Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2003, Blaðsíða 24
24
ÞRIÐJUDAGUR 13. MAÍ 2003
DV
4 íslendingaþættir
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
#
j
j
t
!
i
t
[
■EEEBS9
95 gra_______________________________
Vilborg Hjaltested,
Hringbraut 50, Reykjavík.
90 ára_______________________________
Áml Jónsson,
Fífuhvammi 17, Kópavogi.
Krlstín Jónsdóttlr,
Freyjugötu 21, Sauöárkróki.
80 ára_______________________________
Ingunn Eiríksdóttir,
Skúlagötu 20, Reykjavík.
75 ára_______________________________
Arnheiöur Hjartardóttir,
Ljósheimum 8, Reykjavík.
Gísll Bryngeirsson,
Brimhólabraut 24, Vestmannaeyjum.
Þorsteinn Jónsson,
Bogahlíö 15, Reykjavík.
7Q ára_______________________________
Elísabet Sigurðardóttir,
Brimhólum, Vestmannaeyjum.
Kristín Herdís Magnúsdóttir,
Víkurtúni 1, Hólmavík.
80 ára_______________________________
Davíð Eyrbekk,
Fagragaröi 10, Keflavík.
Einar A. Pétursson,
Hvannhólma 20, Kópavogi.
Gísli Guðmundsson,
Miðvangi 101, Hafnarfirði.
Guðbrandur Ingólfsson,
Kleppsvegi 130, Reykjavík.
Guðfinna Guðmundsdóttir,
Bakkavör 5, Seltjarnarnesi.
Haraldur Þórðarson,
Gunnarsbraut 36, Reykjavík.
50ára________________________
Gunnar Jakob Haraldsson,
Hverafold 146, Reykjavík.
Gunnar Viðar Eiríksson,
Byggöavegi 89, Akureyri.
Jón Kjartan Sigurfinnsson,
Hjallavegi 17, Reykjavík.
Tryggvl Már Valdimarsson,
Leirubakka 20, Reykjavík.
40ára________________________
Gunnhildur Pétursdóttir,
Eggertsgötu 12, Reykjavík.
Gústaf Adoif Þórarlnsson,
Karlsbraut 28, Dalvík.
Halldór Halldórsson,
Staöarhvammi 19, Hafnarfirði.
ivar Valbergsson,
Miðtúni 4, Keflavík.
Páll Pálsson,
Ferjubakka 16, Reykjavík.
Páll Skaftason,
írafossi 4, Selfossi.
Rósa ívarsdóttlr,
Nönnufelli 3, Reykjavík.
Slgríður Kristín Jónsdóttir,
Fornósi 7, Sauðárkróki.
Skjöldur Vatnar Árnason,
Heimalind 20, Kópavogi.
Sólborg L. Steinþórsdóttir,
Mávahlíð 46, Reykjavík.
Smáauglýsingar
Þjónustu-
auglýsingar
►I 550 5000
Áttrœöur______________________
Olafur Sverrísson
fyrrv. kaupfélagsstjóri og stjórnarformaður SÍS
Ólafur Sverrisson, fyrrv. kaupfé-
lagsstjóri í Borgamesi og stjómar-
formaður Sambands islenskra sam-
vinnufélaga, Dvalarheimilinu Eir,
Reykjavik, er áttræður í dag.
Starfsferill
Ólafur fæddist í Hvammi í Norð-
urárdal í Borgarfirði og ólst upp i
Norðurárdalnum. Hann vann á ung-
lingsárum ýmist á búi foreldra
sinna eða í vegavinnu, mest á Holta-
verðuheiði. Ólafur tók gagnfræða-
próf frá Reykholtsskóla 1943 og
lokapróf frá Samvinnuskólanum
1945.
Ólafur hóf störf hjá Kaupfélagi
Húsavíkur 1945. Hann gegndi
seinna ýmsum störfum hjá Sam-
bandi íslenskra samvinnufélaga áð-
ur en hann varð kaupfélagsstjóri á
Blönduósi 1957. Ólafur Qutti með
fjölskyldu sína til Borgamess 1968
þar sem hann var kaupfélagsstjóri
til 1988. Þá flutti hann til Reykjavík-
ur.
