Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 DV Fréttir Fimm manna meirihluti stjórnarflokkanna hékk á bláþræöi: Sigunð Inga vantaði 13 atkvæði til að fella flrna Ef Frjálslyndi flokkurinn hefði fengið 13 atkvæðum meira á lands- vísu hefði honum verið úthlutað 9. og síðasta jöfnunarþingsætinu í stað Framsóknarflokksins, samkvæmt út- reikningum DV. Þetta þingsæti hefði þá falliö í skaut Sigurðar Inga Jóns- sonar í Reykjavík norður í stað Áma Magnússonar frá Framsóknarflokki. Hið sama heföi gerst ef Framsóknar- flokkurinn hefði fengið 24 atkvæðum minna á landsvísu en Frjálslyndir óbreytt fylgi. Við þetta hefði meirihluti ríkis- stjómarflokkanna á Alþingi minnkað úr 5 í 3. AUs fékk Frjáislyndi flokkur- inn 13.523 atkvæði. Ingibjórgu vantaði 148 Um er að ræða hið síðasta af 9 jöfn- unarþingsætum, sem fyrr segir. Sam- kvæmt útreikningum DV hefði Vinstri hreyfmgin - grænt framboö þurft að bæta við sig 114 atkvæðum á landsvísu til þess að hirða þetta þing- sæti af Framsóknarflokknum og hefði þá Áifheiður Ingadóttir orðið þing- maöur í stað Arna Magnússonar. Samfylkinguna vantaði 148 atkvæði á landsvísu til þess að Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hreppti sætið. Sjálfstæðis- flokkurinn hefði þurft að fá 561 at- kvæði meira á landsvísu til þess að Lára Margrét Ragnarsdóttir heföi hreppt það. Næstir inn Umfram það sem að ofan greinir er nánast útilokað að reikna út hvaða frambjóðendur voru næstir því að komast að sem jöfnunarþingmenn. Úthlutim jöfnunarþingsæta tekur mið af úrslitum á landinu öllu og breyting á einum stað getur sett hrinu breyt- inga af stað annars staðar á landinu. Hins vegar er einfalt að sjá hverjir voru næstir því að ná kjöri sem kjör- dæmakjömir þingmenn. Niðurstaðan er aö Ambjörg Sveinsdóttir (D) í Norðausturkjördæmi hefur æmast tilefni til að naga sig í handarbökin. í Reykjavík norður vantaði Sigurð Kára Kristjánsson, 4. mann Sjálfstæð- isflokksins, 279 atkvæði ofan á alls 12.833 til að fella Helga Hjö rvar, 4. mann Samfylkingarinnar. Sigurður Kári hlaut jöfnunarþingsæti. Sigurð Inga Jónsson, oddvita Fijálslyndra, vantaði 1.276 atkvæði ofan á alls 2.002 til aö fella Helga. í Reykjavík suöur vantaði Mar- gréti Svemisdóttur, oddvita Fijáls- lyndra, 991 atkvæði ofan á alls 2.448 til að fella Ögmund Jónasson, oddvita Vinstri grænna. í Suövesturkjördæmi vantaði Gunnar Örlygsson, oddvita Fijáls- lyndra, 618 atkvæði ofan á alls 2.890 til að fella Katrínu Júlíusdóttur, 4. mann Samfylkingarinnar. Gunnar hlaut jööiunarþingsæti. Páll Magnús- son, 2. maður Framsóknar, þurfti 629 atkvæði ofan á alls 6.387 til að fella Katrínu og Jóhönnu B. Magnúsdótt- ur, oddvita Vinstri grænna, vantaði 837 atkvæði ofan á alls 2.671. í Norðvesturkjördæmi vantaði Sig- urjón Þórðarson, 2. mann Frjáls- lyndrai 1.023 atkvæöi ofan á alls 2.666 Alfheiður Ingadóttir Heföi komist á þing ef 114 kjósend- ur til viöbótar heföu kosiö Vinstri hreyfinguna - grænt framboö. Ambjörg Sveinsdóttir Vantaöi aöeins 249 atkvæöi í Norö- austurkjördæmi til aö fella Birki Jón Jónsson, 4. mann Framsóknar. Sigurður Ingi Jónsson Heföi komist á þing og minnkaö meirihluta stjórnarfiokkanna úr 5 í 3 þingmenn ef 13 kjósendur til viöbót- ar á landinu