Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 2
2
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003
DV
Fréttir
ASÍ kannar grænmetisverð í 10 verslunum:
flllt að 305% verðmunun
Munur á hæsta og lægsta verði
grænmetis var meiri en 100 pró-
sent í tæplega helmingi tilvika i
verðkönnun sem verðlagseftirlit
Alþýðusambandsins framkvæmdi
í 10 verslunum á höfuðborgar-
svæðinu 2. maí sl. Verðmunurinn
var meiri en 200 prósent í sex til-
vikum og fór munurinn hæst í 305
prósent á hvítkáli. Minnsti munur
á hæsta og lægsta verði var á
sveppum í öskju, 28 prósent. Bón-
us var langoftast með lægsta verð
á grænmeti og ávöxtum eða i 40
tilvikum af þeim 43 vörum sem
skoðaðar voru. Verslun 10-11 var
hins vegar með hæsta verð í 27 til-
vikum og 11-11 í 25 tilvikum.
Verð á grænmeti var kannað í
Bónusi í Faxafeni , 10-11 í Firði,
Hagkaupum í Skeifunni, Krón-
unni í Skeifunni, Nóatúni í
Smáralind, 11-11 á Skúlagötu,
Nettó í Mjódd, Samkaupum i Mið-
vangi, Fjarðarkaupum í Hafnar-
firði, og Europris í Skútuvogi. Alls
voru 43 vörur til í 8 verslunum
eða fleiri.
Svo tekin séu dæmi úr könnun-
inni voru bananar ódýrastir í Bón-
usi, 127 kr. kg, en dýrastir í 11-11
þar sem þeir kostuðu 239 krónur.
Gúrkur voru ódýrastar í Bónusi,
169 kr. kg, en dýrastar í 10-11 þar
sem þær kostuðu 299 krónur. Stein-
selja var ódýrust í Bónusi, 129 kr.
kg, en dýrust í 11-11, 268 krónur.
Athygli vekur að Bónus og 10-11
kaupa inn af sama birgi og, sem
Baugsverslanir, ættu að njóta
sömu kjara. Engu að síður er gríð-
arlegur verðmunur í þessum
verslunum.
Óbreytt líðan
Líðan stúlknanna tveggja, sem
lentu í bílslysinu í Vestmannaeyj-
um um helgina, er óbreytt. Önn-
ur þeirra er vöknuð og líður
sæmilega en hinni er enn haldið
sofandi í öndunarvél á Landspít-
ala - háskólasjúkrahúsi. Slysið
varð aðfaranótt sunnudags þegar
bifreið, sem stúlkurnar voru í, ók
út af og lenti á steinvegg. Þriðja
stúlkan, sem var í bílnum, var
úrskurðuð látin nokkru eftir að
komið var með hana á sjúkrahús-
ið í Vestmannaeyjum. -EKÁ
Fer hlýnandi
Veðurstofan gerir ráð fyrir ör-
lítið hlýrra veðri næstu daga. Gert
er ráð fyrir suðaustanátt á
fimmtudag og föstudag og hiti
verður á bilinu 7 til 16 stig og
verður hlýjast norðaustanlands.
Um helgina verða síðan norðaust-
lægar áttir og hiti á bilinu 6 til 15
stig, hlýjast sunnanlands. Á höfuð-
borgarsvæðinu má búast við súld
fram að helgi en um helgina birtir
til með norðaustlægum áttum og
hlýjast verður í Reykjavík. -EKÁ
Guðmundur Marteinsson, fram-
kvæmdastjóri Bónuss, segist hafa
álagningu á grænmeti eins lága og
mögulegt er. „Markmiðið er að
hafa þetta réttu megin við núllið.
Við höfum ákveðið að flytja græn-
metisverð í sambærilegum versl-
unum í Evrópu inn í okkar versl-
anir og athuganir okkar sýna að
við höfum ekkert að skammast
okkar fyrir. Ég var í Hollandi þeg-
ar könnunin var gerð og keypti
strax inn sömu vörur og í könnun-
inni. Við vorum á svipuðu róli í
öllum tegundum nema sveppum
og jarðarberjum," sagði Guð-
mundur við DV í morgun.
