Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 13
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003
DV
Utlönd
13
Ariel Sharon í blaðaviðtali í morgun:
Landtökubyggðirnar ekki
á dagskrá á næstunni
Ariel Sharon, forsætisráöherra
ísraels, segir í blaðaviðtali sem
birtist í morgun að landtöku-
byggðir gyðinga á landi Palestínu-
manna verði ekki „á dagskránni"
á næstunni.
Friðartillögur Vesturveldanna,
kallaðar vegvísir, gera ráð fyrir að
ísraelar hætti að þenja út land-
tökubyggðir sínar á Vesturbakk-
anum og Gaza til að byggja upp
gagnkvæmt traust milli deiluaðUa
áður en gengið verður frá endan-
legum samningum. Palestínu-
menn eiga á hinn bóginn að ganga
milli bols og höfuðs á harðlínu-
mönnum sem hafa beint spjótum
sínum að ísrael.
Sharon segir í viðtali við ísra-
elska blaðið Jerusalem Post að all-
ar ísraelskar ríkisstjómir hafi
haldið landtökunni áfram samtím-
is því sem þær stóðu í friðarum-
leitunum.
REUTERSMYND
Ariel Sharon
ísraelski forsætisráöherrann segir
aö allar ísraelskar ríkisstjórnir hafi
haldiö landtöku áfram á sama tíma
og rætt hefur veriö um friö.
„En í mínum huga verður þetta
mál ekki á dagskrá á næstunni,"
segir Sharon.
Flestir sem leiða hugann að
málefnum Mið-Austurlanda telja
aftur á móti að ólöglegar landtöku-
byggðir gyðinga séu helsta ljónið
á vegi friðar í þessum heimshluta.
Sharon og Mahmoud Abbas, for-
sætisráðherra Palestínumanna,
munu hittast á fostudag. Það verð-
ur fyrsti fundur jafnháttsettra
embættismanna deiluaðila í
marga mánuði. Þeir Sharon og
Abbas hafa hist áður en ekki eftir
að sá síðamefndi tók við embætti
forsætisráðherra Palestínumanna.
Á fundinum á fostudag munu
deiluaðilar væntanlega kanna vilja
hver annars til þess að byggja upp
traust og fylgja vegvísinum í átt til
friðar. Þar er meðal annars gert
ráð fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis
Palestínumanna fyrir árið 2005.
REUTERSMYND
Gæöingar bregða á leik
Arabískir gæöingar, sem stoliö var frá kappreiöavellinum í Bagdad í írak, bregða á leik eftir aö þjófar slepptu þeim
lausufn í miöborginni. Bandarískir hermenn hafa i samvinnu viö íraska lögregluþjóna reynt aö stemma stigu viö
vargöldinni sem ríkt hefur i írösku höfuöborginni, og landinu öllu, frá því Saddam Hussein var steypt af stóli.
Þróunarmálaráðherra Bretlands sagði
af sér og gagnrýndi Blair harkalega
Claire Short, þróunarmálaráð-
herra í ríkisstjórn Tonys Blairs
undanfarin 6 ár, sagði embætti sinu
lausu skyndilega á þingfundi í gær.
Hún er annar ráðherrann í ríkis-
stjórninni sem segir af sér vegna af-
stöðu ríkisstjórnarinnar í íraksmál-
inu. Hún sagði forsætisráðherrann
hafa svikið sig, tekið upp á óheiðar-
legum vinnubrögðum í Öryggisráði
SÞ og krafðist þess að hann segði af
sér fyrir næstu þingkosningar.
í afsagnarræðu sinni í þinginu
sagðist henni hafa blöskrað tillaga
Sameinuðu þjóðanna sem er studd
af bresku ríkisstjórninni, en hún
kveður á um að Bandarikjamenn og
bandamenn þeirra fái yfirráð yfir
olíulindum íraka.
„Þessi tillaga grefur undir öllum
þeim loforðum sem ég hef gefið
REUTERSMYND
Claire Short
Þróunarmálaráöherra Breta sagöi af
sér og yfirgaf þingfund í fússi.
hvað enduruppbyggingu íraks varð-
ar og er því staða min ómöguleg,"
sagði Short.
Aðalkvörtunarefni hennar var þó
það að Bandaríkjamenn og Bretar
hefðu engan rétt til að setja á lagg-
imar nýja ríkisstjórní írak, það
yrði Öryggisráðið gera, eins og var
gert í Afganistan á sínum tíma. Hún
sagði Blair hafa þannig svikið sig
en hann mun hafa lofað henni að ný
ríkisstjóm yrði mynduð í umboði
Sameinuðu þjóðanna.
