Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 4
Fréttir MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 JO'V’’ Fylgi samstarfsflokka í ríkisstjórn í könnunum DV frá kosningunum 1991: Núverandi stjórn mun fylg- ismeiri en Viðeyjarstiórnin Núverandi stjómarflokkar, Fram- sóknarflokkur og Sjálfstæöisflokkur, hafa samanlagt náð allt aö 70 pró- senta fylgi í skoðanakönnunum DV á þeim tveimur kjörtímabilum sem lið- in eru frá kosningunum 1995. Þótt fylgissveiflur hafi veriö hjá þessum flokkum á tímabilinu hefur saman- lagt fylgi þeirra í könnunum DV að- eins tvisvar farið undir 50 prósent; í janúar 2001, þegar samanlagt fylgi flokkanna mældist 47,1 prósent, og í janúar síðastliðnum þegar fylgið mældist 49,4 prósent. í bæði skiptin fagnaði Samfylking mikifli fylgis- aukningu. Toppnum var hins vegar náð í janúar 1996 þegar samanlagt fylgi stjómarflokkarma mældist 70 prósent. Fylgi Framsóknar og Sjálf- stæðisflokks mældist yfir 60 prósent að meðaltali árin 1995-1999 en árið 2000 var það að jafnaði 56 prósent. Meðalfylgið dalaði í 53,1 prósent 2001 en tók svo stökk upp í 62,7 prósent á síðasta ári. í ár hefur samanlagt fylgi stjómarflokkanna í könnunum DV að meðaltali mælst 53,1 prósent. Á meðfylgjandi grafi má sjá heildarþró- unina þessi 8 ár sem er í þá vem aö stjómarflokkamir hafa aöeins átt í vök að verjast siðustu ár. Fylgi Fram- sóknar hefur reyndar verið mun sveiflukenndara en fylgi Sjálfstæðis- flokks, hefur rokkað úr 27 prósentum í tæp 10 á 8 ára tímabili. Þótt fylgi núverandi stjómarflokka hafi ekki verið eins mikið undan- fama mánuði og fyrstu ár stjómar- samstarfsins geta þeir huggað sig við það að fylgi Viðeyjarstjómarinnar, ríkisstjómar Sjálfstæðisflokks og Al- þýðuflokks árin 1991-1995, var að jafnaði mun minna. Samanlagt fylgi þessara flokka var yfirleitt undir 50 prósentum, fór yfir 50 prósenta mark- Fylgi stjórnarflokkanna - í könnunum kjörtímabilin 1995-2003 Fylgi stjórnarflokkanna - í könnunum kjörtímabiliö 1991-1995 ið í íjórum könnunum á kjörtímabil- inu. Kjörfylgið var reyndar 54,1 pró- sent en í september 1991 mældist fylg- ið 51 prósent. í ágúst 1994 fór það í 50,9 prósent, var 52,8 prósent í febrú- ar 1995 og 50,9 prósent í mars sama ár. Lægst mældist fylgið í nóvember 1994, 38,6 prósent. Þá var klofnings- framboð Jóhönnu Sigurðardóttur. Þjóðvaki, komið á fulla ferð og mæld- ist með mikið fylgi í könnunum. Meðalfylgi Viðeyjarstjómarinnar í könnunum 1991 var 49,6 prósent, 48,1 prósent 1992, 42,8 prósent 1993, 47,6 prósent 1994 og 48,9 prósent 1995. Þróunina á fylgi stjómarflokkanna í Viðeyjarstjóminni má sjá í með- fylgjandi grafi. -hlh Héraðsdómur Reykjaness sýknaði barnaverndaryfirvöld: Málsmeðferðin þotti jaöra við valdníðslu en vap staðfest Héraðsdómur Reykjaness hefur sýknað bamavemdamefnd á Suöur- nesjum af kröfu um að ákvörðun hennar um að svipta færeyska for- eldra forsjá yfir sex bömum sínum yrði ógilt. Hins vegar gerði hann al- varlegar athugasemdir við málsmeð- ferð nefndarinnar og Bamavemdar- ráðs sem hafði staðfest ákvörðunina. Segir í dóminum að bamavemdar- nefndin og Bamavemdarráð hefðu brotið með alvarlegum hætti gegn meðalhófsreglu og rannsóknarreglu bamavemdarlaga með því að hafa ekki boðið foreldrunum stuðning eða leitað annarra úrræða áður en þeir voru sviptir forsjánni. Fjölskyldan kom hingað til lands frá Færeyjum í maí árið 2000. Hún hafðist í fyrstu við á tjaldstæði á Suö- umesjum og var bamavemdamefnd sveitarfélagsins gert viðvart um það. Grunur lék á að bömin væm van- rækt og vom þau síðan tekin af for- eldrunum og þeim komið í fóstur. í ljós kom að foreldramir höfðu flúið barnavemdaryfirvöld í Færeyjum sem höfðu haft gætur á þeim vegna gruns um líkamlegt, andlegt og