Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 9
9 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 DV______________________________________________________________________________________________________Yfirheyrsla setja 3 milljarða í að koma á af- komutryggingu sem yrði samið um við samtök bótaþega og við erum líka að setja fram mjög ákveðna og útfærða tillögu um barnabætur sem kostar 3 millj- arða til viðbótar. Þannig að við höfum sett þetta fram með mjög skýrum og ákveðnum hætti. Hinir tala meira um að það þurfi al- mennt að bæta velferðarkerfið en kannski minna um með hvaða hætti eigi að gera það og hverju eigi að verja til þess. Sá er munur- inn.“ Þú hefur gagnrýnt hvernig stjórnvöld fari með vald sitt. Davíð Þór Björgvinsson, pró- fessor við lagadeild HÍ, hefur sagt að réttarstaða almennings gagnvart stjórnvöldum hafi stórbatnað á undanförnum árum vegna aðgerða stjórn- valda. Ertu ósammála því? “Það var mikil bót fyrir almenn- ing að fá stjómsýslulögin og upp- lýsingalögin. Það hefur ýmislegt áunnist í þessum efnum og það er margt orðið gegnsærra en það áður var. Það segir hins vegar ekki nema hálfa söguna því spum- ingin er líka: hvernig ferðu með pólitískt vald? Það er það sem ég er að gagnrýna. Ég tel að það sé pólitískt aðalatriði aö ræða það, vegna þess að stjórnmál snúast um völd og það er auðvitað ekki sama hvernig með þau völd er far- ið.“ Hvar eru dæmin um misbeit- ingu? „Ég hef nefnt ótal dæmi og aðr- „Hinir tala meira um að það þurfi almennt að bæta velferðarkerfið en kannski minna um með hvaða hœtti eigi að gera það og hverju eigi að verja til þess. Sá er mun- urinn. “ ir orðið til að bæta við þau. Það sem er þó kannski aðalatriðið i þessari umræðu er að við þekkj- um það frá löndum í kringum okk- ur að því eru oft sett takmörk hvað menn geta setið lengi að völdum, vegna þess að það er þekkt fyrirbæri að því lengur sem menn sitja að völdum því meiri hætta er á að þeir beiti valdi sínu með óvarlegum hætti. Þegar menn hafa setið á valdastóli í 12 ár, ég tala nú ekki um ef þau yrðu 16, þá er mjög mikil hætta á því að menn missi sjónar á því hvemig þeir fara með vald sitt.“ Flestir eru sammála um að lögin um fæðingarorlof séu stórt skref fram á við í jafnrétt- ismálum; sumir telja það jafn- vel stærra skref en að ráða nokkrar konur í stjórnunar- stöður hjá Reykjavíkurborg. Hvað finnst þér um það? „í fyrsta lagi vil ég segja það að átak borgarinnar í jafnréttismál- um einskorðast sannarlega ekki við að ráða konur í stjórnunar- stöður. Ég get t.d. nefnt launamál- in og leikskólamálin en látum það liggja á milli hluta. Fæðingaror- lofslögin voru mjög stórt skref fram á við í jafnréttismálum enda stóð þingheimur allur að því, stjórnarandstaðan ekkert síður en stjórnarliðar. Það kom einna helst fram gagnrýni frá ungum sjálf- stæðismönnum, sem stóðu svo sannarlega ekki að baki þessari lagasetningu. Það sem mér finnst hins vegar fáránlegt við þessa umræðu er að þetta er það eina sem menn nefna til sögunnar sem afrek í jafnréttis- málum. Þessi lagasetning getur ekki verið nein afsökun fyrir að- gerðaleysi á öðrum sviðum og það er náttúrlega ekki boðlegt árið 2003 að aðeins 18,7% stjórnenda hjá ríkisstofnunum og ráðuneyt- um séu konur - það er ótrúlegt hvemig mönnum hefur tekist að halda svona illa á málurn." Fæðingarorlofið var gagnrýnt fyrir að þeir sem hafa hæstar tekjur fái hæstar greiðslur úr sameiginlegum sjóðum. Það getur varla gengið sem megin- regla í velferðarkerfinu, eða hvað? „Nei. Hugsimin á bak við það hefur í upphafi sjálfsagt verið sú að reyna að tryggja að karlmenn færu í fæðingarorlof, sem þeir heföu kannski ekki gert ef þeir hefðu misst mikið af tekjum sín- um. En mér finnst að við þurfum almennt að miða við það í velferð- arkerfinu að vera bæði með gólf og þak; það er engin ástæða til þess að borga þeim sem eru með eina og hálfa milljón á mánuöi 80% af þeirri upphæð þegar þeir fara í fæðingarorlof - því þetta eru karlar sem eru með þessi laun. Ég hef verið á fundum úti um allt land og þetta kemur alls staðar „Við þekkjum það frá löndum í kringum okkur að því eru oft sett tak- mörk hvað menn geta setið lengi að völdum, vegna þess að það er þekkt fyrirbœri að því lengur sem menn sitja að völdum því meiri hætta er á að þeir beiti valdi sínu með óvarlegum hœtti. “ upp, á hverjum einasta stað; fólki finnst þetta óréttlátt.