Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 15
15 MÁNUDAGUR 5. MAÍ 2003 X3V____________________________________________________________________________________________Menning Bækur voru skjól og - í æsku Sharon Dennis Wyeth sem borgar nú fyrir sig meö „Þegar ég horfi út um gluggann minn sé ég múrvegg. Þaö er sorp á víö og dreif í húsa- garöinum ogflöskubrot sem eru eins og hrap- aöar stjörnur. í ganginum í húsinu mínu er veggjakrot og á útidyrnar hefur einhver skrif- aö oröiö Deyðu meö rauðum stöfum. “ Þetta er upphaflð á sögunni Eitthvað fal- legt eða Something Beautiful eftir banda- ríska barnabókahöf- undinn Sharon Dennis Wyeth. Sú sem talar í sögunni er lítil svört stelpa með ótal fléttur og henni líður býsna illa yfir þvi hvað allt umhverfi hennar er ljótt. Mamma hennar hefur sagt henni að allir eigi rétt á einhverri fegurð í lífi sínu og litla stúlkan leggur í leið- angur til að finna fegurðina í sínu lifi. Þegar leiðangrinum er lokið hefur hún fundið ýmis- legt til að gleðjast yfir - bragðgóða samloku með steiktum fiski, rautt epli sem ávaxtasalinn gefur henni, nýfæddan son frænku sinnar. Leitina fullkomnar hún með því að þrifa draslið í húsa- garðinum og þvo rauðu stafina af útihurðinni. Las sér til óbóta Sharon Dennis Wyeth var hér á landi í einka- erindum í vikunni sem leið en hélt líka fyrir- lestur í Þjóðarbókhlöðunni. Hún fékk fallegt veður í heimsókninni og hreifst mjög af land- inu. „Mig langar mest til að flytjast hingað,“ sagði hún brosleit í heimsókn sinni á DV, „land- ið er svo fallegt og fólkið svo gott.“ Sharon hefur skrifað meira en fimmtíu bæk- ur handa bömum og er gríðarlega vinsæl í sínu heimalandi meðal barna af öllum kynþáttum. En af hverju fór hún að skrifa fyrir börn? „Ég átti sjálf býsna litríka bernsku og æsku,“ segir hún. „en ekki auðvelda. Á hverjum degi eftir skóla fór ég á bókasafnið í hverfmu og las. Ég gerði ekkert annað - bókstaflega. Ég las mér til óbóta! Bækur voru huggun mín, skjól og flóttaleið frá veruleikanum. Þegar mér bauðst tækifæri á fullorðinsárum til að skrifa fyrir börn þá greip ég það og naut þess. Og ég hafði svo margar sögur að segja að á þeim er enginn skortur enn, og böm virðast eiga auðvelt með að samsama sig röddinni í bókunum minurn." Sharon langaði alltaf til að skrifa fyrir böm en vissi ekki hvemig hún átti að fara að. í há- skóla fór hún að skrifa skáldskap, ástar- og æv- intýrasögur fyrir salti í grautinn en einkum leikrit fyrir leikhóp sem hún var í. Reyndar var það fyrsta sem hún skrifaði og hlaut viðurkenn- ingu fyrir einmitt leikrit. „Ég var tíu ára þá og nýbyrjuð í nýjum skóla. Ég hafði bara séð eitt leikrit á ævinni, í kirkj- unni, en ég skrifaöi leikrit og sýndi kennaran- um mínum það, og hún varð svo hrifm að leik- rjtið var sett á svið í skólanum. Það var stór stund, og allt í einu átti ég vini og félaga í þessu nýja umhverfi. Ég er enn þá þakklát þessum gamla kennara mínum og hef enn þá samband við hana.“ Ég er í þessari bók Sharon er af blönduðum upprana, í æðum hennar rennur afrískt og ítalskt blóð, líka írskt og jafnvel indíánablóð. En foreldrar hennar voru frá Suðurríkjunum og á fæðingarvottorð- um þeirra stóð að þeir væru af afrískum upp- rana, og Sharon ólst því upp sem svart barn þó að útlit hennar beri það ekki með sér. Hún minnir meira á ítala. whEthiwú $LKmm %*rm Ki»! 