Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 10
10
MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003
DV
Fréttir
Viöamikil uppbygging í Laugardalnum;
Stórbætt heilsu- og sundparadís
Stórframkvæmdir standa nú
yfir viö Laugardalslaug vegna
byggingar „Laugar," sem er ný
7.150 fermetra heilsu- og sundmið-
stöð með læknastofum, sjúkra-
þjálfun, lyfjaverslun, veitinga-
starfsemi og fleiru. Nýverið voru
undirritaðir samningar við
Landsbanka íslands, Sparisjóða-
banka íslands og Sparisjóð vél-
stjóra um fjármögnun á þessu
verkefni upp á 928 milljónum
króna.
Upphaflegir samningar um
Heilsu- og sundmiðstöðina Laugar
voru undirritaðir við Nýsi hf. í
apríl 2002 og er samningurinn til
25 ára. Það er ístak sem er aðal-
verktaki framkvæmdanna. Verk-
kaupi er Þrek ehf., læknar, lyfja-
verslun og fleiri aðilar. Þrek ehf.
er rekstrarfélag í eigu Björns
Leifssonar sem á og rekur World
Heilsu- og sundmiðstööin
Laugar
Arkitekt:
Ari Már Lúövíksson
Eigandi heilsumiðstöövar:
Laugahús ehf.
Eigandi Laugahúss ehf.:
Fasteignafélagiö Laugar ehf.
50% og ráögjafa- og rekstar-
fýrirtækið Nýsir hf. 50%.
Eigandi Lauga ehf.:
Björn Leifsson.
Rekstur heilsuræktarmið-
stöðvar: World Class.
Eigandi Worid Class:
Þrek ehf./Björn Leifsson.
Eigandi sundmiðstöðvar:
Reykjavíkurborg.
TÖLVUGRAFlK: ONNO EHF.
Glæsileg hellsumannvlrki i byggingu
/ byrjun næsta árs veröa nýju mann-
virkin tilbúin en þau eru samtals
7.150 fermetrar aö flatarmáli.
Class. Það félag mun leigja um
5.000 fermetra af þeim um 7.150
fermetrum heilsumiðstöðvarinn-
ar. Samstarfsaðilar við verkefnið
eru Reykjavíkurborg, Laugar ehf.,
Nýsir hf. og Landsbanki íslands.
Fasteignafélagið Laugarhús ehf.
mun eiga heilsumiðstöðina, leigja
út húsnæðið og annast fasteigna-
stjórnun þess. Laugahús ehf. er í
50% eigu Lauga ehf. og 50% eigu
Nýsis hf. Laugar ehf. er
svo félag í eigu Björns Leifsson-
ar um fasteignir og fleira. Reykja-
víkurborg á sundmiðstöðina og
annast rekstur hennar en Lauga-
hús ehf. heilsumiðstöðina eins og
áður greindi.
í notkun á næsta ári
Heilsumiðstöðin verður eins og
áður segir í 7.150 fermetra hús-
næði á þremur hæðum. World
Class mun starfrækja heilsurækt-
armiðstöð í tæplega 5.100 fer-
metra rými, en tæplega 2.000 fer-
metra rými verður leigt út fyrir
aðra starfsemi. Er byggingin
hönnuð af Ara Má Lúðvíkssyni
arkitekt. Gert er ráð fyrir að mið-
stöðin verði tekin í notkun í byrj-
un árs 2004. Heildarkostnaður alls
verkefnisins er áætlaður um 2,5
milljarðar króna. -HKr.
Nýr forsætisráöherra:
Hógvær leiðtogi í grimmdarfulium átökum
Abbas er engin glœsifígúra fremur en Arafat. En enginn
frýr honum vits né góðs vilja til að leysa ágreiningsmdlin
fremur en að herða hnútana með stóryrðum og yfirboð-
um. Hann hefur enga pólitíska hreyfingu einhuga að
báki sér, en er sá áhrifamaður sem ætla má að mest og
best sátt sé um meðal hrjáðra Palestínumanna. Hann er
einnig vel þekktur erlendis og hefur komið sér upp sam-
böndum við áhrifamenn á vettvangi heimsmála.
Erfitt er að spá með neinni vissu
hve heilladrjúg ný skipan yfir-
stjómar Palestínumanna verður
þegar á reynir. Herskáir flokkar
og hópar sætta sig illa við nýja for-
sætisráðherrann, Mahmoud
Abbas, sem jafnframt er dóms-
málaráðherra í stjórninni. Arafat
forseti var ekki alls kostar ánægð-
ur heldur meö að fá forsætisráð-
herra sér við hlið, sem er maður
samninga og sátta og lofar að
koma á friði milii stríðandi afla.