öllu heföu kosiö Frjáls- lynda flokkinn. Ámi Magnússon Síöastur inn. Vegna reglna kosninga- laganna komst hann aö þrátt fyrir aö aörir frambjóöendur í Reykjavík norö- ur heföu veriö nær því aö komast á þing og flokksfélagar hans annars staöar á landinu sömuieiöis. DV-MYND SIGURÐUR JÖKULL I hlta og þunga næturinnar Formaöur Vinstri grænna lentur á Reykjavíkurflugvelli eftir aö hafa misst einn sinna manna af þlngi. Flokkinn vantaöi 114 atkvæöi til aö halda sínum fyrri þingstyrk. P til að fella Einar Odd Kristjánsson, 3. mann Sjálfstæðisflokksins. Sigurjón hlaut jöftiunarþingsæti. Gísla S. Ein- arsson, 3. mann Samfylkingarinnar, vantaði 1.187 atkvæði ofan á alls 4.346 til að fella Einar Odd. í Norðausturkjördæmi vantaði Ambjörgu Sveinsdóttur, 3. mann Sjálfstæðisflokksins, 249 atkvæði ofan á alls 5.544 til að fella Birki Jón Jónsson, 4. mann Framsóknar. Lára Stefánsdóttur, 3. mann Samfylkingar- innar, vantaði 290 atkvæði ofan á alls 5.503 til að fella Birki Jón. í Suðurkjördæmi vantaði ísólf Gylfa Pálmason, 3. mann Framsókn- ar, 631 atkvæði ofan á alls 5.934 til að fella Magnús Þór Hafsteinsson, odd- vita fijálslyndra. Að sitja eftir Jöfnunarþingsætum er úthlutaö til flokkanna í þeirri röð sem þeir eiga rétt á þeim miðað við hve mik- ið vantar upp á að þingmannafjöldi þeirra endurspegli fylgi þeirra á landsvísu. Þess vegna getur komið upp sú staða, að þingmaður í til- teknu kjördæmi fái jöfnunarsæti - leiðréttingu á misræmi sém er á milli fylgis flokksins hans á lands- vísu og þingmannafjölda - þrátt fyrir að keppinautur úr öðrum flokki hafi verið nær því að ná kjöri á grundvelli úrslitanna í því tfltekna kjördæmi. Dæmi má finna um þetta í nýaf- stöðnum kosningum. Þannig var Sigurður Ingi Jónsson (F) miklu nær því að ná kjöri sem kjördæma- kjörinn þingmaður í Reykjavík norður en Ámi Magnússon (B). Á sama hátt var Páll Magnússon (B) nær þvi að ná kjöri í Suðvestur- kjördæmi en Bjami Benediktsson (D). Þeir Sigurður Ingi og Páll verða hins vegar aö bíta í það súra epli að þegar jöfnunarsætunum í kjördæmum þeirra var úthlutað áttu aðrir flokkar meiri rétt á þeim vegna stöðunnar á landsvísu. Bræðravíg Annað „misræmi", ef svo mætti kalla, felst í því að þingmaður getur þurft aö sjá á eftir jöfhunarþingsæti til samflokksmanns í öðra kjördæmi sem á minni rétt á því en hann sjálf- ur samkvæmt reiknireglum kosn- ingalaganna, ef jöfnunarsætinu (eða - sætunum) í kjördæmi hans hefur þegar verið úthlutað til þingmanna annarra flokka. Finna má nokkur dæmi um þetta í kosningunum á laugardaginn. Þannig átti Ambjörg Sveinsdóttir (D- Norðaustur) meiri rétt á jöfnunar- þingsæti fyrir Sjálfstæðisflokkinn en Bjami Benediktsson (D-Suðvestur) en hún komst ekki að vegna þess að jöfhunarsætinu í Norðausturkjör- dæmi hafði þegar verið úthlutað til Þuríðar Backman (U). Þess vegna hefði í raun komið sér betur fyrir Ambjörgu aö Vinstri grænum hefði gengið betur í Norðausturkjördæmi þannig að Þuríður hefði náð kjöri sem kjördæmakjörinn þingmaður og skilið jöfnunarsætið eftir laust. Á sama hátt áttu þau Lára Stefáns- dóttir (S-Norðaustur) og Gísli S. Ein- arsson (S-Norðvestur) meiri rétt á jöfhunarsæti en félagi þeirra, Jón Gunnarsson (S-Suður) en þau komust