Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 Menning______________________________________________________________________________________________________________________x>V Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir silja@dv.is Þráöaspil og form í funa í Sverrissal í Hafnarborg standa yfir tvær sýningar sem lýkur í dag. í fremri salnum sýn- ir Auður Vésteinsdóttir listvefnaðarkona 13 ofin myndverk og í innri salnum sýnir Sigríð- ur Ágústsdóttir leirkerasmiður verk sín. Auður hefur unnið verkin sérstaklega inn í salinn. Það skilar sér í góðu jafnvægi í salnum og verkin njóta sín mjög vel í þessu fallega sýn- ingarrými. Hún vinnur verk sín í hrosshár, hör og ull. Ullin er ýmist frönsk móhársull eða íslensk uli. Hún þættir þræöina saman á ýmsa vegu og hefur handlitað allt efni sem hún not- ar. Það gefur verkunum fallega og lifandi áferð þar sem virðist eins og myndflöturinn sé á hreyfingu. Enda mun það vera meðvitaður ásetningur listakonunnar sem nefhir öll verk- in eftir fossum, lækjum og ám á Vestfjörðum. Gullið yfirbragð verkanna er brotið upp með sterkum „dýjamosalit" og hvítum. Það andar af íslenskum vormorgni þar sem sólin breiðir geisla sína yfir hélaða jörð. Stærsta verk sýningarinnar er Dynjandi (nr.l). Því er komið fyrir á heilum vegg en ferð- ast áfram fyrir hornið og langt inn á næsta vegg. Þetta er skemmtileg og nýstárleg fram- setning sem virkar mjög vel. Verkinu er raðað saman úr fimm misstórum flötum. Fremst er að finna djúp-brúngyllta liti sem breytast afar hægt yfir í fólgulan sítrónulit með karrí-ívafi. Hrossháriö er lagt með í skilið og myndar ferköntuð svæði þar sem hárinu er leyft að ganga niður og upp af myndfletinum. Sannfær- andi og sterkt verk. Uppspretta (nr. 3) er tveggja eininga verk sem af einhverjum ástæðum kallar á vanga- veltur áhorfandans um uppröðun. Auður lagar sig að aöstæðum og hengir þær hlið við hlið. í þessu verki hefur Auður náð fram hrífandi grænum litbrigðum sem einungis er að finna á dýjamosa. Það er sjaldgæft að sjá svo sterka en þó svo mjúka liti í myndverkum og einungis hægt að ná þeim fram í handlituöu bandi. Gull- fallegt. „Whiter shade of pale“ er heiti dulúðugs tón- verks frá sjötta áratugnum. Það kemur upp i hugann þegar menn virða fyrir sér verk nr. 9, 10 og 11. Þar eru ámar Gemla, Penna og Korpa túlkaðar í ferhymdum formum sem brotna með snörpu og glansandi hrosshári sem byltist út úr fominu. Hér er vel farið með ljósa tóna. Það dýpkar áhrifin af sýningunni að í kaffi- stofu sýnir Auður stækkaðar ljósmyndir sem hún hefur sjálf tekið af vinnuferlinu áður en hún hefst handa við sjáifan vefnaðinn. Ólöf, Ingunn og Hallbera Þegar gengiö er inn í innri sýningarsalinn gildir það sama og um hinn fyrri, heildaráhrif- in em sterk og hin tvíbrenndu leirker taka vel á móti skoðanda. Sigríður Ágústsdóttir leir- kerasmiður er löngu landskunn fyrir einstak- lega fagmannlega unnin verk sem eru allt í senn, stór, formfögur, viðkvæmnisleg, fagurlit og göldrótt. Sigríður hefur gefið þeim flestum íslensk kvenmannsnöfn. Sigríður ber málmoxíða á þunnt leirlag á yf- irborði keranna, sem svo eru brennd aftur, hvert fyrir