Hann ætlar að beita sér fyrir að
sjálfsmorðsárásum á ísraelska
borgara verið hætt og verði það
fyrsta skrefið í átt að samningum
um forræði Palestínu í eigin mál-
um og að landnemabyggðum gyð-
inga á hemumdum svæðum verið
skilað til fyrri eigenda.
Það var palestínska þingið sem
samþykkti nýju ríkisstjómina og
þá breytingu sem verður á stjóm-
arfarinu. Abbas er orðinn næst-
ráðandi Arafat forseta, sem til
þessa hefur verið nær einráður
um stefnuna og samninga við fuil-
trúa annarra ríkja og stofnana.
Fulltrúar stjóma Bandaríkjanna,
Rússlands, Evrópusambandsins og
Sameinuðu þjóðanna settu fram
tillögumar um nýja stjórnarhætti
í Palestínu í samráði við ísraela og
Palestínumenn.
Abbas er fæddur í Palestínu
undir yfirráðum Breta árið 1935.
Hann er einn af fáum eftirlifandi
stofnendum Fatah-hreyfmgarinn-
ar sem er pólitíski armurinn af
PLO, frelsishreyfingu Palestínu.
Hann er hámenntaður maður, las
lög í Egyptalandi og varði doktors-
ritgerð i Moskvu. Hann er höfund-
Arafat forseti og Abbas forsætisráö-
herra.
Þeir hafa starfaö lengi saman en
hvort samstarfiö veröur farsælt telja
margir vafasamt þar sem Arafat þyk-
ir hann hafa misst völdin í hendur
ríkisstjórnar sem friöarsinni stýrir.
ur allmargra bóka.
Á sjötta áratugnum dvaldi
Abbas í útlegð í Katar þar sem
hann aðstoðaði við að skipuleggja
hóp útlaga sem síðar urðu áhrifa-
miklir innan PLO.
Erfiöar samningaviðræður
fram undan
Hann stofnaði Fatah-flokkinn
með Arafat en þeir voru í nánu
sambandi í útlegð í Jórdaníu, Lí-
banon og Túnis. Þá vakti Abbas at-
hygli fyrir heiðarleika og einfalda
lífshætti og hófsemi í orðum og
gjörðum. Honum gekk vel að
stofna til sambanda við leiðtoga
arabaríkja og yfírmenn leyniþjón-
ustu þeirra.
í útlegðinni var hann duglegur
að safna framlögum til frelsisbar-
áttu Palestínumanna og varð eins
konar utanríkisráðherra þeirra,
eða sinnti skyldum málefnum frá
1980. Þar áður var hann tengiliður
þjóðar sinnar og vinstri sinnaðra
Israela og friðarsinna á árunum
áður en alvarlegar samningarvið-
ræður milli þeirra hófust.
Abbas er talinn eiga mikinn þátt
í Óslóarsamkomulaginu og fylgdi
Arafat til Washington þegar það
var undirritað í Hvíta húsinu 1993.
Hann hefur reynt aö halda aftur
af löndum sínum í sjálfs-
morðsárásum á ísraela og hvatt þá
til að leita friðsamlegra lausna á
sínum erfíðu málum í stað þess að
gefa andstæðingunum tækifæri til
hermdarárása og halda þanngi viö
stríðsástandi sem ekki sér fyrir
endann á að öllu óbreyttu.
Meðal þeirra atriða sem Abbas
forsætisráðherra leggur mikla
áherslu á er að flóttamenn fái að
snúa aftur til Palestínu og setjast
að í fyrri heimkynnum. Þetta
kann að vera einn örðugasti hjall-
inn að yfirstíga í væntanlegum
samningaviðræðum við ísraela.
En ekki verður hjá því komist að
ræða málin og hvetur Abbas til
þolinmæði því slík mál verða ekki
leyst nema að vel grunduöu máli
og að mikilvægt er að báðir eða
allir viðkomandi megi við una.
Abbas er engin glæsifígúra
fremur en Arafat. En enginn frýr
honum vits né góðs vilja til að
leysa ágreiningsmálin fremur en
að herða hnútana með stóryrðum
og yfirboðum. Hann hefur enga
pólitíska hreyfíngu einhuga að
baki sér, en er sá áhrifamaður sem
ætla má að mest og best sátt sé um
meðal hrjáðra Palestínumanna.
Hann er einnig vel þekktur erlend-
is og hefur komið sér upp sam-
böndum við áhrifamenn á vett-
vangi heimsmála.
