Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 25
25 ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003____ X> V Tilvera Spurning dagsins Hvert er átrúnaðargoð þitt? Sigurður Thorlacius nemi: Jesús. Hilmir Ægisson nemi: Hlynur Hiynsson nemi: Michael Jackson, flottur dansari. Jamie Thomas hjólabrettagaur. Magnús Hallsson nemi: Ali Bulala, hjólabrettagaur. Ólafur E. Birgisson nemi: Ágúst frændi minn. Bjarki Gíslason nemi: Pabbi minn. Stjörnuspá Vatnsberinn (20. ian.-18. febr.l: I Vinur þinn á í vanda ^ og leitar ef til vill til þín eftir hjálp. Það er ekki víst að þú getir hjálpað honum nema fá aðra til að hjálpa þér við það. Fiskarnir (19. febr.-20. mars): Fyrri hluti dagsins Iverður rólegur en r þegar líður á daginn ( er hætt við að þú hafir ekki tíma til að gera allt sem þú þarft að gera. Hrúturinn (21. mars-19. april): . Óvæntur atburður 'setur strik í reikning- inn og gæti raskað _ áætlun sem gerð var fyrir löngu. Vertu þolinmóður við þína nánustu í dag. Nautið (?0. anril-20. maík / Sambandið við vini þína er gott um þessar mundir og þú nýtiu- virðingar meðal þeirra sem þú umgengst. Happatölur þínar eru 2, 36 og 45. Tvíburarnir (21. maí-21. iúní): Þú ættir að hugsa 'þig vel um áður en þú tekur að þér stórt verkefni því það gæti tékið meiri tíma en þú heldur í fyrstu. Krabbinn (22. iúní-22. iúiíl: Þú ert ofarlega í huga i ákveðinnar manneskju " og skalt fara vel að henni og ekki gagn- rýnaöf mikið það sem hún gerir. Happatölur þínar eru 11,12 og 31. Krossgáta Lárétt: 1 snjókoma, 4 fals, 7 fjarstæða, 8 togvinda, 10 bjálfi, 12 kjaftur, 13 skortur, 14 frásaga, 15 gagnleg, 16 slóttug, 18 áforma, 21 undur, 22 klampar, 23 elja. Lóðrétt: 1 húðpoki, 2 óvissa, 3 markmið, 4 skeggrót, 5 fljótfæmi, 6 blási, 9 saltlög, 11 krydd, 16 sjáðu, 17 þjálfa, 19 saur, 20 hraði. Lausn neðst á síðunni. Tvíburarnir 12 gæti tekið ir VUKIII Gildlr fyrir mlðvíkudaginn 14. maí Uónið (23. iúli- 22, ágústl: . Dagurinn lofar góðu í sambandi við félagslíf- ið og liklegt er að það 4 verði liflegt. Þú þarft að huga að eyðslunni og passa að hún fari ekki úr böndunum. Mevian (23. ágúst-22. sept.l: Þú leysir vel af hendi verk sem þér er sett ^^V^lfcfyrir í vinnunni en ' r það gæti gengið illa að leysa ágreiningsmál heima fyrir. Happatölur þínar em 9, 24 og 48. Vogin (23. sept.-23. okt.): Vertu þolinmóður þó einhver virðist tillitslaus og ætlist til mikils af þér. Skílningur þinn á líðan vina þinna mætti vera meiri í dag. Sporðdrekinn (24. okt.-2i. nóv.): Ákveðinn atburður er átti sér stað nýlega jverður ræddur fram og aftur og kannski meira en þú kærir þig um í augnablikinu. Bogmaðurinn (22. nðv.-21. des.l: ®^,Þú hefiu- minna að gera fí dag en þú bjóst við en forðastu að sitja auðum höndum, þú verður þvi feginn seinna ef þú flýtir fyrir þér og lýkur einhverju í vinnunni. Steingeitin (22. des.-19. ian.C Þú þarft að fara varlega í fjármálum og forðast alla óhóflega eyðslu. Þá er líklegt að þú getir látið gamlan dramn rætast. Hvítur á leik! Nýlega fór fram i Rússlandi borga- keppni á milli Moskvu og Sankti Pét- ursborgar og teflt var á 40 borðum! Moskvumenn unnu glæsilegan en þó ekki stóran sigur, 43,5v-36,5 v. Hér Umsjón: Sævar Bjarnason sjáum við einn Moskvubúann vinna skemmtilega með athyglisverðri peðs- fóm í drottningarbragði. Svona á að tefla þessa ágætu byijun ef tækifæri gefst! Hvitt: Sergei Ivanov (2557). Svart: Evgenij Vorobiov.E (2534) [D26] Drottningarbragð. Moskva-SankU Pétursborg (2), 05.05. 