“ Finnst þér að kjósendur eigi að gera upp á milli frambjóð- enda á grundvelli kynferðis? „Það er eitt af því sem menn eiga að taka inn í myndina þegar þeir gera upp á milli frambjóð- enda vegna þess að kynferði hefur sitt að segja. Karlar og konur eru ekki eins, sem betur fer; reynsla þeirra er ólík og að ýmsu leyti gildismatið og sýn á samfélagið og þarfir þess. Það skiptir máli að nýta það besta frá báðum kynjum. Ég er kona og með þá reynslu sem því fylgir en ég vil líka halda því fram að ég hafi nú ýmislegt fleira til brunns að bera en bara það að vera kona.“ Samfylkingin hefur gengið skemmra í því að lýsa sig mót- fallna stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn en Vinstri grænir, en um leið gagnrýnt hann af meiri hörku. Eru þetta misvísandi skilaboð til kjós- enda um hvar þið standið? „Nei, það sem Samfylkingin vill og það sem er kannski meginmál í þessum kosningum er að fella þessa ríkisstjórn. Við viljum hana frá, það er alveg skýrt. Við ætlum hins vegar ekki að selja öðrum flokkum sjálfdæmi um okkar ör- lög eftir kosningar. Við ætlum sjálf að stjórna þeirri för og við teljum að í rauninni séu ekki lík- ur tU þess að það verði breytingar á stjórnarmynstrinu öðru vísi en að Samfylkingin fái öflugan stuðn- ing þannig að hún geti orðið kjöl- festan í nýrri ríkisstjóm. Það er aðalatriði málsins. Síðan verðum við auðvitað að sjá hverjir eru til- búnir að vinna með okkur að því að ná fram því sem við viljum setja í forgang.“ Þú sagðir á Alþingi 1992 að það þyrfti að þínu mati ekki að auka kaupmátt á Vesturlöndum; hann væri ærinn og framtíð okkar byggðist á því að við sættum okk- ur við að minna væri betra. Ertu enn þessarar skoðunar? „Þama var ég að tala um kaup- máttinn í heUd sinni á Vestur- löndum, sem er auðvitað gríðar- legur. Hins vegar er honum mjög misskipt og misskiptingin hefur verið að aukast. Ég vUdi gjarnan sjá þessum kaupmætti jafnar skipt bæði milli fólks á Vesturlöndum og milli hinna ríku Vesturlanda og fátækari landa í öðrum heims- hlutum. Við megum ekki snúa blinda auganum að örbirgð, hungri og sjúkdómum sem herja á fólk í öðrum heimsálfum." „Mér finnst að við þurf- um almennt að miða við það í velferðarkerfinu að vera bœði með gólf og þak; það er engin ástæða til þess að borga þeim sem eru með eina og hálfa milljón á mánuði 80% af þeirri upphæð þegar þeir fara í fæðing- arorlof. “ Hver er meginástæðan fyrir fólk að kjósa Samfylkinguna fremur en einhvern hinna flokkanna? „Það verður auðvitað að horfa á stefnuna í heild sinni. Grunnstefið í okkar stefnu er að auka jöfnuð og jafnrétti í samfélaginu. í því sambandi er nærtækt að nefna umbætur í velferðarkerflnu. Þá vil ég nefna menntakerfið; ég vil halda því fram að það sé okkar sérstaða í þessum kosningum að við höfum lagt áherslu á það að fjárfesta verulega í mannauði og menntun og höfum ákveðið að auka framlög til þessa málaflokks um þrjá milljarða á ári. Síðan vil ég líka nefna jafnréttismálin; við erum í rauninni eini flokkurinn sem hefur viljað setja þau mál á dagskrá í þessari kosningabar- áttu. Það er auðvitað mjög mikil- vægt og ekki bara fyrir konur; ég tel að það sé mikilvægt fyrir lýð- ræðið og lífsgæðin í samfélaginu að jafna þennan mim, sem er ekki hægt að sætta sig við lengur. Ég vil líka nefna sjávarútvegsmálin; það er auðvitað málaflokkur þar sem Samfylkingin hefur verið að móta mjög ákveðna stefnu vegna þess að fólk finnur mjög fyrir því óréttlæti sem fylgir núverandi kerfi. Hvort sem mönnum líkar það betur eða verr sættir þjóðin sig ekki við þessa stefnu eins og hún er.“ -ÓTG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.