Ekki náðist í framkvæmda-
stjóra 10-11 í morgun.
Á vefsíðu ASÍ segir að þessi
mikli verðmunur sýni að neytend-
ur geti sparað töluverðar upphæð-
ir ef þeir versla þar sem hagstæð-
ast er. Vakin er athygli á að verð
á grænmeti sveiflast milli árstiða
og því þurfi neytendur að fylgjast
grannt með stöðu mála hverju
sinni. -hlh
Haröur árekstur
Haröur árekstur varö á mótum Nýbýlavegar og Þverbrekku á þriöja tímanum í gær. Fólksbíll ogjepplingur, sem komu
hvor úr sinni áttinni, rákust saman. Ökumenn beggja bíla voru fluttir á slysadeild Landspítalans en aö sögn lögreglu
voru meiösl þeirra talin minniháttar. Báöir bílarnir skemmdust mikið viö áreksturinn.
Frjálslyndir gagnrýna tramkvæmd
Frjálslyndi flokkurinn telur sig
hafa upplýsingar um að neitað hafi
verið að taka við utankjörstaðarat-
kvæðum í Reykjanesbæ á þeirri for-
sendu að viðkomandi kjósendur
ættu lögheimili annars staðar í
kjördæminu. Guðjón Amar Krist-
Stuttar fréttir
jánsson, formaður flokksins, segir í
athugun hvort hægt sé að sýna
fram á þetta með vitnum en þetta
gangi þvert gegn ákvæðum kosn-
ingalaga, þar sem segi að utankjör-
staðaatkvæði megi afhenda í hvaða
kjördeild sem er í kjördæmi kjós-
andans. Einnig ætlar flokkurinn að
fara fram á endurmat og endurtaln-
ingu vafaatkvæða í Suðurkjör-
dæmi. Einungis 13 atkvæði vantaði
til að Frjálslyndir í Reykjavík næðu
inn jöfnunarþingmanni og þar með
fimm mönnum á þing. -ÓTG
Miklar útstrikanir
Alls strikuðu
449 kjósendur yfir
nafn Sturlu Böðv-
arssonar sam-
gönguráðherra í
nýafstöðnum
kosningum en
mikið var um út-
strikanir í kjör-
dæminu. Mest var strikað út á B-
og D-lista. Alls strikuðu 142 yfir
nafn Einars Odds Kristjánssonar,
99 yfir nafh Guðjóns Guðmunds-
sonar og 34 yfir nafn Einars K.
Guðfinnssonar. Á B-lista voru 164
útstrikanir á nafni Kristins H.
Gunnarsson og 35 hjá Magnúsi
Stefánssyni.
Púrtvín í stað messuvíns
Framleiðslu messuvíns hefur
verið hætt hérlendis. Þess í stað
munu flestir prestar nota rautt
púrtvín. Mbl. sagði frá.
Tæplega 3000 sóttu um
Alls bárust 2.762 umsóknir um
tæplega 200 störf hjá ítalska verk-
takafyrirtækinu Impregilo við gerð
stíflu og aðrennslisganga Kára-
hnjúkavirkjunar.
Víöast fært á hálendinu
Hálendisvegimir eru óðum að
opnast og sumir þegar orðnir jeppa-
færir. Útlit er fyrir að flestir vegir
verði orðnir færir fyrir mánaða-
mót.
Selskinn hækka í verði
Verð á skinni af vorkópum hef-
ur hækkað verulega í verði und-
anfarið. Bændablaðið greinir frá
því að verðið hafi hækkað vegna
aukinnar eftirspurnar og hag-
stæðrar gengisþróunar undanfar-
ið. Eftirspumin mun vera meiri
en framboðið og erlendir kaupend-
ur eru farnir að kvarta yfir að fá
ekki nóg af skinnum.