1***. ■■■ *■**■■■ tWH *. W|«! Laxness á Netinu - bylting í aðgengi lesenda aö verkum Halldórs Laxness Á Degi bókarinnar opnaði Auður Lax- ness Laxnesslykilinn á veraldarvefnum sem markar tímamót í aðgengi lesenda að verkum nóbelskáldsins. Þarna er að finna texta allra helstu skáldverka Halldórs og orðstöðulykil að þeim sem unninn var af Orðabók Háskólans. Með opnun lykilsins var Gagnasafni Eddu formlega hleypt af stokkunum á slóð- inni www.edda.is. Það verður opið fyrst um sinn en í framtíðinni verður hægt að kaupa áskrift á netinu að margvíslegu efni sem útgáfan hefur yfir að ráða, meðal ann- ars Orðstöðulykli íslendingasagna og ís- lenskri orðabók. Umfram allt salfiskur Með Laxnesslyklinum opnast aðgangur að Atómstöðinni, Barni náttúrunnar, Brekkukotsannál, Gerplu, Guðsgjafaþulu, Heimsljósi, íslandsklukkunni, Kristnihaldi undir Jökli, Paradísarheimt, Sölku Völku, Sjálfstæðu fólki, Smásögum, Undir Helga- hnúk og Vefaranum mikla frá Kasmír. Alls eru verkin yfir átta megabæt á tölvutæku formi en til samanburðar eru allar íslend- ingasögurnar rúm fimm megabæt. Skáld- sögur og smásögur nóbelsskáldsins ein eru þannig helmingi meiri að vöxtum en allar Islendingasögurnar og eru þá ótalin leikrit og ritgerðasöfn Halldórs. Lykillinn gerir notendum kleift að fletta upp öllum orðum sem koma fyrir í bókun- um og sjá i hvaða samhengi hvert þeirra birtist í öllum. Þannig sést til dæmis að orðið „viðkomníngarlaust“ kemur aðeins einu sinni fyrir I þessum bókum, í íslands- klukkunni (Hinu ljósa mani), þar sem Hall- dór notar það í lýsingu á Eydalín lögmanni. Ef við munum ekki nákvæmlega hvernig einhver vel orðuð setning hljómar getum „Ég las rosalega mikið, eins og ég sagði þér, en hvergi í bókunum sem ég las vom svört böm aðalsöguhetjur eða á kápumyndinni. Og mér finnst dásamlegt að geta bætt úr þessu. Ég er mótuð af uppruna mínum og ég skrifa um böm í svipuðum aðstæðum og ég bjó við sjálf, krakka sem alast upp í fátækrahverfum, bæöi svarta og hvíta. Öll böm þurfa að komast í bækur þar sem þau sjá líf sitt speglast á jákvæðan hátt. Og ég veit að þau kunna að meta þetta af því ég hef talað við ótal böm í heimsóknum mínum í skóla af öllu tagi um allt land. Ég finn til mikillar ábyrgðar á því sem ég skrifa. Þegar ég var að semja bókina Eitthvað fallegt - sem gerist í svipuðu hverfi og ég ólst upp í sjálf í Washington - þá var ég í sjálfboða- vinnu í skóla sem áður hafði verið keilusalur. Húsnæðið átti að vera til bráðabirgða en hafði samt verið notað í tíu ár þegar þetta var. Það voru engir gluggar á húsinu, enginn samkomu- salur, engin þægindi af neinu tagi - en bömin voru dásamleg. Og mér fannst afar áríðandi að tónninn í sögunni minni yrði réttur, ég vildi ekki að þessi börn skömmuðust sín fyrir um- hverfi sitt eða fyrir líf sitt. Börn. hafa líka augu til að sjá með, þau ferðast um með strætó og sjá að önnur hverfi eru fallegri, ríkmannlegri en þeirra hverfi, en þau tengja sig við hverfið sitt. Ég vildi ekki auka á vanlíðan þeirra og ég hafði áhyggjur af þessari sögu. Þegar handritið var flóttaleið tugum vinsælla barnabóka tilbúið las ég það fyrir bekk í skólanum og fékk fullkomna þögn - þangað til einn drengurinn sagði: „Ég er í þessari bók.“ Og það kom í ljós að þeim fannst sagan æðisleg. En það skemmti- lega er að bömin í fínu skólunum hafa líka gam- an af að telja upp það sem er best. „Það falleg- asta í mínu lífi er litli hvolpurinn minn,“ sagði eitt barn, annað nefndi mömmu sína og það þriðja að fara í bókabúðina ...“ Bónus að gera gagn Sharon skrifar ekki bara sögur fyrir unga les- endur, eins og Eitthvað fallegt. Núna vinnur hún til dæmis að unglingasögu um sautján ára stúlku sem hún segir að verði hörð og átaka- mikil bók. Sú saga gerist í samtímanum eins og fleiri sögur Sharon, en hún hefur líka samið fjölda sögulegra skáldsagna fyrir stálpuð böm og unglinga. - Hvað finnst þér mest gaman af þessu? „Að skrifa ólíka hluti til skiptis!" svarar hún að bragði. „Ég er nákomnari persónum mínum í samtímasögum og þegar ég dreg atburði upp úr mínum eigin minningadjúpum þá getur vinn- an orðið afar erfið, því minningarnar era ekki alltaf þægilegar. Þá ganga skriftimar hægt en erfiðislaunin eru líka góð. Sögulegt efni gefur mér meiri fjarlægð. Persónumar eru ekki eins mikið mitt mál þó að ég sé afar forvitin um for- tíð míns fólks. Með því að skrifa um sögu fólks af afrískum uppruna í bókunum mínum gef ég mörgum lesendum mínum rætur sem þeir vissu ekki að þeir ættu. Ekki að það hafi verið ástæð- an fyrir efnisvalinu, ég skrifa bara um það sem mig langar til að skrifa um. En það er góður bónus að gera gagn um leið.