Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 8
8 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 Ingibjörg Sólrún Gísladóttir segir aö þegar menn hafi set- iö í tólf ár aö völdum sé mjög mikil hætta á aö þeir missi sjónar á hvernig þeir fara meö vald sitt; umræða um þetta sé pólitískt aðalatriði. Hún segir sérstööu Samfylkingarinn- ar meöal annars fólgna í þvi aö hún sé eini flokkurinn sem hafi viljaö setja jafnréttismál á dagskrá í þessari kosninga- baráttu og lög um fæðingarorlof séu engin afsökun fyrir aögeröaleysi á öörum sviöum jafnréttismála Þú hefur ekki verið kjörin til forystu af flokksmönnum Sam- fylkingarinnar. Er það til marks um lýðræðislega starfs- hætti í flokknum? „Ég er náttúrlega ekki formaður flokksins en að tillögu formanns- ins hefur verið samþykkt af þing- flokki og framkvæmdastjórn að ég sé forsætisráðherraefni Samfylk- ingarinnar. Þetta eru þær stofnan- ir flokksins sem eru tn þess bærar að ákveða slíkt. Þetta er bara eins og í boltanum: það er verið að stilla upp liði og það sem menn gera einfaldlega er að stilla upp því liði sem þeir telja að sé sterkast. Það er gert í þessum kosningum. Síðan verðum við bara að sjá hver útkoman verður. Það er hinn endanlegi lýðræðis- legi vilji sem ræður; vilji kjós- enda.“ Hvers vegna hélst þú og aðrir í Samfylkingunni því fram að skattatillögur ykkar skiluðu sér betur til meðaltekjufólks en tillögur Sjálfstæðisflokksins, þegar útreikningar sýna að mörkin eru við 104.000 króna mánaðarlaun? „Vegna þess að eftir landsfund Sjálfstæðisflokksins kom það fram í viðtali við Davíð Oddsson í Morgunblaðinu að skattatillögur Sjáifstæðisflokksins í heild kost- uðu 22 milljarða. Við tókum mark á þeirri tölu og þar með gat hann ekki verið með hækkun skattleys- ismarka inni. Á síðari stigum spýta þeir svo einhverjum 5 millj- örðum inn í þetta og segja að þetta kosti 27 milljarða. Þá horfir málið auðvitað öðruvísi við.“ Það var sérstaklega tekið fram í landsfundarályktun Sjálfstæðisflokksins um skatta- mál að skattleysismörk myndu hækka, þannig að það lá alveg fyrir. „Kunna þeir þá ekki að reikna þessir ágætu menn sem eru með fjármálaráðuneytið á bak viö sig? Eg held að þeir ættu þá ekki að „[Fymingarprósentan] er ekki aðalatriðið heldur að úthlutunarkerfinu verði breytt, það er að segja að við byggjum áfram á kvótakerfinu sem sliku en að kvótinn verði boðinn út til leigu til tiltekins árafjölda og allir hafi sömu mögu- leika á að bjóða í kvótann. “ ALÞINGISKOSNINGAR 2 0 0 3 hafa ranga útreikninga Frjáls- lynda flokksins á sínum skattatil- lögum í flimtingum." Þú hefur lýst kostum þess að taka upp fjölþrepaskattkerfi en það er þó ekki á stefnuskrá flokksins. Nú liggur fyrir ítar- leg úttekt á kostum og göllum slíks kerfls. Mega kjósendur ekki ætlast til þess að Samfylk- ingin taki ákveðna afstöðu í málinu, með eða á móti? „Við gerðum skoðun á þessu sjálf fyrir vorþingið okkar. Okkar niðurstaða varð sú að fara í hækk- un skattleysismarkanna vegna þess að við vorum ekki tilbúin að setja meiri fjármuni inn í lækkun tekjuskatta en 9 milljarða. Til þess að fara í fjölþrepaskattkerfi, þannig að jaðarskattarnir myndu ekki aukast um of í tekjum sem eru yfir meðaltekjum, hefði