Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 28
52 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 Tilvera DV lífiö E F T I P V I II y IJ Heikhús Oð út í jökulleirinn eftir Skeiðarárhlaup - segir Helga Unnarsdóttir, leirkerasmiður í Rangárseli StendurþC . fyri.r ^ einhverju •! fokusafokus-is Hársnyrtivörur í úrvali Bíógagniýni Slofriuð 1918 Rakarastofan Klapparstíg Sími 551 3010 Hljóðláti Ameríkaninn gerist í Saigon árið 1952. Enn er stríð milli frönsku nýlenduherranna og komm- únistaflokksins Vietminh, stríð sem Frakkar eru smám saman að tapa. Sögumaður og aðalpersóna mynd- arinnar er breski blaðamaöurinn Thomas Fowler (Caine). Hann lifir ljúfu lífi í Saigon ásamt glæsilegri, ungri ástkonu sinni Phuong (Hai Yen), drekkur tesopann sinn á Hótel Continental á morgnana og reykir ópíum heima á kvöldin. Honum líð- ur vel og saknar síst heimalands síns eða eiginkonunnar þar. Honum stendur á sama um ástandið í kring- um sig og er svo til alveg hættur að senda greinar heim til London: „Ég er bara blaðamaður,“ segir hann, „ég segi bara frá því sem gerist en hef enga skoðun á því.“ Líf hans breytist þegar hann kynnist hinum unga og ákafa Amer- íkana Pyle (Fraser), sem er í Ví- etnam á vegum hjálparsamtaka sem veita læknishjálp. Þegar Pyle sér Phuong verður hann yfir sig ást- fanginn af henni og notar öll brögð til að ná henni frá Fowler. Þaö áhrifaríkasta er að Pyle er laus og liðugur og getur því boðið Phuong það sem hún þráir, nefnilega hjóna- band. Samtímis því að þeir Fowler og Pyle keppast um ástir Phuong kemur nýtt pólitískt afl fram á vígvöll- inn í Víetnam, Thé hers- höfðingi sem á nokkru fylgi að fagna og virðist eiga óþrjótandi magn af bæði peningum og vopnum. Þeg- ar Fowler verður ljóst að Pyle er ekki allur þar sem hann er séður gerist hann um stund þátttakandi í at- burðarásinni í stað þess að láta sér áhorfendapallinn nægja en hvort það er ástin eða siðferðið sem ræður ákvörðun hans vitum við ekki. Hljóðláti Ameríkaninn er mynd sem sameinar feiki- lega fallegt útlit og vits- munalegt innihald. Michael Caine er fullkominn í hlutverki hins ver- aldarvana og þreytta blaðamanns sem á þá ósk heitasta að eyða æv- inni með konunni sem hann elskar, ást hennar er aukaatriði. Brendan Fraser tekst hér á við erfiðara hlut- verk en hann hefur átt við áður og er það honum næstum ofviða. Hann nær yfirborði persónunnar vel en er minna sannfærandi þegar hann þarf rómantíska þríhyming vera þungamiðju mynd- arinnar en sleppir þó ekki hinum pólitísku skoðunum sem liggja undir niðri og kristall- ast í persónunum þrem- ur. Handritið er einkar vel unnið úr skáldsögu Greene þar sem persón- ur em hvorki algóðar né alslæmar heldur margbrotnar og standa frammi fyrir erfiðum siðferðilegum og póli- tískum ákvörðunum. Hljóðláti Ameríkaninn var tilbúin haustið 2001 en ákveðið var að fresta frumsýningu eftir 11. september vegna andamerískra skoðana í myndinni. í staðinn er hún sýnd núna, mitt í öðru vafasömu stríði - hver hefði nú átt von á því? Aðalleikarar: Miohael Caine, Brendan Fraser, Do Thi Hai Yen Leikstjórl: Phillip Noyce Handrlt: Christopher