Á Blönduósi og í Borgarnesi
gegndi Ólafur fjölda trúnaðarstarfa,
bæði fyrir bæi og sveitarfélög og
sammvinnuhreyfmguna. Hann var
kosinn í sveitarstjóm Blönduóss
þar sem hann var oddviti vinstri
manna, sat einnig í sveitarstjórn
Borgamess í átta ár frá 1976, sat í
stjóm Osta- og smjörsölunnar og
Samvinnutrygginga og var formað-
ur Vinnumálasambands samvinnu-
félaganna í nokkur ár. Þá var hann
í stjórn Sambands íslenskra sam-
vinnufélaga í funmtán ár, þar af rit-
ari í sex ár og stjómarformaður í
rúmlega fjögur ár. Ólafur var einnig
í stjóm Vímets og i skólanefnd
Samvinnuskólans, þar af formaður í
mörg ár og sat í allmörgum nefnd-
um á vegum Sambandsins.
Ólafur var m.a. formaöur í fram-
sóknarfélögum i Kópavogi, Austur-
Húnavatnssýslu og Mýrasýslu, var
einn af stofnendum Lionsklúbbs
Blönduóss, varð umdæmisstjóri og
seinna fjölumdæmisstjóri Lions-
hreifingarinnar, ferðaðist víða bæði
innan lands og utan til að sitja þing
og ráðstefnur Lionshreyflngarinn-
ar, sat Norðurlandaforum Lions-
hreyfmgarinnar í Kotka, Finnlandi,
Evrópuforum í Vínarborg og sat
heimsþing i Montreal.
Ólafur hefur notið fjölda tóm-
stunda. Hæst bera þó útilíf, ferðalög
víða um heim og laxveiðar. Ólafur
hefur ritað greinar i dagblöð um
stjórnmál og málefni samvinnu-
hreyfmgarinnar.
Fjölskylda
Ólafur kvæntist 4.6. 1949 Önnu
Ingadóttur, f. 29.4. 1929, d. 1.10. 2002,
húsmóður. Foreldrar Önnu voru
Guðlaug Erlendsdóttir, f. 16.4. 1901,
d. 25.5. 1948, og Ingi Halldórsson, f.
15.8. 1895, d. 28.11. 1981, bæði búsett
í Reykjavík, þar sem Ingi starfaði
lengst af sem bakarameistari.
Börn Ólafs og Önnu eru Sverrir
Ólafsson, f. 28.10. 1950, PhD, sér-
fræðingur hjá British Telecom,
kona hans er Shameem Ólafsson, f.
6.2.1955, og eru böm þeirra Natalía,
f. 4.11. 1987, og Yasmeen, f. 20.11.
1991; Hulda Ólafsdóttir, f. 5.6. 1953,
sjúkraþjálfari, MBA, maöur hennar
er Stefán Stefánsson, f. 8.1. 1953, og
eru synir þeirra Stefán Ingi, f. 7.8.
1976, og Ólafur, f. 29.9. 1984, sonur
Huldu og Tryggva Jóhannssonar, f.
17.10. 1952, er Sverrir, f. 30.12. 1970,
og eiga hann og Guðrún H. Ólafs-
dóttir, f. 16.5. 1972, dótturina Svan-
laugu Birnu, f. 28.10. 1993; Ingi
Ólafsson, f. 26.12. 1954, dr. Scient,
aðstoðarskólastjóri, kona hans er
Ragnhildur Ásgeirsdóttir, f. 9.5.
1956, böm þeirra eru Ásgeir, f. 29.5.
1979, Amar, f. 28.6. 1984, og Viðar, f.
8.4. 1986, en Ásgeir og Tinna Bessa-
dóttir, f. 25.2.1978, eiga dótturina El-
enu Dís, f. 2.11. 2001; Ólafur Ólafs-
son, f. 23.1.1957, forstjóri, kona hans
er Ingibjörg Kristjánsdóttir, f. 29.1.
1962, og eru böm þeirra Anna
Rakel, f. 27.9. 1985, Birta, f. 11.3.
1992, og Ólafur Orri, f. 12.10. 1995;
Anna Elísabet Ólafsdóttir, f. 2.7.
1961, matvæla- og næringarfræðing-
ur, MBA, maður hennar er Viðar
Viðarsson, f. 21.3. 1956, og eru synir
þeirra Sævar Logi, f. 7.2. 1988, og
Bjarki, f. 15.6. 1995, auk þess sem
Anna Elísabet á soninn ívar Öm, f.
18.2. 1985, með Lámsi Elíassyni, f.
20.5. 1959.