kyn- ferðislegt ofbeldi gagnvart börnun- um. Dómurinn taldi að málsmeðferð bamavemdaryfirvalda hefði verið með svo alvarlegum annmörkum að jaðraði við valdníðslu og það réttlætti út af fyrir sig ógildingu ákvörðunar- innar. Hins vegar sagði að bama- vemdarmál hefðu ákveðna sérstöðu og að mikilvægt væri að raska ekki högum bama sem hefðu aðlagast nýj- um aðstæðum. Taldi dómurinn hags- muni bamanna vega þyngra en hags- muni foreldranna og því yi'ðu bömin áfram hjá fósturforeldrum sínum. Lögmaður foreldranna sagði að það sem styngi mest i augu væri að dómurinn hefði komist að þeirri niö- urstöðu að ákvörðun bamavemdar- yfirvalda hefði í raun verið ógfldan- leg. Taldi hann að ákvöröunin hefði verið meingölluð og tekin á mjög hæpnum grundvelli. -EKÁ Forsetinn með lceland Express Ólafur Ragnar Grímsson forseti og heitkona hans, Dorrit Moussaieff, komu meö flugvél lceland Express frá London á laugardagskvöld. Forsetinn hefur ekki áöur flogiö meö hinu nýstofnaöa lággjaldafélagi. Jóhannes Georgsson, forstjórí lceland Express, tók á móti Ólafi og Dorrit í Leifsstöö. Ólafur og Dor- rit voru aö koma frá Berlín þar sem forsetinn ávarpaöi m.a. fund þýsk-ís- lenska viöskiptaráösins. Ólafur átti jafnframt fund meö Johannes Rau, for- seta Þýskatands, og var viðstaddur setningu norrænnar menningarhátíöar í Greifswald. Ólafur og Dorrit höföu áöur flogið meö lággjaidafélaginu Ryanair frá Berlín til London. DV-MYND TOBlAS Ljót aðkoma Eldur kom upp I blokk við Krummahóla á laugardagskvöld. Slökkviliö var kvatt á staöinn og gekk greiölega aö slökkva eidinn sem ekki var mikill - en íbúðin fylltist af reyk. Reykræsta þurfti ibúöina og stigagang. Átta manns voru í íbúöinni þegar eldurinn kom upp og var einn flutt- ur á sjúkrahús vegna gruns um reykeitr- un. Nokkurt tjón varö vegna sóts og reyks eins og sést á myndinni. Ungir og ölvaðir menn: Sátu sem fastast í lögreglubílnum Tveir ungir karlmenn sátu sem fastast í lögreglubíl við miðborgar- stöðina aðfaranótt laugardagsins. Mennimir sem voru vel við skál sögðust hvergi fara. Þegar lögreglu- menn ætluðu að rýma bílinn tók annar mannanna sig til og skallaði lögreglumann. Hann var umsvifa- laust handtekinn og færður inn á stöðina. Þar hrækti hann á varð- stjóra. Maðurinn var látinn gista í fangageymslum. Að sögn lögreglu er ekki ljóst hvers vegna mennirnir vildu dvelja í lögreglubílnum. Lög- reglumaðurinn sem var skallaður hlaut minni háttar áverka. -aþ Ætlaði að selja hass á Nonðuplandi Lögreglan á Blönduósi fann 100 grömm af hassi í sölupakkningum á manni á þrítugsaldri á föstudag- inn. Hafði lögreglan verið við hefð- bundið eftirlit á staðnum og hand- tók manninn er hann kom með hópferðabíl tfl Blönduóss þar sem hún taldi ástæöu til að kanna nán- ar ferðir hans en hann hefur áður komið við sögu lögreglunnar vegna flkniefna. Við leit á manninum fundust fíkniefni og viðurkenndi hann að hafa ætlað að selja þau á Norðurlandi. Eftir yfirheyrslu var manninum sleppt og telst málið upplýst.______ -EKÁ Árekstur á Hellisheiöinni: Slasaðist alvar- lega en er ekki í lífsbættu Átta manns slösuðust, þar af einn alvarlega, þegar fjórir bílar lentu í árekstri á Hellisheiöinni á fóstudagskvöld. Fólkið var flutt tfl Reykjavíkur með sjúkrabílum og nota þurfti klippur tfl að ná tveim- ur þeirra úr bilunum. Aö sögn lög- reglunnar á Selfossi var töluverð hálka á veginum þegar slysið varð og allir bílarnir á sumardekkjum. Maðurinn sem slasaðist alvarlega er þó ekki talinn í lífshættu. -EKÁ Hvar átt þú að kjósa? || fff) www.reykjavik.is jj$ Kjörskrár í Reykjavík vegna Alþingiskosninga 2003 eru á www.reykjavik.is Sláðu inn kennitölu og fáðu upplýsingar um kjörstað og kjördeild

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.