Hampton og Robert Schenkkan, byggt á samnefndri skáldsögu Grahams Greene Kvlkmynda- taka: Christopher Doyle Tónlist: Craig Armstrong Ast og morð Michael Caine og Hai Yen sem breski blaöamaðurinn Thomas Fowler og heimastúlkan Pheong í The Quiet American. að sýna tvöfeldnina sem i honum býr. Do Thi Hai Yen er sannfærandi í hlutverki Phuong, hún er þögul og nánast viljalaus á milli elskhuga sinna beggja, enda spyrja þeir hana aldrei hvað hún vilji, heldur gera báðir ráð fyrir að hún vilji sig - líkt og föðurland hennar var aldrei spurt hvaða herra það vildi láta ráða yfir sér. Leikstjórinn Noyce lætur hinn UfHtSIKU I Si«3 5M 2525 imavai: Sti! 2 150-153, MV!I1,2I3U!M Ástill, siðferðið Sambíóin/Háskófabíó - og valdið The Quiet American: 'k'k'k Sif Gunnarsdóttir skrifar gagnrýni um kvikmyndir. Vinnmsstöiur isusardasinn 3. maí 1.) 14) 16) 24) 30) Jökertölur vikunnar © I 4 | 51 S | 9 | 9 | - IMPM Alltal i USmar ■ B miðvikudóguin Endist ekki dagurinn Munirnir henn- ar Helgu eru af margvíslegum gerðum og flokkast bæði undir nytja- list og skúlptúra. Hún kveðst reyna að vera með breiða línu til að ná tO sem flestra því smekkur fólks sé misjafn. „Einn bendi á hlut og spyrji hvort hann sé ekki bara fyrir ungt fólk, svo komi sá næsti og kaupi hlutinn sem sjö- tugsafmælisgjöf. Hún játar því að tískusveiflur geti verið í gangi en segir þá líka um að gera að tileinka sér þær og laga sig að markaðinum. Núna segir hún bláa litinn í leimum vera á undan- haldi og fólk halli sér fremur að þeim ljósa, enda sé hann hlutlaus- ari. Hún hlær þegar hún er spurð hvaðan henni komi allar þessar liugmyndir. „Mér endist ekki dagur- inn til að koma öllum mínum hug- myndum í form. Það leiðir eitt af I vinnustofunni Helga segir stundum erfitt aö sofna á kvöldin fyrir hug- myndum. öðru og leirinn er svo sérstakt efni að það er hægt að fara með hann í allar áttir. Hann kallar alltaf á eitt- hvað meira,“ segir hún og útskýrir það betur. „Maður er kannski með eitthvað milli handanna sem ekki gengur upp í vissum leir og þá er að prófa annan. Svo lukkast ekki hlut- urinn í þessari brennslu og þá verð- ur maður að prófa aðra gerð af brennslu. Það eru stöðugar samn- „Þaö eru mikil forréttindi að mega fást við það sem manni þykir skemmtilegast. Mér finnst ég aldrei vera að vinna. Þetta er tóm gleði," segir Helga Unnarsdóttir, leirkera- smiður og svipurinn sýnir aö hún meinar það. Við erum í glænýju galleríi hennar í Rangárseli í Reykjavík þar sem hún hefur komið sér upp verslun og vinnustofu með möguleikum á sýningarrými fyrir sjálfa sig og aðra. Kveðst til dæmis geta hugsað sér að bjóða bömunum í leikskólanum Jöklaborg og eldri borgurunum í Skógarbæ að sýna. „Á báðum þessum stöðum eru bún- ir til svo fallegir hlutir. Þar er mik- il orka í gangi,“ segir hún. Helga kveöst hafa farið á fyrsta leirnám- skeiðið sitt hjá Steinunni Marteins- dóttur, leirkerasmið 1991. „Ég för aftur og aftur, því ég var alveg heill- uð. Á endanum fannst mér ég þurfa að læra þetta alveg frá grunni til að geta ráðið við allan skalann frá a til ö svo ég dreif mig i skólann 1996 og útskrifaðist 1998.