Sniglarnir á ferð
Mótorhjólaslysaæfing fer fram
annað kvöld við félagsheimili
Sniglanna við Skeljanes. Aðilar
frá Slysadeild og Slökkviliðinu
munu aðstoða Snigla við æfing-
una. „Slysið" mun eiga sér stað
klukkan 20. -EKÁ/aþ/Kip
Lögreglan á Blönduósi:
Lýst eftir manni
frá Blönduósi
Lögreglan á Blönduósi hefur
lýst eftir Viktori Guðbjartssyni, 25
ára, sem búsettur er á Blönduósi.
Ekki hefur sést til hans síðan
snemma á laugardagsmorgun þar
sem hann var við Húnavelli í
Austur-Húnavatnssýslu. Lögregl-
an og 30 björgunarsveitarmenn
leituðu að honum í gær á stóru
svæði en án árangurs. Mun leit-
inni verða haldið áfram næstu
daga. Viktor er grannvaxinn, mn
187 sm á hæð og með stutt dökk-
skolleitt hár. Hann sást síðast í
dökkum íþróttaskóm, ljósbláum
gallabuxum og ljósum grænbláum
bol. Þeir sem hafa séð til Viktors
eru vinsamlega beðnir að hafa
samband við lögregluna á Blöndu-
ósi í síma 455-2666. -EKÁ
Par handtekið á leið
úr innbrotl í nótt
Maður og kona voru handtekin
snemma í morgun, grunuð um að
hafa brotist inn í hús á Seltjarn-
arnesi. Lögreglan fékk tilkynn-
ingu um innbrot um klukkan
fimm í morgun og hafði séð til
fólks í bíl sem áður hafði komið
við sögu lögreglunnar. Lögreglan
hafði uppi á fólkinu í miðbænum
skömmu síðar og handtók það.
Yfirheyrslur standa væntanlega
yfir núna en fólkið hefur ekki ját-
að á sig verknaðinn. Ekki er enn
vitað nákvæmlega hverju var
stolið. -EKÁ
Lést at slysförum
Maðurinn,
sem lést eftir
að hafa fallið
fram af klett-
um við Hell-
issand aðfara-
nótt fóstudags-
ins, hét Matth-
ías Kristjáns-
son, til heimilis að Hábrekku
6 í Olafsvík.
Matthías var 26 ára þegar
hann lést, fæddur 23. septem-
ber 1975. Hann lætur eftir sig
unnustu, þrjú börn og einn
fósturson.
Lést í bílslysi
Stúlkan,
sem lést í
bílslysi í Vest-
mannaeyjum
aðfaranótt
sunnudagsins,
hét Anna
Ragnheiður
ívarsdóttir, til
heimilis að Búastaðabraut 5.
Anna Ragnheiður var á sautj-
ánda aldursári, fædd 4. desem-
ber 1986. Hún stundaði nám
við Framhaldsskólann í Vest-
mannaeyjum.
í frétt um meðalfylgi Samfylking-
arinnar og Vinstrihreyfingarinnar
- græns framboðs og forvera þess-
ara flokka síöustu 40 ár í blaðinu í
gær láðist að taka með í reikning-
inn fylgi Þjóðvaka í alþingiskosn-
ingunum 1995. Af þeim sökum var
sagt að meðalfylgið hefði verið
34,8%. Hið rétta er að það er 35,4%
og því var samanlagt fylgi S- og U-
lista 4,4 prósentustigum yfir 40 ára
meðalfylginu en ekki 5 prósentu-
stigum eins og sagði í fréttinni. Þá
misritaðist samanlagt fylgi Al-
þýðuflokks og Alþýðubandalags í
kosningunum 1978; það var 44,9%
og lá rétt fylgi til grundvallar út-
reikningum í fréttinni og súluriti
sem fylgdi henni. Beðist er vel-
virðingar á mistökunum.