Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 14
SLA60RBASAHKEPP1U
14
Útlönd
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003
DV
HÆTTUM
AÐREVKJA
HVATNINGAR- 0R
ÁTAKUMFÍ Jffi
Taktu þátt í
samkeppmum
slagoro gegn
reyking-um
Slagoröasamkeppnin er opin öllum
landsmönnum á hvaöa aldri sem er.
Vegleg
verðlaun
tengd
íþróttum,
útivist og
feröalög-
um veröa
veitt.
Sendiö
slagoröin
JÚJjlJjJjJiJ UUJj'lJJJ
Jújj Jú-
til:
Þjónustumiöstöö UMFÍ,
Fellsmúla 26, 108 Reykjavík
merkt: SLAGORÐASAMKEPPNI
fyrir 25. maí.
Útslit veröa kynnt
á reyklausum degi 31. maí.
Leggöu inn á Reyklausan
reikning til að fá geisla-
plötuna HÆTTUM AÐ
REYKJA!
Leggðu kr. 1000 inn á Reyklausan relkning í
banka eða sparisjóöi og þú færð eintak sent um
hæl:
SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047
SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428
íslandsbanki (aöalbanki) nr. 160379
Landsbanki (aðalbanki) nr. 283408
Búnaðarbanki (aðalbanki) nr. 120552
Mundu að láta nafn þitt og heimilisfang koma
skýrt fram þegar þú leggur inn á Reyklausan
reikning.
HVATNINGAR- 0fS
ÁTAKUMFÍ Mm
Geisladiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er einnig hægt aö fá í Þjónustumiðatöö
UMFÍ, Fellflmúla 26,108 Reykjavík, 8. 668 2929. Diflkurinn kostar 1.000 kr.
Hetldarverðmæti vinninga í hvatningarátakl UMFÍ er kr. 760.000.
Nöfn vinningshafa veröa birt í DV á reyklausum degi 31. maí.
Fríverslunin leikur helming Mexíkóa grátt:
Auðurinn vex og
fátæktin eykst
REUTERS
Um fimm hundruö manns flýja daglega til stórborga eöa Bandaríkjanna Göm-
ul kona í Mexíkóborg amlar ofan í sig og á meö saumum, en hún er meöal
fjóröungs landsmanna sem býr viö sára fátækt og skort.
Verslunarumsvif Mexíkó hafa þre-
faldast síðan landið varð aðili að
NAFTA, norður-ameríska fríverslun-
arsvæðinu ásamt Bandaríkjunum og
Kanada. Efnahagskerfið er hiö ní-
unda stærsta í veröldinni og veltir
um 600 milljónum dollara og
viöskiptaveldið er umfangsmeira en
hið breska, suður-kóreska og
spánska. Samt er fátæktin meiri og
lífskjörin verri í Mexíkó en þau voru
fyrir tveim áratugum en á því tíma-
bili hafa fjórir forsetar lofað endur-
bótum og framfórum. Þær láta þó á
sér standa og meirihluti þjóðarinnar
býr við fátækt og fjórðungur ibúanna
við sára fátækt sem eykst hraðfara,
öfugt við loforð og væntingar sem
ráðandi öfl vekja með þjóðinni.
Ríflega helmingur íbúa Mexíkós
situr fastur í fátæktargildru sem eng-
in leið virðist að sleppa úr. Enn og
aftur er því trúað að umbótasinnaöir
forsetar muni leiða þjóðina út úr
ógöngunum en fijálsa markaðskerfiö
og fríverslunarsambandið í öflugasta
hagkerfi heims hafa einvöröungu
þau áhrif að fátæktin magnast um
leið og ríkidæmið eykst.
Hundraðshluti þeirra Mexíkóa
sem sitja fastir í fátæktinni er hinn
sami og við upphaf níunda áratugar-
ins, á sama tíma og fólkinu hefur
fjölgað úr 70 milljónum í 100 miiijón-
ir. Þaö þýöir að nú eru fátæklingar 17
milljónum fleii'i en þegar farið var
fyrir aivöru að takast á við landlæga
örbirgðina og ekkert hefúr hinum
snauðu fækkað á þeim árum sem
landiö hefur notiö fríverslunarinnar
við Bandaríkin og Kanada.
En á sama tíma, eða á tæpum ára-
tug, hefur auður landsins þrefaldast
og útvaldir atvinnuvegir standa með
miklum blóma.
Ríkisrekna olíuíýrirtækið Pemax
hefur einkaleyfi á vinnslu í auðugum
olíulindum og er eitt stærsta olíufyr-
irtæki heims. Sólbakaðar strendur,
glæsileg hótel og afþreyingarstaðir
draga að sér 20 milljónir ferðamanna
á ári og er Mexíkó meðal 10 mest
sóttu ferðamannalandanna.
Áratugaspilling
Þverstæðurnar í efnahagslífinu
eru útskýrðar með ýmsu móti. Við-
varandi fátækt er útskýrð af sérfræð-
ingum og tveim samdráttarskeiðum
frá 1980 gjaman kennt um að hægt
hafi á hagvexti og atvinnuleysi auk-
ist svo að fiöldi miðstéttarfólks hafi
lent í fátæktargildrunni miklu - og
eigi sér vart viðreisnar von.
Lélegt menntakerfi dæmir hina
snauðu til atvinnuleysis eða lág-
launastarfa innan auðugra efhahags-
kerfa þar sem þekking og starfshæfni
er undirstaða góðra lífskjara.