“ Bækur Sharon Dennis Wyeth eru gefnar út af ýmsum forlögum I Bandaríkjunum. Nánari upp- lýsingar um þær má nálgast á heimasíðu henn- ar, http://www.sharondenniswyeth.com/ við slegið upp einu orði úr henni og fund- ið hana á auga- bragði. Til dæmis má sjá ef flett er upp á orðinu „salt- fiskur“ að Halldór segir hvergi beinlín- is að lífið sé saltfiskur. Setningin sem kemst næst því er úr Sölku Völku og hljómar svona: „...en það er nú svona að þegar öllu er á botninn hvolft þá er lífið þó umfram alt saltfiskur en ekki draumaríngl...“ Munu aðdáendur skáldsins geta hafa bæði gagn og gaman af lyklinum. Halldór Laxness Nú eigum viö lykil að honum. PS Góð hugmynd Samkvæmt titli er hugmyndin að bókinni Skáld um skáld (sem var gef- in bókakaupendum í Viku bókarinn- ar) sú að láta skáld og rithöfunda rekja áhrifavalda sína, og það er ekki slæm hugmynd. Oft er verulega gam- an að heyra skáld tala af örlæti um forvera sína, og jafnvel getur það opn- að augu manns fyrir ákveðnum sér- kennum á skrifum þess sem rifjar upp. I bókinni eru líka prýðfiegir kaflar. Til dæmis er mjög gaman að lesa grein Sigur- bjargar Þrastardóttur sem var stödd í London þegar hún fékk beiðni um að skrifa greinina og haföi ekkert bókasafn til að leita í. Listileg er upprifiun hennar á Söknuði Jóhanns Jónssonar sem kemur til hennar í slitrum þar sem hún situr á kaffihúsi í stórborg- inni - eins og á pappírssnifsum sem fiúka eftir götunni. Mjög viðeigandi og í anda ljóðsins. Jóhanni hefði líkað það. Margir rithöfund- anna taka verkefninu svo að þeir eigi að telja upp bækur sem þeir lásu (á imga aldri) og höfðu djúp áhrif á þá. Það gera til dæmis Guðrún Eva Mínervudóttir, Jón Kalman Stefánsson, Óskar Árni Óskarsson og Guörún Helgadóttir. Þessi upptalning er mjög frjó fyrir lesandann, hann fer sjálfur að rifia upp hvað hann las og hvenær og hvaða áhrif það hafði. Ég á til dæmis sjálf furðu áþekka minningu og Einar Bragi rekur um bókmennta- ritgerðina sem hann skrifaði, innblás- inn, um snilldarverkið Grænklædda bogamanninn og fékk bágt fyrir hjá kennara sínum. Oftar harmar þessi lesandi hvað hann hafði vondan smekk á yngri árum. Það er bara einn sem nefnir Enid Blyton sem var mitt helsta lestr- arefni árum saman. Enginn nefnir Stefán Jónsson sem kom mér á bragð- ið með bókmenntir. Halldór Laxness fær flestar nefningar, sýnist mér, Þór- bergur næstflestar og Gyrðir er núm- er þrjú. Vond hugmynd Nokkrir höfundarnir einbeita sér að eimrni höfundi og það getur líka verið fróðlegt. Sá höfundur er Ármann Kr. Einarsson í dýr- legri grein Andra Snæs Magnasonar, og Stefán Máni skrifar af- spymuskemmtilega sjálfslýsingu frá unglingsárum með hjálp tilvitnana í uppáhaldsbækur sínar þá, Beðið eftir strætó og Hallærisplanið eftir Pál Kristin Pálsson. Og Hallgrímur Helgason verður allt í einu áttræður nóbelshöfundur þegar hann skrifar um Mikael Torfason - eins og hann vilji krýna hann krónprins. Sér á parti er grein Sigurðar Pálssonar um Sigfús Daðason - fórn á altari ástar á frá- bæru skáldi. Líka hafði ég gaman af frá- sögn Geirlaugs Magn- ússonar af Degi Sig- urðarsyni sem hann þekkti vel og virti vel. Auk skáldanna fá nokkrir bókmennta- fræðingar (sem ekki eru líka skáld) að skrifa í bókina og er erfitt að skilja ástæðuna til þess. Þeir nálgast vitanlega efnið frá allt annarri hlið. Skáldskapur hefur kannski haft áhrif á þá, en ekki tU skáldskapariðkunar eða annarra sýni- legra hluta, og þeirra greinar, sem allar fialla um einn höfund, em bara eins og hverjar aðrar bókmenntagreinar eða skólaritgerðir. Mér fannst þær skemma heildarsvip bókarinnar þó að þær séu eflaust góðar fyrir sinn hatt. Upprunalega hugmyndin var góö. Henni átti ekki að hagga.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.