sig, í útiofni og reykurinn látinn um að framkalla hina fjölbreytilegustu liti. Loks er glattað yfir allt yfirborðið. Þessi aðferð gerir gripina einstaka og hefur enginn hérlend- ur leirkerasmiður náð annarri eins fæmi í þessari gömlu og vandasömu aðferð. Mörg leirkerin eru fremur skúlptúrar en brúkshlutir, og er þessi sýning Sigríðar sönn- Auöur Vésteinsdóttir: Penna Þaö andar af íslenskum vormorgni þar sem sólin breiöir geisla sína yfir hélaöa jörö. Sigríður Agústsdóttir: Tvíbrennd ker Enginn hérlendur leirkerasmiöur hefur náö annarri eins færni í þessari gömlu og vandasömu aöferö. un þess að hún er jafnvíg í hvort tveggja. Mesta athygli vekur röð smáskúlptúra á enda- vegg, Form nr. 9-17. Frábær litasamsetning í mjúkum og lífrænum formum. Það er eins og manni heyrist hjarta slá og óræðum orðum hvíslað. Einnig kveður við nýjan tón í verkum nr. 18 og 19, Götótt og Raufótt. Þetta em stór gólfverk sem minna á risasveppi eða kolla. Þama lokar Sigríður formunum, sem vekur forvitni skoð- andans um hvað sé innan í. Vasi nr. 30 hefur á sér einstaklega fínan hvítan lit og einstakur er einnig grænblár litur á vasa nr. 5. Uppstilling verka nr. 20-22 er áhrifamikil. Bleiklitaðir gripir nr. 24-25 era einnig dæmi um einstakt vald listakonunnar yfir efninu. Glæsileg sýning. Ásrún Kristjánsdóttir mannsgaman Myndin af skáldinu Get ekki gleymt því hvemig hendur skálds- ins héldu um stílfærið. Brúnleitar og hreinar en aðeins famar aö pipra; neglumar einkenni- lega klipptar í brodd og þrifnar í þaula. Kjúkumar gengu til eftir því sem stafimir tóku á sig flug og dýfur. Og svo tautaði það fyr- ir munni sér gamlar þulur úr safni forfeðra sinna; kvað þær róa sig - halda sér á línu eig- in hugsunar. í púlti skáldsins voru nokkrir stubbar af gjömýttum blýöntum, illa yddaðir. Þaðan gat að líta Grímarsfellið út um glugga og virtist dumbungur yfir því eins og fyrri daginn. Með annarri hendi sinni tók skáldið um hnyklaða brún, kipraði framennið með einum fingri - og svona gekk þetta um hríð. Úr hönd- um ljósmyndarans malaði vélin sem smellti af skáldinu allt hvað af tók. Við stóðum fjarri nokkrir blaðamenn. Og skáldið uppstillt eins og alvanur leikari, dótaði sér við blöð og blý og þóttist að verki. Viö sem stóðum í gættinni hugsuðum til þess að kannski yrði þetta síðasta myndin. Víst var það komið á aldur, myndefnið og skáldið allt þess búiö að hverfa úr hérvistinni. Það var stilla yfir því, framan við púltið, meiri friður en maður á að venjast. Stundin stærri en skil- in verði í andránni. Og bækumar allt í kring, myndir meistar- anna, hægindi og skraut. Þaðan höfum við myndina af skáldinu sem reyndist sú síðasta. Oft hef ég hugsað til þess hvað það hafi ver- ið að skrifa þessa uppstilltu stund. Með okkur minni skrifarana yfir sér. Kannski var það ekkert. -SER Listahátíð í Reykjavík árlega Fulltrúaráð Listahátíðar í Reykjavík hefur sam- þykkt að stefna að því að hátíðin verði árlegur við- burður frá og meö næsta ári, en í þrjátíu og þriggja ára sögu hátíðarinnar hef- ur hún verið haldin annað hvert ár. Kemur þessi ákvörðun í beinu framhaldi af breyttri til- högun Listahátíðar til samræmis við