sínum. Timaspursmál er hvenær menn losa
hægðir á sviðinu.
Viðbjóður og lágkúra af þessu tagi er að ryðja sér til
rúms í íslensku samfélagi. í þessum efnum sem öðrum er
nýjungagirni landsmanna engin takmörk sett. íslendinga
þyrstir í að vera á meðal þeirra fyrstu sem kynnast nýjum
siðum og hegðunarmynstri. Og fyrir vikið eru jafnvel
stjórnmálamenn í kosningabaráttu farnir að ropa út úr sér
ógeðisdrykkjum í beinni útsendingu í íslensku sjónvarpi.
Allt er leyfilegt og aðeins spurning hvenær þeir fara að éta
fullar skálar af ánamöðkum.
Eitt vinsælasta sjónvarpsefni samtimans er því marki
brennt að minnka fólk. Linsa sjónvarpsvélanna liggur uppi
i andliti fólks sem er að reyna að troða ofan i sig sem mestu
magni af kakkalökkum eða krækja eins mörgum krókum i
likama sinn og nokkur kostur er. Dagskipun sjónvarpsiðn-
aðarins er að vera á mörkum yfirliðs; áhrifin af mörgum
kunnustu sjónvarpsþáttum seinni ára eiga vera þeirrar ætt-
ar að menn trúi ekki sínum eigin augum - að menn leggist
lægra og lægra. Og lægra.
Misþyrming hefur jafnan verið talin á meðal neikvæðra
orða. Misþyrming líkama og sálar er að verða uppistaðan i
sjónvarpsglápi nýrrar kynslóðar á íslandi. Þegar við bætist
linnulitil hrifning af allskonar klámi, kynórum og tví-
ræðni, að ekki sé talað um ómælda nekt í myndböndum og
bíói, verður ekki betur séð en íslensk ungmenni lifl i tryllt-
um heimi. Svallið er hafið til skýjanna og það er ekki ein-
asta að gildismatið breytist heldur guggnar það. Enda heit-
ir þetta gildissukk.
Sigmundur Ernir
Fær stjornar-
andstaðan frítt spil?
Olafur Teitur
Guðnason
blaöamaöur
Ritstjórnartaréf
Það reynir á fjölmiðla í kosn-
ingabaráttu. Alla jafna beina þeir
kastljósi sínu fyrst og fremst að
stjórnvöldum eins og vera ber,
veita þeim aðhald og láta einskis
ófreistað við að finna á þeim veik-
an blett. Upp að vissu marki eru
fjölmiðlar því sjálfkrafa í stjórnar-
andstöðu lengst af hverju kjörtima-
bili. í kosningabaráttu reynir hins
vegar meira á það en á öðrum tím-
um hvort þeim tekst að rýna jafn
gagnrýnum augum í spilin sem
stjómarandstaðan leggur á borðið.
Loforð sem enginn skilur
Helsta útspil Samfylkingarinnar
í skattamálum er hækkun skatt-
leysismarka um ríflega 10.000 krón-
ur á mánuði. Þetta er loforð sem
enginn skilur.
Einhverra hluta vegna hafa
næstum allir fjölmiðlar kynnt lof-
orðið með þessum hætti - að skatt-
leysismörk verði hækkuð um
10.000 krónur á mánuði. Talan
10.000 hefur þannig víðast hvar ver-
ið gerð að aðalatriði algjörlega
gagnrýnislaust. Hún hljómar vita-
skuld ágætlega en hún segir ná-
kvæmlega ekki neitt um hvað í
þessu felst - nákvæmlega ekki
neitt.
Skattleysismörk eru ekki til sem
slík í skattkerfinu. Þau eru hvergi
ákveðin heldur eru þau afleiðing af
samspili persónuafsláttar og skatta-
prósentu - tekjurnar þar sem af-
slátturinn er jafnhár reiknuðum
skatti þannig að enginn skattur er
greiddur.
