Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 9 DV Fréttir Ný og nútímaleg Skaftárbrú verður byggð: Glæsibrú í stað ■ ■ flmmtugrar og lúmnar Tvær heldur lúnar brýr yfir Skaftá við Kirkjubæjarklaustur munu brátt ljúka þjónustu við veg- farendur. Þama er um að ræða tvær einbreiðar brýr frá 1953 sem margir þekkja úr ferðalögum sín- um um landið. Vegagerðin mun á næstu dögum auglýsa útboð á gerð brúnna tveggja, sem eru 20 metra og 26 metra langar, auk vegtenging- ar á milli brúnna og tengingu við núverandi veg, alls 114 metra vega- gerð. Þarna mun koma 7,5 metra breiö akbraut og nær tveggja metra gang- braut, brúin tvíbreið samkvæmt nútímakröfum. Brikur á brúnum verða hálfur metri og á þær verður sett vegrið með handriði en vegrið verður á milli gangbrautar og ak- brautar. Þama er um að ræða mikla veg- arbót á Suðurlandsvegi og fækkar enn varhugaverðurm einbreiðum brúm á hringveginum. -JBP DV-MYNDIR VEGAGERÐIN Sú gamla Gamla Skaftárbrúin viö Kirkju- bæjarklaustur, barn síns tíma, einbreiö og tekin aö lýjast, enda er fimmtugsafmæli hennar í ár. Ný og glæsileg Svona mun nýtt brúar- og vegamannvirkið líta út þeg- ar væntanlegur verktaki hefur lokið störfum sínum fyrir Vegagerðina. Tvíbreiö akbraut ásamt gangbraut. Grjótvörn er á fyllingum til aö verjast vatnavöxtum. Þessa tölvumynd geröi brúardeild Vegageröarinnar. Hæstiréttur: Þriggja ára fangelsi fyrir dópinnflutning Hæstiréttur hefur staðfest þriggja ára fangelsisdóm Hér- aðsdóms Reykjavíkur yfir Sig- urði Hilmari Olasyni fyrir að flytja mikið magn hættulegra flkniefna til landsins í hagnað- arskyni. Ríkissaksóknari skaut málinu til Hæstaréttar 17. des- ember 2002 að ósk Sigurðar Hilmars en jafnframt af hálfu ákaeruvaldsins. Málið var höfð- að gegn þremur mönnum auk Sigurðar og voru þeir allir sak- felldir og dæmdir til refsingar í héraðsdómi. Hlutu hinir þrír tveggja ára fangelsi, 20 mánaða fangelsi og 12 mánaða fangelsi. Dóminum var þó ekki áfrýjað að því er hina þrjá varðaði. Með skýrslum mannanna þriggja hjá lögreglu og fyrir dómi þótti sannað að Sigurður Hilmar hefði staðið að því með þeim að flytja inn tæp 30 kíló af kanna- bisefnum til landsins. Sigurður Hilmar hefur nokkurn sakaferil að baki og hef- ur frá árinu 1980 verið sektaður sjö sinnum fyrir umferðarlaga- brot. Þá var hann dæmdur árið 1994 í 10 'mánaða fangelsi fyrir fjársvik og tékkalagabrot. Við ákvörðun refsingar var haft til hliðsjónar að um mikið magn fíkniefna væri að ræða. Þá var einnig haft í huga að Sigurð- ur hefði ásamt öðrum manni ver- ið aðalskipuleggjandi brotsins. Dómurinn taldi hann ekki hafa neinar málsbætur og auk fangels- isrefsingar þurfti hann að þola upptöku á fíkniefnunum. Frá refsivistinni dregst hins vegar 205 daga gæsluvarðhaldsvist sem hann hefur sætt frá 16. apr- ílsl.________________-EKÁ Stúlka féll fram af svölum: Henti sér fram af í kjölfar rifrildis Lögreglunni í Reykjavík var til- kynnt um klukkan tvö í fyrrinótt að stúlka hefði fallið fram af svöl- um á annarri hæð húss við Berja- rima. Stúlkunni hafði sinnast við pilt og í kjölfarið henti hún sér fram af svölunum. Stúlkan var flutt með sjúkrabifreið á slysa- deild og kenndi hún eymsla í baki og á hálsi. -EKÁ Honda Integra Type-R, árg. 12/00, ek. 44 þús., beinsk.,190 hö., recaro-stólar, BBS-álfelgur. Sportbíll nr. 1. Verð 2.090 þús. Honda Civic VTI 1,6, árg. 8/00, ek. 33 þús., beinsk.,160 hö., sóllúga, álfelgur, rafdr. rúður og speglar, ABS. Lán 1.040. Verð 1.380 þús. Honda CRV Advance, árg. Toyota Avensis Terra st. 7/00, ek. 3 þús., ssk., sílsarör, 1,8, árg. 5/00, ek. 57 þús., sjálfvirk miðstöð, ABS, loftpúðar, álfelgur, rafdr. rúður og speglar. Verð 2.890 þús. ssk., þakbogar, ABS, loftpúðar, rafdr. rúður og speglar. Verð 1.310 þús. Honda CRV Rvsi, árg. 3/99, ek. 55 þús., ssk., leðursæti, þakbogar, ABS, sílsarör, kastaragrind, álf., loftpúðar. Verð 1.750 þús. Toyota Yaris Terra, árg. 6/00, ek. 47 þús., beinsk., álfelgur, spoiler, loftpúðar. Verð 820 þús. Peugeot 306 XR, árg. 4/01, ek. 35 þús., beinsk., ABS, loftpúðar, samlæsingar, rafdr. rúður og speglar, kastarar. Verð 990 þús. M-Benz E-290D Classic, árg. 8/96, ek. 375 þús., ssk., rafdr. rúður og speglar, olíufýring, þjónustaður af Ræsi, ABS, loftpúðar, álfelgur. Verð 1.680 þús. Aðalbílasalan - fyrstir í notuðum! Góð og traust þjónusta við viðskiptavini Aðalbílasölunnar hefur verið lykilforsenda fyrir velgengi henna síðastliðin 48 ár. Viljir þú kaupa eða selja bíl þá getur þú treyst á þjónustu okkar. mLBiLAsaut^ <"* I HJARTA BORGARINNAR MILATORGI • SIMI 551 7171 • FAX 551 7225 • www.ab

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.