Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 12
12
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003
Utlönd
I>V
Amram Mitzna.
Mitzna sagði af sér
sem flokksleiðtogi
Friðarsinninn Amram Mitzna,
leiðtogi israelska Verkamanna-
flokksins, sagði af sér í gær eftir
aðeins sex mánaða setu í leiðtoga-
sætinu.
Að eigin sögn var það aukin
gagnrýni og óánægja innan
flokksins sem varð til þess að hann
tók þessa ákvörðun en flokkurinn
galt mikið afhroð í síðustu
kosningmn undir hans stjóm og
jaðraði við klofning eftir að Mitzna
hafði neitað þátttöku í nýrri
ríkisstjóm Sharons.
Mitzna sagði á fréttamannafundi
í gær að hann hefði mátt þola
stöðuga gagnrýni og að flokksmenn
hefðu oftar en einu sinni komið í
bakið á sér. „Þrátt fyrir mikinn
stuðning í leiðtogakjörinu gátu
sumir ekki sætt sig við vilja
meirhluta flokksmanna og gerðu
allt til þess að sá efasemdum um
hæflleika mína til þess að leiða
flokkinn," sagði Mitzna.
Óttast aö 20 hafi farist
í skýstrokkum vestra
Fjöldi skýstrokka fór yfir aust-
urhluta Kansas og Missouri ríkja
í Bandaríkjunum í gær og varð
um tuttugu aö bana, aö því er yf-
irvöld greindu frá. Skemmdir
urðu meðal annars á íbúðarhverf-
um í borginni Kansas City,
beggja vegna Missouri-fljótsins.
„Það urðu umtalsverðar
skemmdir í norðvesturhluta borg-
arinnar. Tugir heimila jöfnuðust
viö jörðu og tugir urðu fyrir
skemmdum," sagði Don Denny,
talsmaður borgaryfirvalda í
Kansas City.
Veðurfræðingur sagði að ský-
strokkamir hefðu myndast þegar
þurrt loft frá Klettafjöllum hefði
komist í snertingu við rakt loft
frá Mexíkóflóa.
REUTERSMYND
Páfinn og kóngurinn
Jóhannes Páll páfi faömar aö sér Jó-
hann Karl Spánarkonung í heimsókn
sinni til Spánar um helgina.
Páfi hvetur Spánverja
til að vera trúfastir
Talið er að um ein milljón
manna hafi komið saman í mið-
borg Madrídar í gær til að hlýða
á Jóhannes Pál páfa hvetja Spán-
verja til að halda fast í trú sína.
Kaþólska kirkjan óttast nú mjög
að hún sé aö missa hefðbundin
tök sín á Spáni.
Páfi var í rúmlega sólarhrings
heimsókn á Spáni þar sem hann
tók fimm Spánverja í dýrlinga-
tölu. Að sögn virtist páfi við betri
heilsu en oft áður.
Ný bráöabirgöastjórn tekur
viö fyrir lok mánaöarins
- segir Jay Garner sem stjórnar uppbyggingarstarfinu í írak
Bandaríkjamaðurinn Jay
Gamer, sem stjómar uppbygg-
ingarstarfinu í írak, sagði í
morgun að ný bráðabirgða-
stjóm myndi taka við í landinu
fyrir lok mánaðarins og að skip-
an manna í stjómina yrði orð-
in nokkuð ljós strax um miðjan
mánuðinn.
„Það verður komin nokkuð
skýr mynd á þetta hjá okkur
um miðjan mánuöinn og ég á
von á því aö allt að níu íraskir
fulltrúar hinna ýmsu hópa leiði
bráðabirgðastjómina sem mun
vinna náið með bandamönn-
um,“ sagði Gamer.
Hann ítrekaði að þess yrði
gætt að allir áhrifahópar ættu
sína fulltrúa í stjóminni og þar
á meðal Baath-flokkurinn, hóp-
ar landflótta íraka, ættflokkar
og trúarhópar kristinna og
múslíma.
Fyrstu kosningar í írak eftir
fall stjómar Saddams í síöasta mán-
uði verða í borginni Mosul í dag en
úr borginni og nágrenni henn-
ar kjósa borgarráð, sem skip-
að verður þremur kúrdum,
einum kristnum, einum af ass-
erískum uppruna, einum af
tyrkneskum og sjö af arabísk-
um, auk fimm fulltrúa úr ná-
grenninu. Þá munu tveir full-
trúar hersins og átta fulltrúar
ríkisstofhana, eins og lögreglu
slökkviliðs og heilbrigðisstofn-
ana, sitja í borgarráðinu, sem
mun aðeins starfa til bráða-
birgða til að stjóma uppbygg-
ingarstarfinu í borginni á
meðan lýðræðislegar kosning-
ar og skráning kjósenda eru í
undirbúningi.
í gær var unnið við það að
grafa upp lík í fjöldagröf, sem
fannst í nágrenni hinnar
heilögu sítaborgar Najaf, en
talið er að gröfin sé frá árinu
1991 og að þar sé að finna lík-
amsleifar þeirra sem írösk
stjórnvöld létu taka af lífi í kjölfar
Persaflóastríðsins.
Jay Garner
Bandaríkjamaöurinn Jay Garner, sem stjórnar upp-
byggingarstarfinu í írak, segir aö skýr mynd veröi
komin á samsetningu nýrrar bráöabirgöastjórnar
um miöjan mánuöinn.