2003 1. d4 d5 2. Rf3 e6 3. c4 dxc4 4. e3 Rf6 5. Bxc4 c5 6. 0-0 a6 7. Bb3 Rc6 8. Rc3 cxd4 9. exd4 Be7 10. Hel 0-0 11. a3 Ra5 12. Bc2 b5 13. d5 exd5 14. Bg5 Be6 15. Rd4 Dd7 16. f4 g6 17. f 5 gxf5 (Stöðumynd) 18. Bxf5 Bxf5 19. Hxe7 Dxe7 20. Rxf5 De5 21. Df3 Hae8 22. Hfl He6 23. Dh3 Re4 24. Bf4 Df6 25. Rxd5 Dxb2 26. Bh6 Hfe8 27. Dg4+ Hg6 28. Rde7+ Kh8 29. Dxe4 Hxe7 30. Rxe7 1-0. Lausn á krossgátu 'Tse 08 ‘QPl 61 ‘ejæ ii ‘05[s 91 ‘inbau n ‘nM®d 6 ‘ind 9 ‘sbj 9 ‘tgæisuBJð \ ‘jn3uB§ni 8 ‘Ua Z ‘saq x uiajgo'j 'iugi £8 ‘JBifo ZZ ‘EQ-mj 12 ‘Bijæ 8I ‘§æis 91 ‘pfu 91 ‘uSos \i ‘Bpja 81 ‘m3 21 ‘iusb oi ‘[ids 8 ‘bjjij 1 ‘dojS \ Jajq 1 :jiaJEri Pínlegt að leika í ástaratriðinu Carrie Anne Moss fannst af- skaplega pínlegt að leika á móti hjartaknúsaranum Keanu Reeves í ástaratriðinu eldheita í nýju Matrix-kvikmyndinni. „Ég er frekar feimin stúlka,“ segir hin 35 ára gamla leikkona. Þess vegna er hún svo ánægð með að leikstjóramir, Wac- howski-bræöur, skyldu ekki hafa beðið hana um þetta í fyrstu myndinni um Matrix. Hún þurfti ekki svo mikið sem kyssa mót- leikarann sykursæta. „Við Keanu erum orðnir góðir vinir svo að ég losnaði við aö leika í slíku atriði á móti ókunn- ugum manni. En það er mjög erfitt að líta sannfærandi út þeg- ar manni finnst þetta innst inni vera afskaplega pínlegt og Wachowski-bræður hrópa á mann að fá fullnægingu akkúrat núna,“ segir Carrie Anne i viðtali viö ástralska dagblaðið Sydney Mom- ing Herald. „En ástaratriðið var þó ekki alslæmt. Ég þurfti í það minnsta ekki að vera allsnakin.“ Sigurvíma Margir em sigurvegarar eftir þess- ar kosningar. Samfylkingin er sigur- vegari þrátt fyrir að ríkisstjórnin hafi ekki fallið og Ingibjörg ekki náð á þing. Samfylkingin rauf jú 30 pró- senta múrinn og það er auðvitað sig- ur í sjálfu sér. Jafnvel þó ríkisstjórn- ardyrunum hafi verið lokað. Sjálf- stæðismenn sigruðu í Reykjavík þrátt fyrir að Össur hafi hirt fyrsta sæti í Reykjavík norður af Davíð. Því þegar litið er á Reykjavík sem eina heild er Sjálfstæðisflokkurinn stærri en Samfylkingin. Og meira að segja Sturla sigraði þar sem vegið fylgistap sjálfstæðismanna í Norðvesturkjör- dæmi var óverulegt og hann náði þremur mönnum inn þrátt fyrir hið kostulega prófkjörsklúður þegar allt fór í háaloft. Og Frjálslyndir eru sig- urvegarar þó þeir hafi ekki náð því fylgi sem kannanir spáðu því þeir tvöfólduðu þingmannafjölda sinn. Og Framsókn er sigurvegari þar sem hún náði næstum kjörfylgi þrátt fyr- ir að hafa verið spáð heldur ömurleg- um örlögum í kjölfar kannana fyrr á árinu. Meira að segja Guðmundur G. getur fagnað sigri því það var ekki aðalatriðið að komast á þing heldur vekja athygli á málum sem honum eru hjartfólgin. Kristján Pálsson get- ur ekki kæst yfir miklu en standi hann undir nafni sem pólitíkus getur hann sjálfsagt soðið saman einhverja sigurrullu. Og hver sagði að póltík væri leiðinleg? í miðjum kosningum voru laun þingmanna hækkuð um hátt í 20 prósent. Ég þarf aðeins að melta rökstuðninginn en mest er um vert að kjaradómur hefur séð til þess að þingmönnum öllum hlýtur að líða eins og sigurvegurum. Þrátt fyrir slæma útreið í kosningunum. fHaukur Lárus Hauksson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.