Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 27
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 27 Metþátttaka í Smáþjóðaleikum íslenskir kependur á Smáþjóðaleikunum á Möltu verða alls 192 og hafa aldrei verið fleiri ef undan eru skildir leikarnir hér á landi 1997. Á annað þúsund keppndur verða á leikunum á Möltu frá átta þjóðum en keppni hefst 2. júní og stendur yfir í um vikutíma. Keppt verður í tíu greinum á Möltu og verður þar margt af okkar besta íþróttafólki. Frjálsíþróttamenn verða þó án Jóns Arnars Magnússonar tugaþrautar- manns sem keppir á móti í Götzis á sama tíma. Þórey Edda Elísdóttir og Vala Flosadóttir fara ekki til Möltu en stangarstökk kvenna er ekki keppnisgrein á Smá- þjóðaleikunum. -JKS Rafpostur: dvsport@dv.is Eriksson tilkynnir enska landsliöshópinn: Rooney valinn þrátt fyrir meiðsli Sven Göran Eriksson, landsliðsþjálfari Englend- inga í knattspyrnu, til- kynnti í gær hvaða 25 leik- menn mynduðu hópinn sem valinn hefur verið til undirbúnings fyrir þrjá landsleiki á næstunni Um er að ræða vináttuleiki Markveröir: David James, West Ham, Paul Robinson, Leeds, og Ian Walker, Leicester. Varnarmenn: Danny Mills, Leeds, Rio Ferdi- nand, Man. Utd, John Terry, Chelsea, Ashley Cole, Arsenal, Phil gegn S-Afríku og Serbíu- Wayne Rooney. Neville, Man. Utd, Matthew Svartfjallalandi og loks leikinn gegn Slóvakíu sem er liður í und- ankeppni Evrópumótsins. Það sem mesta athygli vakti í valinu á liðinu var að Wayne Roo- ney, hinn ungi sóknarleikmaður Everton, skyldi vera valinn en for- svarsmenn Everton segja leik- manninn eiga við hnémeiðsli að stríða. David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, segir að Rooney verði ekki fær um að leika þessa leiki en hann meiddist í loka- umferðinni gegn Manchester United um liðna helgi. Hópurinn, sem Eriksson valdi, er annars skipaður eftirtöldum leikmönnum: Sven Göran Eriksson. Upson, Birmingham, Gareth Southgate, Middlesbro, og Wayne Bridge, Southampton. Mióvallarleikmenn: David Beckham. Man. Utd, Steven Gerr- ard, Liverpool, Paul Scholes, Man. Utd, Kieron Dyer, Newcastle, Trevor Sinclair, West Ham, Owen Hargreaves, Bayem Munchen, Jermaine Jenas, Newcastle, Frank Lampard, Chelsea, Danny Murphy, Liverpool. Sóknarmenn: Emile Heskey, Liverpool, Mich- ael Owen, Liverpool, Dari- us Vassell, Aston Villa, Wayne Rooney, Everton, og James Beattie, Sout- hampton. -JKS Halda dampi - segir Sigurpáll Á. Aöalsteinsson um ÍR-liöið Svo kann að fara að íslandsmeist- arar í handknattleik karla verði krýndir í kvöld þegar ÍR og Haukar mætat í íjórðu viðureign liðanna um íslandsmeistaratitilinn. Haukar leiða 2-1 í einvígínu og vantar því einn sigur i viðbót til að vinna titil- inn. Haukar unnu fyrsta leikinn í einvíginu en ÍR-ingar jöfnuðu metin með sigri á heimavelli í annarri viðureigninni. Um helgina komust Haukar aftur yfir þegar þeir gjörsigruðu ÍR að Ásvöllum með tólf marka mun. Það er alveg ljóst að ÍR- ingar þurfa að bretta upp ermar og leika mun betur í Austurberginu í kvöld ef ekki á illa að fara. „Ég er hræddur um það að Hauk- arnir vinni í kvöld en iR-ingar gætu alveg snúið við blaðinu en ég tel ekki miklar líkur á því. Ég vona samt aö ÍR-liðinu vegni vel og það yrði óskaplega gaman að fá hreinan úrslitaleik. Það skiptir miklu fyrir ÍR-inga að halda dampi fram í síðari hálfleikinn og ef það gengi upp þá eiga þeir mikla möguleika í leikn- um,“ sagði Sigurpáil Ámi Aðal- steinsson, þjálfari Þórs