Hann ætti að vera sjálfsagður
frambjóðandi til forseta þegar Ara-
fat lætur af embætti, en ólíklegt er
aö hann sækist eftir því, þar sem
hann er ekki við góða heilsu og
enginn veit hve lengi hins ráða-
góða og hógværa mann nýtur við.
(BBC-fréttir)
Byggðastofnun:
700 milljónir til
atvinnuþróunar
Á fundi ríkisstjórnarinnar
þann 11. febrúar sl. var ákveðið
að verja 700 milljónum króna til
atvinnuþróunarverkefna á lands-
byggðinni. Þar af hefur Byggða-
stofnun verið falið að annast út-
hlutun á 500 milljónum króna. í
fyrsta áfanga verkefnisins verður
350 milljónum króna varið til
kaupa á hlutafé í álitlegum
sprotafyrirtækjum og nýsköpun-
aífyrirtækjum i skýrum vexti og
auglýsir stofnunin umsóknar-
fresti frá og með 1. maí 2003.
Byggðastofnun mun fjárfesta í
fyrirtækjum í höfuðatvinnugrein-
unum, þ.e. sjávarútvegi, iðnaði og
ferðaþjónustu, ásamt tengdum
greinum. Tekið verður á móti
umsóknum frá og með 1. maí
2003 til 31. ágúst 2003.
Hlutafjárkaup geta í einstökum
verkefnum orðið að hámarki 50
milljónir króna en þó ekki yfir
30% af heildarhlutafé í hverju
verkefni. Sérfræðingar Byggða-
stofnunar munu meta umsóknir
og gera tillögur í einstökum mál-
um til stjórnar sem taka mun
ákvörðun um hlutafjárkaup.
Stofnunin áskilur sér rétt til að
leita eftir áliti og ráðgjöf frá fag-
aðilum um hlutafjárkaup, s.s. Ný-
sköpunarsjóði atvinnulífsins
ásamt því að leita eftir staðbund-
inni þekkingu á forsvarsmönn-
um, fyrirtækjum og umhverfi
þeirra, t.d. hjá atvinnuþróunarfé-
lögum og eignarhaldsfélögum á
einstökum svæðum. Leitast verð-
ur við að svara umsækjendum
innan 45 daga frá því að umsókn-
artímabili vegna einstakra at-
vinnugreina er lokið. -GG
Akureyri:
ESSO yfirtekur rekst-
ur bensínstöOva
Olíufélagið og Höldur á Akur-
eyri ehf. hafa gert meö sér samn-
ing um að Olíufélagið taki yfir
rekstur ESSO-stöðvanna á Akur-
eyri frá og meö 1. maí nk. Um er
að ræða yfirtöku á þremur bens-
ínstöðvum sem eru við Hörgár-
braut, Tryggvabraut og Leiruveg
ásamt rekstri á Veganesti við
Hörgárbraut.ÝÝHöldur mun
áfram reka Litlu kaffistofuna við
Tryggvabraut og Lindina við
Leiruveg.
Höldur og Olíufélagið hafa átt
gott og farsælt samstarf í áratugi
og verður engin breyting þar
á.ÝÝ Með þessum breytingum
fara hagsmunir beggja fyrirtækj-
anna vel saman og er hún í sam-
ræmi við stefnu þeirra, Olíufé-
lagsins að taka við rekstri sinna
bensínstöðva á þessum stærri
stöðvum og Hölds að einbeita sér
að rekstri sinna grunneininga.
Stöðvarstjóri ESSO á Akureyri
verður Axel Grettisson.
Nýlega seldu bræðurnir Skúli,
Birgir og Vilhelm, stundum kall-
aðir „Kennedy-bræður", Höld til
hóps starfsmanna. -GG
Vegagerðin:
Ferðast á vefnum
Vegagerðin opnaði á föstudag
„leiða- og þjónustukortavef' sem
gefur notendum færi á að „ferð-
ast á vefnum“ um landið og fá
upplýsingar um ferðaþjónustu,
áningarstaði, leiðarlýsingar, sögu-
staði og náttúrufar. Vefurinn
tengist landshluta-, svæðis-, sögu-
og náttúruskiltum sem sett hafa
verið upp víða um land ferðafólki
til hægðarauka og fróðleiks.
Markmiðið með vefnum er aukin
þjónusta við almenning í upplýs-
ingaleit og jafnframt að einfalda
viðhald upplýsinga á þjónustu-
skiltum Vegagerðarinnar viö
þjóðvegi landsins.
Komast má inn á þjónustu-
kortavefinn gegnum vefinn
www.vegag.is -GG