Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.2003, Blaðsíða 11
Verndum árangurinn - nýtum tækifærin Tækifæri til skattalækkana Kæru landsmenn. Skattar hafa verið lækkaðir meira á undanförnum árum en nokkru sinni fyrr. Við erum stolt af þessum árangri og teljum að vel hafi tekist til. Við vitnum í verk okkar vegna þess að þau eru öruggust vísbending um að við tökum loforð okkar mjög alvarlega. Skattalækkanir undanfarinna ára hafa skipt fólkið og fyrirtækin í landinu miklu máli. Nú er svo komið að Sjálfstæðisflokkurinn telur allar forsendur til enn frekari skattalækkana. Þess vegna vill Sjálfstæðisflokkurinn á næsta kjörtímabili: • Lækka tekjuskatt um 4% úr 25,75% í 21,75%; lækka neðra þrep virðisaukaskatts úr 14% í 7%; • afnema eignarskatt; • lækka erfðafjárskatt í 5% og fyrstu milljónirnar verði án erfðafjárskatts; • auka enn frekar skattfrelsi einstaklinga vegna viðbótarframlaga í lífeyrissjóði. Við erum bjartsýn á framtíð íslands og ætlum að skipa því áfram í fremstu röð. Þess vegna verðum við að gæta þess að glutra ekki niður því sem áunnist hefur heldur halda áfram að skapa ný tækifæri. í alþingiskosningunum 10. maí leitum við sjálfstæðismenn eftir umboði þínu til að fá að þjóna landi okkar, landi tækifæranna, áfram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.