á Akureyri. Hann sagði að það skipti ÍR-inga máli að byija vel. Þeir hafi verið klaufar í fyrri leikjunum, komnir þá stundum með 2-3 í forskot en gloprað því niður með ódýmm skot- um og óöguðum leik. „Ef ÍR-liðið lagar þessi atriði þá eiga þeir möguleika. Þeir eru sterkir á heimavelli en eitt er víst að við fáum að sjá hörkuleik," sagði Sigurpáll Árni i samtali við DV. -JKS Jermain Dafoe, hinn 20 ára gamli sóknarmaður hjá West Ham United sem féll í 1. deúd um helgina, hefur óskaö eftir því að verða settur á sölu- lista hjá félaginu. Þessi ákvörðun Da- foe kemur ekki á óvart því hann var fyrr í vetur búinn að gefa það upp að ef liðið félli myndi hann fara. Hann hefur verið orðaður við Manchester United en talið er að West Ham verð- leggi Dafoe á 8 miUjónir punda. Hann skoraði 11 mörk á tímabillmu í úr- valsdeildinni og 14 í fyrra. Engin lyf á bannlista fundust í sýn- um sex leikmanna sem tekin voru á meðan úrslitakeppnin I Intersport- deildinni og 1. deild kvenna í körfuknattleik stóðu yflr. Eftirtaldir íþróttamenn voru boðaðir til eftirlits: Þorsteinn Húnfjörð, Njarðvík, Gunnar Einarsson. Keflavík, Gregory Harris, Njarðvík, Magnús Þór Gunnarsson, Keflavík, Stefania Helga Ásmundsdóttir, Grindavík, og Kristín Arna Siguröardóttir, KR. Ray Parlour og Oleg Luzhny hafa bæst á sjúkralista Arsenal sem er orðinn ansi langur en liðið mætir Southampton í bikarúrslitaleiknum i Cardiff á laugardaginn kemur. Fjórir af ftmm vamarmönnum Arsenal eiga við meiðsli eða taka út leikbann i um- ræddum leik. Sol Campbell verður i leikbanni og óvíst er með öllu hvort Patrick Viera verði búinn að ná sér af meiðslum. Claude Makelele verður ekki með Real Madrid 1 síðari leiknum gegn Juventus í undanúrslitum meistara- deildar á morgun. Enn fremur er mjög tvísýnt að Ronaldo verði með spænska liðinu en hann meiddist á kálfa í fýrri leik liöanna. Læknir Real Madrid sagði í gær að allt yröi gert svo Ronaldo geti leikið. Real Madrid vann fyrri leikinn, 2-1, á heimavelli. Norski bœrinn Tromso hefur í hyggju að sækja um vetrarólympíu- leikana 2014. Norðmenn héldu síðast leikana í Lillehammer 1994 sem var að margra mati einu bestu leikar sem haldnir hafa verið. Sofla í Búlgaríu og kínverka borgin Harban hafa einnig sýnt áhuga að halda leikina 2014. Ibúar Tromse eru 61 þúsund og er bærinn talinn hafa flest með sér til að hreppa leikina. -JKS NJ Nets áfram Einn leikur fór fram i úrslita- keppni NBA í körfuknattleik í nótt. New Jersey Nets lagði Boston Celtics í fjórða sinn í fjór- um leikjum. Tvíframlengja þurfti leikinn en New Jersey tók öll völd í síðari framlengingunni og skor- aði 13 stig gegn 4. Þeir eru því fyrsta liðið til að komast í úrslita- leik sinnar deildar en staðan í hin- um þremur einvígjunum er 2-2. Úrslit í fyrrinótt Philadelphia-Detroit ....95-82 Iverson 36, Thomas 14, Coleman 14 - Hamilton 30, Atkins 11. Staðán í einvíginu er 2-2 Boston-New Jersey........101-110 Pierce 27 (10 frák., 7 stoðs.), Delk 23 (9 frák.), Walker 20 (9. frák., 7 stoðs.) - Kidd 29 (10 stoðs., 8 frák.), Martin 22 (10 frák.), Jefferson 15 (7 frák., 5 stoðs.). Vignir Svavarsson hefur leikið vel með Haukum í úrslitakeppninni. Það kemur í Ijós f kvöld hvort samherjum hans tekst að tryggja sér fslandsmeistaratitilinn í handknattleik. Keppt veröur um VISA-bikarinn í knattspyrnu í sumar: M mildu að keppa - þau lið sem ná lengst hljóta aö launum háar fjárupphæðir í gær undirrituðu VISA ísland og fjölmiðlafyrirtækið