Aðeins örfáum mínútum eftir
afsögn Short skipaði Blair
eftirmann hennar, Amos barónessu
sem hafði þar til í gær starfað sem
aðstoðarutanríkisráðherra. Þótti
það gefa til kynna hversu fljótt Blair
brást við að til hafði staðið hvort
sem er að víkja Short úr embætti.
Nú fer fram skemmtileg keppní
þar sem böm og unglingar geta
sung'iö eöa spilað lög af geisla-
disknum- HÆTTUM AÐ
REYKJA. Hver og einn getur
flutt lögin og textana eftir eigin
höfði. Öll lögin á geisladisknum
eru einnig í karoke útfærslu.
Sendu upptöku á kasettu eða
geislsdisk til Þjónustumiöstöðvar
UMFÍ, Fellsmúla 26, 108 Reykja-
vík fyrir 25. maí.
Úrslit verða kynnt á reyklausum
degi 31. maí.
Ihættum
AÐREVKJA
HVATNiNGAR
ÁTAK UMFÍ
B
wfiiw
VERÐLAUN
FYRIR BESTA '
FLUTHIMCMMN: j
ITíu hljóöverstímar meö upp-
tökumanni í hijóðveri Geim-
steins (kr. 60.000) og Karaoke-
DVD spilari og karaoke diskur aö
eigin vali (kr. 24.000) frá Radíóbæ.
Vinningshafa gefst jafnframt tæki-
færi til aö syngja eitt lag inn á
geislaplötu sem kemur út í sumar.
4 HVAININCARÁTAfv
JJ
Birgitta HnuUrínl
“rcímur Hcimjsso
JÚjjUjJJJU 'Jllú/újj
JÚjj Júuíjjj
Htílgn Hnfriiiijfiunnfir&ctáfáir
fuiríötir KrÍi$fn4<rÍ*:tloiffí$$6ttir
ÚV
[jJjíOÍ .
W
£Fimm hljóöverstímar meö upptökumanni í Hljóð-
smiðjunni (kr. 30.000) og Mark geislaspilari
(kr. 10.000) frá Tóbaksvarnanefnd.
Þrír stúdíótímar (kr. 15.000) í Eyranu til söngs og
V hljóðblöndunar yfir undirspil. Ensk-ísl/ísl-ensk
orðabók fýrir tölvu (kr. 8.000) og þrír geisladiskar;
Búdrýgindi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu.
ft Ensk-ísl/ísl-ensk oröabók fyrir tölvu
il (kr. 8.000) og þrír geisladiskar; Búdrýg-
indi, Ensími og Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu.
SFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími,
Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtum
fötinn frá Skifunni.
SFjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími,
Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og 1 svörtum
fötum fráSkífunni.
7Fjórir geisladiskar; Búdrýgindi, Ensími,
Bent & 7Berg frá Eddu útgáfu og í svörtmn
fötum frá Skífunni.
Ö
10
Tveir geisladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu
útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni.
Tveir geisladiskar; Bent & 7Berg frá Eddu
útgáfu og í Svörtum fötum frá Skífunni.
Geisladiskur; f svörtum fötum frá
Skífunni.
(91 RflÐlðBÆB____________________
E d d a IfBlM31 • Slsl53311» S K'Í'F-A N
Legg'öu inn á Reyklausan
reikning til að fa geislaplötuna
HÆTTUM AÐ REYKJA!
Leggöu kr. 1000 inn á Reyklausan reikning í banka
eöa sparisjóöi og þú færö eintak sent um hæl:
SPK nr. 5513 - SPH nr. 6943 - SPV nr. 11047
SPRON nr. 7306 - SPK nr. 408428
íslandsbanki (aöalbanki) nr. 160379
Landsbanki (aðalbanki) nr. 283408
Búnaöarbanki (aöalbanki) nr. 120552
Mundu aö láta nafn þitt og heimilisfang koma skýrt
fram þegar þú leggur inn á Reyklausan reikning.
HVATNINGAR-
ÁTAK UMFÍ
s
Geisladiskinn HÆTTUM AÐ REYKJA er einnig hægt aö fá í Þjónustumiöstöö
UMFÍ, Fellsmúla 26,108 Reykjavík, s. 568 2929. Diskurinn kostar 1.000 kr.
Heildarverömæti vinninga í hvatningarátaki UMFÍ er kr. 750.000.
Nöfn vinningshafa veröa birt í DV á reyklausum degi 31. maí.