Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003 spáip í spilin fyrip LandsbankadeiHina 2003 4. sæti: IA Mark > Þórður Þórðarson fyllir skarð Ólafs Þórs Gunnarssonar í ÍA-liðinu fyllilega. Þórður er einn öflugasti mark- vörður landsins og var klárlega besti markvörður deildarinnar með KA í fyrra. Hann er sterkur alhliða markvörður. Góður á milli stanganna, sterkur í fóstum leikatriðum og mikill vítabani eins og hann sannaði í úrslitum deildarbikarsins. Hann er einnig mjög reynslumikill og hefur gott sjálfstraust. Skaga- <m menn geta lent í vandræðum ef Þóröur skyldi meiðast því varaskeifa hans er ung að árum Þ°röur og algjörlegason- reynslúlaus. Einkunn DV-Sports: Þóröar- ð Vörn Gunnlaugur Jónsson er fyrirliði liðsins og þeirra leiðtogi. Hann er góður skipuleggjari, læt- ur vel í sér heyra, er með góðar staðsetningar og sterkur skalla- maður. Reynir Leósson er svipað- ur leikmaður en ekki í sama styrkleikaflokki. Hjálmur er ung- ur og öflugur bakvörður sem fylg- ir vel með fram. Andri Karvelsson hefur einnig sýnt að hann getur spilað í efstu deild. - Bak- verðim- ir eru klárlega veikustu hlekkirnir i vörninni. Þeir eru ágætir á bolta en eiga oft í vandræðum varnarlega og Gunnlaugur þá sérstaklega Jónsson. Hjálmur Dór. Eínkimn DV-Sports: Stofnað: 1946 Heimavöllur: Akranesvöllur. Stúka með þaki tekur 770 manns. Hinum megin vallarins er grasstúka sem tekur nokkur þúsund áhorfendur. ÍA fékk 1210 áhorfendur að meðaltali á leik í deildinni í fyrra. íslandsmeistaratitlar: 18 (1951, 1953, 1954, 1957, 1958, 1960, 1970, 1974, 1975, 1977, 1983, 1984, 1992, 1993, 1994, 1995, 1996, 2001.) Bikarmeistaratitlar: 8 (1978, 1982, 1983, 1984, 1986, 1993, 1996, 2000.) Stœrsti sigur í tíu liöa efstu deild: 10-1 gegn Víkingi 1993. Stœrsta tap i tíu liöa efstu deild: 1-5 gegn Val 1992. Flestir leikir i efstu deild: Guðjón Þórðarson 212, Ámi Sveinsson 203, Jón Alfreðsson 191. Flest mörk í efstu deild: Matthías Hallgrímsson 77, Rikharður Jónsson 68, Haraldur Ingólfsson 55. Árangur i efstu deild: 710 leikir, 376 sigrar, 138 jafntefli, 196 töp. Markatalan er 1395-890. DV-Sport spáir því aö Skagamenn lendi í fjórða sæti Geta banist á - Skagamenn hafa sýnt þaö í leikjum sínum í vo íþróttafréttamenn DV-Sports eru á því að sumarið verði ágætt hjá Skaga- mönnum og að þeir komi til með að lenda í 4. sæti deildarinnar. Tímabilið hjá Skagamönnum í fyrra var mjög sveiflukennt. Þeir byrjuðu hörmulega - töpuðu fyrstu þrem leikj- um sínum og fyrsti sigurinn kom ekki fyrr en í 6. umferð. Sá sigur var fyrst og fremst Bjarka Gunnlaugssyni að þakka en hann dró fram skóna fyrir leikinn gegn Keflavík og skoraði tvö Sókn T’ Það er mikill styrkur fyrir ÍA að hafa endurheimt Stefán Þórð- arson að utan. Hann er grimmur og ákveðinn sóknarmaður. Sterkur í loftinu og drjúgur í teignum. Garð- ar er mjög efnilegur og gæti sprung- ið út í sumar. Svo er Hjörtur reyndur og ef hann er upp á sitt besta verða þeir öflugir. ■■ Stefán er ekki enn kominn mörk og lagði upp tvö mörk í 5-2 sigri. Eftir það lá leiðin upp á við hjá félag- inu og mátti litlu muna að þeir blönd- uðu sér í toppbaráttuna. Þeir urðu síð- an miklir örlagavaldar í íslandsmótinu þegar þeir sigruðu Fylki í lokaumferð- inni og færðu KR-ingum þar með ís- landsbikarinn á silfurfati en vesturbæ- ingar unnu á sama tima öruggan