Systkini Ólafs eru Guðmundur, f.
1917, fyrrv. bóndi; Andrés, f. 1918,
fyrrv. bifreiðarstjóri; Vigdís, f. 1920;
Ásgeir, f. 9.6. 1928, fyrrv. starfsmað-
ur samvinnutrygginga; Einar, f. 9.6.
1928, fyrrv. starfsmaður viðskipta-
ráðuneytisins (tvíburar).
Foreldrar Ólafs voru Sverrir
Gíslason, f. 4.8. 1885, d. 24.3. 1967,
bóndi og formaður Stéttasambands
bænda, og Siglaug Guðmundsdóttir,
Níræður
Sigurður Breiðíjörð Halldorsson
fyrrv. starfsmaður íslenskra aðalverktaka
Sigm-ður Breiðíjörð Halldórsson,
fyrrv. starfsmaður hjá íslenskum
aðalverktökum á Keflavíkurflug-
velli, Akurbraut 11, Innri-Njarðvík,
er níræður í dag.
Starfsferill
Sigurður fæddist að Mábergi á
Rauðasandi í Vestur-Barða-
strandasýslu og ólst þar upp til
níu ára aldurs. Þá flutti hann að
Gröf á Rauðasandi.
Sigurður fór til sjós er hann var
flmmtán ára, reri frá Hænuvík i
Rauðasandshreppi og var síðan
sjómaður á skútunni Þresti frá
Patreksfirði. Þá var hann kyndari
á togaranum Gylfa frá Patreks-
firði með hléum til 1939. Jafnhliða
sjómennskunni stundaði Sigurður
almenn sveitastörf og var á vertíð-
um á Suðurlandi.
Sigurður flutti í Innri-Njarðvík
1939. Þar var hann mótoristi í vél-
smiðju og vann síðan í fiskimjöls-
verksmiðju í Njarðvík í tíu ár. Þá
hóf hann störf hjá Hamilton,
bandarísku byggingarfyrirtæki
hjá varnarliðinu á Keflavíkurflug-
velli þar sem hann starfaði í fjög-
ur ár. Hann hóf síðan störf hjá ís-
lenskum aðalverktökum á Kefla-
víkurflugvelli og vann þar síðan
við húsbyggingar og blikksmíði.
Fjölskylda
Sigurður kvæntist 25.5. 1940 El-
sebeth Marie Jacobsen, f. 26.1.
1919, d. 19.12.1993, húsmóður. Hún
var dóttir Tomas Jacobsen, járn-
smiðs í Skipanesi í Söldafirði á
Austurey í Færeyjum, og Mathilde
Jacobsen húsmóður.
Börn Sigurðar og Elsebeth eru
Sigurður Guðfmnur, f. 15.11. 1940,
slökkviliðsmaður á Keflavíkur-
flugvelli, búsettur í Innri-Njarð-
vík, kvæntur Guðríði Helgadóttur,
leikskólastjóra í Reykjanesbæ, og
eiga þau tvö börn auk þess sem
Sigurður eignaðist dóttur fyrir
hjónaband; Elsa Hallfríður, f. 3.1.
1943, ljósmóðir i Þórshöfn í Fær-
eyjum, gift Kristian Rasmussen
verkfræðingi og eiga þau þrjú
börn; Bergdís Matthildur, f. 27.11.
1947, hjúkrunarfræðingur, búsett í
Þorlákshöfn, gift Smára Sveins-
syni bílstjóra og eiga þau þrjá
syni; Ingvar Guðmundur, f. 19.8.
1955, d. 30.3. 2002, var hjúkrunar-
fræðingur í Flórída og eignaðist
hann einn son.
Systkini Sigurðar: Guðmundur
Jóhannes; Jónína Bergþóra Guð-
rún; ívar Rósinkrans; Bjarni
Trausti; Guðrún; Ingimundur
Benjamín; Sigríður; Halldór Krist-
inn; Ólafur Halldór.
Foreldrar Sigurðar voru Hall-
dór Ólafur Bjarnason, f. 15.11.
1874, d. 9.5. 1924, bóndi og sjómað-
ur að Mábergi og síðan að Gröf á
Rauðasandi, og k.h., Magnfríður
ívarsdóttir, f. 25.11. 1875, d. 13.1.
1958, húsmóðir.
Ætt
Halldór var sonur Bjama Ein-
arssonar á Láganúpi í Kollsvík og
Guðrúnar Jónsdóttur frá Krossa-
dal á Tálknafirði.