þurft að setja meiri fjármuni inn í skatt- kerfið." En fjölþrepaskattkerfl er samt uppi á borðinu í heildar- endurskoðun á skattkerfinu sem þið boðiö, ekki satt? „Við viljum skoða skattkerfið í heild sinni en við í Samfylking- unni erum ekki þeirrar gerðar að við teljum að hægt sé að þvinga fram einhveija grundvallarbreyt- ingu á skattkerfinu sem ekki er sæmileg sátt um. Þetta er eitt af því sem getur verið þar til skoðun- ar en þar kemur auðvitað margt fleira inn í myndina. Mér finnst það til dæmis hvorki sanngjarnt né réttlátt að þeir sem lifa ein- göngu af fjármagnstekjum borgi bara 10% skatt og ekkert útsvar til sveitarfélagsins. Það er eitt af því sem þarf að skoða.“ Þið boðið samt ekki hækkun á fjármagnstekjuskatti. „Nei, en við viljum aö þetta sé skoðað og það verður að gera greinarmun á því hvort við erum aö tala um fjármagnstekjur sem verða til fyrir sparnað af launum eða fjármagnstekjur sem verða til með öðrum hætti og menn hafa einfaldlega að lifibrauði. Fólk á að njóta jafnræðis gagnvart skatt- kerfinu óháð því hvemig það aflar sinna tekna.“ Samfylkingin lagði til á Al- þingi að kvótinn yrði fymdur um 10% á ári. Núna virðist þessi tala vera horfin úr stefnu flokksins. Er það til marks um að stefnan sé flöktandi hvað þetta varðar? „Nei. Stefnan er ekki breytt en talan er ekki aðalatriðið heldur að úthlutunarkefinu verði breytt, það er að segja að við byggjum áfram á kvótakerfinu sem slíku en að kvótinn verði boðinn út til leigu til tiltekins árafjölda og allir hafi sömu möguleika á að bjóða í kvót- ann.“ Hvernig myndi þetta auð- velda aðgang nýrra að grein- inni? Menn þyrftu væntanlega að bjóða á móti stóm sjávarút- vegsfyrirtækjunum í veiðiheim- ildir. „Já, en það er gert ráð fyrir því í okkar tillögum að menn geti gert samninga um kvóta sem þeir bjóða í til nokkurra ára og öðlist þannig meira rekstraröryggi en nú er þegar kvótinn er einungis tryggur til árs í senn. Síðan þurfi ekki að greiða fyrir heimildirnar fyrr en sama ár og fiskurinn er veiddur; menn þurfi ekki að reiða fram fé þegar þeir bjóða heldur um leið og þeir eru farnir aö veiða. Þannig ræður rekstrar- hæfnin úrslitum en ekki hvort menn hafa greiðan aðgang að fjár- magni í bankakerfinu eða ekki.“ Þú lýstir því yfir á Alþingi fyrir rúmum áratug að þú vær- ir andvíg aðild íslands að Evr- ópusambandinu. „Já, þegar ég kom fyrst inn á þing og fór í utanríkismálanefnd var ég alls ekki þeirrar skoðunar að við ættum að ganga í Evrópu- sambandið eða gerast aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu. Af- staða mín breyttist þegar ég fór að „Þetta er bara eins og í boltanum: það er verið að stilla upp liði og það sem menn gera einfald- lega er að stilla upp því liði sem þeir telja að sé sterkast. Það er gert í þessum kosningum.“ vinna með þetta mál í utanríkis- málanefnd og ég varð alveg sann- færð um að við ættum að taka þátt í samrunaferlinu í Evrópu. Ég varð margs vísari í þeirri vinnu og ég skipti um skoðun.