sigur á Þórsurum. Niðurstaðan varð því fimmta sæti deildarinnar og máttu Skagamenn vel við það una eftir þær í sitt besta form og því ákveðið spumingar- merki. Hjörtur hefur ekki verið að finna sitt fyrra form og þótt Garðar sé efnilegur á hann eftir að sanna að hann geti spjar- að sig á meðal þeirra bestu. Einkunn DV-Sports: hremmingar sem þeir gengu í gegnum í upphafi mótsins. Það hafa ekki orðið mjög miklar breytingar á leikmannahópi liðsins en Bjarki er sem kunnugt er farinn í KR og þeir Hálfdán Gíslason og Ólafur Þór Gunnarsson gengu í lið með Vals- mönnum. í þeirra stað hafa Skagamenn endur- heimt bræðurna Stefán og Þórð Þórð- arsyni. Þeir eiga eftir að verða lykil- menn hjá Skagamönnum í sumar og markvarsla Þórðar hefur nú þegar fært þeim einn titil. Stefán býr yflr mikilli reynslu og íslenskum knattspymuá- hugamönnum er vel kunnugt um það hversu öflugur hann er á góðum degi. Það er þó visst áhyggjuefni fyrir Skagamenn að Stefán hefur ekki sýnt neina sérstaka takta í vorleikjunum og sömu sögu er reyndar að segja af hin- um aðalframherjum liðsins, þeim Hirti Hjartarsyni og Garðari Gunnlaugs- syni. Það er því lífsnauðsynlegt fyrir Skagamenn að Stefán finni sitt fyrra form í sumar. Grétar Rafn er klárlega einn öflugasti miðjumaður landsins en það háir honum talsvert að hann er Miöja “r Grétar Rafn er hjarta miðjuspilsins. Mikill baráttujaxl sem fáir labba í gegnum. Pálmi er honum ágæt hjálparhella. Ellert var frábær á kantinum hjá þeim í fyrra, strákur með finar sendingar og ágæta yfir- ferð. Kári Steinn er seigur og liðið ætti að styrkjast enn frekar þegar Baldur Aðalsteinsson nær fullri heilsu. Ellert og Baldur hafa verið mikið meiddir og ef þeir nýtast ekki að fullu veikist liðið þar sem Kári og Guðjón Sveinsson eru ekki í sama gæðaflokki. Einnig vantar góðan spilara á miðjuna en send- Grétar ingageta Grétars Steinsson. og Pálma er frek- ar takmörkuö. Einkunn DV-Sports: Rafn Hvað flnnst Ólafl Þórðarsyni um spá DV-Sport? „Mér líst ágætlega á þessa spá ykkar. Mér finnst þetta ekki óraun- hæft miðað við síðasta ár. Við höf- um reyndar sett okkar hærra tak- mark en það. Við stefnum á að vera á meðal þriggja efstu liða,“ sagði Ólafur Þórðarson, þjálfari Skaga- manna, um það að DV-Sport spái ÍA fjórða sætinu í Landsbankadeild- inni í sumar. „Við höfum verið að spila vel undanfarið þótt leikurinn gegn Keflavík í úrslitum deildarbikarsins hafi ekki verið neitt sérstakur. Það hefur verið ágæt stígandi hjá okkur upp á síðkastið. Við höfum verið að fá menn inn úr meiðslum og erum nánast með allan hópinn kláran. Viö erum með fina breidd og ég held að við séum tilbúnir í slaginn," sagði Ólafur. „Okkar styrkleiki felst í liðsheild- inni. Við erum ekki með neinar súperstjömur en engu að síður með nokkuð massíft lið. Veikleikamir hjá okkur felast kannski helst í því að við höfum verið svolítið óstöðug- ir. Þessi hópur hefur verið saman í rúm þrjú ár og það er komin ágætis reynsla í þessa stráka þótt þeir séu ekki gamlir," sagði Ólafur sem býst við skemmtilegu sumri. „Ég held að þetta verði virkilega skemmtilegt tímabil - mér sýnist það svona á öllu. Ég held að það verði 3-4 lið sem slást um titilinn og ég ætla rétt að vona að við verðum eitt af þeim,“ sagði harðjaxlmn Ólafur Þórðarson að lokum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.