Magnfríður var dóttir ívars
Magnússonar, á Hvalskeri á Pat-
reksfírði, og Rósu Benjamínsdótt-
ur á Bröttuhlíð á Rauðasandi.
Sigurður verður að heiman á af-
mælisdaginn.
Andlát
Gelr Elnarsson frá Suöur-Fossi í Mýrdal
lést fimmtud. 8.5.
Eyvindur Áskelsson, Laugafelli, Reykja-
dal, varð bráökvaddur miðvikud. 7.5.
Bernharö Adolf Andrésson, fyrrum
bóndi, Noröurfiröi, Strandasýslu, Rofa-
bæ 43, Reykjavík, lést á heimili sínu
laugard. 3.5. sl. Útförin hefur fariö fram
í kyrrþey aö ósk hins látna.
Birgir Karlsson flugþjónn, Reynilundi
11, Garöabæ, andaðist á Landspítala
Fossvogi miðvikud. 7.5.
Kristín Alexanders frá Dynjanda, Tanga-
götu 23, Isafiröi, andaöist á Fjóröungs-
sjúkrahúsinu á ísafiröi fimmtud. 8.5.
Slgríöur Sóley Sveinsdóttlr frá Þykkva-
bæjarklaustri andaöist á hjúkrunarheim-
ilinu Holtsbúö miövikud. 7.5.
Merkir íslendingar
Einar Jónsson myndhöggvari fæddist að
Galtafelli 11. mai 1874, sonur Jóns
Bjamasonar, bónda í Galtafelli, og Gróu
Einarsdóttur. Bróðir Einars var Bjami í
Nýja-Bíói, faðir Harðar húsameistara.
Einar sigldi til Kaupmannahafhar
1893 og lærði þar höggmyndasmíði,
fyrst hjá St. Sinding en síðan við Kon-
unglega listaháskólann. Að námi
loknu stundaði hann listgrein sína í
Kaupmannahöfn, hélt þar sína fyrstu
sýningu í Charlottenburg 1901 og fór
fjölda kynnis- og námsferða um Evrópu,
til Rómar, Vínarborgar, Berlínar, Prag og
Lundúna. Þá dvaldi hann í Bandaríkjunum
i tvö og hálft ár þar sem hann gerði m.a.
myndina af Þorfinni karlsefni.
Einar flutti heim til íslands 1920 og var bú-
settur í Reykjavík til æviloka 18. október
1954. Hann lét reisa húsið Hnitbjörg á
Skólavörðuholti og opnaði þar listasafn
sitt 1923. Síðar ánafnaði hann íslensku
þjóðinni verk sín sem enn eru til sýnis
í safninu.
Verk Einars minna í ýmsu á skáld-
skap nafna hans Benediktssonar: til-
komumikil, huglæg og oft dulræns eða
trúarlegs eðlis, blanda af rómantískum
natúralisma og expressjónisma. Einar
er höfundur margra fyrstu standmynda
Reykjavíkur, s.s. af Jónasi Hallgríms-
syni, Jóni Sigurðssyni, Ingólfl Amarsyni
og Kristjáni IXda, auk styttanna af Þorfinni
karlsefni og Útlaganum.
Einar Jónsson
Jarðarfarir
Elín Margrét Þorkelsdóttir, Skjöldólfs-
stööum, veröur jarðsungin frá Egils-
staðakirkju þriðjud. 13.5. kl. 14.00.
Magnús Jónsson, Snorrabraut 56,
Reykjavík, verður jarösunginn frá Bú-
staöakirkju þriöjud. 13.5. kl. 13.30.
Jón Elliöi Þorsteinsson, Hringbraut 48,
Keflavík, veröurjarösunginn frá Keflavík-
urkirkju þriðjud. 13.5. kl. 14.00.
Haukur Clausen tannlæknir, Blikanesi
5, verður jarösunginn frá Dómkirkjunni
þriðjud. 13.5. kl. 13.30.
Stefán Bryngeir Einarsson, Keilusíöu
12c, Akureyri, veröur jarösunginn frá Ak-
ureyrarkirkju föstud. 16.5. kl. 13.30.
Jóna Karitas Eggertsdóttir andaöist á
hjúkrunardeild Hrafnistu miövikud. 7.5.
Útförin fer fram frá Fossvogskirkju
föstud. 16.5. kl. 15.00.