SportFive form- lega undir samstarfssamning um bikarkeppni KSÍ í knattspyrnu fyrir næstu þrjú ár. í ár verður því keppt um VISA-bikarinn í knattpyrnu, en fyrir þá sem ekki vita er rétt að taka fram að síðustu ár hefur þessi sami bikar verið kenndur viö Coca-Cola. í samningnum felst meðal annars að VISA verður helsti samstarfsaðili KSÍ og SportFive við framkvæmd bikarkeppninnar í sumar og næstu sumur. Þess má geta að SportFive, sem keypti réttinn að umsjón bikarkeppn- innar af KSÍ fyrir árin 2002-2005, hét áður UFA og er þýskt/franskt um- boðsfyrirtæki á sviði sjónvarps- og markaðsréttar. Fyrirtækið hefur lengi verið í samstarfi við KSÍ og þá aðallega í verkefnum tengdum lands- liðinu í knattspyrnu. Þá hefur VISA ísland einnig ver- ið einn helsti samstarfsaðili KSÍ í gegnum tiðina og segir Halldór Guð- bjarnason, framkvæmdastjóri VISA íslands, að mikil tilhlökkun ríki yf- ir að taka þátt í þessu verkefni sem fram undan er í sumar. Það má því ekki búast við öðru en að umgjörðin í kringum bikar- keppnina, og þá sérstakalega þegar líður á keppnina, verði sem glæsi- legust. Þegar er búið að ganga frá samningum þess efnis að undanúr- slitaleikirnir, og að sjálfsögðu úr- slitaleikurinn sjálfur, verði sýndir í beinni útsendingu sjónvarpsins. Háar fjárhæöir í boöi Úrslitaleikur VISA-bikarsins er stærsti viðburður á hverju knatt- spyrnuári. Eins og venja er mun leikurinn í ár fara fram síðustu helgina í september og er því síðasti leikur sumarsins. Það er ljóst að mikið er i húfi í VISA-bikarnum í ár og vinnings- upphæðir fara hækkandi samfara betri árangri í keppninni. Liðin sem komast í 16-liða úrslit fá 8 milljónir króna til skiptanna og þar af fær fé- lagið sem stendur uppi sem sigur- veigari 1,5 milljónir króna í verö- launafé. Annað sætið fær eina millj- ón og síðan lækkar upphæðin eftir því sem neðar dregur. Lið sem falla úr keppni í 16-liða úrslitum fá 300 hundruð þúsund krónur í sinn hlut. í VISA-bikar kvenna er um mun lægri fjárhæðir að ræða og ræður þar mestu aö kostnaður við sjón- varpsréttindi er miklu lægri en hjá körlunum. Það lið sem sigrar hjá konunum fær þó 300 hundruð þús- und krónur i verðlaun og liðið í öðru sæti 200 hundruð þúsund krón- ur. Þess má geta að VISA-bikar karla hefst nú strax um næstu helgi en í fyrsta leik eigast við Boltafélag Norðíjarðar og Knattspymufélag Eskifjarðar á Neskaupstaðarvelli. -vig Könnun DV.is: 35% vilja Guðjón aftur Stærstur hluti lands- manna, eða 35% alls, vilja að Guð- jón Þórðar- son taki við íslenska landsliðinu í _ ... K, . knattspymu Guöjon Þorðarson. á ný Þetta eru niðurstöður úr skoðana- könnun sem DV.is stóð fyrir á netinu um helgina, eða allt frá því að Atli Eðvaldsson sagði upp störfum sem landsliðsþjálfari á fóstudag. Athygli vakti að aðeins 9% þeirra sem tóku þátt í könn- uninni vildu að Ásgeir Sigur- vinsson, sem ráðinn hefur verið landsliðsþjálfari til bráðabirgða, yrði næsti varanlegi landsliös- þjálfari. 25% vildu að erlendur þjálfari tæki við liðinu og 14% sögðu að Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari kvennaliös KR, væri hæfust til að stjóma liðinu. Aðr- ir þjálfarar fengu minna fylgi. Áð lokum er rétt að minna á að mjög auðvelt er að nálgast íþróttaefni efni á DV.is. Þegar farið er inn á síðuna blasir við hlekkur imdir heiti DV-Sport, og þar er að finna allt það nýjasta úr heimi íþróttanna, innlendra jafnt sem erlendra. -vig

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.