Tvennt veldur því að enginn skil-
ur loforð Samfylkingarinnar. I
fyrsta lagi halda sumir að skatt-
leysismörk og persónuafsláttur séu
það sama. Sjálfur formaður Frjáls-
lynda flokksins ruglaði þessu sam-
an í Kastljósinu í fyrrakvöld og
vanreiknaði þess vegna skattatil-
lögur flokksins um litla 10 millj-
arða króna! (Sem hefði líklega eitt
og sér verið stórfrétt ef sumir aðrir
hefðu átt í hlut.) Og Fréttablaðið
sagði blákalt í úttekt sinni á loforð-
um flokkanna að Samfylkingin ætl-
aði að hækka persónuafslátt um
10.000 krónur! Er við
því að búast að al-
menningur botni
eitthvað í þessu?
í öðru lagi er það
ógerningur fyrir
aðra en flinkustu
reiknimeistara að
reikna út í huganum
hverju 10.000 króna
hækkun skattleysis-
marka skilar fólki.
Það eru svo sannar-
lega ekki 10.000
krónur. En hvað þá?
Jafnvel þeir sem
skilja kerfið þurfa að
setjast niður með
reiknistokk til þess
að botna í tölunni
frægu sem einhverra
hluta vegna hefur
verið gerð að aðalat-
riði málsins.
Öfugt við fjölmiðla
fær hins vegar Sam-
fylkingin prik fyrir
að komast að kjama
málsins í aukasetn-
ingu í kosninga-
stefhuskrá sinni sem
fáir virðast hafa
veitt athygli og lítið
hefur verið fjallað
um. Þar segir að við
breytinguna aukist
ráðstöfunartekjur
hvers skattgreiðanda um 50.000
krónur á ári. Við grípum reikni-
stokkinn og fáum út um það bil
4.000 krónur á mánuði. Þarna er að-
alatriðið: Það stendur til að hækka
persónuafslátt um u.þ.b. 4.000 krón-
ur á mánuði. Það er auðvitað
merkilegt að þetta er hvergi sagt
berum orðum í kosningastefnuskrá
flokksins sem fer um landið í
fundaherferð um „pólitísk aðal-
atriði“.
Rangfærslur
Látum vera að algjörlega óskilj-
anlegt aukaatriði hafi verið gert að
aðalatriði varðandi þetta útspil.
Þegar kom að því að túlka þetta var
nefnilega gengið skrefi lengra og
beinlínis röngum upplýsingum
hcddið að fólki.
Talsmenn Samfylkingarinnar
Einhverra hluta vegná
hafa næstum allir fjöl-
miðlar kynnt loforðið
með þessum hœtti - að
skattleysismörk verði
hœkkuð um 10.000 krón-
ur á mánuði. Talan
10.000 hefur þannig víð-
ast hvar verið gerð að að-
alatriði algjörlega gagn-
rýnislaust.
héldu þvi ítrekað fram að hækkun
perónuafsláttar um um það bil
4.000 kr. á mánuði (eða hækkun
skattleysismarka um 10.000 kr. eins
og það hét jafnan) kæmi betur út
fyrir fólk með lágar og meðaltekjur
en flöt 4% lækkun skatthlufalls. DV
tók sig þá tO og reiknaði út að
mörkin lægju við 104.000 kr. mán-
aðarlaun sem eru svo sannarlega
ekki meðallaun. Ekki fór mikið fyr-
ir áhuga annarra fjölmiðla á þess-
ari niðurstöðu.
Hún var að vísu borin undir
Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í
Kastljósinu og sagðist hún snarlega
draga hana mjög í efa enda lægju
fyrir upplýsingar frá ríkisskatt-
stjóra um að mörkin væru við
210-220.000 kr. mánaðarlaun. Það
með var málið tekið af dagskrá. Nú
hefur ríkisskattstjóri staðfest að
niðurstaða DV var rétt - mörkin
liggja við 104.000 kr. mánaðarlaun.
Enn fannst sumum fjölmiðlum
þetta ekki fréttnæmt og voru þó
upplýstar rangfærslur ekki lengur
bara ein heldur tvær.