þá munu um tvö hundruð fulltrúar
hinna ýmsu ættflokka og trúarhópa
REUTERS-MYND
Lieberman brosir í kirkju
Bandaríski öldungadeildarþingmaöurinn Joe Lieberman, .sem gerir sér vonir um aö veröa forsetaefni
demókratafiokksins á næsta ári, brosir tit kirkjugesta á svölum Morris Brown afrísku meþódista- og biskupakirkjunnar
í Charleston í Suöur-Karólínu. Lieberman tók þátt í kaþpræöum viö átta aöra frambjóöendur á laugardagskvöld.
Bráðalungnabólguveiran getur
borist mill manna við snertingu
Nýjar rannsóknir á
bráðalungnabólguveirunni benda
til að hún geti borist í menn við að
snerta mengaða hluti.
Vísindamenn Alþjóða heilbrigð-
ismálastofnunarinnar (WHO)
segja að veiran sé harðgerðari en
haldið var í fyrstu og að hún geti
lifað í allt að fiórar klukkustundir
á yfirborði hluta og allt að fióra
daga í sauri manna.
Veiran getur einnig lifað óend-
anlega lengi í hitastigi undir frost-
marki og algeng sótthreinsunar-
efni ná ekki að granda henni.
Rannsóknimar renna stoðum
undir þá kenningu að lekar skólp-
leiðslur hafi auðveldað mjög út-
breiöslu veirunnar og valdið far-
aldri í íbúðablokk í Hong Kong
REUTERSMYND
Með grímur í jarðlestinni
Farþegar jarölestakerfisins í Shang-
hai í Kína tóku enga sénsa og settu
grímur fyrir vitin þegar þeir fóru til
vinnu sinnar í morgun.
þar sem þrjú hundruð manns
smituðust.
Hong Kong hefur orðið illilega
fyrir barðinu á veirunni og hafa
nú 184 látist þar af völdum
bráðalungnabólgunnar.
Á meginlandi Kína tilkynntu yf-
irvöld í gær um sjö ný dauðsfóll af
völdum sjúkdónisins og að 163 til
viðbótar hefðu smitast. í Kína
hafa 197 menn látist af þessum
sökum, fleiri en annars staðar.
í Singapore virðist sem náðst
hafi að hefta útbreiðslu sjúkdóms-
ins. Greint var frá því í morgun að
engin ný tilfelli hefðu verið til-
kynnt síðastliðna tvo sólarhringa.
Landið var í þriðja sæti yfir fiölda
smitaðra, með 203 tilfelli. Á þriðja
tug manna hefur látist.
Báknið bólgnar undir Fogh
Þvert á vænt-
ingar hefur borg-
araleg ríkisstjórn
Anders Foghs
Rasmussens í
Danmörku ráðíð
tíu prósentum
fleiri opinbera
starfsmenn en
fyrrum ríkisstjórn jafnaðarmanna
og róttækra hafði áformað, að því
er danska blaðið Politiken
greindi frá í gær.
Þreifingar um ferðamenn
Alsírsk stjómvöld sögðu í
fyrsta sinn í gær að 31 erlendur
ferðamaður, sem heföi horfið
langt inni í Sahara-eyðimörkinni,
væri í höndum mannræningja og
að yfirvöld væru búin að sefia sig
í samband við ræningjana.
Fleiri finnast ekki á lífi
Björgunarsveitamenn í Tyrk-
landi gáfu í gær upp alla von um
að finna fleiri á lífi í rústum
heimavistar sem hrundi í jarð-
skjálfta. Að minnsta kosti 167 fór-
ust í skjálftanum, þar af 84 skóla-
börn.
Fleiri klasasprengjur
Bandaríkjaher notaði hugsan-
lega miklu fleiri af hinum um-
deildu klasasprengjum í írak en
hingað til hefur verið viðurkennt,
að sögn tímaritsins Time.
Bush kannski til Póllands
George W. Bush
Bandaríkj aforseti
kemur hugsanlega
við í Póllandi í
Evrópuferð sinni
síðar í þessum
mánuði til að
þakka þarlendum
stjórnvöldum fyrir
stuðninginn í stríðinu í írak. Pól-
landsforseti hafði nefnt möguleik-
ann í útvarpsávarpi.
Tæknikrati yfir olíuráðuneyti
Bandaríska landstjómin í írak
hefur skipað íraskan olíu-
tæknikrata, Thamir Ghadhban,
til að stjóma olíumálaráðuneyt-
inu í Bagdad um sinn.
ef hann er á lífi
Donald Rums-
feld, landvarna-
ráðherra Banda-
ríkjanna, sagðist í
gær vera þess full-
viss að Saddam
Hussein, fyrrum
íraksforseti,
myndi finnast ef
hann væri enn á meöal vor og aö
gjöreyðingarvopn hans myndu
sömuleiöis finnast.
Díplómatar aftur til Bagdad
Bresk stjórnvöld hafa sent
fyrsta fastafulltrúa sinn í tólf ár
til Bagdad og mun hann verða
fulltrúi krúnunnar þar í borg.
Skrifstofurnar verða fyrst um
sinn í vörugámum.
Geimfararnir villtust af leið
Tveir bandarískir geimfarar og
einn rússneskur fundust heilir á
húfi í Kasakstan í gær eftir að
samband rofnaði við geimfar
þeirra og það lenti um 500 kíló-
metra frá fyrirhuguðum lending-
arstað. Geimfaramir voru að
koma frá alþjóðlegu geimstöðinni.
Saddam finnst