Áratuga opinber spilling rænir þá
snauðu öllum lífsgæðum, allt frá
styrkjum til að stunda framhaldsnám
til niðurgreiddrar mjólkur. Brogað
bankakerfi bætir síst um. Hinir
snauðu fá engin lán né fyrirgreiðslur
og er borin von að þeir geti eignast
viðunandi húsnæði eða komið undir
sig fótunum í rekstri smáfyrirtækja.
Vanmáttur löggjafans og fram-
kvæmdavaldsins til að breyta lögum
fátæklingum í vil kemur í veg fyrir
að fiárfest sé í fyrirtækjum sem krefi-
ast nýrra starfa.
Stjómleysi og glæpastarfsemi er af-.
leiöing uppgjafarinnar gegn fátækt-
inni og fæst þar lítið við ráðið. Einn
af nánustu samstarfsmönnum Fox
forseta, sem nýlega lét af embætti ut-
anríkisráðherra, segir berum orðum,
aö landið sé stjómlaust og svona geti
ástandið ekki gengið áfram.
Loforð og vanefndir
Glögglega hefur komið í ljós að frí-
Fox forseti er að hefja
enn eina umbótaáœtlun-
ina, enda standa þing-
kosningar fyrir dyrum.
Hvort hún reynist öreig-
unum betur en önnur
kosningaloforð á eftir að
koma í Ijós. Hitt er aug-
Ijóst að hinir vel mennt-
uðu og efnuðu munu
áfram nota yfirburði
sína til að sitja yfir hlut
smœlingjanna, sem allir
þykjast œtla að bjarga
upp úr fátœktardíkinu
án þess að láta neitt eftir
af sínum forréttindum.
verslunin og aðgangurinn að NAFTA
megnar ekki að lyfta Mexíkó upp úr
fátæktarbaslinu, eins og miklar von-
ir vom bundnar við.
Þegar Miguael de la Madrid tók við
forsetaembætti 1982 lofaði hann bót
og betrun og að koma á stjómkerfi
sem útrýma átti fátæktinni. Þegar
næsti forseti tók við sex árum síöar
sat allt við sama keip og aftur var lof-
að bót og betrun og réttlátara þjóðfé-
lagi.
Næstu forsetar höfðu á stefnuskrá
að efla frjálst markaðskerfí og
minnka afskipti hins opinbera af at-
vinnugreinum eins og landbúnaði og
iönaði.
Frjálshyggjan átti að leysa vanda-
málin á tíunda áratugnum og sér-
staklega beindust allar vonir um end-
urbætur að þátttöku landsins í
NAFTA. En frjálsræðið hefur ekkert
gert fyrir hina fátæku sem em fleiri
og enn vem settir en fyrr.
Að hinu leytinu hefur stefnan í
efnahagsmálunum breikkað bilið
mikið milli hinna ríku og snauðu.
Rannsóknir sýna að hinir auðugu
em 10% þjóðarinnar og þeir eiga og
stjóma helmingi auöæfa landsins,
þar með taldar landeignir og fasteign-
ir.
Flestir þefrra sem búa við sámstu
fátæktina hrærast í dreifbýlinu. Um
40 af hundraði þéna innan við sem
svarar 100 íslenskum krónum á dag
og em ekki færir um að afla nauð-
synlegrar fæðu. Afleiðingin er flótti
úr sveitum í leit að skámi lífskjörum.
400 til 600 manns flýja á degi hveijum
til stórborga eða yfir landamærin til
Bandaríkjanna. Talsmaður bænda og
vinnufólks heldur því fram að dreif-
býlisfóikið vilji halda áfram að búa í
sínum byggðarlögum en neyðist til
að flytja vegna þess hve lítið lifvæn-
legt er að stunda landbúnaðarstörf
við núverandi aðstæður.
Þingkosningar
Skuldinni er gjaman skellt á aðild-
ina að NAFTA. Mexíkóskir bændur
veröa unnvörpum gjaldþrota því þeir
geta ekki keppt viö mikið niður-
greiddar afurðir frá Bandaríkjunum
en að auki er landbúnaður þar mikið
tæknivæddur. Aftur á móti hafa stór-
bændur haft góðan hag af fríverslun-
inni og sama er að segja um verk-
smiðjurekstur. En neyðin meðal
hinna snauðu minnkar ekki við það.
Ríkiseinokun á olíuvinnslunni ger-
ir Pimex að ríki í ríkinu og þeir sem
þar stjóma auðgast vel á því að
standa á móti öllum breytingum og ef
eitthvaö er aö marka umbótavilja for-
setanna sýnist ljóst að þeir ráða ekk-
ert við þau öfl sem reka það mikla
fyrirtæki eins og hveijir aörir auð-
lindagreifar.
Fox forseti er að hefia enn eina
umbótaáætlunina, enda standa þing-
kosningar fyrir dyrum. Hvort hún
reynist öreigunum betur en önnur
kosningaloforð á eftir að koma í ljós.
Hitt er augljóst að hinir vel mennt-
uðu og efnuðu munu áfram nota yfir-
burði sína til að sitja yfir hlut smæl-
ingjanna- sem allir þykjast ætla að
bjarga upp úr fátæktardíkinu án þess
að láta neitt eftir af sínum forréttind-
um. (Heimild: The Washington Post)