Og viðbrögðin? „Ekki sambæri-
legir kostir" segir Ingibjörg Sólrún
í frétt Morgunblaðsins í gær, spurð
um þessa niðurstöðu ríkisskatt-
stjóra. „Fréttin" er reyndar ein-
ræða Ingibjargar Sólrúnar og ber
ekki með sér að blaðamaður hafi
spurt hana einnar einustu spurn-
ingar. Eins og til dæmis: „Þú segir
að þessar tillögur flokkanna séu
ósambærilegar; hvers vegna varst
þú þá ásamt öðrum forystumönn-
um flokksins að bera þær saman
fyrir nokkrum dögum og halda því
fram að sá samanburður væri ykk-
ur hagstæður?"
Næstum allir fjölmiðlar hafa því
gefið Samfylkingunni frítt spil í
skattamálum.
Hnífjafnt!
Fjölmiðlar hafa jafnan verið
heldur tregir til að hnýta hver í
annan. Enda er rétt að fara spar-
lega með slíkar yfirlýsingar; allir
fjölmiðlamenn þekkja að margs
konar ofur eðlilegar ástæður - sem
koma óvönduðum vinnubrögðum
eða meintri hlutdrægni ekkert við
- geta verið fyrir því að fjallað er
um hlutina á tiltekinn hátt en ekki
einhvern annan.
Átti að birta skoðanakönnun
sem sýndi Sjálfstæðisflokkinn fara
upp fyrir Samfylkinguna á forsíðu
eins og flestar (ef ekki allar) fyrri
kannanir sama blaðs? Átti forstjóri
Hafrannsóknastofnunar að fá pláss
framar en i þriðju síðustu frétt tO
þess að gefa skýringar á ummælum
sínum um þorskkvótann sem höfðu
verið rifiuð upp með áberandi
hætti daginn áður og gefið tilefni
til fullyrðinga um að forstjórinn
hefði kúvent til að þóknast forsæt-
isráðherra? Það væri að æra
óstöðugan að velta sér upp úr slík-
um smámálum.
En hvað skal segja þegar Stöð 2
slær því upp sem fyrstu frétt í
fyrradag að fylgi Sjálfstæðisflokks-
ins og Samfylkingarinnar sé
„hnífiafnt"? Samkvæmt könnun-
inni var fylgi Sjálfstæðisflokksins
36,8% en fylgi Samfylkingarinnar
33,9%! Þetta er auðvitað fráleit
framsetning. Hún ber ekki með sér
að fiölmiðlamenn séu almennt
gagnteknir af ótta við að forsætis-
ráðherra komi og „hamist í þeim“
ef þeir „lúta ekki valdi“ hans. Og
það er erfitt að gera sér í hugarlund
aðra skýringu en þá að sumir séu
einfaldlega hnífiafnari en aðrir.
MANUOACUR
Norskur kór
<yrt Motwh WéwNw. X>tnw»rll
Pólskur harmon-
ikkuktkarí
Ht» Okai fe*«r w
tftir Utmm Mmta* BltfK
MitaM. Ufe 4* Xm+*u, V»dw
Mikil andstaða
við kvótakerfið
Áttatiu próicnt Undtmanna cru andvig kvótakcrfinu umkvtemt nýrri skoóartakonnun
Fréttablaðwm. Guðjón A. Kmtjánwon scgir þjódtna *já ranglartið i kcrfinu cn Fridrik J. Am-
grim**on scgir að enn hafi ekki fundist betra fyrirkomulag.
------------i M**-
tfcurn *ð t«»ft fnirti að *k>i* fcníW)
^----út txrir ttm. Utt
- ■ - fpx
við (ullyrflingar Samiylkinaarinnar
trtfctaiawta;
Þí mib Uw'
ÍS?'«íSí:í«
„ „ipvsismarka uro 1°
kosbr J
gS'ÆS vssz**-!
Sss&w*6 *