“ Þú hefur sagt að aðild að ESB feli ekki í sér ógnun við ís- lenska hagsmuni. Margir telja að þar séu einmitt öll fiskimið- in undir. Telurðu að svo sé ekki? „í grundvallaratriðum hefur reynslan af EES-samningnum sýnt og sannað að hann var til mikilla hagsbóta fyrir okkur ís- lendinga og ég held að mjög margt af því sem við höfum séð gerast á undanfomum tíu árum í frjáls- ræðisátt, í viðskiptalífi og at- vinnulífi, sé í rauninni afleiðing af honum. Vandinn er hins vegar sá að við erum að taka yfir um 80% af reglugerðum og tilskipun- um ESB án þess að við höfum áhrif á þær; við bara tökum þær yfir. Mér finnst þetta eiginlega ekki vera boðleg staða til lang- frama fyrir fullvalda þjóð. Þess vegna held ég að við eigum að fara þarna inn; til þess að hafa áhrif á það sem skiptir okkur mestu máli. Varðandi yfirráð okkar yfir fiskimiðunum er náttúrlega búið að skoða það mjög vel af hálfu Samfylkingarinnar og niðurstaða okkar er sú að það sé hægt að semja um sjávarútvegsstefnuna í viðræðum um aðild og tryggja ís- lenska hagsmuni, þrátt fyrir sjáv- arútvegsstefhu ESB.“ Er Samfylkingin búin að skil- greina samningsmarkmið ís- lands vegna hugsanlegrar um- sóknar um aðild að ESB, og ef ekki: hvers vegna ekki? „Við erum ekki búin að því vegna þess að það þjónar engum tilgangi að við gerum það án at- beina annarra sem hagsmuna eiga að gæta. Samfylkingin verður væntanlega ekki ein í ríkisstjóm, ef hún kemst í ríkisstjóm, heldur verður hún þar með einhverjum öðrum. Þar að auki þarf auðvitað að skilgreina þessi markmið í samvinnu við fjölmarga hags- munaaðila í samfélaginu." í rannsókn Hörpu Njáls um fátækt á íslandi kemur fram að aukinn fjölda þeirra sem leit- uðu til líknarsamtaka 1995-1999 hafi mátt rekja til þess að Reykjavíkurborg frysti viðmiðunarmörk fjárhagsað- stoðar í fjögur ár. Ber þá ekki borgin ábyrgð á þessu? „Nei. Ef þú lest skýrsluna kem- ur mjög skýrt fram að ríkisvaldið hefur varpað frá sér þeirri ábyrgð að bótagreiðslur frá ríkinu dugi fólki til framfærslu og vísað því á „fátækraframfærslu" sveitarfélag- anna. Það sem við gerðum 1995 - og það hafði aldrei verið gert áður hjá Reykjavíkurborg - var að skil- greina rétt fólks til fjárhagsaðstoð- ar. Og það sem meira var: við ákváðum að fólk hefði bamabæt- ur og meðlög óskert í stað þess að reikna fólki þetta til tekna og þar með til skerðingar á aðstoð eins og áður var gert. Þetta var mikið framfaraspor og ég fullyrði að það hækkaði verulega bæturnar sem fólk fékk á þeim tíma frá því sem áður hafði verið. Árið 1994 voru útgjöld til fjárhagsaðstoðar í Reykjavík um 700 milljónir en árið 1995 fóru þau í ríflega 850 milljónir." Er ekki meginábyrgðin á að aðstoða fátæka hjá sveitarfélög- unum samkvæmt lögum? „Það eiga auðvitað allir í þessu samfélagi að hafa framfærslu, annað hvort með launatekjum eða tryggingabótum. Fjárhagsaðstoð sveitarfélaga er í eðli sínu neyðar- aðstoð og á að vera fyrir mjög þröngan hóp sem ekki hefur ann- að sér til framfæris, en ekki örygg- isventill ríkisvaldsins. Fólk á ekki að þurfa hana ár inn og ár út til viðbótar því sem það fær annað hvort í laun eða úr bótakerfinu; þegar svo er komið er eitthvað að í samfélaginu." í hverju liggur sérstaða Sam- fylkingarinnar í velferðarmál- um í samanburði við hina stjórnarandstöðuflokkana? „Við höfum skilgreint þær end- urbætur sem við viljum gera á velferðarþjónustunni og verð- merkt þær. Þannig viljum við i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.