“ DV-MYNDIR GVA Meö Skeiöarártröllin “Þau voru þarna hvert meö sitt svipmót og sögöu við mig „Hæ, hér er ég!“ segir Helga. ingaleiðir. Fólk er að spyija mig hvort ég sé ekki leið á að vera alltaf ein að vinna en ég finn aldrei fyrir því.“ Innst inni er rósin Athygli vekur hvít rós innan í lagskiptum svörtum gróthnullungi. Þetta er hjartalagið, að sögn lista- mannsins. „Þetta getur táknað það að við fæðumst öll með hreina sál en svo hrekur lífið okkur I að hjúpa okkur og við setjum lag yfir lag. Innst inni er samt rósin hvíta!“ Hún segir líka sögu af því hvemig fólk sér hlutina á mismunandi vegu. „Við áttum páfagauka sem eins og fuglum er tamt settu væntina aftur með síöunum þannig að oddarnir víxluðust aðeins. Það form notaði ég í aflanga skál. Svo vantaði íslenska sendihemann í Noregi hlut til að gefa norsku krónprinsessunni brúð- argjöf. Hann valdi páfagauksskálina með þeim orðum að hann vildi gefa henni víkingaskipið! Helga býr líka til fígúrur sem hún kallar Skeiðarártröll því hún makar jökulleir úr stóra Skeiðarárhlaup- inu á húfur þeirra og lappir. „Ég átti leið um sandinn eftir hlaupið 1996 og óð út í drulluna til að ná mér i leir. Samferðamennimir héldu að ég væri galin og það endaði með því að ég gaf þeim öllum staup með Skeið- arárleir, því mér fannst svo gaman að hugmyndin skyldi virka.“ Hún opnar stóra plastfötu með þessari mjúku drullu sem hún er búin að þvo allan sand úr og segir þetta er það eina sem hún noti úr íslenskri náttúru að staðaldri. Það er dálítil handavinna við tröllin og það var á mörkunum að ég nennti að fram- leiða þau. En svo þegar ég opnaði ofninn þá voru þau öll þama, hvert með sitt svipmót og mér fannst þau segja „Hæ, hér er ég!“ Þá gat ég ekki hætt. -Gun. uinnmystGluí miðvikudaginn 30. april 9 21 27 Bónustöiur ©o lókcrtoiur vikunnar BBDÐB ■Hlartansmál Söngnemendur Nýja söngskólans sýna gam- anóperettuna Aö vera eöa vera ekkl! í tónlistar- húsinu Ými í kvöld kl 20.30. •Sýningar ■BjörA Þorstcinsdóttir í Hafnar- borg Sýningu á verkum Bjargar Þorsteinsdóttur í Hafn- arborg lýkur í dag. Björg sýnir akrýlmálverk og vatnslitamyndir frá tveim síöustu árum. Safniö er opiö alla daga nema þriöjudaga frá 11-17. ■Auður_Vésteins í Hafnarborg Sýningu á verkum Auöar Vésteinsdóttur í Hafnar- borg lýkur í dag. Auöur sýnir listvefnaö og Ijós- myndir. Safniö er opiö alla daga nema þriöjudaga frá 11-17. MSigríður Ágústsdóttir I Hafnar- borg -Sýningu Sigríöar Ágústsdóttur á handmótuöum, reykbrenndum leirverkum lýkurí Hafnarborgí dag. Safnið er opiö alla daga nema þriöjudaga frá 11- 17. ■Grjót á Sólon Myndlistarkonan Margrét Brynjólfsdóttir opnaöi einkasýningu sína, sem ber yfirskriftina Grjót, á Sólon um helgina. Sýningin samanstendur af stórum olíuverkum. Þetta er fimmta einkasýning Margrétar og stendur hún til 30. maí. Björg Öfvar hiá Sævari Karli Málverkasýningu BJargar Orvar í Gallerí Sævars Karls lýkur í dag. Björg hefur fengiö gðða umfjöllun og hrós gagnrýnenda fyrir sýninguna þannig að myndlistarunnendur ættu ekki að láta þetta síðasta tækifæri fram hjá sér fara.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.