er- lendar hátíðir, þar sem áhersla er lögð á gagnsæja og faglega stjómun og samfellda starfsemi. Reynslan af breytingimum hefur verið góð og kom fram í ársreikningi ársins 2002 að velta hátíðarinnar hefur tvöfaldast frá árinu 1998. Lýstu ráðherra og borgar- stjóri mikilli ánægju með ársreikninginn, enda stóðust allar áætlanir hátíðarinnar vel. Árleg hátíð er mun hagkvæmari rekstrar- eining en hátíð sem haldin er annað hvert ár. Meiri samfella fæst i starfsemina og fjár- magn, aðstaða og starfskraftar nýtast betur. Tengsl og samstarf viö erlendar hátíðir verður auðveldara og árangursríkara, sam- fellt kynningarstarf áhrifameira og sá ímyndarauki, sem hátíðinni fylgir, nýtist til fulls, jafnt samstarfsaðilum hátíðarinnar og í almennri menningarkynningu landsins. Meö árlegri hátíð eykst líka veltan og marg- feldisáhrif í efnahagslífinu. Því Listahátíð skapar miklar tekjur fyrir ýmsar þjónustu- greinar utan viö hina hefðbundnu listastarf- semi. Stjómandi Listahátíöar er Þórunn Sig- urðardóttir. Síöasta sýningarvika Nú er hafin síðasta sýn- ingavika í Listasafiii ís- lands þar sem Georg Guðni, Ásgrímur Jónsson og Steina Vasulka sýna verk sín. Á morgun kl. 12.10 eru síöustu forvöö að koma á hádegisleiðsögn um þessar sýningar í fylgd Rakelar Pétursdóttur, deildarstjóra fræðslu- deildar. Sýningunum lýkur 11. maí. Túlípanafallhlífar Nýja ljóðabókin hennar Sigurbjargar Þrastardóttur, Túlípanafallhlífar, kom út á degi bókarinnar. Þetta er þriðja ljóðabók Sigurbjarg- ar en fyrir síðustu jól gaf hún út sína fyrstu skáld- sögu, Sólar sögu, og á út- mánuöum var leikinn á Akureyri einþáttungurinn „Maður & kona: egglos eftir Sigurbjörgu. Auk þessa hefur hún starfað sem blaðamaður þannig að hún lætur engan skika akursins óunninn. Sigurbjörg er víðfórul kona sem meðal annars má sjá á því að önnur ljóðabók hennar heitir Hnattflug (2000) og Sólar saga gerist á Ítalíu. í nýju bókinni er hún til dæmis ein á grískri eyju í nokkrum ljóðum. Bæði þar og annars staðar í ljóðunum er Ijóðmælandi hennar tilfinningaríkur, orð- heppinn og hnitmiðaður í tjáningu sinni. JPV-útgáfa gefur bókina út. Arfur, menning, áform Minnt er á norrænu ráðstefnuna Arfúr, menn- ing, áform - Norræn og íslensk menningarstefna í deiglunni, sem haldin verður í Norræna húsinu 9.-10. maí og hefst kl. 9.00 báða dagana. Þetta er sú þriðja í röð sex ráðstefha um efnið „Breytingar á norrænni menn- ingarstefnu" og eru einkum ætlaðar starfsfólki menningarstofnana, lista- mönnum, stjórnmálamönnum sem sinna menningarmálum, fræðimönnum, menn- ingarblaðamönnum og menningarfulltrú- um. Á ráðstefnunni verður fjallað um þrjú undirþemu norraennar menningar- stefnu: íslenska menningarstefnu, nýj- ustu rannsóknir og listrænt frelsi í í tengslum við árangurstengda samninga og kostnaðargreiningu. Bókmenntir verða í brennidepli. Meðal fyrirlesara eru Arne Ruth prófessor, Andreas J. Wiesand, Ritva Mitchell, Gestur Guð- mundsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Jón Yngvi Jóhannsson, Páll Skúlason rektor og Guðbjörg Kristjánsdóttir. Skráning á https://booking.uu.is/con/norkult.asp.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.