ekki að vegna þess að jöfnunarsætun- um í kjördæmum þeirra hafði verið úthlutað til þingmanna annarra flokka; Þuríöar Backman (U-Norö- austur) og Siguijóns Þórðarsonar (F- Norðvestur). Ýktast er dæmið hjá Framsóknar- flokknum því að Ámi Magnússon í Reykjavík norður fékk jöftiunarþing- sæti þrátt fyrir að hafa átt næst- minnstan rétt allra framsóknar- manna á því. ísólfur Gylfi Pálmason (Suöur), Páll Magnússon (Suðvestur), Herdís Á. Sæmundardóttir (Norð- vestur) og Þórarinn E. Sveinsson (5. á listanum í Norðausturkjördæmi!) vora öll á undan honum í röðinni. Vegna þess hve flokkurinn fékk marga kjördæmakjöma menn miöað við fylgi sitt á landsvísu átti hann hins vegar ekki rétt á nema síðasta jöfnunarþingsætinu - og þegar kem- ur að úthlutun þess er vitanlega bara eitt eftir laust. Svo vill tfl að það er í Reykjavík norður, kjördæmi Áma Magnússonar. Strætisvagni stoliö: Andlitið nánast datt af mér - sagði vagnstjórinn „Ég skrapp inn til að fá mér kaffisopa og þegar ég kom út aft- ur var vagninn horfinn. Andlitið nánast datt af mér þegar ég áttaði mig á því að búið væri að stela honum," sagði Valdimar Jónsson vagnstjóri sem varð fyrir því að strætisvagni hans var stolið fyrir utan Mjóddina við Amarbakka í fyrrinótt. Hann fannst þó skömmu síðar fyrir utan Dverga- bakka og var þjófurinn þá á bak og burt. „Ég var kominn inn rétt fyrir miðnætti og var örugglega ekki lengur en í tíu mínútur inni. Ég sat þarna inni og beið eftir að tíminn liði en maður sér ekkert út um gluggann. Ég heyrði ein- hvern umgang fyrir utan en veit svo sem ekkert hvort þjófurinn hafi þar verið á ferð,“ sagði hann. Valdimar sagði að lyklarn- ir hefðu verið í vagninum en að vagninn sjálfur hefði verið lokaö- ur. „Við skfljum alltaf lyklana eftir í þegar við skreppum í pásu og lokum vagninum. Sumir vagn- amir eru þannig aö það er ekki hægt að læsa þeim. Hann sagðist ímynda sér að vanur bílstjóri hefði verið þama á ferð. „Það er mjög erfitt að keyra vagnana nið- ur úr Breiðholtinu og óvanur maður hefði væntanlega keyrt hann utan í eitthvaö. Hins vegar var ekkert að sjá á vagninum. Ég mun framvegis læsa þeim bílum sem hægt er að læsa og ganga frá hinum á þann hátt að þetta gerist ekki aftur,“ sagði Valdimar að lokum. -EKÁ Vill þjóðgarð fugla og fiska Guðmundur Páll Ólafsson, náttúrufræðing- ur og rithöfund- ur, mun kynna hugmyndir sín- ar um þjóðgarð fugla og fiska á fundi á Hótel Brattholti við Gullfoss næst- komandi fóstu- dagskvöld. Hann mun einnig ræða nauðsyn þess að fólkið í landinu axli ábyrgð á velferð og framtíðamýt- ingu landsins, eins og komist er að orði í tilkynningu Landverndar sem stendur fyrir fundinum. -sbs Skortur á kúm Verulegur skortur er á kúm til slátrunar um þessar mundir. Guð- mundur Svavarsson hjá Sláturfé- lagi Suðurlands á Hvolsvelli segir í Bændablaðinu að skorturinn stafi af því að mörgum kúm hafi verið slátrað það sem af er árinu. Guömundir segist eiga von á að þetta breytist er líða tekur á sum- arið. Bændur senda mjólkurkýr tfl slátrunar þegar mjólkurkvót- inn er að verða uppurinn vegna þess að þeir fá ekki greitt fyrir umframframleiðslu á mjólk. -Kip ár Guðmundur Páll Ólafsson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.